Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Hverfum frá skattaleiðinni — eftir Ólaf B. Thors Af fréttum að dæma mun vanta um tvo milljarða króna til að end- ar nái saman hjá ríkissjóði á næsta ári að óbreyttum skatta- ráðstöfunum. Það má jafnframt merkja að nú eigi ekki að brúa bilið með erlendum lánum eins og svo oft áður, heldur eigi að hækka óbeina skatta og ganga skemmra en fyrirhugað var f lækkun á tekjuskatti. Það er út af fyrir sig fagnaðar- efni að nú sé ákveðið að stemma stigu við erlendum lántökum sem hafa ýtt undir verðbólgu og farið í neyslu og fjárfestingar sem standa ekki undir greiðslubyrð- inni. Á hinn bóginn er ástæða til að vara eindregið við framkomn- um hugmyndum um auknar skattaálögur sem eru handahófs- kenndar og bera vitni ótrúlegri skammsýni um áhrif þeirra. Á þessum áratug hefur hagvöxt- ur á íslandi verið talsvert lægri en hagvöxtur þeirra þjóða sem við er- um vön að bera okkur saman við. Ástæðurnar eru að einhverju leyti fólgnar í ytri aðstæðum en eru án efa í talsverðum mæli heimatil- búnar. í þessu sambandi virðist skilningur almennt hafa farið vaxandi á því að hér eigi sífellt aukin ríkisafskipti hlut að máli, að þau séu til þess fallin að grafa undan verðmætasköpun og þar með lífskjörum. í þeim löndum þar sem þessi almenni skilningur hefur náð að festa rætur í stjórn- arstefnunni hefur efnahagsaf- koma verið hvað best. Mönnum þar hefur verið ljós sú staðreynd, að í heimi vaxandi samkeppni og sífelldra tæknibreytinga, sem bjóða stöðugt upp á nýja mögu- leika, er fyrir mestu að ríkið tor- veldi ekki eðlilega og vakandi sókn einstaklinga til bættrar lífsaf- komu, takmarki ekki samkeppnis- hæfni þeirra. Það er þess vegna sorglegt til þess að vita, að einmitt þegar mest ríður á að íslendingar rífi sig upp úr ládeyðunni skuli vera uppi hug- myndir um að auka skattaálögur sem ýta undir vöxt ríkisbáknsins og skerða framtakssemi og sam- keppnishæfni einstaklinga. Meiri skattar, minni vöxtur Hugmyndirnar um aukna skatta ganga út á hækkun óbeinna skatta á tilteknar vörur og þjón- ustu. Til dæmis stendur til að af- nema ýmsar undanþágur frá sölu- skatti, sem sumar eru til komnar vegna uppsöfnunaráhrifa sölu- skattsins, en þau gera það að verk- um að skatturinn íþyngir vissum greinum óeðlilega mikið, t.d. þeim sem eru í samkeppni við erlenda framleiðslu. Með því að afnema undanþágur sem þannig eru til komnar er því jafnframt verið að skerða samkeppnishæfni inn- lendrar framleiðslu, ýtt er undir óhagstæðan viðskiptajöfnuð og dregið úr atvinnutækifærum. Sama gildir raunar um sölu- skatt á ýmsa þjónustu sem hingað til hefur verið undanþegin skatt- inum. Við búum í heimi sem fyrir tilstilli örrar tækniþróunar er orð- in ein viðskiptaheild þar sem sam- keppni er mikil. Ef þessi þjónusta er of hátt sköttuð hér heima er hætt við því að hún verði keypt Olafur B. Thors „Það er þess vegna sorglegt til þess að vita, að einmitt þegar mest ríður á að Islendingar rífi sig upp úr ládeyð- unni skuli vera uppi hugmyndir um að auka skattaálögur sem ýta undir vöxt ríkisbákns- ins og skerða fram- takssemi og samkeppn- ishæfni einstaklinga.