Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 37

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 37 75 ára í dag: Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli Á uppvaxtarárum okkar síð- borinna aldamótamanna, heyrðust aldrei ýms orð í ínálinu, sem nú óma daglega í eyrum. Halldór Laxness nefnir einhvers staðar í þessu sambandi orðið „vandamál" og gott ef ekki „erfiði" líka. Grund- völlur að þeim hugtökum var þó vissulega fyrir hendi áður fyrr, en þótti bara svo sjálfsagður og eðli- legur, að ekki væri umtals verður. Ég held að orðið „félagshyggju- maður" hefir lítið heyrzt framanaf þessari öld. Samt er það svo, að trúlega hefur aldrei jafn lifandi og heið samfélagsleg lífsviðhorf bært á sér í brjóstum landsins barna eins og í lok 19. og upphafi 20. aldarinnar. Hér á ég að sjálf- sögðu við hugsjónir samvinnu- hreyfingar, ungmennafélagsskap- ar og góðtemplarareglu, og síðar jafnaðarmennsku, sem allar gengu út á „ræktun lands og lýðs“ og framköllun samábyrgðar þjóðfé- lagsþegnanna til jöfnunar lífs- kjara — allt í anda gamalla og nývakinna kristilegra lífsviðhorfa. -O- Hinn 2. október nk. verður 75 ára þjóðkunnur Vestfirðingur, sem gert hefur garð sinn frægan: Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. Hann er einn þeirra nú öldnu manna, sem sjálfir persónulega upplifðu í sinni sveit hughrif og athafnasemi, sem byggðust á „aldamótahugsjónunum". Ekki þarfnast þessi umdeildi maður mikillar kynningar á þess- um tímamótum í lífi sínu, svo samgróinn sinni tíð á opinberum vettvangi sem hann hefur orðið fyrir rás viðburðanna. Csjaldan hefur andstæðingum Halldórs — einkum í áfengis- og bindindismálum — fundizt hann alltof einstrengingslegur og harð- ur í horn að taka. Oft hefur andúð- in gengið svo langt, að sumum þeim hefur þótt hann leiðinlegur og jafnvel óþolandi. Sannleikurinn er þó sá, hvað sem bardagagleði Halldórs líður, að hann er manna skemmtilegastur á góðra vina fundum, húmoristi góður, sögu- maður með afbrigðum, víðlesinn og næmur á fyrirbrigði lífsins og því hafsjór af fróðleik, svo stál- minnugur sem hann er. Skapmaður er Halldór, eins og að líkum lætur, og öllum betra að eiga hann með sér en móti. Og ekki hefur hann skort kjark eða áræði, ef því var að skipta. Óragur gekk hann á hólm gegn ekki minni mönnum en Ásgeiri forseta og Jón- asi frá Hriflu, og þurfti ekki að fyrirverða sig fyrir frammistöð- una, enda óbrigðull mælskumaður í ræðu og riti, þegar honum svall móður. Einlægni Halldórs, áhuga og alvöru í málflutningi, hefur aldrei neinn þurft að velkjast í vafa um. órofa tryggð hans og staðfesta gagnvart hugsjóna- og áhugamál- um hefir alla tíð verið einstæð. -O- Svo vill til, að við Gróa kona mín erum stödd erlendis, þegar þessi orð um æskuvin okkar Hall- dór Kristjánsson eru hripuð. Mig skortir því heimildir til hvers konar ívitnana, sem æskilegar hefðu verið til stuðnings þessari afmælisgrein minni. En það verður að hafa það. Ekki sízt eru mér hugstæð æskuljóð Halldórs, og hefði ég nú viljað hafa tiltækt „Halldórsverk" — ljóðabók hans — sem geymir þau mörg hver. Ungur hreif hann mig ungan, því svo augljóslega sýna þau kvæði hug skáldsins og hjartalag; þessa síðar svo harðskeytta og óvægna baráttumanns, sem