Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 36
36
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
BÓLSTAÐUR
í GEIMNUM
Eftir Tom Morrisey
Um þessar mundir vinnur
(jleimferðastofnun Banda-
ríkjanna að geimstöð sem á
næsta áratug verður bólstað-
ur geimfara fra ýmsum lönd-
um og er ætlunin að þeir
dvelji þar langdvölum. Vís-
indamenn og verkfræðingar
sem vinna að undirbúningi
þessarar áætlunar glíma hér
við verkefni sem á sér engan
líka og má þar nefna að-
drætti og hreinlætisráðstaf-
anir.
Ráðgert er að geimstöðin verði
tekin í notkun um miðjan næsta
áratug. Mun hún verða á braut
umhverfis jörðu, í 368—480 km
fjarlægð, með 4—8 manna áhöfn
innanborðs hverju sinni, en
áhafnirnar verða frá allt að því
sex vestrænum ríkjum. Verkefni
áhafnameðlima verða í senn í
þágu vísinda og viðskipta, en
þeim er ætlað að fylgjast með
halastjörnum og annast viðgerð-
ir á sjónvarpsgervihnöttum, svo
dæmi séu nefnd. Forstöðumaður
þessa verkefnis NASA (Geim-
ferðastofnunar Bandaríkjanna),
Neil Hutchinson, segir þessa
áætlun algjörlega frábrugðna
þeim verkefnum sem stofnunin
hefur haft með höndum hingað
til.
Að sögn Hutchinsons mun
geimstöðin starfa í tengslum við
geimferju sem að ýmsu leyti
verður frábrugðin þeim sem nú
eru í notkun hjá stofnuninni, þ.e.
Columbia, Challenger og Discov-
ery.
„Geimferjunni er eiginlega
ætlað að starfa sem samgöngu-
kerfi úti í geimnum," segir
Hutchinson. „Þetta er geimskip,
farartæki sem á að flytja hluti
inn á sporbaug og út af honum
aftur, og í því er helzti munurinn
fólginn. Geimferjunni er skotið á
loft og síðan lendir hún aftur, en
geimstöðin verður um kyrrt úti í
geimnum þegar hún er einu
sinni komin þangað. Geimstöðin
er ólík geimferju í útliti og fólkið
í stöðinni mun hafa allt öðru
hlutverki að gegna en áhafnir
geimferja.
Sá mikli munur sem verður á
hlutverki áhafna geimstöðvar og
áhafna geimferja, segir Hutch-
inson, er m.a. fólginn í lifnað-
arháttum þeirra.
„Dvöl um borð í geimferju má
líkja við útilegu," segir Hutch-
inson, „sem tekur aðeins skamm-
an tíma. Menn hafa vart ráðrúm
til að fá leið á litnum á veggjun-
um meðan á ferðinni stendur.
Þeir eru vart lengur í ferjunni en
vikutíma."
„f geimstöðinni erum við hins
vegar að tala um þriggja til sex
mánaða dvöl í senn, en það gerir
kröfur til þess að aðstaðan um
borð sé bæði þægileg og vistleg.
— umhverfi þar sem fólk starf-
ar, sefur og lætur fara vel um
sig. Hér erum við líka að tala um
hóp af fólki sem dvelst um borð í
langan tíma. Það þarf að hafa
aðgang að kæliskáp, steypibaði,
dægradvöl og aðstöðu til líkams-
æfinga og það þarf að hafa að-
stöðu til að draga sig í hlé ef slík
þörf segir til sín, — m.ö.o. það
þarf að hafa svigrúm."
Frances Mount er einn þeirra
sem starfa að hönnun „híbýla-
einingarinnar" eins og það er
nefnt hjá NASA, þ.e.a.s. vistar-
vera áhafnar geimstöðvarinnar.
„Einingin á að falla inn í
flutningarými geimferjunnar
sem flytur hana út í geiminn,"
segir Mount, „og við erum með í
undirbúningi sívalning sem get-
ur í mesta lagi orðið 18 metra
langur og 3,6 m í þvermál."
Það sem fyrst blasir við er inn
er komið er það að enda þótt ein-
ingin og allt sem í henni verður
muni fljóta óháð þyngdarlög-
málinu þegar út í geiminn er
komið þá eru tveir óhagganlegir
punktar í einingunni, þ.e. gólf og
loft.
