Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 fclk í fréttum Tískuþátturinn i bresku út- gáfunni af Vogue-tímaritinu þennan mánuðinn fjallar um loð- feldi og þann fatnað sem kaldri veðráttu tilheyrir. Til þess að full- komna umhverfið var flogið til íslands og haldið í Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar sátu fyr- irsæturnar fyrir í pelsum og eins og segir í meðfylgjandi texta „gaddaskóm sem hæfa íslensku umhverfi"! Það var ljósmyndarinn Hans Feurer sem tók myndirnar og ef einhverjir skyldu vera að íhuga möguleikann á að kaupa sér svona loðfeldi virðist verðið vera frá hundrað þúsundum og upp í eina milljón íslenskra króna. Islandi Dóttir Racquel Welch með aöalhlutverkið Tahnee, dóttir Racquel Welch, hefur nú hreppt sitt fyrsta stóra hlutverk í kvikmynd. Það er í myndinni „Cocoon“ þar sem hún leikur veru frá annarri plánetu sem leitar að vinum sínum er brotlentu óviljandi á jörð- unni. íbúarnir á plánet- unni sem Tahnee kemur frá hafa fundið ráðið til eilífs ungdóms og það á eftir að valda skondnum misskilningi. Að sjálf- sögðu eru í myndinni hugljúf augnablik á milli Tahnee og jarðnesks pilts sem hún hittir á ferð sinni. Nú er bara að bíða og sjá hvort henni tekst eins vel til og móðurinni. Friðrik Eiríksson hættir eftir 25 ár í Pólýfónkórnum „Æfingarnar hafa alltaf verið tilhlökkunarefnia Ef fólk hefur komið nálægt starfi Pólýfónkórsins þá er það næstum öruggt að menn kannast við Friðrik Eiríksson sem um 25 ára skeið hefur verið virkur kórfélagi og mestan hlut- ann verið starfandi formaður kórsins. Friðrik lét hinsvegar nýlega af því starfi og við tók Kristján Már Sigurjónsson. „Það er mál til komið að ég fari að hvíla mig eftir 25 ár og einnig að gefa öðrum tækifæri til að vinna að þeim málum sem fylgja formannsstarfinu," sagði Friðrik Eiríksson þegar blað- amaður hafði samband við hann. „Það er aldrei að vita hvort ég kem til með að syngja með kórn- um seinna, en í vetur a.m.k. hvíli ég mig, síðasta starfsár var óvenju langt." — Þú hefur ekki séð eftir tím- anum í sönginn þessi ár? — Nei, æfingarnar hafa alltaf verið mikið tilhlökkunarefni og gaman að glíma við hin ýmsu verk tónbókmenntanna sem kór- inn hefur verið með á söngskrám — Eitthvað uppáhaldsverk? — Ætli mér hafi ekki fundist skemmtilegast að æfa Mattheus- arpassíuna og H-molI-messu Bachs. — Starf formannsins? — Það er fyrst og fremst fólg- ið í því að hlúa að starfseminni bæði félagslega og hvað söng- starfið varðar. Það er dálítið meira og víðtækara en að boða til stjórnarfunda. — Þú heldur ekki að það verði erfitt að sitja heima í vetur þeg- ar félagarnir fara að hefja upp raustina? — Eflaust koma þær stundir að eitthvert tóm á eftir að skap- ast í huganum en það er svo margt annað sem hægt er að gera. Friðrik Eiríksson fyrrverandi for- maður og félagi í l’ólýfónkórnum ásamt núverandi formanni Kristjáni Má Sigurjónssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.