“ erlendis frá. Þá er það ekki síður alvarlegt að söluskattur á þjón- ustu hvetur til þess að ríkið og stofnanir þess taki sjálf að sér slíka þjónustu til að losna undan greiðslu skattsins. Við það mundi báknið enn vaxa og það óhagræði sem því fylgir. Raunar er viðbúið 9 9 Verslunareigendur! Innkaupastjórar! í áratugi hefur Söluskrifstofa KEA selt margs konar vörur til verslana, stofnana og þeirra sem vilja gera góö innkaup á vönduðum vörum á hagstaeðu verði. Við getum útvegað þér vörur frá eftirtöldum fyrirtækjum: Frá Kjötiðnaðarstöð KEA: Allar tegundir af kjðti - s.s. lambakjöt, nautakjót, hangikjöí, svinakjöt og kjúklingar. Einnig býður Kjötiðnaðarstöð KEA alls konar unnar kjötvörur, þar með taldar fjðldi áleggstegunda. Nú getur þú fengið kjötið meðhöndlað á ýmsan hátt og það kemur til þin pakkað í lofttæmdar umbúðir. Frá Smjörl íkisgerð KEA: Borðsmjörlíki, bökunarsmjödiki, kókossmjör og kökufeiti. Frá Smjöriíkisgerð KEA kemur Flóru smjöriiki, sem þegar hefur sannað ágæti sitt. Fyrirtækið framleiðir einnig herta sojaolíu sem notuð er til djúpsteikingar á matvælum - s.s. kjöti, kartöflum og laufabrauði. Frá Efnagerðinni Flóru: Ávaxtasafi, marmelaði, sultur, steiktur laukur, poppmaís, kakó, ýmsar kryddtegundir og bökunarvörur. Flóra framleiðir einnig þrjár tegundir af fljótandi jurtaolium til djúpsteikingar: Sojaolia, Sólblómaolia og Jarðhnetuolía. Frá Brauðgerð KEA: Brauðgerð KEA framleiðir allar tegundir af matarbrauðum - auk þess sem fyrirtækið hefur gott úrval af kökum og tertum. Brauðgerð KEA hefur yfir að ráða mjög góðum vélakosti og úrvals starfsfólki - sem gerir sitt besta til að útvega þér þær vörur sem þú óskar eftir. Frá Kaffibrennslu Akureyrar: Braga kaffi - frá Kafflbrennslu Akureyrar þarf vart að kynna. Vinsældir þess hér á landi segja sitt um gæði framleiðslunnar. Nú siðast kom fyrirtækið fram með Santosblöndu. Hefur þú reynt hana? Pá minnum við á Ameríku kaffi, Kolombia kaffi og koff ínlausa Braga kaffið. Frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn: Sjöfrt framleiðir alls konar tegundir af ræsti- og hreinsiefnum, en auk þess framleiðir Sjöfn málnirtgu, sem landsþekkt er fyrir gæði, og Uretan quartz gólfefni. Hjá Sjöfn getur þú fengið svamp af ýmsum gerðum og stærðum Nýlega hóf Sjöfn framleiðslu á Bamba bleium og dömubindum. Þú ættir að slá á þráðinn! Það borqar sig! Frá Mjólkursamlagi KEA: Vantar þig pbreytt úrval mjólkurvara? Pá færðu vörumar hjá Mjólkursamlagi KEA. Sífellt er verið að fitja upp á einhverju nýju hjá Mjólkursamlagi KEA og má nefna drykkjarjógúrt sem dæmi. Einnig er rétt að minna á Tropicana. Þessi úrvals ávaxtasafi er einmitt framleiddur hjá Mjólkursamlagi KEA. ■7 7 7 96 21400 Söluskrifstofa KEA Hafnarstræti 91-95 602 Akureyri. að stærri fyrirtæki fari sömu leið með þeirri afleiðingu að sérhæfing og aflcöst minnka í atvinnulífinu. Þá er hætt við að auknar álögur muni ekki aðeins torvelda sam- keppnishæfni og auka á ríkisaf- skiptin, heldur muni þær einnig skerða skattstofnana. Líklegt er að menn muni finna nýjar leiðir til að komast framhjá hinum skattskyldu vörum og þjónustu, sem út af fyrir sig er kostnaðar- samt fyrir þjóðarbúið, en gefur líka ríkissjóði minna í aðra hönd en efni stóðu til. Eins og á stendur hjá þjóðar- búinu er fátt mikilvægara fyrir stjórnvöld en að skapa grundvöll fyrir framfarasókn atvinnulífsins. En það liggur ljóst fyrir að fyrir- hugaðar skattaálögur stuðla ekki að slíku og geta hreinlega komið í veg fyrir að úr henni geti orðið. Drögum úr útgjöldum Það eina sem kemur til