Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 38

Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 38
es 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Ný kynslóð digital optícal tachometer Mocat>t» ■ OMMAMtrWHITf IHSrMHMTt tTO o SöivDifflmogjyir <§t Vesturgötu 16, sími 13280. VELA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tnkja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SöiymilaQiyigxur Vesturgötu 16, sími 13280 jKlaeðum og bólstrumj ígömul húsgögn. Gott«j .úrval af áklæðum BÓLSTRUNt ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, Aðskilnaðarstefnan í Suður- Afríku í sögulegu samhengi — eftir Gísla Gunnarsson Þessi grein er að nokkru leyti skrifuð í tilefni þess að í Morgun- blaðinu 15. september sl. birtust tvær greinar um Suður-Afríku, sem ég er ósammála í nokkrum veigamiklum atriðum. Var önnur þeirra eftir Guðmund Magnússon er hin eftir Ólaf Briem og mun ég fjalla um nokkur atriði í greinum þessum hér á eftir en mun þó ekki einskorða mig við þær. Kynþáttakúgun og stéttakúgun í grein sinni fordæmir Guð- mundur Magnússon aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku og er það vel. Hann lýsir henni réttilega sem siðlausu kynþáttahatri. En síðan gerir hann grundvallarmistök að dómi mínum: Hann leggur kyn- þáttakúgun að jöfnu við stéttakúg- un. Með stéttakúgun á hann ekki við hrottalega meðferð einnar erfðastéttar á annarri líkt og ger- ist oft til dæmis í Indlandi en erfðastéttaskipulag líkist óneitan- lega kynþáttaaðskilnaöinum í Suður-Afriku. Guðmundur á við sígildu „marxísku" skilgreining- una á stéttakúgun, nefnilega kúg- un ríkra á fátækum. Hann lýsir því hvernig (tiltölulega nýtilkomn- ir) stjórnarherrar í „svörtu Afr- íku“ lifa í allsnægtum og veislum meðan almúginn sveltur. Þessi lýs- ing er raunar hárrétt, en hann jafnar þessum hluttekningarskorti með þeim fátæku við kynþáttakúg- unina í Suður-Afríku. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hver þessi kynþátta- kúgun er: Hver einstaklingur er ekki dæmdur eftir hæfileikum sínum, ekki heldur eftir ríkidæmi sínu eða fátækt, heldur eftir líf- fræðilegum uppruna og þá einkum litarhætti. Þeir, sem eru svartir eða brúnir á hörund eða sannan- lega áttu foreidra sem voru það, fá ekki að búa á ákveðnum stöðum, sinna ákveðnum störfum eða njóta stjórnmálaréttinda. Þetta er sama stefnan og sú sem nasisminn grundvallaðist á. Þótt sum verstu einkenni þessarar stefnu hafi ör- lítið verið sniðin af henni á allra síðustu árum, er aðskilnaðarstefn- an enn þá hugmyndalegur grund- völlur ríkjandi stjórnar í Suður- Afríku. Skeytingarleysi stjórnvalda og þeirra ríku gagnvart þjáningum fátækra en því miður mjög algengt fyrirbæri bæði nú á dögum og áður fyrr. Það er langt frá því að slíkt takmarkist við Afríku. Raunar má í þessu sambandi minna á ádeilur margra aðila á svonefndar ríkar þjóðir „norðursins" fyrir að láta sig lítt varða vaxandi fátækt al- mennings „suðursins". Skýrustu dæmin um fyrirlitningu þeirra ríku og stjórna þeirra á almúgan- um er ekki að finna í Afríku heldur í latnesku Ameríku þar sem bæði yfirstéttirnar og ójöfnuðurinn eru gamalgróin fyrirbæri. E.t.v. er ástandið í Afríku ekki mjög ólíkt því sem var á íslandi á 18. öld, en þá skorti stundum talsvert á + Kópavogsbúar Rauöakrossdeild