Morgunblaðið - 02.10.1985, Side 4

Morgunblaðið - 02.10.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1986 Nú þarf að fella gengið um 50 % — ef sama afkoma á að nást út úr söltun nú og f fyrra „MÉR reiknast til að fella þurfi gengi íslenzku krónunnar um nálægt 50 % til þess að afkoman í sfldarsolt- uninni verði sambærileg því, sem hún var í fyrra. Það gengur engan veginn að setja gengi fast meðan innlend verðbólga æðir áfram og hækka svo hráefnisverð þegar sölu- verð afurðanna hefur lækkað,“ sagði Eðvarð Júlíusson, framkvæmdastjóri Hópsness í Grindavík, í samtali við Morgunblaðið. Eðvarð sagði ákvörðun yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um 24% hráefnisverðs- hækkun fáranlega, sérstaklega þar sem hún væri tekin með fulltingi fulltrúa ríkisvaldsins. Þessi ríkis- stjórn væri komin í sama farið og síðasta stjórn; að festa gengi en leyfa á sama tima bullandi inn- lendar kostnaðarhækkanir. Það hlyti hvert mannsbarn að sjá að sjávarútvegurinn gæti engan veg- inn gengið við þær forsendur að tekjum hans væri haldið föstum en útgjöld stöðugt aukin með full- tingi stjórnvalda. Það hlyti því að koma fyrir þessa stjórn að hún missti tökin á öllu saman og sæti uppi með óðaverðbólgu og nánast óleysanlegan vanda. „Það er þannig búið að þessu nú að manni virðist að ríkið ætli bara að taka þetta allt yfir. Það var nú svo áður fyrr, að verðlagning á fiski var ekki verri en svo, að hún miðaðist við núllið. Nú er verð- lagningin þannig að vinnslan verð- ur rekin með bullandi tapi og þá er stutt í þrotið," sagði Eðvarð Júlíusson. Mjög miklar skemmdir urðu á barnaheimilinu og er innbúið talið ónýtt að mestu. Líkur á mannabreytingum í ríkisstjórninni á næstunni nVeröa vafalaust ræddar á þingflokksfundi á mánudaginn‘‘segir Olafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins TALSVERÐS óróa virðist nú gæta meðal sjáifstæðismanna, eftir að þing- flokks- og miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi eins harkalega og raun ber vitni, ríkisstjórnina, fjárlagagerðina og stefnumörkun í efnahags- málum. Auk þess munu ráðherrar og flokksforysta gera sér grein fyrir því að raddir þær í Sjálfstæðisflokknum sem krefjast þess að Þorsteinn Pálsson taki sæti í ríkisstjórninni gerast stöðugt öflugri. Það er því talið mjög líklegt að ingar í ríkisstjórninni ræddar á INNLENT ákvörðun um mannabreytingar í ríkisstjórn verði tekin innan skamms á þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins, hugsanlega strax á mánudag. Telja viðmælendur Morgunblaðsins að það sé mun líklegra að þessi ákvörðun verði tekin, en aö ákveðið verði að rjúfa þing og efna til kosninga. „Vafalaust verða mannabreyt- þingflokksfundinum á mánudag," sagði ólafur G. Einarsson formað- ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins i samtali við Morgunblaðið í gær. „Við verðum að taka þátt í þeim umræðum sem eiga sér stað í fjöl- miðlum." ólafur sagði að fyrst og fremst yrði rætt um stöðu Sjálfstæðis- flokksins innan ríkisstjórnarinnar og þau mál sem hæst hefði borið á þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Stykkis- hólmi um síðustu helgi. „Ég vona að ríkisstjórnin verði tilbúin til þess að taka sig á í þeim efnum sem hún helst var gagnrýnd fyrir á fundinum," sagði Olafur og sagð- ist þar eiga við fjárlagadrögin, þjóðhagsáætlun og efnahagsstefnu næstu tveggja ára. „Það þarf að skera útgjaldaliði ríkisins mun meira niður, en fjárlagadrögin gera ráð fyrir. Ég tel það vera mál númer tvö að skipta um menn í ríkisstjórn- inni, því það er tilgangslaust með öllu, ef menn eru ekki sammála um markmiðin. Reyndar hef ég ekki nokkra trú á að okkur hafi áhuga á að fara inn í þessa ríkis- stjórn, eða að halda þessu stjórn- arsamstarfi áfram, náist, ekki samstaða stjórnarflokkanna um þau markmið sem sett voru fram í bókun formanns flokksins Þor- steins Pálssonar." „Ég tel að það væri mjög æski- legt að formaður flokksins tæki sæti í ríkisstjórninni núna þennan síðari hluta kjörtímabilsins, ef þessi stjórn heldur áfram,“ sagði Birgir Isleifur Gunnarsson er hann var spurður hvort hann teldi að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson tæki sæti i rík- Flugleiðabréfín formlega boðin starfsmönnum og hluthöfum til sölu: Raunverulegt kaup- verð gæti farið niður í 1,22-falt nafnverð STJÓRN Flugleiða hefur sent starfsmönnum sínum og hluthöfum bréf þar sem hlutabréfin sem stjórnin keypti af ríkinu síðsumars eru boðin þeim formlega til sölu. Eru bréfin boðin á sömu kjörum og stjórnin keypti þau af ríkinu, þ.e.a.s. 22,5% ber að staðgreiða, en eftirstöðvarnar má greiða með jöfnum