Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 15 Morgunblaöið/Arnór 48 pör tóku þátt í Samvinnuferða/Landsýnar-mótinu sem fram fór um síðustu helgi. Meðfylgjandi myndir eru af nokkrum þekktum andlitum úr bridsheiminum sem voru meðai þátttakenda. Bridsfélag kvenna Brids Arnór Ragnarsson Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sigurvegarar Ágæt þátttaka var í Opna Samvinnuferða/Landsýn-mót- inu, sem haldið var um síðustu helgi í Gerðubergi í Breiðholti, 48 pör (96 spilarar) tóku þátt í því og var spilað eftir Mitchell- fyrirkomulagi, 2 spil milli para, alls 78 spil. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sigruðu glæsilega í mótinu, en sveitarfélagar þeirra, Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson tryggðu sér 2. sætið í lokaumferðinni. Röð efstu para varð þessi: Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 1182 Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 1098 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 1063 Karl Logason — Svavar Björnsson 1052 Páll Valdimarsson — Sverrir Kristinsson 1044 Kristján Þ. Blöndal — Georg Sverrisson 1040 ísak Ö. Sigurðsson — Sturla Geirsson 1034 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 1029 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 1027 Björn Eysteinsson — Guðm. Sv. Hermannsson 1014 Meðalskor var 936 stig. Útreikningur fór fram í tölvu undir stjórn Vigfúsar Pálssonar. Er óhætt að segja að það hafi tekist vel utan smá mistaka i byrjuninni sem stöfuðu af yfir- setunni og rangt skráðum skormiðum hjá keppendum. Notkun á tölvu við útreikning á mótum framtíðarinnar er ein- mitt sú lausn sem bridsíþróttin hefur verið að bíða eftir. Þeir Vigfús og Ásgeir P. Ásbjörnsson hafa hannað forrit fyrir útreikn- ing bæði í Barometer- og Mitchell-tvímenninskeppnum og stendur þjónusta þeirra öllum félögum innan Bridssambands- ins til boða. Mótið fór vel fram undir ör- uggri stjórn Ágnars Jörgensson- ar, í góðum húsakynnum i Gerðubergi í Breiðholti. Samvinnuferðir/landsýn eiga þakkir skildar fyrir enn eitt framlag þeirra til bridgeíþrótt- arinnar hér á landi. Bridssam- band íslands þakkar þátttakend- um fyrir samstarfið. Síðasta mánudag lauk haust- tvímenningi félagsins. Hér eru efstu sæti: stig Esther Jakobsdóttir — Valgerður Kristjónsdóttir 534 Ólafía Þórðardóttir — Erla Sigurbjörnsdóttir 527 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðardóttir 520 Sigrún Pétursdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 516 Aldís Schram — Soffía Theódórsdóttir 509 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 506 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 505 Dóra Friðleifsdóttir — Sigríður Ottósdóttir 504 Næsta mánudag, þ. 7. október, hefst hin vinsæla Barómeter- keppni félagsins og skráning er langt komin. Þær konur sem ætla að vera með en eru óskráð- ar hafi sem fyrst samband við Öldu, s. 17933 eða Sigrúnu, sími 11088. Spilað er í Skipholti 70. Opna minningarmót- iö á Selfossi Á laugardaginn kemur, 5. október, verður Minningarmótið um Einar Þorfinsson haldið á Selfossi. 36 pör taka þátt í því að þessu sinni og komust færri að en vildu. Spilaður verður Baro- meter með 2 spilum milli para, alls 70 spil. Spilamennska hefst kl. 10 árdegis og er ætlað að henni ljúki fyrir kl. 21 um kvöld- ið. Spilað er í Gagnfræðaskólan- um á Selfossi. Umsjónarmenn mótsins eru Hermann og Ólafur Lárussynir. Opið hús Fremur rólegt var síðasta laugardag hjá Opnu húsi vegna stórmótsins í Gerðubergi á sama tíma. Spilað var í einum riðli og urðu úrslit þessi: Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 137 Birgir Örn Steingrímsson — Þórður Björnsson 132 Lárus Hermannsson — Magnús Torfason 128 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 128 Hermann Erlingsson — ólafur Týr Guðjónsson 127 Umsjónarmenn