Kópavogs heldur námskeiö í almennri skyndihjálp. Námskeiöið veröur í mennta- skólanum í Kópavogi og hefst miðvikudaginn 2. okt. Þátttökutilkynningar í síma 46626 og 41382. samúð stjórnvalda með hungruðu fólki. Þannig kvartaði merkisklerkur- inn Þorsteinn Pétursson á Staðar- bakka um veisluhöld Bjarna Halldórssonar sýslumanns á Þing- eyrum árið 1757: „Þar til var og boðið þeim helztu verðslegu mönn- um í héraðinu, jafnvel kvenfólki, og haldið gestaboð höfðinglegt með viðhöfn og veizlu kræsilegri... á þessum háskasamlega eymdar- tíma, þá svo margur aumingi, sem varð að kveljast og deyja út af hungri og vesöld hlaut að hneyksl- ast á slíku andvaralausu ríkis- manna sælgæti...“ (Sjálfsævi- saga síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka, bls. 225—226.) Tekið skal fram að aðalástæðan fyrir hneykslan Þorsteins á veisluhöld- um Bjarna sýslumanns var ekki hungursneyðin í landinu heldur sú staðreynd að hér var um jólahátíð að ræða. Bjarni var með merkustu vaidsmönnum íslenskum á 18. öld, lögvitur, málsnjall og vel að sér samkvæmt heimildum. Það þjónar engum tilgangi að leggja að jöfnu skeytingarleysi ríkra gagnvart fátækum og kyn- þáttastefnuna í Suður-Afríku nema tilgangurinn sé sá með samanburðarfræðum að gera sem minnst úr illsku kynþáttastefn- Ríkidæmi hvítu Afríku, fátækt þeirrar svörtu Guðmundur Magnússon og ólaf- ur Briem ræða báðir þá staðreynd að Suður-Afríka er mjög ríkt land miðað við nágrannalöndin og því leiti margir svertingjar til Suður- Afríku í atvinnuleit. Hvorugur þeirra kemur með nokkra full- nægjandi skýringu á þessu fyrir- bæri nema einna helst þá að hvíta kynþættinum og/eða „hvítum kapítalisma" hafi tekist miklu betur að þróast efnahagslega en þeim svarta. Hvorugur virðist gera sér grein fyrir því að hér er um gamalt fyrirbæri að ræða sem skapaðist meðan nágrannaríki Suður-Afríku voru ennþá nýlendur hvítra herraþjóða. (Guðmundur hnýtir raunar nýrri kenningu við atvinnuleitar- skýringuna. Hann segir að þel- dökkir menntamenn leiti til Suð- ur-Afríku sem flóttamenn undan pólitískri kúgun í nágrannaríkjun- um. Nú er það staðreynd að fjöl- margir menntamenn af ýmsum hörundslit hafa flúið frá pólitískri kúgun í Suður-Afríku til ná- grannalandanna, en á þá stað- reynd minnist Guðmundur ekki. Nú er mikið um stjórnmálaólgu í allri sunnanverðri Afríku og skæruliðahreyfingar eru virkar í nær öllum löndum þessa heims- hluta þannig að flótti manna til ákveðins lands segir raunar mjög lítið eða ekkert um pólitísk gæði viðtökulandsins en hins vegar nokkuð um illsku þess lands, sem flúið er frá.) En kjarni málsins um „ríkidæmi hvítu Afríku og fátækt þeirra svörtu" er þessi: Eftir sigur Eng- lendinga í Búastríðinu 1902 var innleitt efnahagskerfi í suðurhluta Afríku (sem ýmist laut stjórn Englendinga eða Portúgala), sem í stórum dráttum hefur haldist óbreytt síðan. Á svæðum, sem þá voru aðallega byggð hvítum mönnum, stofnuðu völdug auðfélög fyrirtæki, sem allt frá upphafi studdust mest við ódýrt vinnuafl svertingja, sem flutt var „tímabundið" langan veg. Mest bar á slíkum fyrirtækjum f námaiðnaði, en Suður-Afríka hef- ur bestu gull- og demantanámur í heimi, auk þess sem landið er mjög ríkt af úraníum. Þess var vandlega gætt að engin þróun yrði í löndum þeirra svörtu þannig að engin samkeppni yrði um