Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
Aðstoðin komi
þiggjendum að gagni
Athugasemdir við grein Þorbjörns Magnússonar
BLAÐINU hefur borist eftirfar-
andi frá I'róunarsamvinnustofn-
un íslands:
Ástæða þykir til að gera
nokkrar athugasemdir við
grein Þorbjörns Magnússonar
um þróunaraðstoð á Græn-
höfðaeyjum, en greinin birtist
í Morgunblaðinu 28. september
sl. Þorbjörn kom til Mindelo á
Grænhöfðaeyjum á sl. vori og
staldraði þar við og er nú orð-
inn vel að sér um þróunarhjálp
og stjórnarfar á Grænhöfðaeyj-
um að eigin áliti, ef dæma má
af skrifum hans, en um margt
gætir þar misskilnings og í
skrifunum er að finna leiðinleg-
ar og órökstuddar dylgjur um
stjórn íslenzka fiskveiðiverk-
efnisins.
í upphafi ritar Þorbjörn af
talsverðum þótta um stjórnvöld
á Grænhöfðaeyjum og finnur
þeim margt til foráttu. Stjórn-
arfar í þróunarlöndum er um
margt frábrugðið stjórnarfari
í ríkjum, sem búið hafa um
langan aldur við sjálfstæði, lýð-
ræði og almenna menntun
þegnanna. Þróunaraðstoð iðn-
væddra ríkja verður að taka
mið af þessu. Ekki er hægt að
koma siglandi einn góðan veð-
urdag og taka völdin í viðkom-
andi ríki með það í huga að
hinn aðvífandi viti hvað inn-
fæddum sé fyrir beztu. Þróun-
arsamvinna þýðir að sjálfsögðu
samstarf milli þeirrar þjóðar,
sem aðstoð veitir og þeirrar
þjóðar, sem aðstoðina fær og í
því sambandi er ekki hægt að
ganga framhjá þeim sem með
völdin fara á hverjum tíma.
Þróunaraðstoð er þolinmæð-
isverk og áhlaupamönnum lítt
að skapi, sérstaklega ef þeir
skilja ekki ýmis grundvallarat-
riði. Sem dæmi um skort á þeim
skilningi hjá Þorbirni má nefna
skrif hans um sölu stjórnvalda
á Grænhöfðaeyjum á gjafa-
korni frá Belgíu. Kornið er selt
á verði sem samsvarar verði
innlendrar matvælafram-
leiðslu. Ókeypis gjafakorn
myndi við þær aðstæður, sem
Til sölu
Þetta er húsiö Njáisgata 6. Húsiö
er steinkjallari, hæö og ris, sem
er járnklætt timburhús. I ris-
inu, sem er meö góöum kvisti
á móti suðri, er þokkaleg 2ja
herbergja ibúö meö sérinn-
gangi. Geymsluris er fyrir ofan
þessa íbúö. Á hæðinni er 3ja
herbergja íbúð með sérinn-
gangi. I kjallara eru 2 herbergi
og snyrting, sem er aöskiliö frá
sameign. j kjallara eru ennfrem-
ur geymslur, þvottahús, kyndi-
klefi og gangar. Rúmgott at-
vinnuhúsnæöi er viö hliöina i
húsinu. Húsiö er í góöu standi
og hitakostnaöur lítill. Ágætur
staður. Húsiö er laust. Eignar-
lóð. Húsið selst í einu eöa
tvennu lagi. Einkasala.
Árni Stefánsson hrl.
Málflutníngur. Fasteignasala.
Suöurgötu 4. Sími: 14314.
Kvöldsími: 34231.
ríkja á Grænhöfðaeyjum, kippa
fótunum undan landbúnaði og
fiskveiðum innanlands.
Þorbjörn skrifar af litlum
skilningi um árangur af fisk-
veiðitilraunum r/s FENGS og
þegar hann viðurkennir, að
einhver árangur hafi orðið,
rennur út í fyrir honum.
Skipið hefur gert tilraunir
með ýmsar veiðiaðferðir jafnt
að tillögum íslendinga og skv.
beiðni innlendra samstarfsað-
ilja. Togveiðitilraunir leiddu í
ljós að talsvert magn má veiða
í botnvörpu við eyjarnar af
fisktegund, sem ekki er nýtt í
dag. Ekki er þörf á stórum
togurum við þessar veiðar, en
hægt er að nota við þær minni
togbáta. Veiðarnar hafa þó enn
ekki hafizt af kappi, bæði af
tæknilegum ástæðum og eins
sökum þess að enn er ekki
komið skipulag á vinnslu og
sölu þessarar fisktegundar. Það
atriði er utan verkefnis íslend-
inga, en þó hefur verið reynt
að vinna að því af hálfu Þróun-
arsamvinnustofnunar með því
að kynna samstarfsaðilunum
ýmislegt er varðar fiskvinnslu
og markaðsmál.
