Morgunblaðið - 04.10.1985, Side 13

Morgunblaðið - 04.10.1985, Side 13
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 13 Landlæknir: Forsendur fóst- ureyðinga í dag eru félagslegar Dregið hefur úr fjölgun fóstureyðinga á milli ára — segir Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur A VEGUM Landlæknisembættisins er komið út ritið „Fóstureyðingar 1976-1983“ og hefur Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur tekið ritið saman. I ritinu er gerð grein fyrir helstu breytingum, sem orðið hafa á fóstureyðingum í kjölfar laga nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneign- ir og um fóstureyðingar og ófrjósem- isaðgerðir. Helstu forsendur fóstur- eyðinga í dag eru félagslegar en eldri lög heimiluð eingöngu fóstureyðingu af læknisfræðilegum ástæðum. Síðustu árin hefur fóstureyðing- um farið fjölgandi hér á landi, sem sést á því að að meðaltali voru fóstureyðingar árin 1971-75 203 á ári, árin 1976-80 voru þær 472 á ári og 632 að meðaltali árin 1981- 83. Hvaða áhrif núgildandi lög hafa á þessa fjölgun er erfitt að meta vegna þess að ekki er vitað um fjölda ólöglegra fóstureyðinga, sem framkvæmdar voru áður en lögin voru sett cða fjölda þeirra, sem gerðar voru erlendis. „Af þessari skýrslu má ráða að dregið hefur úr aukningu fóstur- eyðinga á milli ára frá því sem var fyrstu árin eftir að lögin tóku gildi. Og sum árin hefur fjöldinn jafnvel staðið í stað á milli ára,“ sagði Guðrún. „Hins vegar má ekki gleyma því að skýrslan gefur ein- ungis tölfræðilegar upplýsingar en ekki félagsfræðilegar nema að litlu leyti og hún vekur margar spurn- ingar, sem gaman væri að fá svör við.“ A sama tíma og fóstureyðingum hefur fjölgað hefur fæðingum fækkað. Arin 1971-75 var hlutfall fóstureyðinga 4,6% af fæðingum, árið 1983 15,7% en 17,4% árið 1984. Svipuðu máli gegnir um hlutfall fóstureyðinga af þungunum. A fyrri hluta áttunda áratugarins lauk 4,3% þungana með fóstureyð- ingu en 13,5% árið 1983 eða um sjöundu hverri þungun. Þrátt fyrir þessa þróun er Island með lægstu tíðni fóstureyðinga á Norðurlönd- um sé miðað við fjölda lifandi Rafael Vaganjan — í óstuði, en samt efstur í Næstved og til alls vís í áskorendamótinu. ari Taflfélags Reykjavíkur 1985“, hefur 16 ára gamall pilt- ur, Andri Áss Grétarsson, tekið forystuna með fjóra vinninga og biðskák. Andri er einn af stiga- lægstu þátttakendunum í efsta flokki. Staðan á mótinu er þessi: A-flokkur: 1. Andri Áss Grétarsson 4 v. og biðskák 2. Guðmundur Halldórsson 3lÁt v. og biðskák. 3. Davíð Ólafsson 3% v. 4. Árni Á. Árnason 3 v. B-flokkur: 1,—2. Jóhannes Ágústsson og Tómas Björnsson 4 v. 3. Þröstur Árnason 3 '/2 v. C-flokkur: 1. Hjalti Bjarnason 4V2 v. 2. Eiríkur Björnsson 3'/2 v. 3. Páll Bergsson 3 v. IX-flokkur: 1. Gunnar Björnsson 4 v. og biðskák. 2. Einar Þorgrímsson 4 v. 3. Sigurður D. Sigfússon 3'Á v. og biðskák. E-flokkur: 1,—2. Sigurður F. Jónatansson og Amór V. Arnórsson 4 V2 v. 3. Kristófer Svavarsson 4 v. Opið bréf frá Tómasi Gunnarssyni Opið bréf til Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, var frá Tóm- asi Gunnarssyni, lögmanni. Nafn hans féll niður í birtingu og er beðizt velvirðingar á því. Íslenzk-ameríska félagið: Berkofsky leikur á haustfagnaði HINN árlegi haustfagnaður íslenzk- ameríska félagsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum, laugardaginn 5. október kl. 20.00, segir í frétt frá félaginu. Nýskipaður sendiherra Bandarfkjanna og frú Ruwe taka á móti haustfagnaðargestum frá kl. 18 til 19.30. Píanósnillingurinn Martin Berkofsky mun skemmta í hófínu. Miðasala verður að Hótel Loft- leiðum, föstudaginn 4. október kl. 16—18.30. Allir velkomnir. Frá vinstri: Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur, Ólafur Ólafsson landlæknir og Guðjón Magnússon aðstoðarlæknir. MorgunblaðiJ/Bjami fæddra og næst á eftir Finnlandi með lægstu tíðni miðað við fjölda kvenna á frjósemisaldri. Um 12% kvenna hætta við að gangast undir fóstureyðingu eftir að hún hefur verið heimiluð og af 140 málum sem úrskurðar- og eftirlitsnefnd fékk til meðferðar árin 1975-1984 synjaði hún heimild til fóstureyðinga í 24 tilvika. Tals- verðar breytingar hafa orðið á hópi þeirra kvenna sem gangast undir fóstureyðingu. Aður ein- kenndist hann af eldri, giftum og barnmörgum konum en í dag af ungum, ógiftum og barnlausum eða barnfáum konum. Til dæmis er meirihluti þeirra sem fengu fóstureyðingu ógiftar konur, þriðj- ungur er giftur og tíundahver var áður gift. Tíðni fóstureyðinga miðað við fjölda kvenna í þessum hópum i þjóðfélaginu, er hins vegar hæst meðal áður giftra. Eftir að lög rýmkuðu heimild til ófrjósemisaðgerða hefur slíkum aðgerðum fjölgað verulega og hafa á tímabilinu 1975-1983 verið fram- kvæmdar rúmlega 4.300 ófrjósem- isaðgerðir. I 95% tilvika var um konur að ræða. I fóstureyðingalögunum er gert ráð fyrir ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneignir og hefur laus- leg athugun sýnt að kynfræðsla hefur verið efld í.grunnskólum en í framhaldsskólum er yfirleitt ekki um skipulagða kynfræðslu að ræða. Fræðsla fyrir almenning hefur hins vegar verið takmörkuð og gefa niðurstöður til kynna að brýn þðrf er á aukinni fræðslu og ráðgjöf, sem gæti hugsanlega dregið úr ótímabærum þungunum. Nægir í því sambandi að benda á að meirihluti þeirra kvenna, sem hafa fengið fóstureyðingu á und- anförnum árum notaði ekki getn- aðarvarnir við þungun. RT-laun NÝTT LAUNAKERFI FYRIR IBM S/36 OGS/34 Rekstrartækni hefur nú sett á markað nýtt launakerfi,sérhannað á IBM S/36 og S/34 tölvur, sem nefnist RT-LAUN. Stærsti kostur RT-LAUN hugbúnaðarins er fjöl- breytni og sveigjanleiki Notandinn getur byggt upp sína eigin reikni- stofna og breytt að vild. Þannig fylgir RT-LAUN þörfum fyrirtækisins á hverjum tíma. Sérstök kynning á fjölhæfni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.