Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 52

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Trúarbrögð í Sevilla — eða „Maðurinn á mótorhjólinu“ — lítil saga af stemmningu í Sevilla miðvikudaginn 25. september „TRÚARBRÖGO" hef ég oft heyrt um knattspyrnuna — jafnvel skrífad sjálfur ad þessi fagra íþrótt sé meira en íþróttin sem slík sums staðar í veröldinni. Sérstaklega hefur þaó þó átt við um suðræn lönd. Spánn veröur aö teljast til þessara suðrænu — og er ég fylgdist með vióureign Spánverja og Islendinga í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu í síöustu viku varð mér í rauninni fyrst Ijóst hvað þetta með trúarbrögöin merkti í raun og veru. Hvernig Spánverjar uppliföu viðureignina — hjá þeim stóð leikurinn við ísland ekki yfir í 90 mínútur; hann hófst aö morgni og honum lauk ekki fyrr en að morgni næsta dags. SfVILLA FUf UN CLAMOR jA Méjicoj MARCA Eins og margoft hefur komið fram uröu Spánverjar að sigra islendinga í Sevilla miövikudag- inn 25. september 1985 til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í Mex- íkó næsta sumar. Það tókst — Spánn sigraöi 2:1 eftir mikinn barning — sæti í Mexíkó varö að veruleika og þaö var vissulega tilefnitilfagnaðar. Spánverjar hlökkuðu mikið til leiksins — sumir hverjir a.m.k. — aðrir voru lafhræddir við „víking- ana“ úr norðurhöfum. „Við vinn- um 3:0 — við vinnum 5:0.! Þetta haföi óg fengiö að heyra í Sevilla dagana fyrir leikinn. Öllu tók ég meö jafnaöargeði. Enginn leikur er unninn fyrirfram — ekki er gott aö stæra sig af getu sinna manna fyrr en flautaö er til leiks. „Það kemur í Ijós, það kemur í Ijós. Allt getur gerst í knattspyrnu," svar- aöi ég alltaf aö bragöi þegar sig- urvissir Spánverjar hófu upp raust sína. Margan knattspyrnuleikinn hef ég séð — víða í Evrópu hef ég „farið á völlinn" en stemmningu sem þeirri sem var á Benito Villa- marin-leikvanginum í Sevilla held ég að ég hafi aldrei orðiö vitni að. Hávaöinn og lætin, innlifunin — þetta var einstakt. Spánsk kona sat við hliðina á mér í blaða- mannastúkunni, afskaplega fal- leg og skemmtilegur Spánverji, sem gaman var aö tala viö fyrir leikinn. Eftir aö leikurinn hófst liföi hún sig vel inn í þaö sem var aö gerast og ég verð að viðurkenna aö ég stóð sjálfan mig aö því að banka í takt viö hana og hina áhangendur spánska liðsins — ósjálfrátt, þegar þeir sungu fullum hálsi: „E-span-ja, E-span-ja“. Hún og aðrir nágrannar mínir í blaöamannastúkunni urðu hins vegar ekki lítið móðguð (?) — hissa a.m.k. — þegar ég, og eng- inn annar í næsta nágrenni, stökk upp, lamdi í borðið og öskraöi. „Dómari — hvurslags er þetta,“ eða eitthvað i þá veruna, t.d. þegar Pétur var rangstæður í seinni hálfleiknum á örlagaríku augnabliki. Eða þegar Guðmund- ur skoraöi mark íslands. ísland komið í 1:0! — ég hreinlega um- turnaðist. Glæsilegt mark í alla staði. Spánverjarnir hreinlega skriöu undir borð af vonsku en ég stökk upp, öskraði og lét öllum illum látum. Enda sagöi einn Spánverjanna við mig þegar hann nvar nokkurn veginn búinn aö ná sér: „Það er ekki mikill vandi að sjá hvar þeir eru, þessir fáu ís- lendingar, sem eru á vellinum í kvöld!" Og þaö voru orð að sönnu. Meðal tugir þúsunda Spánverja þögðu sem grjót — grúfðu sig niöur í vonbrigðum sínum — stukku nokkrir tugir íslendinga upp úr sætum sínum og öskruöu; gáfu tilfinningum sínum lausan tauminn. Allt tekur enda. Einnig leikir í heimsmeistarakeppni. Og þegar austur-þýski dómarinn blés í flautu sína til merkis um aö leikn- um væri lokið varð stemmningin á vellinum ólýsanleg. Meö svört- um stöfum á hvítum pappír er a.m.k. erfitt aö koma henni til Los islandeses marcaron primero pero qanó Espana iHurra! ::i!n:i"mrj,:,i.n: • Spænsk blöð fögnuðu mikiö daginn eftir leikinn. Hér mé sjá forsíður tveggja stærstu íþróttadagblaða landsins, Marca og as. „Hip, hip, Hurra,“ segir Marca og mexíkanahattur hefur veriö teiknaöur á höfuð Munoz landsliðsþjálfara en as segir einfaldlega: „A Mejico“ — „Til Mexíkó.