Morgunblaðið - 02.10.1985, Side 33

Morgunblaðið - 02.10.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1985 33 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: „Ber ekkert á milli stjórnarflokkanna“ ÞORSTTEINN PÁLSSON formartur Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sóphusson varaformaður Sjílfstæðisflokksins og þeir ráðherrar flokksins sem staddir eru á landinu, áttu saman fund í hádeginu í gær, þar sem niðurstöður þingflokks- og miðstjórnarfundar flokksins í Stykkishólmi um helgina voru til umræðu. „Við ræddum um niðurstöðu fundarins í Stykkishólmi og hvern- ig þeirri vinnu sem þar hófst skyldi haldið áfram. Auk þess ræddum við á hvaða hátt við gætum tekið þessi mál upp við okkar samstarfs- flokk," sagði Þorsteinn Pálsson, er hann var spurður hvað honum og ráðherrum flokksins hefði farið á milli á fundinum í gær. Þorsteinn sagði að hann, ásamt þeim Friðrik Sóphussyni og Matthíasi Bjarnasyni hefðu átt fund með forystumönnum Fram- sóknarflokksins að loknum fundin- um með ráðherrunum ígær. Hefðu þeir hitt þá Halldór Asgrímsson og Jón Helgason að máli og skýrt fyrir þeim málefnalega niðurstöðu þess fundar. „Það ber ekkert á milli stjórnarflokkanna í þeim efnum. Það kom okkur ekkert á óvart að framsóknarmenn hafa jafnmikinn áhuga á að ná þessum markmiðum og við,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn var spurður hvort mannabreytingar í ríkisstjórn hefði borið á góma á fundi hans með ráðherrum flokksins í gær: „Síðan ég var kjörinn formaður í flokknum, hefur varla liðið sá dagur að það hafi ekki annað hvort verið fært í tal við mig á fundum eða í símtölum, að það þyrfti að breyta ríkisstjórninni. Satt best að segja finnst mér ekki vera meira tilefni til þess, að segja álit mitt á öllum þeim símtölum og þeim fundum í dag frekar en í gær.“ Þorsteinn var spurður hvort hann teldi að þeirri skoðun hefði vaxið fiskur um hrygg í Sjálfstæð- isflokknum, að rjúfa bæri þing og efna til kosninga: „ Nei, það tel ég ekki vera. Landsfundurinn í vor markaði þá afstöðu sem við erum auðvitað bundnir af, að stjórnar- samstarf, bæði þetta og annað ræðst af því hvaða árangur næst. Við hijotum að leggja þann mæli- kvarða á þetta stjórnarsamstarf," sagði Þorsteinn. - -*<r- MorKunblaðiö/Sv.P. Ólafur H. Torfason með tvö verkanna á sýningunni á bak við sig. Akureyri: Ólafur H. Torfa- son sýnir á Jaðri Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um fund sjálfstæöismanna í Stykkishólmi: „Breytir engu um stj órnarsamstar f ið “ „ÉG SÉ ekki að þessi fundur þing- í stoðum stjórnarsamstarfsins eftir verið að bíða eftir að fá frekari Akurevri, 28. september. ÓLAFUR H. Torfason, sem hingað til er einkum kunnur útvarps- og blaðamaður, er einnig myndlistar- maður og opnaði í dag áttundu einka- sýningu sína á Jaðri við Akureyri. Áður hefir hann haldið sýningar í Reykjavík, Stykkishólmi, Þrastar- lundi, New York og á Akureyri og þar að auki hefur hann tekið þátt í samsýningum. Á þessari sýningu eru 26 mynd- ir, 18 vatnslitamyndir og 7 olíu- málverk. Sýningin ber heitið „Óskalönd, landslag eins og ég vil hafa það“, enda eingöngu sýndar landslagsmyndir, sem flestar eru til sölu. Sýningin verður opin kl. 14—22 daglega til 13. október. flokks og miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins breyti neinu um stjórnar- samstarf flokkanna," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort hann teldi að það hrikti Tekin af tvímæli IÉRETT Morgunblaðsins í gær af stór- felldum fjársvikum framkvæmda- stjóra verktakafyrirtækis í Reykjavik, er sagt að maðurinn hafi svikið fé út úr Innkaupastofnun ríkisins með því að falsa ávísanir sem hann fékk greiddar fyrir vinnu sína við bygginu sundlaugar við Grensásdeild Borg- arspítalans. Állt þetta er satt og rétt, en orða- lagið gæti varpðað óréttmætum grunsemdum að öðrum aðila, bygg- ingarfyrirtækinu Sigurði og Júlíusi hf., sem vann að byggingu sundlaug- arinnar fyrir fimm árum. Það skal tekið fram að það fyrirtæki og þá- verandi byggingarmeistari þess eru á engan hátt bendlaðir við þetta mál. fund sjálfstæðismanna í Stykkis- hólmi um helgina og þá bókun sem þar var gerð um fjárlagagerð og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „f fyrsta lagi vil ég segja það, að það er alls ekki nógu vel frá því gengið hvernig við skatt- heimtu, á að tryggja hallalaus fjárlög. Ofan í það mál þarf að fara mun betur, og við höfum alltaf talið koma til greina í því sam- bandi, að reyna að draga úr ríkis- útgjöldum ef