Enda þótt helztu innviðir ein-
ingarinnar séu þannig kunnug-
legir þá eru smáatriðin það ekki.
Áhafnarmessinn virðist of lítill
unz í ljós kemur að svefnstæðin
eru á veggjunum. I aðalvistar-
verunni eru borð en engir stólar
því að þeirra er ekki þörf þar
sem þyngdarlögmál er ekki fyrir
hendi. Æfingatækin eru stig-
mylla og hjól, beint á móti sal-
erninu, en æfingatækin eru búin
bindingum til þess að menn
fljóti ekki burt frá tækjunum í
miðjum kliðum. I aðalrýminu, á
salerninu og víðar eru vatnshan-
ar og utan um þá sérstakar hlíf-
ar. Allur búnaður sem ætlaður
er til þess að áhöfnin geti sinnt
daglegum þörfum virðist of lágt,
sé miðað við fólk sem er í meðal-
lagi hátt í loftinu, en það er af
því að þar sem þyngdarlögmálið
er nánast ekki til í þessu um-
hverfi setur líkaminn sig sjálf-
krafa í þá stöðu sem er honum
eðlilegust. Menn beygja sig ofur-
lítið í hnjánum og í baki og eru
þannig nær gólfi en ella. Lítið er
um glugga í þessum híbýlum.
„Samkvæmt þeim staðii sem
við störfum eftir nú er einungis
heimilt að hafa tvo glugga og er
hvor þeirra um 50 sm í þvermál,"
segir Mount. „Reynslan sýnir að
úti í geimnum er vinsælasta
tómstundaiðjan sú að horfa út
um glugga. Reynslan sýnir líka
að menn eru ekki ýkja spenntir
fyrir því að gera líkamsæfingar
úti í geimnum. Því höfum við í
hyggju að hafa annan gluggann
á móti æfingatækjunum."
Líkamsæfingarnar eru mjög
mikilvægar af ýmsum ástæðum.
Starfsmenn geimstöðvarinnar
vilja án efa viðhalda líkamlegri
þjálfun og þreki og vera vel á sig
komnir er þeir koma aftur til
jarðarinnar. Einnig er talið að
stæltir og þjálir vöðvar varni því
að innyfli manna skaddist er þau
nuddast saman í þyngdarleys-
inu, en þess gætir að sjálfsögðu
jafnt í kviðarholinu sem utan
líkamans. Þetta kann að virðast
nokkuð langsótt varúðarráðstöf-
un en hún er eigi að síður nauð-
synleg þar sem möguleikinn er
vissulega fyrir hendi.
Þeirra sem ríða á vaðið og
vistast fyrstir í geimstöðinni
bíður margskonar hætta. T.d.
kom það á daginn þegar Banda-
Þannig mun bandaríska geimstöðin
sem komin verður á braut sína um
miðjan næsta áratug líta ÚL Aflvélar
hennar verða knúnar sólarorku. f
stöðinni verða rannsóknastofur,
eining sem tekur við birgðum af
matvælum og öðru sem þarf endur-
nýjunar við, einnig þar sem fram-
leiðsla fer fram og síðast en ekki
sízt eining þar sem áhöfnin býr og
fær ölhim þörfum sínum fullnægt
meðan dvalizt er úti í geimnura, en
ráðgert er að hver og einn dveljist
þar 3—6 mánuði í senn.
ríkjamenn unnu að framkvæmd
Skylab-áætlunarinnar að það
getur verið lífshættulegt að fara
í steypibað við þær aðstæður
sem eru í geimstöðvum. Þar sem
ekkert „niður" er í rauninni til
úti í geimnum rennur vatnið
ekki niður í niðurfall heldur flýt-
ur það í lausu lofti umhverfis
þann sem er að baða sig. Og þar
sem sogkraftur myndast er
menn anda að sér vildu klessur,
myndaðar úr vatni og sápufroðu,
fylgja með andardrættinum.
I því skyni að tryggja að
áhafnarmeðlimir í geimstöðinni
drukkni ekki í steypibaðinu er í
smíðum útbúnaður þar sem vifta
sér um að vatnið fari í rétta átt.
Hugsanlegt er jafnvel að þessi
búnaður verði þannig úr garði
gerður að loftblástur leiki um
þann sem baðar sig þannig að
handklæði verði óþörf.