vinnuafl þeirra. Víða voru svertingjar sviptir jarðnæði sínu, að nokkru leyti í þeim tilgangi að reka þar plantekrur í eigu hvítra manna, en þó fyrst og fremst til að gera vinnu í námum og verksmiðjum að eina raunhæfa valkosti þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þessir þeldökku verkamenn komu mest frá heimalöndum svertingja í hinni eiginlegu Suður-Afríku og frá Mósambík og þannig er raun ennþá, þó með þeirri breytingu að vaxandi hluti verkamannanna hefur fasta búsetu í nágrenni við vinnustaðina þrátt fyrir stöðuga viðleitni bæði stjórnvalda og at- vinnurekenda að hindra slíkt. Auk fyrrgreindra landa hafa þeldökkir verkamenn komið frá Botswana, núverandi Zimbabwe, Zambíu, Malawi og fleiri löndum. Margir forystumenn í baráttu þessara landa fyrir sjálfstæði á nýlendu- tímanum höfðu einhvern tíma á æviskeiði sínu verið námamenn í Suður-Afríku. Hvítu frumbyggjarnir í Suður- Afríku, Búarnir, sem tapað höfðu styrjöldinni við Breta 1899—1902, fengu í þessari efnahagsskipan störf sem eftirlitsmenn og yfir- menn þeldökku verkamannanna, m.a. sem verkstjórar og lögreglu- menn. Þessi skipan mála var lög- helguð með stofnun samveldis- landsins Suður-Afríku 1909. Frá upphafi var litið á það sem sjálf- sagðan hlut bæði af hálfu Breta og Búa að eingöngu hvítir menn hefðu kosningarétt í landinu, enda var nýlendustefnan þá alls ráð- andi, en samkvæmt henni þótti ekkert sjálfsagðara en að örfáir hvítir menn réðu öllu en þeldökku íbúarnir litlu eða engu. Varnarsókn Búanna: Aðskilnaðarstefnan Eftir lok síðari heimsstyrjaldar- innar var kynþáttastefnan ekki lengur viðtekinn sannleikur í vest- rænum heimi. Jafnframt hljóp vöxtur í sjálfstæðishreyfingar í þriðja heiminum. Þessum „ytri ógnunum" svöruðu Búarnir, sem flestir höfðu aðhyllst kenningu nasismans, með því að taka öll pólitísk völd í sínar hendur í kosn- ingum árið 1948. Nýjum straumum frelsisbaráttu þeldökkra manna skyldi mætt með harðri gagnsókn hvítra manna og því var innleidd í landinu miklu harðari aðskilnað- arstefna en sú sem áður hafði ríkt. Þessi nýja stefna var í minna samræmi við þarfir ríkjandi efna- hagsskipulags en sú gamla. Þel- dökkir menn voru reknir úr störf- um, sem þeir réðu prýðilega við, og bannað var að mennta þá til ýmiss konar starfa, þar sem fag- lærð störf skyldu einungis vera fyrir hvíta menn. Efnahagsþróun Suður-Afríku var ör eftir 1945 af ýmsum orsök- um: Mikil málmauðæfi í landinu, mikil erlend fjárfesting og mjög ódýrt vinnuafl svertingja, sem haldið var í skefjum með harð- skeyttu lögregluvaldi. Ágóði fyrir- tækja var mikill og stór hluti hans var fjárfestur í landinu. Þessari efnahagsþróun fylgdi ör tækniþró- un og eftirspurnin eftir menntuðu vinnuafli var miklu meiri en hvítir menn gátu annað. Stjórnvöld brugðust seint og illa við þessum vanda. Fyrst var reynt að brúa bilið með innflutningi hvítra manna, en það dugði skammt. Þessu næst var létt vinnuhömlum á blönduðum kynþáttum. Það var fyrst á árunum 1970—1975 að farið var að leyfa alhliða starfsþjájlfun svertingja. En enn í dag eru fjöl- mörg störf í Suður-Afríku, sem þeldökkir menn mega ekki stunda. Slíkt er óhjákvæmilegur fylgifisk- ur aðskilnaðarstefnunnar. Aukin iðnvæðing leiddi til auk- innar búsetu svertingja á svæðum, sem samkvæmt lagaákvæðum áttu aðeins að hýsa hvíta