Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 IBM S/32 Til sölu er IBM S/32 tölva, með áföstum prentara og 13,7 mb. höröum diski. Ódýr og góð vél. Hentar vel fyrir t.d. sjávarútveg, bókhald o.fl. Upplýsingar í síma 91—28200 (128). • Notar sömu orku og 18 kerta pera. • Texti týnist ekki þó tekiö sé úr sambandi. • Borð-oghengifestingar. • íslenskirstafir. • Hægt aö nota sem digital-klukku eingöngu. • Hagstætt verö. BÐt%ústopr Skipholti 9, sími 24255. Auglýsing um nafnbreytingu þeirra sem veittur hefur veriö ís- lenskur ríkisborgararéttur með lögum. Meö lögum nr. 45 24. júní 1985 um veitingu ríkis- borgararéttar er þeim sem fengiö hafa íslenskan ríkisborgararétt meö lögum aö uppfylltu því skil- yröi aö þeir tækju upp íslensk nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn nr. 54/1925 veitt heimild til aö fá núverandi nöfnum sínum breytt aö nýju þannig aö þau samrýmist ákvæðum þeim sem gilda um þá sem fá ríkisborgararétt meö lögum nr. 45/1985. A þetta viö um þá sem fengið hafa ríkis- borgararétt á tímabilinu 1952—1980. Ákvæöi þessa efnis er í 2. gr. laga nr. 45/1985 og hljóðar svo: „Nú fær maöur, sem heitir erlendu nafni, ís- lenskt ríkisfang meö lögum og skulu þá börn hans, fædd síöan, heita íslenskum nöfnum sam- kvæmt lögum um mannanöfn en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér ís- lenskt eiginnafn — ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, aö breyta svo eiginnafni sínu aö þaö fullnægi kröfum laga um mannanöfn. Þeim sem hafa áöur fengið íslenskt ríkisfang meö lögum meö því skilyröi aö þeir breyttu nafni sínu í samræmi viö ákvæöi þeirra laga sem veriö hafa meö öörum hætti í því efni en hér aö ofan greinir, skal heimilt, til ársloka 1985, aö fá nöfn- um sínum breytt þannig aö þau samrýmist ákvæöum þessara laga.“ Samkvæmt þessu ákvæöi getur maöur sem t.d. hét John Smith og breytti nafni sínu t.d. í Sigurður Sigurösson viö töku íslensks ríkisfangs, fengiö því breytt aö nýju í samræmi viö núgildandi ákvæöi og tekið upp t.d. nafniö John Siguröur Smith. Börn hans sem fædd eru eftir aö hann fékk íslenskt ríkisfang skulu kenna sig til Siguröarnafnsins. Börn sem fengið hafa ríkisborgararétt meö foreldri sínu geta fengiö nafnbreytingu á sama hátt og foreldriö. Athygli er vakin á því aö þessi heimild gildir aöeins til ársloka 1985. Umsóknir um slíka nafnbreytingu skal senda dómsmálaráðuneytinu, Arnarhvoli. Dóms- og kirkjumálaráöuneytiö, 25. september 1985. HOLLUSTUBYLTINGIN Jón Óttar Ragnarsson Ónæmistæring III Hvort sem það var myrkrið eða einangrunin hér í fásinninu verð- ur ekki sagt með sanni að skírlífi sé sterkasta hlið norðurhjara- mannsins. Sá hrikalegi faraldur sem nefndur hefur verið ónæmistæring (alnæmi á lokastigi) getur því orðið okkur þungur í skauti þegar stundir líða. Þótt enn sé ýmislegt á huldu um heppilegustu varnarstefnu má það ekki ýta undir aðgerðar- leysi heldur þvert á móti. Það sem mestu máli skiptir er að allt bendir til að ónæmistæring sé sjúkdómur sem enginn þarfað fá ef hann hagar sér skynsam- lega. Enga móöursýki Kjarni málsins er að veiran þarf að komast frá blóði eða lík- amsvessum smitbera yfir í blóð heilbrigðs einstaklings. Utan líkamans lifir veiran skammt og berst því ekki t.d. af klósettsetum, nöguðum blýöntum eða með lofti, t.d í almennings- vögnum. Auk þess eru íslendingar lausir við tvo mikilvæga smitvalda heitra landa: blóðsjúgandi skor- dýr og blóðsýnisnálar sem eru endurnotaðar. Hér er líka lítið um eiturlyfja- neytendur sem sprauta sig með eitri í æð, en þá er oft gífurleg hætta á að veiran berist milli manna. Hættan Þrátt fyrir þetta er margt sem bendir til að hundruð — ef ekki þúsundir íslendinga — geti tekið veikina ef varnarstarfið bregst. Harðast mun sjúkdómurinn bitna á lauslátum hommum og bísexúölum vegna hættu á slím- húðarskaða í endaþarmi. Enda þótt hættan sé mun minni við venjulegar samfarir (nema slímhúð sé þurr og þrengsli mikil) vex hún hratt með vaxandi lauslæti. Þar sem kynferðisleg virkni Islendinga, einkum yngra fólks, er óvenjulega mikil, getur sjúk- dómurinn breiðst hratt út um þjóðfélagið. Er afar brýnt að þeir sem ferð- ast erlendis forðist eins og heitan eldinn öll kynmök við ókunnuga, vændishús og hommabaðhús. Allir sem taka slíka áhættu verða að