menn sjá leiðir til þess,“ sagði sjávarútvegsráðherra, og bætti við að þarna væri fyrst og fremst verið að tala um vinnu sem væri nú í gangi. „Við höfum tillögur frá fjármálaráðuneytinu. Þarna er því fyrst og fremst verið að ítreka nauðsynlegan hlut,“ sagði Halldór. Sjávarútvegsráðherra sagði að fullt samkomulag væri um það á milli framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna að standa við þau markmið sem fjárlögin gera ráð fyrir, og ef menn sæju leiðir til þess að ná lengra í þeim efnum, þá væri ekkert nema gott eitt um það að segja. Hann sagði að þessi sjónarmið stjórnarflokkanna hefðu komið fram á sameiginleg- um fundi forystumanna flokkanna upp úr hádeginu í gær. 30 tonn af hrútspung- um til Bandaríkjanna BÚVÖRUDEILD SÍS mun í haust flytja út til Bandaríkjanna um 30 tonn af hrútspungum og er það svip- að magn og undanfarin haust. Að sögn Jóhanns Steinssonar deildar- stjóra í búvörudeildinni fæst mjög gott verð fyrir pungana, eða 1,40 dollarar fyrir pundið (115 krónur fyrir hvert kfló). Skilaverð hér heima sagði Jóhann að væri um 100 krónur fyrir kflóið. Jóhann sagði að þrjú fyrirtæki í Bandaríkjunum keyptu hrúts- pungana, tvö bandarísk heildsölu- fyrirtæki og svo fisksölufyrirtæki Sambandsins, Iceland Seafood Co. Hann sagði að það væru einkum Bandaríkjamenn af grísku bergi brotnir sem ætu hrútspungana, þeir borðuðu þá steikta, líkt og kalkúnaeistun sem þættu herra- mannsmatur þar vestra. Útflutn- ingsverðmæti 30 tonna af hrúts- pungum er um 3,5 milljónir kr. Nýr bátur til Húsavíkur llúsavik, l.oklóber. NÝR bátur, Skálaberg ÞH 244, bættist í hátaflota Húsavíkur í dag. Hann er keyptur frá fsafirði og hét áður Sigurð- ur Þorkelsson ÍS 200. Þetta er 60 tonna bátur sem kemur í stað eldra Skálabergs sem er 37 tonn. Báturinn var endurbyggður á síðastliðnu ári og er sérstaklega vel útbúinn til rækju- veiða. Á heimleiðinni frá ísafirði kom hann við á rækjumiðunum og reynd- ist útbúnaður allur mjög vel. Eig- endur eru bræðurnir Aðalgeir og Egill Olgeirssynir og er Aðalgeir skipstjóri á bánum. Fyrst um sinn mun báturinn stunda rækjuveiðar. -Fréttaritari. 0 INNLENT Endurbætur á Sparisjóði Vestmannaeyja Voutmonnoovmm 70 vuvnfom k/tr V estmannacyjum, 30. Heptember. SÍÐASTLIÐINN föstudag opnaði Sparisjóður Vestmannaeyja aftur afgreiðslusal sinn eftir gagngerar endurbætur sem hafa verið gerðar á neðri hæð Sparisjóðshússins við Bárugötu á undanförnura vikum. Núverandi húsnæði Sparisjóðsins var tekið í notkun á árinu 1962 og þótti forráðamönnum sjóðsins nú tímabært að ráðast í það að færa starfsaðstöðuna og alla starfshætti og þjónustu við viðskiptavini sína í nútímalegt horf. Og jafnframt að taka upp nútíma starfshætti í skráningu gagna. Sérlega vel hefur til tekist með þessar endurbætur í afgreiðslu- sal Sparisjóðsins, bjart er yfir öllu og innréttingum smekklega fyrir komið svo vel hentar fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Gunnar Magnússon, innanhúss- arkitekt og Páll Zophoníasson, tæknifræðingur, voru ráðnir til að skipuleggja og hanna húsnæði Sparisjóðsins. Framkvæmdir hófust þann 11. ágúst sl. og eins og fyrr er getið var opnað aftur fyrir viðskiptavini í hinum end- urbætta afgreiðslusal sl. föstu- dagsmorgun. Meðan á fram- kvæmdum stóð var afgreiðslan á efri hæð sparisjóðshússins. Sparisjóður Vestmannaeyja er nú vel í stakk búinn til þess að veita hinum fjölmörgu viðskipta- vinum sínum nútímalega og skjóta þjónustu á flestum sviðum bankaþjónustunnar. Teknar hafa verið í notkun tölvuvæddar gjaldkeravélar og næsta skref í tölvuvæðingu er bein tenging við Reiknistofu bankanna. Einnig var tekið tillit til þess við hönnun húsnæðis að í framtíðinni yrði komið upp tölvuvæddri sjálfsaf- greiðslu, þ.e. tölvubanka. Ýmsar aðrar nýjungar eru fyrirhugaðar að því er fram kom í máli Bene- dikts Ragnarssonar, sparisjóðs- stjóra, þegar hann kynnti endur- bæturnar fyrir gestum á föstu- daginn. Samhliða þessum endur- bótum á starfsaðstöðu hefur Sparisjóðurinn aukið þjónustu sína við bæjarbúa með þvi að hafa framvegis opið í hádeginu og er því samfelldur opnunartími frá kl. 9.15 til kl. 16 auk þess sem opið er milli kl. 17 og 18.30 á föstudögum. Starfsfólk Spari- sjóðsins telur nú 12 manns og sparisjóðsstóri er Benedikt Ragnarsson. — hkj. Morgunblaftið/Sigurgeir Starfsfólk Sparisjóds Vestmannaeyja, Benedikt Ragnarsson lengst til vinstri. Beðið í góðu yfirlæti meðan mamma eða pabbi reka viðskipti við spari- sjóðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.