menn. Þannig varð til borgin Soweto, sem er eins konar svört hliðarborg við hina hvítu Johannesarborg. Þetta var bein afleiðing efnahagsþróunar- innar í landinu en í hróplegu ósam- ræmi við pólitísk markmið ríkis- stjórnarinnar. Þannig hófst núver- andi byltingarástand í landinu árið 1978 þegar stjórnvöld fóru að herða eftirlit með íbúum Soweto 8t.d. með því að hóta því að flytja þaðan börn og maka verkafólks- ins). Þessi atlaga stjórnvalda mis- tókst, atburðurinn hvatti svert- ingjana til dáða og þeir hafa síðan verið í sókn, þótt árangur sé enn þá lítill. Viðbrögð stjórnvalda hafa oftast verið aukin harka, enda er hugmyndagrundvöllur þeirra enn þá óbreyttur, nefnilega sá að hvíti kynstofninn skuli ráða enda sé hann æðri þeim svarta. Einstaka sinnum hefur verið látið undan, en þá venjulega allt of seint. Hvernig byggðist Suður-Afríka og söguskoðun Búanna íslendingar vita yfirleitt lítið um sögu Suður-Afríku og ólafur Briem gerir í grein sinni tilraun til að bæta nokkuð úr þeirri van- þekkingu. Því miður byggir Ólafur frásögn sína á „opinberum" sögu- skoðunum Búanna, sem taka fyrst og fremst mið af því sem er hent- ugt í stjórnmálabaráttunni hverju sinni og eru oft í ósamræmi við viðurkenndar sögulegar rannsókn- ir. Raunar eru margar slíkar rann- sóknir nánast bannvara í Suður- Afríku ef undanskildar eru tiltölu- lega einangraðar deildir enskra háskóla í landinu. Hér má nefna dæmi úr fólksfjöldafræðinni (demografíunni). Hlutlægar rann- sóknir á uppruna Búanna hafa leitt í ljós að um 7% forfeðra þeirra og formæðra voru þeldökk á hörund. Þessi staðreynd er þeim eðhlega mjög viðkvæmt mál og nefna þeir hana kommúniska lygi Breta og svertingja. (Búarnir vita raunar meira um þetta atriði en þeir vilja vera láta, sbr. margra áratuga viðleitni þeirra við „að hreinsa eigin kynstofn": Fæðist barn af Búakyni með fullbrúnan hörundslit er það tekið af foreldr- unum og sett á uppeldisheimili fyrir blandaða kynþætti. Samkvæmt opinberri sagnfræði Búanna fluttu evrópskir forfeður þeirra og forfeður svertingjanna um svipað leyti til landsvæðis þess, sem nú myndar Suður-Afríku og þau svæði, sem Búarnir settust að í, voru nokkurs konar ónumið land. Síðan gerðist það, eins og Ólafur Briem orðar það, að „hvítir og svartir mættust á miðri leið, hvítir á norðurleið en svartir á suðurleið og um varð að ræða árekstur tveggja ólíkra menningarhópa". Þessi sagnfræði er röng í einu veigamiklu atriði: Nær öll þau svæði í Suður-Afríku, sem hentug voru til akuryrkju, voru þegar fyrir 900—1000 árum byggð Bantúþjóðum (svertingjum). Helsta undantekningin var vestan- verð suðurströndin og suðvestur- hlutinn, sem þá voru byggð hirð- ingjum af Khoi kynþættinum, sem meðal Evrópumanna hafa verið nefndir Hottentottar. Þeir síðar- nefndu stóðu á lægra menningar- og tæknistigi og voru miklu fá- mennari en Bantúþjóðirnar. Á seinni hluta 17. aldar settust forfeður Búanna að í nágrenni núverandi Höfðaborgar á suðvest- urodda landsins. Þeir hófu þar blómlegan búskap, einkum í kvik- fjárrækt. Milli þeirra og byggða Bantúþjóðanna voru víðáttumikil landsvæði, sem yfirleitt voru frem- ur óhentug til akuryrkju vegna þess hve loftslagið var þurrt. Þar reikuðu um hirðingjar Khoi fólks- ins með búsmala sinn. Lendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.