margir ætla allt annan en hann er. Mér hefur alltaf þótt það miður, að Halldór skyldi ekki leggja meiri rækt við ljóðagerð sína, og hefði feginn viljað skipta á því og sumu öðru, sem eftir hann liggur, þótt gott sé. -O- Ég lít héðan í anda Kirkjuból þeirra bræðra: Ólafs Þ. — Guð- mundar Inga og Halldórs, sem allir voru svo vel af guði gerðir, að þeir urðu þjóðkunnir menn, hver á sínu sviði. Og ekki má ég gleyma systurinni Jóhönnu, sem vissulega bjó yfir sínum sérleik, þótt áhrif hennar yrðu ekki útávið slík sem bræðranna. Kirkjubólin í landi okkar eru mörg, en þeirra systkina í Bjarn- ardal í Önundarfirði. Þjóðvegurinn liggur um suðurhlíð dals og áleiðis þangað eða þaðan, sem „öll vötn falla til Dýrafjarðar" eins og segir í Gísla sögu Súrssonar. Gegnt Kirkjubóli blasir við hátt og tignarlegt fjall, Kaldbakur, „hans klappir og vindhljóð og snjóskriðufall og fegurð um standberg og stall“ eins og Guðm. Ingi yrkir um Kald- bak og vitnar í sama kvæði: „Því þekki ég fjallanna áhrif og afl áómótaðskapferli vaxandi manns og vald þeirra í hugsunum hans.“ Mun ekki umræddur bróðir hans geta tekið undir þau orð, og eins hin; „ber ég í sál minni Kald- baksins kinn“. Því trúi ég og finnst allur æviferill Halldórs benda til þess. Þarna í dalnum uxu þau upp þessi óvenju vel gerðu systkin — á annan veginn árum saman við rúmstokk sjúks föður síns, unz yfir lauk, en á hinn undir handar- jaðri og verndarvæng mikilhæfrar móður. Veraldleg efni voru ekki mikil, en því meira var um þann auðinn, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. í samskiptum sínum við foreldrana drukku börnin í sig „guðsótta og góða siði“ og ást á „landi og fólki og feðra tungu". Þessara uppeldisáhrifa hefur gætt ævilangt í lífi þeirra og starfi, sjálfum þeim og öðrum til heilla. Við sendum afmælisbarninu sjálfu, Rebekku konu hans og börnum þeirra hugheilar afmælis- kveðjur og óskum Halldóri góðra og frjórra lífdaga svo lengi sem honum auðnast að vera eins og hann hefur alltaf verið — ekkert síður en Hergilseyjarbóndinn — „í lífinu sjálfum sér trúr“. Daun Eifel, 28. september, 1985. Baldvin Þ. Kristjánsson Fyrir meira en hálfri öld þeysti önfirskur bóndasonur fram á rit- völlinn. Greinilegt var að þar var enginn aukvisi á ferð. Skýrleiki og rökvísi einkenndu málflutninginn. Ljóst var að þessi ungi maður vissi hvað hann vildi. Kjörorð við hæfi hefði verið: „Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár.“ Síðan fyrsta grein vestfirska piltsins birtist í Skinfaxa hefur margt breyst. Þó er enn tekist á um sömu grundvallaratriði og fyrrum. Og enn stendur Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði á ritvellinum miðj- um og er hvorki sár né vígamóður. Enn er hugsunin skýr og penninn ef til vill hvassari en nokkru sinni fyrr. Svo fer þeim sem eiga sér hugsjón, þeim sem „áttu land, elskuðu það og vörðu“, þeim sem aldrei voru falir þótt hátt væri boðið í ritleikni þeirra og snilli. Halldór Kristjánsson er heil- steyptur maður. Hann kann ekki að látast. Hann vinnur það aldrei „fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans." Halldóri Kristjánssyni bregður ekki við smámuni. Þrautseigja, kjarkur og vongleði íslenskrar alþýðu eru honum í blóð borin. Hann velkist ekki í