ársgreiðslum á átta árum, verðbóta- og vaxtalausar. Svo sem áður hafði verið talað um verður helmingur bréfanna boðinn hluthöfum til kaups, og hinn helmingurinn starfmönnum. Sölunni verður dreift á þetta ár og það næsta. Eins og menn ugglaust muna keypti stjórn Flugleiða bréf ríkis- ins gagngert í þeim tilgangi að endurselja þau hluthöfum og starfsmönnum félagsins. Ríkið átti fimmtung bréfa félagsins, að nafn- verði um 7 milljónir króna, sem fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, vildi selja á níföldu nafnverði, eða á 63 milljónir. Stjórn Flugleiða keypti bréfin hins vegar á 66 milljónir með þeim skilmálum að 22,5% kaupverðsins yrði innt af hendi strax, en eftir- stöðvarnar greiddar með jöfnum árlegum greiðslum á átta árum, án vaxta og verðbóta. Mátu stjórnar- menn Flugleiða kaupverð sitt sem 4,5-falt nafnverð. Nú vekur það athygli, að vegna nýlegra skattalaga (nr. 75/1981), sem veita mönnum heimild til frá- dráttar af tekjuskatti vegna fjár- festingar í atvinnurekstri, má setja dæmið þannig upp að starfs- menn og hluthafar sem kunna að kaupa bréfin nú geti fengið þau við mun vægara verði, allt niður í 1,22-falt nafnverð. f bréfi stjórnar Flugleiða til starfmanna er tekið dæmi af hjónum, þar sem annar aðilinn hefur yfir 500 þúsund kr. í árstekur, sem kaupa hlutabréf fyrir 66.010 krónur, sem eru 7.000 krónur að nafnvirði. Framreiknað- ur hámarksfrádráttur fyrir hjón samkvæmt áðurnefndum skatta- lögum er 62.500 krónur, og af árs- tekjum yfir 400 þúsundum greiða menn 44% tekjuskatt. Þessi hluta- bréfakaup þýddu því skattfrádrátt á næsta ári sem næmi 27.500 krón- um, þ.e.a.s. 44% af 62.500. Á sama tíma greiðir kaupandinn aðeins 22,5% út, eða 14.852 krónur. í reiknisdæmi stjórnar Flugleiða eru eftirstöðvarnar (51.158 krón- ur) metnar á 15.718 krónur á nú- virði, vegna væntanlegrar rýrnun- ar þeirra. Sé skattfrádrátturinn ennfremur reiknaður til núvirðis, lækkar hann i 22.000 krónur, og út úr þessu reiknisdæmi fær stjórnin að kostnaðarverð bréfanna á nú- virði sé aðeins 8.570 krónur, eða 1,22-falt nafnverð. Á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem þessi sala var kynnt, sagði Helgi Thorvaldsson formað- ur Starfsmannafélags Flugleiða, að hann teldi að flestir stafsmenn félagsins ættu að hafa tök á því að kaupa bréf á þessum kjörum. Hann sagði þó að skoðanir væru nokkuð skiptar meðal starfsmanna um ágæti þess að kaupa hlutabréf- in. Starfmenn Flugleiða hér innan- lands eru rúmlega 1.400, og af þeim eru þegar um 500 hluthafar og eiga samtals 36% í félaginu. Hluthafar í Flugleiðum eru alls um 3.500 talsins. Eðvarð Júlíusson sfldarsaltandi í Grindavík: Morgunhlaðid/Júlíus Það tók slökkviliósmenn um klukkustund að ráða niðurlögum yflrborðseldsins. Myndin er tekin skömrau eftir að þeir komu á vettvang. Bruninn í Sólbrekku f fyrrinótt: Líklega um íkveikju að ræða Tjónið ekki undir 6 milljónum króna, segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri MIKILL eldur kom upp í barnaheimilinu Sólbrekku við Suðurströnd á Seltjarnarnesi í fyrrinótt. Húsið skemmdist mjög mikið og innbúið eyði- lagðist algerlega. Telur Sígurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi að tjónið sé ekki undir 6 milljónum króna, og gæti reynst mun meira þegar öll kurl væru komin til grafar. Állar líkur benda til þess að brotist hafi verið inn í barna- heimilið fyrr um nóttina, og telur rannsóknarlögreglan sennilegt að sá eða þeir sem þar voru að verki hafi kveikt í Sólbrekku. Brotist var inn í húsið fyrir viku og peningum stolið. Það var kl. 5.10 í gærmorgun sem slökkviliðinu barst tilkynn- ing um brunann, en þá er talið að eldurinn hafi logað nokkra hríð. Sólbrekka er timburhús á einni hæð, og þegar slökkviliðs- menn komu á staðinn stóðu eld- tungur upp úr húsinu miðju og út um glugga. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum yfir- borðseldsins, en mikil glóð var í timbrinu og var húsið vaktað fram yfir hádegi í gær. Eldurinn kom upp í almenningi í austur- enda hússins, að því er talið er í dýnu sem þar lá á gólfi. Þurfti að rjúfa þakið að hluta til að komast að eldinum. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri sagði að þegar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að koma þeim 60 börnum sem á barna- heimilinu voru fyrir á öðrum stöðum. Félagsheimili Seltirn- inga og önnur barnaheimili verða nýtt í því skyni til bráðabirgða. Sigurgeir sagði að strax yrði hafist handa við að endurbyggja barnaheimilið og sagðist vonast til að hægt yrði að taka hluta þess aftur í notkun eftir 3-4 vikur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.