Eitt af markmiðum fiskveiði-
verkefnisins var að reyna að
auka öflun beitufiskjar til tún-
fiskveiða og túnfiskveiðar í því
sambandi. Tilraunir FENGS
hafa leitt í ljós að lítt verður
aukið við öflun beitufiskjarins
úti á hafi. Hann er helst að fá
á grunnu vatni upp við strönd-
ina, þar sem innlendir fiski-
menn eru slyngir við að veiða
hann í nót. Skortur á beitufiski
takmarkar stangaveiðar Græn-
höfðamanna á túnfiski og þótt
árangur af tilraunum FENGS
sé neikvæður, þá er vitneskja
um hina litlu möguleika á beitu
engu að síður mikilvæg.
Aðrar fiskveiðitilraunir
FENGS skulu ekki raktar hér,
en með skipinu hefur verið gerð
tilraun til þess að hleypa nýju
lífi í humarveiðar landsmanna,
gerðar hafa verið tilraunir með
veiðar í flotvörpu, með hand-
færum og nót. Skipið hefur
reynst mjög vel og úthaldstimi
þess hefur verið lengri en al-
mennt er um útgerð slíkra
skipa í hitabeltishöfum. At-
hugasemdir Þorbjörns þar að
lútandi eru ekki svaraverðar.
Frá upphafi hefur verið lögð
mikil áherzla á hina fiskifræði-
legu hlið, það er rannsóknir á
undirstöðu fiskveiða á Græn-
höfðaeyjum, greiningu fiskteg-
unda, rannsóknir á magni fisk-
tegunda o.s.frv. og einnig hefur
verið unnið að gerð fiskikorta
og almennum sjómælingum við
eyjarnar. Skipið er búið stað-
setningartæki, sem notar gervi-
hnetti við staðarákvarðanir og
einnig eru í skipinu tvær rat-
sjár.
Tveir islenzkir fiskifræðing-
ar hafa starfað á vegum verk-
efnisins, bæði á Grænhöfðaeyj-
um og hér heima, og komið
hefur verið á fót fastri aðstöðu
til fiskirannsókna með föstum
starfsmanni í Mindelo. Gerðar
hafa verið skýrslur um niður-
stöður fiskirannsóknanna og
þær kynntar vísindamönnum
og yfirvöldum á Grænhöfðaeyj-
um og einnig hafa hinir is-
lenzku vísindamenn kynnt sér
það sem fyrri rannsóknir við
eyjarnar höfðu leitt í ljós í því
skyni að forðast tvítekningu
rannsókna og fylla upp í þau
göt, sem eru á vitneskju manna
um hafsvæðið umhverfis eyj-
arnar.
Þorbjörn ritar mjög niðrandi
um yfirstjórn verkefnisins og
verða hér eigi eltar ólar við
einstök atriði í þeim skrifum.
Þorbjörn bauð fram starfs-
krafta sína í þágu verkefnisins,
þegar hann kom til Grænhöfða-
eyja, en eigi reyndist unnt að
taka því boði nema að litlu leyti
eins og þá stóð á. Varð Þorbjörn
mjög ósáttur við forstöðumann
verkefnisins á Grænhöfðaeyj-
um af þeim sökum. Verkefnis-
stjórinn hefur langa reynslu af
þróunaraðstoð og eru skrif
Þorbjarnar um hann bæði
ósanngjörn og meiðandi. Verð-
ur að harma þann tón, sem
fram kemur í grein Þorbjarnar
og áður hafði komið fram í bréfi
hans til stjórnar Þróunarsam-
vinnustofnunar, en orsakir
beiskju greinarhöfundarins eru
af persónulegum toga og óvið-
komandi árangri af þróunarað-
stoð íslendinga á Grænhöfða-
eyjum.
Þróunarsamvinnustofnun
telur ávinning að öllum umræð-
um um þróunaraðstoð íslend-
inga, en opinber skoðanaskipti
um ástand í þróunarlöndum og
aðstoð við þau eru lítil hér á
landi. Það er risavaxið verkefni
að bæta lífskjör þeirra þjóða,
sem líða skort á plánetunni, en
það er verkefni, sem ekkert af
hinum þróaðri ríkjum fær skor-
ast undan. í grein sinni um
„þróunarbríarí" nefnir Þor-
björn Magnússon hugtakið
„friðþægingarhjálp". Stjórn
Þróunarsamvinnustofnunar
íslands hefur haft það að leið-
arljósi, að aðstoð hennar komi
þiggjendunum að gagni, en sé
ekki gerð til þess að friða
samvizku íslendinga með inn-
antómum talnaleik.
(Þróunarsamvinnustofnun
íslands)
® KjöreignVf
Ármúla 21.
Dan. V.S. Wiium lögfr.
Ólafur Guðmundsson sölustjóri.
Kristján V. Kristjánsson vióskiptafr.
wmmmmmmmmmmmmmmmÉ
Lítíl
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Böðvar Guðlaugsson.
Doddi fer í siglingu.