vafa um að fiskimaðurinn og bóndinn eru síð- ur en svo baggar á þjóðarbúinu. Aftur á móti kynni að hvarfla að honum að þeir sem starfa að inn- flutningi á karamellum og kexi, tóbaki og áfengi væru enginn hvalreki, hvorki fyrir þjóðarhag- inn né þjóðarsálina. Og ekki held ég honum þyki öðru brýnna að niðurgreiða áfengi svo ríflega til vínsölulýðs og drykkjumanna að við skattborgararnir greiðum þrjár til fimm krónur með hverri einni sem í ríkiskassann kemur fyrir þann vökva. Það þættu sum- um drjúgar niðurgreiðslur og þjóð- hættulegar ef verið væri að borga með lambakjöti eða smjöri. Og kátlegt má það heita að fjármála- snillingar vorir skuli skylda Hall- dór Kristjánsson til að taka þátt í að greiða drykkinn ofan í Pétur og Pál úti um allar þorpagrundir. Halldór Kristjánsson þekkir það lögmál að því víðar sem vara er á boðstólum þeim mun meira er keypt af henni að öðru jöfnu. Þess vegna skilur hann vel harmagrát vínsölumanna yfir því að fá ekki að selja varning sinn hvar sem er, hvenær sem er og hverjum sem er. Ekki er ég þó viss um að hann hafi mikla samúð með þeim sem virðast ekki eiga sér háleitari markmið en bera mönnum görótta drykki og þiggja fé fyrir. Seint mundi Halldór Kristjáns- son henda sú rökvilla að halda að drykkjumein þjóðar verði læknuð með fræðslu einni eða því að þurrka einstaklinga, svo gott og blessað sem það nú er. Jafnvel þótt öll þjóðin „færi í meðferð" mundi ekki alls böls batna. Ölvaðir öku- menn héldu til að mynda áfram að slasa sjálfa sig og aðra og drukknir ofbeldismenn færu sínu fram. Gamlir bændur vita að sulla- veiki var ekki landræk ger með lækningum einum saman heldur með því að brenna sulli. Þegar menn skildu að með því mátti á að ósi stemma var auðveldur eftir- leikurinn. Sullasala var engum gróðalind og þess vegna var ekki ausið út fé til að villa um fyrir fólki. Þeir sem hafa hag af að villa um fyrir fólki í umræðum um vímuefnamál, málpípur þeirra og aftaníossar bregða Halldóri Kristjánssyni stundum um of- stæki. Við nákvæman lestur greina hans um áfengismál undanfarna mánuði hef ég hvergi rekist á að hann gangi í berhögg við niður- stöður Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar og þeirra vísindamanna sem nú er helst tekið mark á í fræðum þessum hér og erlendis. Það er meira en sagt verður um ýmsa andstæðinga hans. Sumir heimsþekktir rannsóknamenn, svo sem Kettil Bruun, Per Sundby og Hans Olav Fekjær, hljóta að vera meira en litlir ofstækismenn ef Halldór Kristjánsson á þá nafngift skilda því að þeir ganga feti fram- ar en hann í staðhæfingum um áfengi, seljendur þess og áróðurs- menn. Halldór er þar sem sé í góð- um félagsskap. En ef til vill skiptir það Halldór Kristjánsson litlu eða engu. Heil- brigð skynsemi, sannleiksást. og samkennd með alþýðu hafa verið honum leiðarljós. Hann hræðist ekki stertimenni. Orður og titlar eru honum úrelt þing. Hátignum svarar hann upp í hástert eins og Skagfirðingar sögðu í gamla daga. Og kvaðst ekki Jón Marteinsson flauta á kónginn? — Haildór Kristjánsson man vel þá tíð þegar doktor einn þýskur tryllti fjölda fólks, jafnvel sæmi- legustu menn, til óhæfuverka. Hann hét Jósep Göbbels og var ekki orð að marka sem sá doktor sagði. Slíkir ofstækismenn, þó að doktorar