Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10109 KL. 10—11.30 FRA MÁNUDEGI TILFÖSTUDAGS Ég þakka öllum þeim, sem minntust mín með hlýjum kveðjum og höfðingsskap á 75 ára afmæli mínu2ý. sept. s.l. ÞórðurJ. Magnússon. Flokk mannsins með í pólitíkina Össur P. Valdiir.arsson félagi í Flokki mannsins á fsafírði, svarar konu úr Garðabænum sem ritaði grein um flokkinn i Velvakanda 13. september síðastliðinn. Flokkur mannsins var stofnaður í 50 löndum, 25. júní árið 1984. Sam- hygð var stofnuð árið 1969 og er bundin við einstaklinga, þ.e. samtök- in hjálpa fólki að fá trú á sjálfu sér. Flokkur mannsins vinnur fyrir þjóð- félagið í heild og var reyndar stofn- aður út frá Samhygð. Hann hefur bjargað fjölda fólks frá sjálfsvígi, sem er ótrúlega algengt hér á landi sem og annars staðar i heiminum. Flokkurinn er að sjálfsögðu póli- tískur eins og aðrar stjórnmála- hreyfingar en hann ætlar sér að starfa á öðrum grundvelli en Sam- hygð. í flokknum eru 5000 félagar á íslandi, sem er mjög gott miðað við aldur hreyfingarinnar. Meðalaldur þeirra eru 25—35 ár. Það er rétt að flokkurinn er al- þjóðlegur þar sem hann starfar nú í 50—60 löndum og vonandi breiðist hreyfingin út til fleiri landa í fram- tíðinni. Einnig vil ég svara H.K. sem birti grein í Velvakanda 10. september síðastliðinn. Þar stóð skýrum stöf- um: „Varað við Flokki mannsins." Við hverju er verið að vara? And- ofbeldinu, samvinnunni, þeirri skoð- un að manngildi sé ofar auðgildi eða kröfunni um frjálst val en ekki ein- okun. Það er furðuleg hræðsla. Okkur fannst mjög gott að heyra í ykkur landsmönnum og ég vil þakka þessum tveimur hugrökku pennavin- um. Ég sendi baráttukveðjur til ykk- ar allra, í von um áframhaldandi samstarf. Að lokum vil ég beina þeim til- mælum til þeirra ráðamanna þjóðar- innar sem lesa þessa klausu að þeir leyfi okkur í Flokki mannsins að vera með í pólitíkinni í fjölmiðlum þ.e. í umræðuþáttum í sjónvarpi og hljóðvarpi. Fimmtán mínútur er nægur tími fyrir okkur, þið megið eiga afganginn. Slík þátttaka yrði til þess, að fólk gæti auðveldar fylgst með starfinu og fræðst um afstöðu flokksins til ýmissa mála. Þorstein sem forsætisráðherra Kæri Velvakandi. Þrátt fyrir allt tal um stjórnar- slit, bendir ýmislegt til þess að nú- verandi ríkisstjórn sitji út kjör- tímabilið. Ég legg til að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taki við embætti forsætisráðherra fyrir síðara misseri. Steingrímur Her- mannsson núverandi forsætisráð- herra er ágætis drengur, en við þurfum mann með ferskar hug- myndir. Þorsteinn er sá maöur. Virðingarfyllst Vilhjilmur Alfreðsson |>au vinna fyrir hálfu kaupi en borga fullt fargjald í strætó. inu „Tíu ára“ sem birtist í Velvak- anda fyrir skömmu. „Amma mín sem fæddist um miðja síðustu öld kenndi mér kvæðið en í annarri útgáfu. Auk þess man ég eftir mynd þar sem við hverja setningu ljóðsins var teiknuð skreyting og hékk hún í eldhúsi í Vesturbænum, en því miður veit ég ekki hver orti það. En þannig lærði ég kvæðið: Tíu ára tel ég barn, tvítugur umboðsgjarn, þrítugur þrekinn maður, fertugur fullþroskaður. Fimmtugur fellir að, sextugur brúkar staf. Sjötugur hárahvítur, áttræður er ónýtur. Níræður niðja háð, tfræður grafar sáð.“ Elskulegar flugfreyjur María Halldórsson hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til flugfreyja Flugleiða sem flugu með hénni til Færeyja 25. maí síð- astliðinn. „Ég var frekar lasburða og leið því ekki vel að fara þessa ferð. En stúlkurnar sem voru tvær tóku mig upp á arma sér og stjön- uðu við mig á alla lund, sem hugs- ast gat. Ég kann þeim bestu þakkir fyrir." Að teikna kvæði Kona hringdi og vildi koma á framfæri annarri útgáfu af kvæö- Fhigfreyjur Flugleióa kunna sitt fag. pappírsbleyjur í ' tsrtaiTU^3' st*rð 2 »9 3 eru á tilboðsverðt núr»a- Heildsala Kaupsel Laugavegi 25 Sfmar 27770 og 27740 Til mömnnu: Ég vil vera þurrá bossanum. Þessvegna vil ég að þú kaupir Krabat bleyjurnar á mig. Þær haldast þurrar við bossann þótt ég pissi mikið í þær af því að þær eru með Drylene. Plastið sem fæst með hverri stærð heldur sko Krabat bleyjunni minni á sínum stað þótt ég hafi alltaf voða mikið að gera. Mér finnast ^ko Krabat bleyjurnar algerar draumableyjuf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.