Haukur Viggósson teiknaði myndir.
Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Sagan er ætluð yngstu lesend-
unum. Hún fjallar aðallega um tíu
ára drenginn Dodda, sem á heima
í kaupstað úti á landi. Móðir hans
vinnur í frystihúsinu, en faðir
hans er vélstjóri á togara. Orri er
besti vinur og jafnaldri Dodda.
Fimm ára systir Orra heitir Anna
og þurfa þeir vinir oft að passa
hana.
I litla kaupstaðnum gengur lífð
líkt og i öðrum kaupstöðum við
sjávarsíðuna.
Drengirnir hafa gaman af síla-
veiðum og þeir stunda íþróttir.
Þeir kvíða fyrir prófum í skólan-
um þegar þeir kunna fögin ekki
nógu vel.
Ævintýrið þeirra er, að þeir fá
að sigla til Englands með togaran-
um sem faðir Dodda er vélstjóri á.
Ferðin er skemmtileg og frá
saga
mörgu að segja þegar heim er
komið.
Bókin er 39 bls. í kápu og prýdd
mörgum myndum. Hún er ætluð
yngstu lesendunum og efni hennar
sett upp með það fyrir augum að
langar línur og erfið orð íþyngi
ekki byrjendum um of.
Efnið er raunsætt en átakalítið
og engin spenna eða sérstakar
uppákomur. Ég held að sagan sé
góð og litlir lesendur muni hafa
gaman af henni. Hún birtir þeim
látlausa mynd úr lífi Dodda. Ef-
laust verður hún bæði til gagns og
gleði í yngstu deildum skólanna.
Þetta er saga um drengi en ekki
telpur.
Vonandi mætir hún ekki þeim
örlögum að lenda í „ritskoðun"
þeirra kvenna er telja sig- hafa
fundið rétta leið til framdráttar
jafnréttis kynjanna. Og vitna
harmi slegnar til bóka sem geta
oftar um karlkynið en kvenkynið.
Annars ástæðulaust að hafa slíka
ástundun í flimtingum, því síður
að brosa að henni. í allri baráttu
eru ólíkustu aðferðir reyndar til
sigurs og það flýgur enginn hærra
en hann er fiðraður.
Hús í Hólahverfi óskast
Höfum fjársterkan kaupanda aö húseign meö tveimur
íbúöum eöa húsi sem mætti breyta í tveggja íb. hús.
Aöeins vönduö og góö eign kemur til greina. Húsiö þyrfti
ekki aö vera fullfrág. Skipti möguleg á nýlegri vandaöri
hæö meö bílsk. í austurborginni.
685009
685988
Siglt í byr
vinsælda og
virðingar
Hljómplötur
Sigurður Sverrisson
Sting
The Dreams of the Blue Turtles
AM/Steinar
Ég uppgötvaði Police ekki fyrr
en þremur árum of seint en allt
frá þeim tíma hef ég virt þá sveit
og dáð (mest í laumi J)ó) rétt eins
og milljónir annarra jarðarbúa.
Eftir að hafa séð myndbands-
upptöku frá hljómleikum tríós-
ins varð mér fyrst almennilega
ljóst hvílík yfirburðasveit Police
er eða öllu heldur var því hún
mun nú leyst upp í frumeindir
sínar.
Fréttin um að Police væri
hætt störfum kom eins og köld
vatnsgusa framan í aðdáendur
hljómsveitarinnar en af þessari
fyrstu sólóplötu Sting (sem hann
segir aftan á plötuumslaginu
ekki vera neina sólóplötu þar sem
hann hafi ekki gert þetta allt
saman einn!) má glött ráða að
hann kemur til með að taka upp
þráðinn þar sem Police varð frá
að hverfa. The Dreams of the
Blue Turtles er að talsverðu leyti
rétt eins og plata með Police og
er kannski ekki að undra jafn
áhrifaríkur og Sting nú var inn-
an þeirrar sveitar.
Það lag þessarar plötu, sem
mestum vinsældum hefur náð,
If You Love Somebody Set Them
Free, er alls ekki talandi dæmi
um innihald plötunnar. Éngu að
síður snoturt lag, þar sem hin
sérstæða rödd Sting fær til fulls
að njóta sín. Hið sama má reynd-
ar segja um önnur lög plötunnar,
þau eru eins og umgjörð utan um
söng Sting.
öll vinnubrögð á þessari plötu
eru í hæsta gæðaflokki og var
ekki að búast við öðru. Það sama
rná segja um plötuna sjálfa, hún
er í hæsta gæðaflokki. Kannski
hefði maður kosið að Sting gerði
eitthvað eilítið frumlegra en við
þvi var kannski ekki að búast á
fyrstu sólóplötunni. Lái honum
hver sem vill, það er ekki nema
sjálfsagt að ýta úr vör og fá byr
í seglin með þeim vindi, sem
fleytti Police yfir allar hindranir.
Vindi virðingar og vinsælda.