Verkefni starfsmanna geim-
stöðvarinnar og vísindamanna
verða m.a. í því fólgin að fylgjast
með himintunglum og rannsaka
þau, framleiðslu hreinni efna en
tök eru á að framleiða á jörðinni,
en efni þessi verða m.a. notuð til
að framleiða læknislyf, fylgjast
með tækjabúnaði sem miðaður
er við gang sólarinnar, svo og
öðrum tækjabúnaði, annast veð-
urfræðilegar rannsóknir, og að
annast viðgerðir og viðhald
gervihnatta. Ætla má að þessir
menn komi úr ýmsum heims-
hornum og verði fulltrúar mis-
munandi menningarsvæða. Nú
þegar hafa Vestur-Þjóðverjar,
ftalir, Japanir og Frakkar lýst
áhuga sínum á því að hefja sam-
vinnu um starfrækslu geim-
stöðvar ásamt Bandaríkja-
mönnum.
Þeir sem fyrstir dveljast í
geimstöðinni munu hreiðra um
sig i bólstað sem unnt er að
stækka að því er virðist tak-
markalaust, með því að bæta við
hann einingum. Geimstöðin
verður reyndar búin hreyflum
sem halda henni á braut og
koma þannig í veg fyrir að hún
eyðileggist, þannig að ekkert
virðist vera því til fyrirstöðu að
hún verði úti í geimnum til
frambúðar. Um þessar mundir
gerir NASA ráð fyrir því að
geimstöðin verði á sínum stað í
25 ár — að minnsta kosti.
(Úr bandaríska tímarit-
inu Friends)
„Furðulegt hvað vægi áfengis-
varnarnefnda vegur þungt í
úthlutun vínveitingaleyfa“
— segir Magnús Gíí
„MÉR FINNST furðulegt hvað vægi
áfengisvarnanefnda víðs vegar um
landið vegur þungt í ákvarðanatöku
dómsmálaráðu neytisins viðv íkjand i
úthlutun vínveitingaleyfa," sagði
Magnús Gíslason, eigandi Staðar-
skála í Hrútafjarðarhreppi.
Hann hefur látið innrétta 30
manna vínveitingastofu í kjallara
skálans, en ekki fengið tilskilin
vínveitingaleyfi þó að meirihluti
hreppsnefndarmanna auk sýslu-
stjóraembættisins hafi gefið já-
kvætt svar í umsögnum sínum til
dómsmálaráðum-ytisins.
slason, Staðarskála
Árið 1982 sótti Magnús fyrst um
vínveitingaleyfi, en var þá synjað
vegna ýmissa skilyrða er staður-
inn þurfti að uppfylla. Magnús
hófst þá þegar handa við breyt-
ingar, sem staðið hafa yfir sl. þrjú
ár. „Ég var að þessu svona smám
saman því slíkar breytingar eru
kostnaðarsamar og ekki var hægt
að framkvæma allt í einu. í vor
sótti ég síðan aftur um leyfið og
fékk neikvætt svar í annað sinn í
júlí sl., þrátt fyrir að hafa uppfyllt
öll þau skilyrði sem ráðuneytið
setti mér í fyrra skiptið auk þess
að hafa fengi jákvæðar undirtekt-
ir hreppsnefndar og sýslustjóra.
Áfengisvarnanefnd hreppsins lag-
ðist hins vegar gegn leyfinu og
virðist sem ráðuneytið hafi ein-
göngu byggt ákvarðanatöku sína á
þeirri umsögn," sagði Magnús
Gíslason, Staðarskála.
Þú svalar lestrait>örf dagsins
ásíDum Moegans!
Bílasýning á Akureyri
Akureyri, 28. september.
Höldur sf. og Hekla hf. efndu til bílasýningar í sal Bílasalans við
Hvannavelli nú um helgina. Þar eru einkum sýndir Mitsubishi-
bílar af ýmsum gerðum árgangsins 1986, en einnig Range Rover
1985. Alls eru 19 bílar á sýningunni. Þar má sjá nýjungar eins og
Lancer-skutbíl og Tredia með drifi á öllum hjólum. Auk þess eru
gerðirnar Colt, Galant, L-300-sendiferðabíll og Pajero-jeppi. Margt
er um manninn á sýningunni og virðast sölumennirnir hafa nógu að
sinna. Sv.P.