Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985
Listahátíð kvenna:
Póstkortasýningarnar „Konur karla“
og „Karlar“ í Norræna húsinu
Tók kassa með póstkortum með mér
hvert sem ég fór — segir Carin Hart-
mann um undirbúning sýninganna
„KONUR karla“ og „Karlar“
nefnast tvær sýningar sem verða
opnaðar á morgun, fostudaginn 4.
október, í Norræna húsinu, í
tengslum við Listahátíð kvenna.
Þetta eru sýningar á póstkortum
og hefur Carin Hartmann, sænskur
listamaður og listfræðingur, sett
þær saman. A póstkortunum eru
myndir sem lýsa því hvernig konur
eru séðar með augum karla og
hvernig karlar sjá karla. Blaðamað-
ur Morgunblaðsins ræddi við Carin
í Norræna húsinu í gær um sýning-
arnar.
„Ég hef safnað póstkortum í
fjöldamörg ár, alveg frá því ég
var þrettán ára gömul" sagði
Carin þegar hún var spurð hve-
nær hún byrjaði að safna kort-
um. Hún var þá spurð hvernig á
því stóð að henni datt i hug að
setja saman sýningu á póstkort-
um. „Eitt sinn var ég í París og
fór í póstkortabúð þar sem ég
keypti 350 kort“ sagði hún. „A
eftir borðaði ég með vinum
mínum og fóru þeir að rifast. Ég
tók þetta rifrildi mjög nærri mér
og fannst ég þurfa að stöðva
það. Þá tók ég pokann með kort-
unum og helti úr honum yfir
borðið. Og það var þá sem ég
uppgötvaði hvað myndir hafa
mikil áhrif, því um leið og ég
gerði þetta hætti fólkið að rífast
og fór að skoða póstkortin með
mikilli athygli".
„Það var svo þegar ég vann við
að setja upp alþjóðlega sýningu
í Amsterdam á teikningum
barna að ég veitti því athygli að
karlmenn sem unnu undir minni
stjórn áttu mjög erfitt með að
staðsetja mig í valdapíramídan-
um. Þeir gátu ekki tekið við skip-
unum frá mér vegna þess að ég
er kona. Ég var nýflutt til Hol-
lands og málið var mér framandi
og ég sá að þarna kom fram
afstaða til kvenna sem var ólík
því sem ég hafði vanist í Svíþjóð
og á hinum Norðurlöndunum. Ég
komst að því að evrópskar konur
voru töluvert langt á eftir Nor-
rænum hvað jafnrétti snertir.
Eins og ég sagði skildi ég ekki
málið en fór að skoða myndir til
þess að reyna að skilja þessa
afstöðu. Ég skoðaði svo myndirn-
ar á kortunum mínum út frá
þessu; hvernig konur eru séðar
af körlum.
Ég talaði við stjórnanda Kult-
urhuset í Stokkhólmi, sem reynd-
ar er gamall kennari minn, og
sagði henni frá hugmyndinni um
að setja saman sýningu á þessum
kortum. Hún sagði bara: „Hve-
nær verður sýningin".
Það tók mig marga mánuði að
velja úr kortunum. Ég raðaði
þeim upp á mismunandi hátt og
lá yfir þessu.Ég tók kassa með
póstkortum með mér hvert sem
ég fór. Sýningin var síðan opnuð
í Kulturhuset í Stokkhólmi í
janúar 1982.
Ari síðar setti ég saman sýn-
inguna á póstkortum með mynd-
Carin Hartmann
um af körlum; karlar séðir af
körlum.Ég hafði úr nógu að velja
og eru um 4000 póstkort á hverri
sýningu. Sýningin „Karlar" var
opnuð í Marin Museum í Svíþjóð
og ég held að ég megi segja að ég
sé fyrsta og eina konan sem hefur
verið með sýningu þar. En þessar
sýningar hafa farið víða. Þær
hafa t.d. verið í flestum stærri
söfnum í Stokkhólmi og fengið
mjög góðar viðtökur. Það sama
má segja um fyrirlestrana sem
ég held í tengslum við sýningarn-
ar“ sagði Carin Hartmann að
lokum.