“ var þessi gerö mótorhjóls kölluð vespa, kannski enn þann dag i dag. Unnusta kappans sat aftan á og þau spurðu mig: „Islandia?, Islandia?" og bentu á mig. „Si, si,“ svaraði ég eins og innfæddur Spánverji. Ég spurði næst er ég komst að hvort ekki væri nokkur leiö aö ná í leigubíl á þessum slóö- um. En ég þurfti ekki aö hafa áhyggjur af því mikið lengur. Vin- urinn mælti nokkur orð á spænsku til unnustunnar aftan á, hún vippaði sér af hjólinu og skip- aöi mér aö taka sæti sitt. Ég þáöi þaö náttúrulega yfir mig ánægöur og síöan var brunað af stað. Kærastan beið á gangstóttinni en við „ökuþórinn" svínuöum milli bílanna á þétt skipuöum strætum Sevilla-borgar. Einn þeirra vagna sem viö fórum fram úr á leiðinni • Markiö sem orsakaöi öll fagnaðarlætin — sönginn, dansinn og hláturinn á götum Sevilla og annarra borga á Spáni aðfararnótt fimmtudagsins 26. september. Gordillo skorar sigurmarkið gegn íslendingum. Bjarni Sigurðsson, sem lék frábærlega í Selvilla, kom engum vörnum viö enda Gordillo í dauðafæri skila. Menn verða aö lygna aftur augunum, hugsa sér hálft hundr- aö þúsund öskrandi eins og hver barki þolir — sumir sjálfsagt meira. Menn verða að ímynda sér þá tilfinningu sem þessi úrslit, 2:1 sigur yfir islandi, laöa fram í brjóstum venjulegs Spánverja. Litadýröin — rautt og gult hvert sem litið var — var ótrúleg. Það var eins og einn stór spánskur fáni væri á lofti á áhorfendastæöun- um. Og spánski gítarleikarinn, i skikkjunni meö stóra hattinn; hann var til staöar. Fyrir leikinn kom hann inn á leikvanginn, kyssti völlinn nokkrum sinnum — og eftir leikinn var hann kominn til aö halda fólkinu við efniö. Rúmri klukkustund eftir leik- inn, er ég hugðist halda heim á hótel, sem ekki var ýkja langt í burt, til að senda heim minn pistil um leikinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara, voru fagnaðarlætin ekki minni en þegar ég hvarf niöur til búningsherbergjanna. Fyrir utan leikvanginn stóöu þúsundir Spánverja og biðu eftir hetjum sínum. í þá mund er ég hljóp út í myrkrið rann rútan með íslensku landsliösmennina innanborös frá vellinum — og Spánverjarnir hylltu íslensku strákana. Kannski vegna þess að með tapinu tryggðu þeir Spánverjum sæti í Mexíkó, kannski vegna þess hve hetjulega þeir börðust. En skyndilega kom babb i bát- inn hjá mér. Enginn leigubíll var sjáanlegur, hvað átti ég til bragðs að taka? Ég gat ómögulega fariö á tveimur jafnfljótum heim á hótel — þó báöir fljótir séu! En þá kom ungur Spánverji mér til bjargar. Hann renndi upp að hlið mér á skellinööru sinni — einhvern tíma var rútan meö íslenska landsliöið innanborös. „Maðurinn á mótor- hjólinu" gat ekki annað en veifaö er hann brunaöi fram úr rútunni — þeir sem mig sáu veifuðu á móti, og spuröu seinna „hvern andsk...“ ég heföi verið aö gera á þessu mótorhjóli. Ég sagði nátt- úrulega eins og var — en eftir nokkra umhugsun urðum við sammála um þaö, aö heföi Island sigrað eða jafntefli orðiö í leiknum (og Spánverjar þar með misst af sæti í Mexíkó næsta sumar) hefði mér aö líkindum ekki verið boöiö far... — S.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.