minna enn á það að Opið hús verður alla laug- ardaga í vetur, frá kl. 13.30, svo lengi sem einhver þátttaka er. Spilað er I Borgartúni 18. hús Sparisjóðs vélstjóra, niðri. Kínverjar svartsýnir á sættir við Sovétmenn Peking, 30. september. AP. Aðalsamningamaður Kínverja í við- ræðunum við Sovétmenn sagði í dag að langur tími liði unz frekari árang- ur yrði að viðræðum ríkjanna, sem freista þess að taka upp eðlilega sambúð á ný. Næsta viðræðulota hefst I Peking næstkomandi fostu- dag. Qian Qichen, aðstoðarutanríkis- ráðherra, lét þessi ummæli falla á fundi með fréttamönnum, sem haldin var í tilefni þjóðhátíðar- dags Kínverja á morgun, 1. októ- ber. Hann sagði þrjár hindranir í vegi eðlilegrar sambúðar við Sov- étríkin. Alvarlegasta og stærsta hindrunin, og ein sú óyfirstígan- legasta, væri hernám Víetnam í Kambódíu. Hinar tvær væru víg- búnaður Sovétmanna á umdeildum svæðum á landamærum rikjanna og innrás Sovétríkjanna og íhlutun þeirra í Afganistan. Landamæri Kína og Afganistan liggja saman. Samninganefndir Kínverja og Sovétmanná hafa ræðst við á hálfsárs fresti frá því í október 1982 í þeim tilgangi að draga úr spennu í sambúð ríkjanna og koma á eðlilegu sambandi þeirra. Sjötta viðræðulotan hefst á föstudag. Qian sagðist álíta að viðræðurnar myndu halda áfram um áraraðir án þess að árangur næðist. Á síðasta fundi viðræðunefnd- anna, sem haldinn var í Moskvu í marz, lögðu Kínverjar að Rússum að ryðja hindrunum þremur úr vegi, einni af annarri. Byrjað skyldi á því að hætta stuðningi við hernað Víetnama í Kambódíu. Ráðamenn í Moskvu vlsuðu tillögu Kínverjaábug. Zhao Ziyang, forsætisráðherra, sendi nýja sovézka starfsbróður sínum, Nikolai I. Ryzhkov, árnað- aróskir 1 morgun. Lét Zhao þar vonir í ljós um að sambúð ríkjanna færi batnandi. ÞRAUTLEIÐINLEG SAGA Hljómplötur Sigurður Sverrisson SAGA Behaviour Polydor/Fálkinn Hegðun er titill þessarar nýj- ustu plötu kanadísku hljóm- sveitarinnar Saga og sannast sagna veit ég ekki hvernig á að útskýra hegðun fimmmenning- anna á þessari plötu því ég fæ ekki nokkurn botn í hana og finnst hún sannast sagna þraut- leiðinleg. Þetta eru stór orð en ég fæ mig ekki til að komast að annarri niðurstöðu. Saga vakti fyrst verulega at- hygli hér á landi árið 1982 og ári síðar sendi hún frá sér plötu, sem innihélt lagið Flyer og er líkast til vinsælasta lag flokks- ins hér á landi. 1 kjölfarið fylgdi svo önnur breiðskífa, sem vel að merkja passar vel sem formáli að þessari þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Þar eru þær breytingar, sem náð hafa há- marki á Behaviour, að gerjast. Það vantar ekki, að margt á Behaviour er keimlíkt því sem Saga hefur verið að gera undan- farin ár og trommu- og gítar- „sánd“ sér fyrir því að minna mann á hverjir eru á ferð. En meira er það varla. Tónsmíðarn- ar skortir allan brodd og úr verður þreytandi safn laga, sem nær þó af og til að rífa sig upp úr meðalmennskunni. En aðeins af ogtil. Hvers vegna Saga hefur breyst úr því að vera mjög góð hljómsveit með alla burði til þess að vera stórsveit í það sem hún er nú orðin veit ég hreinlega ekki en svo mikið er víst að þetta er Saga sem enginn nennir að lesa. ENN A NORÐAN er fullt af norðanvörum Ennfremur: Prjónajakkar, peysur. vettlingar, treflar, húfur og legghlífar. Líka: Mokkafatnaöur margs konar á góöu veröi, herra- og dömujakk- ar, kápur og frakkar og mokka- lúffur, húfur og skór á börn og fulloröna. Einnig: Teppabútar, gluggatjöld, buxna- efni, kjólaefni, gullfalleg ullar- teppi á kostakjörum og margs konar áklæði. Og auðvitað: Garn, meöal annars í stórhesp- um.loöbandoglopi. Áboðstólum: Sport- og gallabuxur, úlpur, mittisjakkar, sokkar, margs kon- ar barnafatnaóur, peysur og jakkar. ★1 m K IÐl JUl IA o E SAMBANDSVERKSMIÐJANNA A AKUREm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.