Þess má geta að hún heldur
fyrirlestur í Norræna húsinu á
laugardaginn kl. 16.30 og nefnist
hann Anima Animus - kvensál
karla og karlsál kvenna. í fyrir-
lestrinum reynir hún að sýna
fram á hina duldu karleiginleika
hjá konum og kveneiginleika hjá
körlum.
Minningarmótið um Nimzowitsch:
Larsen og Vaganjan
náðu Walter Browne
Skák
Margeir Pétursson
Minningarmótið um Nimzo-
wiLsch í Næstved í Danmörku
fékk óvæntan endi. Bandaríski
stórmeistarinn Walter Browne
leiddi mótiö lengst af og eins og
sagði hér í Mbl. á miðvikudag-
inn stóð hann með pálmann í
höndunum þegar tvær umferðir
voru til loka mótsins, með vinn-
ings forskot á næstu menn. En
Browne klúðraði þessu forskoti
sínu, í næstsíðustu umferð var
„öryggið" látið ráða, hann bauð
Agdestein snemma jafntefli og í
síðustu umferð falaðist hann
eftir því sama við Tékkann
Ftacnik, sem hafði þá tapað
þremur skákum í röð. En allt er
þegar þrennt er hugsaði Ftacnik
og hann gerði sér lítið fyrir og
vann Browne örugglega.
Þar með gat Larsen orðið
einn efstur með því að sigra
Mikhail Tal fyrrum heims-
meistara. Daninn átti lengi
vel hartnær unna stöðu, en
tveir ónákvæmir leikir í röð
kostuðu hann sigurinn. Sovét-
maðurinn Rafael Vaganjan
var í óstuði í Næstved og var
aðeins með 50% vinninga þeg-
ar tvær umferðir voru eftir.
Með því að vinna tvær síðustu
skákirnar komst hann samt
eins og skrattinn úr sauða-
leggnum upp á toppinn og
náði að deila efsta sætinu með
þeim Browne og Larsen.
Þeir Larsen og Vaganjan
voru að vonum kampakátir
með þessi lok e.t.v. ekki sízt
vegna þess að báðir hafa
kenningar Nimzowitsch heit-
ins í hávegum. Browne reif
hins vegar hár sitt og dauðsá
eftir friðsemdinni gegn Agde-
stein.
Lokastaðan á Nimzo-
witsch-mótinu varð þessi:
1,—3. Browne, Larsen og
Vaganjan 6V2 v. af 11 mögu-
legum. 4.-6. Short (Eng-
landi), Nikolic (Júgóslavíu) og
Tal (Sovétr.) 6 v. 7.-9. And-
ersson (Svíþjóð), Nunn (Eng-
landi) og Ftacnik (Tékkóslóv-
akíu) 5Vfe v. 10. Agdestein
(Noregi) 4*A v. 11. Chandler
(Englandi) 4 v. 12. Hansen
(Danmörku) 3 Vfe v.
Þeir Vaganjan, Short og Tal
hafa vafalaust fyrst og fremst
tekið þetta mót sem upphitun-
armót fyrir áskorendamótið í
Montpellier í Frakklandi, sem
hefst 10. október. Þar verða
þeir að tefla betur en í
Næstved ætli þeir sér að kom-
ast áfram í einvígin, þó árang-
ur þeirra sé auðvitað ekki
slakur. Andersson tefldi lit-
laust að venju og tvö töp í
upphafi útilokuðu Nunn frá
toppbaráttunni.
Það vekur að vonum athygli
að nýju stórmeistararnir
Agdestein og Hansen hafa
ekki roð við Bent Larsen. Svo
virðist sem einhver bið verði á
því að þeim Larsen og And-
ersson verði velt úr sessi sem
fremstu skákmönnum Norð-
urlanda.