gera sér ljóst að náin líkamleg mök geta, við þessar aðstæður, jaf ngilt dauðadómi. Náin snerting við alla líkams- vessa getur opnað sjúkdóminum leið inn í líkamann gegnum smæstu skrámur (t.d. eftir tann- burstun eða gæludýr), frunsur o.m.fl. Varnir Sem betur fer er aðeins vitað um eitt eða tvö tilfelli þar sem hjúkrunarfólk hefur smitast af sjúkdóminum frá sjúklingum. Þetta sýnir að ef allir þekkja leikreglurnar er hægt að veita þessum hrjáðu einstaklingum ummönnun fordóma- og áhyggju- laust. En til þess þarf gífurlega fræðslu fyrir almenning um hvernig bregðast skuli við áóur en sjúkdómurinn breióist út að ráði. Verður það að vera hlutverk heilbrigðisyfirvalda hér að taka fljótt við sér og nota til þess alla tiltæka miðla og fjölmiðla. Ráðgjöf Heilbrigðisyfirvöld munu að sjálfsögðu gefa út nákvæmar leiö- beiningar um þennan sjúkdóm. Hér eru aðeins fáein grunnatriði. 1. Forðist náin líkamleg sam- skipti (kynmök, kossa o.fl.) við ókunnuga og hugsanlega smit- bera, ekki síst á erlendri grund. 2. Ef slík samskipti eru óhjá- kvæmileg, notið verjur og krem og öll tiltæk ráð til að forðast smit. Reifið öll sár og skrámur. 3- Byggið upp sem mesta andlega og líkamlega heilbrigði til að efla mótstöðuafl líkamans ef veiran skyldi komast út í blóð. 4. Næringin gegnir hér lykilhlut- verki, sérstaklega „slímhúðar- vítamínið", þ.e. A-vítamín og undanfarar þess, pró-A-vítamín. 5. Bestu A-vítamíngjafarnir eru lýsi og mjólkurmatur. Pró-A- vítamín koma úr grænmeti með lituðum vef, þ.á.m. gulrótum og tómötum. 6. Önnur afar mikilvæg bætiefni fyrir slímhúðir og æðaveggi eru B-vítamín, E-vítamín og C-vítamín. 7. Forðist mikla streitu, sérstak- lega einveru og einangrun (ef hægt er að komast hjá því), en einnig andstæðuna: mikinn daglegan eril. 8. Leggið stund á holla líkams- rækt. Styrkið líkamann með því að ganga, synda og nú þegar snjórinn kemur: með vetraríþróttum. 9.Forðist alla ofnotkun nautna- lyfja, sérstaklega tóbaks. Hald- ið áfengisneyslu í hófi og drekkið öl og léttvín frekar en sterka drykki. Lokaorö Allt bendir til að ónæmis- tæring muni verða - gífurlegt heilbrigðisvandamál á íslandi þegar fram líða stundir. Besta vörnin er fræðsla og áróður sem beinist að aðalat- riðum og ekki ýtir undir móð- ursýki og fordóma gegn fórn- arlömbunum. Aðeins ef hver einasti íslend- ingur skilur hvernig hann getur haldið áhættunni í lágmarki er von til þess að unnt verði að tefja fyrir þessum hrikalega faraldri aö einhverju ráði... þangað til lækningin fínnst. Þessi glæsilegi 22 feta Flugfiskur er til sölu, meö 145 ha díselvél og ýmsum aukahlutum. Verö kr. 650.000,- Upplýsingar í síma 34600 á daginn og 77322 á kvöldin. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals ^ í Valhöll Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10— ^ 12. Er þar tekið á móti hverskyns fyrirspurnum og ^ ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að not- ^ færa sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 5. októ- ber verða til viötals Katrín Fjeldsted for- maöur heilbrigöisráös og í stjórn umferöar- nefndar Reykjavíkur, og Gunnar S. Björns- son fulltrúi ráðninga- stofu og lönskólans í Reykjavík. * * i % % í Listahátíð kvennæ Safnskrá yfír sýn- ingar á listahátíð komin út LISTAHÁTÍÐ kvenna hefur látið gera sérstaka safnskrá sem nú er til sölu á öllum meginsýningar- stöðum hátíðarinnar og í bleika garðhýsinu, Vesturgötu 3. Safn- skráin hefur að geyma bæklinga yfir allar þær sýningar sem staðið hafa yfir á vegum listahátíðar. Eru þeir allt frá einni opnu að stærð og upp í 40 síður. Flestallir veglega myndskreyttir og hafa að geyma ýmiskonar upplýsingar sem hvergi annars staðar eru til á prenti. Um útlit og hönnun sá auglýsingastof- an KRASS með aðstoð Sigríðar Bragadóttur. f bleika garðhýsinu fer sömu- leiðis fram miðasala listahátíðar- innar sem hófst 20. september og mun standa til 20. okt. Sumum sýningum hennar lýkur þó nú á sunnudag 6. okt. og má þar nefna Hér og nú á Kjarvalsstöðum, sýn- ingu 13 arkitekta í Ásmundarsal og sýningu Ásrúnar Kristjáns- dóttur í Gallerí Langbrók. f garðhýsinu Vesturgötu 3 er ennfremur upplýsingaþjónusta listahátíðar. Þar er opið milli kl. 15.00 Og 19.00. (fl, frétutilkynninpi.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.