Morgunblaðið - 02.10.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1985
53
• Erla Rafnsdóttir hefur leikiö
flesta landsleikí þeirra stúlkna
sem nú eru í hópnum.
Kvenna-
liðið til
Hollands
ÍSLENSKA kvennalandsliðió (
handknattleik heldur á sunnu-
dagínn til Hollands, þar sem liðið
tekur þátt í 5 landa keppni. Auk
íslands eru í keppninni Ungverja-
land, Noregur, Frakklandi og A-
og B-lið Hollands.
Þjálfari kvennaliðsins er Hilmar
Björnsson og hefur hann valið eftir-
taldar stúlkur til fararinnar:
Markverðir:
Jóhanna Pálsdóttir, Helsingör, IF.
Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni.
Aðrir leikmenn:
Gyða Úlfarsdóttir, FH.
Eva Baldursdóttir, FH.
Rut Baldursdóttir, FH.
Sigrún Blomsterberg, Fram.
Hildur Harðardóttir, FH.
Soffía Hreinsdóttir, Val.
Guörún Kristjánsdóttir, Val.
Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni.
Kristín Arnþórsdóttir.Val.
MargrétTheódórsd.,Stjörnunni.
Inga Einarsdóttir, FH.
Erna Lúðvíksdóttir, Val.
JónaBjarnadóttir.
Þrír nýliöar eru í hópnum, Hildur,
Inga og Jóna. Erla Rafnsdóttir er
leikjahæst þessara stúlkna, á 45
landsleiki aö baki, Margrét Theó-
dórsdóttir á 38 landsleiki og Sigrún
Blomsterberg 34. Aðrar koma
nokkuö langtáeftir.
Frjálsíþrótta-
mót hjá fram-
haldsskólum
Frjálsfþróttamót framhalds-
skólanna verður haldið á
Laugardalsvellinum næst-
komandi laugardag og sunnu-
dag. Keppnin hefst klukkan
tvö báða dagana.
Framhaldsskólarnir standa
algjörlega sjálfir aö þessu móti
sem nú er haldiö í fjóröa skiptiö.
Fyrstu tvö árin voru aðeins þrír
skólar meö í mótinu þ.e. FB, MS
og Ví. í fyrra bættist viö Fjöl-
braut í Ármúla og nú í ár eru
skólarnir orönir átta. MR, MH,
MK og Flensborgarskóli hafa
bæst viö.
Keppnin er stigakeppni milli
skólanna og er keppt í tveimur
riðlum. Á laugardag keppir
A-riöill (FB, MS, VÍ, FÁ) og á
sunnudag keppir B-riöill (MR,
MK, MH, Flensborg). Tveirefstu
skólarnir í hvorum riöli keppa
svo til úrslita helgina eftir.
Howard Wilkinson, stjóri Sheffield Wednesday, hælir Sigurði Jónssyni:
„Þarf oft að minna
sjálfan mig á að
hann er enn táningur“
HOWARD Wilkinson, fram-
kvæmdastjóri Sheffield Wedn-
esday, fer mjög fögrum oröum
um Skuggamanninn unga Sigurð
Jónsson, sem leikur með liði
hans, í nýlegu hefti enska viku-
ritsins Shoot.
í blaöinu segir: „Howard Wilk-
inson hælir sjaldan einstaklingum
en undantekning er þó meö Sigga
Jónsson.
Þrátt fyrir aö hafa enn aöeins
leikið örfáa deildarleiki meö Wedn-
esday er því spáö aö þessi 18 ára
íslenski landsliösmaöur eigi mikla
framtíö fyrir sér.
„Ég þarf oft aö minna sjálfan
mig á aö þessi drengur er enn aö-
eins táningur og algjör byrjandi
hvaö deildarkeppnina varöar",
segir Wilkinson. „Hann er rólegur
og mjög nákvæmur viö ailt sem
hann framkvæmir. Ég er mjög
ánægöur meö framfarirnar hjá
honurn."
Síðan segir í blaðinu: „Jónsson,
sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir
Wednesday, í 1:0-sigrinum á Ox-
ford United á útivelli, hefur mjög
góöa knatttækni, góöa yfirsýn og
vilja til aö berjast um hvern einasta
bolta.
Hann hefur bætt viö nýrri vídd í
leik Wednesday-liösins — er hann
vinnur boltann aftarlega á vellinum
og hefur sóknir. Ef menn hafa alla
þessa eiginleika í huga — svo og
þaö hve snjall Siggi er í aö komast
ódekkaöur inn í vítateig andstæö-
inganna á mikilvægum augnablik-
um, er ekki aö furöa aö Wilkinson
skuli vera yfir sig ánægöur meö
þennan unga íslenska liösmann
sinn.“
• Úrklippan úr Shoot þar sem
birt var mynd af Sigurði og How-
ard Wilkinson fór fögrum orðum
um hann.
''“‘ucepW0’'
b'e * .