Eftir ágæta frammistöðu
Norðmannsins á millisvæða-
mótinu í Mexíkó í sumar hefði
mátt vænta betri árangurs frá
honum. Curt Hansen leggur
mikla vinnu í skákrannsóknir
og er furðulega mistækur
miðað við það. Þetta er í ann-
að skiptið í ár sem hann verm-
ir neðsta sætið á alþjóðlegu
móti. Hið fyrra var afmæl-
ismót íslenska skáksambands-
ins.
Veikasta hlið Norðmanns-
ins Simen Agdesteins er
gloppótt byrjanaþekking
hans. Hann er nú yngsti
stórmeistari í heimi, en sá
næstyngsti kenndi honum
lexíu í franskri vörn, sem
áreiðanlega verður Norð-
manninum eftirminnileg:
Hvítt: Nigel Short
Svart: Simen Agdestein
Frönsk vörn
1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3
— Rf6
Winawer-afbrigðið. 3. —
Bb4, reyndist Agdestein vel á
millisvæðamótinu, en líklega
hefur hann óttast endurbætur
Shorts.
4. e5 — Rfd7, 5. f4 — c5, 6. Rf3
— Rc6, 7. Be3 — a6
Bezti möguleiki svarts til að
jafna taflið er samkvæmt
teóríubókunum 7. — cxd4, 8.
Rxd4 - Bc5.
8. Dd2 — b5, 9. dxc5 — Da5,
10. Bd3 — b4, 11. Re2 — Bxc5,
12. 0-0 — 04), 13. Khl — Bb7?
Nauðsynlegt var 13. — Hfe8
til að koma í veg fyrir snilld-
arlegt svar Englendingsins.
Walter Browne — nagaði sig í
handabökin eftir síðustu umferðina.
14. Bxh7+!!
Biskupsfórn á h7 í franskri
vörn er stef sem allir meistar-
ar þekkja, en nú dynur það á
Norðmanninum í nýrri út-
gáfu.
14. — Kxh7, 15. Rg5+ — Kg8,
16. Dd.3 — Hfe8
Agdestein ákveður að reyna
að bjarga kóng sínum á flótta,
enda lítur 16. — f5,17. Bxc5 —
Dxc5, 18. Dh3 - Hfe8, 19.
Dh5! herfilega illa út.
17. Dh7+ — Kf8, 18. f5! —
Rdxe5
18. ... Bxe3? 19. f6! leiðir til
óverjandi máts og 18. ... exf5,
19. Hxf5 - Rdxe5, 20. Hafl
virðist heldur ekki gefa meiri
Bent Larsen — hélt uppi merki læri-
föðurs síns, Nimzowitsch.
möguleika en það framhald
sem Agdestein velur.
19. Bxc5+ — Dxc5, 20. fxe6 —
Ke7
Það þýðir ekki að skeyta um
óbreytt peð þegar bjarga á
sjáifri hátigninni, en dauða-
stríð berskjaldaðs kóngsins á
miðborðinu getur aðeins end-
að á einn veg.
21. Dxg7 — Kd6, 22. exf7 —
Hf8, 23. Dh6+ — Kd7, 24.
Dh3+ — Ke7, 25. De6+ —
Kd8, 26. Dxe5! og svartur gafst
upp, því eftir 26. ... Rxe5, 27.
Re6t- vinnur hvítur manninn
til baka með léttunninni
stöðu.
í byrjun næsta mánaðar
hefst í Noregi úrslitakeppni
þeirra Helga ólafssonar, Jó-
hanns Hjartarsonar og Agde-
steins um Norðurlandameist-
aratitilinn. Finni okkar menn
álíka veilur og þessa í vopna-
búri Norðmannsins þurfa þeir
aðeins að hafa áhyggjur af
hvor öðrum.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur
Að loknum fimm umferðum
hefur það helst borið til tíðinda
að í A-flokki, þar sem teflt er ^
um sæmdarheitið „Skákmeist-