séu, raska ekki ró og lífs- gleði hins heilbrigða alþýðumanns frá Kirkjubóli. Hann þorir að bera sannleikanum vitni. Þeim frelsara afneitar hann aldrei. Þess vegna ber honum virðing og þökk. Vinir hans fjölmargir óska honum langra lífdaga, gleðilegra stunda á ritvellinum og margra, góðra vina- funda. Ólafur Haukur Árnason Borgarfjörður: Barna- heimilið aftur í Reykholti BorgarHrði, 30. september. FYRIR þremur árum var sett á stofn barnaheimili í Reykholti og var það rekið þar fyrstu tvö árin. í fyrravetur var húsnæði þess tekið undir verkamenn, sem voru að vinna við byggingu nýs mötuneytis við Reykholtsskóla. Var barna- heimilið þá flutt að Kleppjárns- reykjum, þar sem það var til húsa í gamla læknisbústaðnum. í vetur verður barnaheimilið hins vegar aftur í Reykholti, í húsnæðinu, þar sem það var fyrst Að sögn Þórnýjar Eiríksdóttur frá Hýrumel, forstöðukonu fyrir hádegi, voru 10 börn í september, ýmist í eins dags, V4 dags eða V* dags pössun. Jafnframt getur fólk komið með börn sín, ef það þarf að skreppa frá, t.a.m. niður í Borgarnes eða eitthvað annað. Er þá mismunandi, hversu börn- in eru lengi á barnaheimilinu. Barnaheimilið fær mat úr mötu- neyti Reykholtsskóla. Nokkur af börnunum á barnaheimilinu, þau Sunna á Grímsstöðum, Ragnhildur og Jón í Reykholti og Guðlaug ur á Hýrumel ásamt forstöðukonunni, Þórnýju Eiríksdóttur. Flest börnin eru í Reykholts- dalnum, þar sem svo margir vinna við skólakjarnana í Reyk- holti og á Kleppjárnsreykjum. Jafnframt eru börn í gæzlu úr Hálsahreppi og eitt úr Staf- holtstungum. Forstöðukonur eftir hádegi eru Ásthildur Thorsteinsson frá Hurðarbaki og Steinunn Garð- arsdóttir frá Grímsstöðum. Frá- farandi forstöðukona — sem búin er að vera það undanfarin þrjú ár — Guðbjörg Þorsteins- dóttir, hélt til stórborgarinnar í haust til þess að læra uppeldis- fræði við Fósturskóla íslands. — Pb Víða vatnslítið Borgarrírdi, 30. september. Á MÖRGUM bæjum er víða orðið vatnslítið í Borgarfirði. Má segja, að samfellt sumar hafi verið frá því í september í fyrra. Veturinn með ein- dæmum snjólítill og sumarið hlýtt og afar þurrviðrasamt. Er snjór víða farinn úr dældum og giljum, sem hann hefur verið oft áður allt sumar- ið. Ef ekki fer að rigna að einhverju marki nú í haust, er hætt við, að alvarlegur vatnsskortur fari að gera vart við sig, þegar farið verður að brynna kúm inni, eftir að vetur er genginn í garð og frostþurrkar fara að herja á. Anna mjólkurbílar þá engan veginn öllum þeim, sem þurfa á vatni að halda. Nú þegar aka þeir vatni á bæi. T.a.m. er farið að bera á vatnsskorti í Reykholti og er það bagalegt mjög, þar sem stór skóli þarf mikið vatn. Má þar kenna vatnsskorti meðal annars, að í sumar lak vatnsleiðslan úr brunn- inum, svo gengið hefur á grunnv- atnsstöðuna meir en ella hefði þurft. Ekki var gerlegt að gera strax við vatnsleiðsluna, þar sem maður „að sunnan" þurfti að koma og segja til um, hvort leggja ætti nýja vatnsleiðslu eða gera við ha- na, en vatnsleiðslan er frá árinu 1928. Eru menn að velta því fyrir sér, hvort leiðslan hafi talizt vera fornminjar og hún átt að fara á Þjóðminjasafnið, því ekkert mátti gera fyrr en maðurinn „að sunn- an“ segði af eða á. —pþ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.