greina undir þessum kringumstæðum er að stilla ríkisútgjöldunum í hóf og skera þau niður um það sem nem- ur fyrirhuguðum skattaálögum. Endanlegar tölur fjárlagafrum- varpsins liggja ekki ennþá fyrir en ef marka má fréttir af frumvarps- drögum er ekki að vænta neinna grundvallarbreytinga. Það má því benda á eftirfarandi meginatriði sem gætu verið til hliðsjónar við sparnaðinn: ★ Styrkir til atvinnuvega nema umtalsverðri fjárhæð árlega, en í ljósi þess að gera verður þá kröfu til allra atvinnugreina að þær afli tekna fyrir kostnaði og beri hagnað eða tap á eigin ábyrgð má hér verulega draga saman seglin. ★ Ýmsar stofnanir og verkefni ríkisins mættu standa í meiri mæli undir eigin starfsemi. Með auknum sértekjum ríkis- stofnana minnka ríkisútgjöld og búast má jafnframt við því að stuðlað verði að meiri hag- kvæmni í rekstri þessara stofn- ana. Þegar notendum þjónust- unnar verður betur ljóst hvað hún raunverulega kostar, munu kröfur þeirra um gæði aukast og aðhald þar með skapast. ★ Miklum fjárhæðum er varið til að jafna orkukostnað og þar með er grafið undan því að fólk spari og finni aðrar hagkvæm- ari lausnir. Hérna mætti spara verulegar upphæðir. ★ Auk þess má benda á að þátt- taka ríkisins í atvinnurekstri sem ætti að þrífast á sam- keppnisgrundvelli hefur verið og er þjóðinni kostnaðarsöm. Framlög til þessara fyrirtækja ætti því að fella niður. Að því er virðist er mönnum nú ljóst að undir útgjaldaþenslu ríkisins verður ekki lengur staðið með erlendum lánum og er það ánægjulegt. Á hinn bóginn megum við ekki líta á útgjaldaþáttinn sem gefinn hlut sem réttlæti þá fórn sem færð er með skattheimtuleið- inni. Aðeins með því að draga úr ríkisútgjöldum komumst við hjá þeirri fórn, því fyrr því betra. Höfundur er forstjórí Almennra trygging h/r og varaformaður Verzl- unarráðs íslands. Leifur Hauksson og Edda Heiðrún Backman í hlutverkum sínum. Hitt leikhúsið: Litla Hryllingsbúö in á fjalirnar á ný NÚ eru hafnar sýningar á „Litlu Hryllingsbúðinni“ eftir Howard Ashman og Alan Menken, sem Hitt Leikhúsið frumsýndi í byrjun janúar í vetur í Gamla Bíói. Urðu sýningar á þessum söngleik alls sextíu og flmm talsins þegar hætta varð sýningum í byrjun raaí. Höfðu þá nærri þrjátíu þúsund gestir séð „Litlu Hryllings- béðfau". Einar Kárason og Magnús Þór Jónsson þýddu leikinn og hafa lög úr söngleiknum verið gefin út á hljómplötu. Leikstjórar og umsjónarmenn sýningarinnar voru þeir Páll Bald- vin Baldvinsson og Sigurjón Sig- hvatsson. Leikmynd gerði Guð- björn Gunnarsson, búninga Guð- munda Þórisdóttir og förðun ann- aðist Ragna Fossberg. Lýsingu hannaði David Hersey. Hljóm- sveitarstjóri er Pétur Hjaltested. Alls koma níu leikarar fram í sýn- ingunni og eru flestir í sínum gömlu rullum: Edda Heiðrún Bachman, Leifur Hauksson, Gísli Rúnar Jónsson, Þórhallur Sig- urðsson, Ariel Pridan, Björgvin Halldórsson og Harpa Helgadótt- ir. Nýliðarnir í sýningunni eru þær Lísa Pálsdóttir og Helga Möller. Þegar hafa verið ákveðnar tólf sýningar á „Litlu Hryllingsbúð- inni“ í Gamla Bíói. Fyrsta sýning var þriðjudagskvöldið 1. október og hófst kl. 20.30. Ljóst er að sýn- ingar verða takmarkaðar þvf samningar binda plöntuna, Auði Aðra og stjórnanda hennar, Ariel Pridan, til starfa í öðrum hluta heimsins í byrjun nóvember. (Or fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.