Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Sif Það er varla að ég þori að segja það en íslendingshjartað hoppaði hæð sína þegar hin dá- samlega fallega Sif Sigfúsdóttir var kosin Ungfrú Skandinavía á skjánum í fyrrakveld og hún Halla Bryndís skipaði þriðja sætið. Auðvitað er púkó að hrífast af fagurri stúlku sem stillt er uppá pall rétt eins og sýningargrip, en mér er alveg sma. Sif Sigfúsdóttir geislar af slíkri innri sem ytri fegurð að hún á skilið að iaugast í skini heimsfjölmiðlanna. Slík fegurð sem Sif er gædd er raunar æðri allri rökhugsun og jafnvel heilbrigðri skynsemi, þetta er sú fegurð sem hefir innblásið texta skálda á borð við Robert Graves er gjarnan ræðir um hina hvítu gyðju (hvílíkt karlrembu- svín) eða Yeats sem var náttúru- lega enn verri þar sem hann vogaði sér að lifa í ástardraumum sjálfur alþingismaðurinn og leikhússfor- stjórinn eða Donne (1572—1631) er vogar sér að yrkja þannig um hina æðstu tilfinningar í: The Canonization: Kallaðu okkur það sem þér sýnist, en við erum það sem við erum vegna ástarinnar. Og hvað segir ekki karlrembusvín- ið í Predikaranum: Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei ilmsmyrsl. Njót þú lífsins með þeirri konu, sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefir gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga, því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt, sem þú streitist við undir sólinni. Sif Og svo eru menn að tala um erlendar skuldir sýknt og heilagt hér heima og liggur við að sumir jarmi. Þjóð sem á slíka gersemi sem Sif Sigfúsdóttir er rík. Hún þarf ekki annað en kaupa handa dísinni gullsleginn skrautvagn til að aka á um heimsbyggðina, og þá selur hún alla sína þorskhausa og hrútspunga. Því allir vilja jú eiga hlutdeild í fegurðinni og hreinleikanum, ekki bara skáldin heldur ekki síður hversdagsmaður- inn á götunni er mænir í upplýsta glugga tískuhúsanna og veltir fyrir sér hvaða áhrif maturinn hefir á mýkt húðarinnar og ljóma augn- steinanna. Við íslendingar eigum að klæða vora fegurstu stúlku í pell og purpura. En nefnum hvorki hrútspunga eða þorskhausa á nafn. Nei, gefum heiminum þess í stað nýja Mjallhvít og tengjum þar með ísland við heim ævintýrisins, þar sem uppspretta fegurðarinnar og æskunnar sprettur úr hamravegg, við minnstu snertingu. Og svo þegar heimurinn stendur á öndinni vegna hinnar tæru íslensku feg- urðar þá köstum við á borð al- heimsneytandans leynivopninu mikla: skyrinu. Skyrið Getur nokkurt íslenskt foreldri hugsað sér dag án skyrs, ég bara spyr? Hvernig fara eiginlega er- lendir foreldrar að því að troða matnum í börn sín skyrlausir. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda, en sú hugsun kætir mig að þegar hið mjallhvíta bros gyðjunnar Sif hefir sigrað heiminn, þá verður þess ekki langt að bíða að íslenskar skyrverksmiðjur spúi þessum töfra- mat samkvæmt leyniformúlu okk- ar — inná hvert heimili. Hef ég satt að segja miklu meiri trú á því að mörlandinn hagnist fremur á hinu mjallhvíta skyri í framtíðinni heldur en þorskhausum og hrúts- pungum. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Ðr sænsku bíómyndinni „Fjall á tunglinu" sem sýnd verður í sjónvarpinu í kvöld. „Fjall á tunglinu“ — sænsk bíómynd Sænska bíó- 22 30 myndin „Fjall á — tunglinu" er á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.30 í kvöld. Myndin er frá árinu 1984 og er leik- stjóri Lennart Hjulström. í aðalhlutverkum eru Gunilla Nyroos, Thommy Berggren og Bibi Anders- son. Myndin gerist í Stokk- hólmi um 1890 og segir frá rússneska stærðfræð- ingnum Sonyu Kovalevsky og örlagaríku ástarsam- bandi hennar við róttæk- an vísindamann. Þýðandi myndarinnar er Jóhanna Þráinsdóttir. Sagnaskáld af Suðurlandi 75 ára afmæli Guðmundar Daníelssonar ■■ „Sagnaskáld af 40 Suðurlandi" er ~* heiti dagskrár sem verður í hljóðvarpi, rás 1, í kvöld kl. 20.40 og var dagskráin gerð í tilefni af 75 ára afmæli Guð- mundar Daníelssonar. Gunnar Stefánsson tók saman og flytur inngangs- orð. Arnar Jónsson les smásöguna „Pyttinn botn- lausa“ og Þorsteinn Ö. Stephensen les úr ljóðum skáldsins. Höfundur les kafla úr skáldsögunni Tólftónafuglinum sem kemur út á afmælisdag- inn. Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. „Börn tveggja landa“ — áströlsk heimildamynd ■■ Áströlsk heim- 40 ildamynd „Börn — tveggja landa" er á dagskrá sjónvarps kl. 21.40 í kvöld. Myndin er í tveimur hlutum og er fyrri hlutinn á dagskrá í kvöld. Myndin fjallar um börn í Kína og Ástralíu. í fyrri hlutanum segir frá ferð ástralskra barna til Kína. Þýðandi er Reynir Harðarson. Bítlarnir i tónleikum alls fyrir löngu. Saga Bítlanna — fyrri hluti ■ Fyrri hluti 40 heimildamynd- — ar um sögu Bítl- anna frægu frá Liverpool verður á dagskrá í kvöld kl. 20.40. Síðari hlutinn verður á dagskrá sjón- varpsins annað kvöld kl. 21.10. Myndin er ný og gerð í Bandaríkjunum og fjallar um fjórmenningana bresku sem hvað vinsæl- astir hafa orðið í sögu poppsins og litríkan starfsferil þeirra. Þýðandi er Björn Bald- ursson. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 4. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Leikfimi Tilkynningar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndis Vlglunds- dóttir les þýðingu sina (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Sigurðar G. Tóm- assonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.40 „Sögusteinn". Umsjón: Haraldur I. Haraldsson. RÚVAK. 11.10 Málefni aldraðra. Þórir S. Guðbergsson flytur þáttinn. 11.25 Tónlist eftir George Gershwin. Sinfónluhljómsveit Lundúna leikur. André Prev- in stjórnar. Einkeikari: Christ- ina Ortiz. a. Rapsódla nr. 2 fyrir planó og hljómsveit. b. Kúbanskur forleikur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .A ströndinni" eftir Nevil Shute. Njöröur P. Njarðvlk les þýðingu sina (11). 14.30 Sveiflur. Umsjón: Sverrir Páll Erlendsson. RUVAK. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Planókonsert nr. 1 I b-moll eftir Pjotr Tsjaikovskl. Emil Gilels leikur með Nýju ffl- harmonluhljómsveitinni I Lundúnum. Lorin Maazel stjórnar. b. Elisabeth Söder- ström syngur lög eftir ýmsa höfunda. Vladimir Ashken- azy leikur með á píanó. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 19.15 A döfinni. 19.25 Svona byggjum viö hús. (Sá gör man — Bygge). Annar hluti. Sænsk fræðslu- mynd fyrir börn. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.35 Kínverskir skuggasjón- leikir. (Chinesische Schatten- spiele). 2. Skjaldbakan og tranan. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 19.50 Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Sagnaskáld af Suður- landi. Dagskrá á 75 ára af- mæli Guðmundar Daniels- sonar. Gunnar Stefánsson tók saman og flytur inn- gangsorð. Arnar Jónsson les smásöguna „Pyttinn botnl- 20.40 Saga Bltlanna. (The Complete Beatles). Ný bandarlsk heimildamynd I tveimur hlutum um fjórmenn- ingana frá Liverpool og litrlk- an starfsferil þeirra. Slðari hluti myndarinnar veröur sýndur laugardaginn 5. október. Þýðandi Björn Baldursson. 21.40 Börn tveggja landa. (Children of Two Countries). Aströlsk heimíldamynd I tveimur hlutum um börn I Klna og Astrallu. I fyrri hluta myndarinnar segir frá ferð ástralskra barna til Klna. ausa" og Þorsteinn Ö. Stephensen úr Ijóðum skáldsins. Höfundur les kafla úr skáldsögunni „Tólftóna- fuglinum" sem kemur út á afmælisdaginn. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir raf- tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar. Fiðlu- konsert I d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius. Jascha Heif- etz leikur með Fllharmonl- Þýðandi Reynir Harðarson. 22.30 Fjall á tunglinu. (Berget pá mánens bak- sida). Sænsk blómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Lenn- ert Hjulström. Aðalhlutverk Gunilla Nyroos, Thommy Berggren og Bibi Anders- son. Myndin gerist I Stokkhólmi um 1890 og segir frá rússn- eska stærðfræðingnum Son- yu Kovalevsky og örlagarlku ástarsambandi hennar við róttækan vlsindamann. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.05 Fréttir I dagskrárlok. sveit Lundúna. Thomas Beecham stjórnar. (Hljóðrit- un frá 1934.) 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. RÚVAK. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—21.00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnndi: Siguröur Blðndal. 21.00—22.00 Bergmál Stjórnandi: Sígurður Grön- dal. 22.00—23.00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvakt Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Ástvaldsson. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 4. október

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.