Morgunblaðið - 24.09.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER1985
Pontar vígö-
ir í Fjöl-
brautaskóla
Suðurlands
Selfossi, 19. september 1985.
PONTAR, en svo nefnast fyrsta írs
nemar Fjölbrautaskóla Suöurlands,
voru í dag vígðir formlega til skóla-
göngu sinnar og látnir ssta afarkost-
um sem þeir eru taldir hafa gott af.
Eldri nemendur klæddust svört-
um ruslapokum og voru hinir
böðulslegustu ásýndum. Söfnuðu
þeir pontunum saman á afmarkað-
an stað, við gamla iðnskólann, og
héldu yfir þeim ræðu til áréttingar
tilhýðilegri hegðun í skólanum og
áminntu þá um að sýna fyllstu
undirgefni.
Að ræðuhöldum loknum hélt
hópurinn í virðulegri skrúðgöngu
að tjörn á tjaldsvæði bæjarins og
fylgdi stór hópur áhorfenda. Pont-
arnir voru síðan þvingaðir til
undirgefni og beygðir undir yfir-
borð tjarnarinnar og gekk þá á
ýmsu því sumir vildu ekki þýðast
böðlana hvað þetta snertir. Að
baðinu loknu fengu pontar heitan
koss til _að árétta hlýju skólans í
þeirra garð og loks áminningu um
að einfeldni hlutanna er mikil
dyggð með því að þeir voru smurðir
hafragraut og yfir þá stráð ríflegri
hveitilúku.
Þó menn veltust um í gruggugri
tjörninni og einhverjir hafi sopið
á í hamaganginum og e.t.v. bragð-
að á hornsílum tjarnarinnar, stóðu
allir upp brosandi, enda veður hið
ákjósanlegasta, sól og hægviðri.
SigJóns.
Háskóli íslands:
Styrkur til
háskólanáms
í Noregi
Úr Minningarsjóói Olavs Brun-
borg verður veittur styrkur að upp-
hæð sjö þúsund norskar krónur á
næsta ári.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja ,
íslenska stúdenta og kandídata til
háskólanáms í Noregi. (Sam-
kvæmt skipulagsskrá sjóðsins er
styrkurinn aðeins veittur karl-
mönnum.)
Umsóknir um styrkinn, ásamt
námsvottorðum og upplýsingum
um nám umsækjenda, sendist
skrifstofu Háskóla Islands fyrir
1. október 1985.
FrétUtilkynning.
Akureyri:
Ekið á full-
orðna konu
EKIÐ var á fullorðna konu á Hörgár-
braut, skammt norðan við Glerárbrú,
á Akureyri á fostudag. Konan hand-
leggsbrotnaði, hlaut áverka á fótum
og skurð á enni.
Slysið átti sér stað kl. 13.25 og
sagði ökumaður bifreiðarinnar að
strætisvagn hefði byrgt sér sýn og
hann hefði því ekki séð konuna
fyrr en of seint.
Þá varð vinnuslys við nýbygg-
ingu iþróttahúss KA á Akureyri
seinna um daginn, þegar steypu-
mót féll á starfsmann þar. Tókst
honum að víkja sér undan að
mestu, en vinstri fóturinn varð þó
undir mótinu.
- koma i veg fyrir steypuskemmdir eða
lagfæra þær með
Sprungur geta myndast í heilbrigðri steinsteypu þegar
ytralDorð hennar mettast af vatm sem síðan frýs og piðnar
á víxl í hinni umhleypingasömu veðráttu okkar.
Alkalivirk steinsteypa mettast af vatni og sprmgur síðan
vegna efnafræðilegra hvata.
Því parf að hmdra að vatn smjúgi inn í steypuna svo
sem kostur er en hún verður pó að geta andað.
DYMASYLAM BSM 40 er monosflan vatnsfæla sem
hlotiö hefur meömæli Rannsóknarstofnunar bygglng-
ariðnaðarlns.
DYNASYLAN BSM 40 er efm sem borið er jafnt á nýjan.
ómálaðan stein og sprungmn málaðan stein og hindrar
vatnsdrægm steypunnar.
VITRETEX plastmalning er copolymer (akryl) máln-
ing með mjóg gott PAM glldl og andar því vel.
rettri meðhöndlun
VITRETEX plastmálnmg hefur verið á íslenskum markaði
í áratugi og sannað ágæti sitt. p.á m. í ströngustu veðurpols-
tilraunum.
Tvær yflrferðlr með DYMASYLAM BSM 40 og síðan tvær
yfirferðlr með VITRETEX plastmálnlngu tryggir
margra ára endingu.
Umboðsmenn um land alltl
S/ippfé/agid i Reykjavík hf
Máln/ngarverksmidjan Dugguvogi
Simi 84255
\
P&O