B0 ( *6o Yr£t a",aC"0°
. coO«°'
e*c e"e°
Gott
hjá
TBR
BADMINTONLIÐ TBR stóö sig
mjög vel í Evrópukeppni fé-
lagsliöa í badminton sem fram
fór um síðustu helgi. Liöið
komst í 8-liöa úrslit.
Gentöfte frá Danmörku meö
Morten Frost í fararbroddi,
varö Evrópumeistari félagsliöa,
unnu fráfarandi meistara BMK
Aura frá Sviþjóö í úrslitaleikn-
um 7—0.
Gentöfte vann Penarth frá
Wales 7—0 i undanúrslitum en
Aura vann Kawasaki Velo frá
Hollandi 4—3.
TBR komst í 8-liða úrslit
keppninnar en tapaöi fyrir
Kawasaki Velo 5—2. TBR vann
sinn riðil með yfirburöum, sigr-
aöi BK Smash frá Finnlandi
6—1, Racing Club frá Frakk-
landi 7—0 og loks BC de Port-
ugal 7—0.
Mótiö fór fram í Mulheim í
Vestur-Þýskalandi. TBR kom
mjög á óvart í þessari keppni
og hefur ekkert íslenskt félags-
liö í badminton náö svo langt
áöur og markar þetta viss tíma-
mót i sögu badmintonfólks hér
á landi.
Óvíst hvort Sigurður
og Guðjón leiki með
Fré Sigtryggi Sigtryggatyni, tréttastjéra Morgunblaéains í Skotlandi.
SKAGAMENN sem mæta Aber-
deen í kvöld í Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu, hafa
dvaliö hór í Aberdeen síöan á
sunnudag. Þeir hafa æft alla
dagana og á mánudagskvöld
æfðu þeir á leikvangi Aberdeen,
Bett meiddur
— missir af leiknum i kvöld
Fré Sigtryggi Sigtryggssyni, tréttastjóra Morgunbtaósins i Skotlandi.
JIM Bett getur ekki leikiö með
Aberdeen gegn Akurnesingum í
Evrópukeppni meistaraliða í
knattspyrnu á Pittodrie-leikvang-
inum hér í Aberdeen í kvöld.
Bett er meiddur á hné og óttast
menn jafnvel aö hann missi af vin-
áttuleik skoska landsliösins gegn
Austur-Þjóöverjum 16. október.
Aö Bett frátöldum atlir bestu leik-
menn Aberdeen með í leiknum.
Pittodrie, og voru mjög ánægðir
með allar aöstæður, enda um
mjög góðan grasvöll að ræða.
Höröur Helgason, þjálfari ÍA,
sagöist vonast til aö geta stillt upp
óbreyttu liöi í kvöld frá fyrri ieik liö-
anna á Laugardalsvelli. Tveir menn
hafa átt viö meiðsli aö stríöa, Sig-
uröur Lárusson og Guöjón Þóröar-
son og ekki er öruggt aö þeir geti
verið með. „Þetta eru hvort tveggja
miklir jaxlar sem gefast ekki upp
fyrr en í fulla hnefana, þannig að ég
vona aö þeir geti leikiö með,“ saqöi
Höröur.
Þaö er mikiö í húfi fyrir Guöjón í
kvöld, því veröi hann meö mun
hann leika sinn 366. leik fyrir Akra-
nes og setja þar meö nýtt leikjamet
hjá félaginu.
Hörður sagöi að þetta yrði mjög
erfiöur leikur. Hann sá Aberdeen
leika gegn Rangers á laugardag.
„Þetta er hörkulið sem leikur hraöa
knattspyrnu, leikur af mikilli hörku.
Viö veröum aö reyna aö halda bolt-
anum sem lengst og klippa kant-
mennina út hjá þeim,“ sagöi Hörö-
ur.
Höröur hefur verið í útvarpsviö-
tölum undanfarna daga í Skotlandi,
bæöi hjá BBC og stöö í Aberdeen
sem heitir North Sound. Útvarps-
menn höföu mikinn áhuga á aö fá
álit Haröar á leik Rangers og
Aberdeen á laugardag, en harkan
var geysileg i þeirri viöureign eins
ogáður hefur komiö fram í Morgun-
blaöinu. Höröur sagöist ekki hafa
sparaö stóru oröin, sagöi aö leikur
þessi heföi sett svartan blett á
skoska knattspyrnu og leikmenn
yröu aö gjörbreyta hugsunarhætti
sínum. „Eg lét þaö lika koma fram
aö ég vonaöist til þess aö leikurinn
á miövikudagskvöldið (í kvöid) yröi
skemmtilegri. i honum yröi leikinn
betri knattspyrna," sagöi Höröur.
Firmakeppni Gróttu
Firmakeppni íþróttafélagsins Gróttu í innanhúss-
knattspyrnu verður haldin í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi helgarnar 5.-6. og 12.—13. okt. nk.
Þátttakatilkynnistísíma611133millikl. 10og 12
f.h.allavirkadagafyrirfimmUidaginn3.okt.