Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 40
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR4. OKTÓBER1985 + KYNNING HYGEA 7 )AfZ Austurstræti . 1 J SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 Félagsvist kl. 9.00 Gömlu dansarnir kl. 10.30 ÍtHljómsveitin Tíglar y + Miðasala opnar kl. 8.30 'A’ Stækkað dansgólf i^ Góð kvöldverðlaun ÍT Stuð og stemmning á Gúttógleði S.G.T. Templarahöllin Eiríksgötu 5 - Sími 20010 Hugsaðu um Magnamín — ný straumhvörf í heilbrigði á Islandi Magnamín er árangur íslenskra heilsurannsókna. Magnamín hefur 24 nauðsynleg vítamín og steinefni sem Islendingar á öllum aldri þarfnast. Og það er laust við hvers konar aukaefni sem er stundum blandað saman við bætiefni undir yfirskyni „töfra“ eða „fullnustu". Spurðu okkur bara og við útskýrum nákvæmlega hvernig Magnamín nýtist líkamanum. Magnamín — það er magnað fyrir- bæri. Alkunna er að við íslendingar verðum flestum langlífari. Þetta á sér margar orsakir. Sumar þeirra tengjast beint Lýsi hf. í Reykjavík Hugsaðu um Frískamín. Það er eftirlæti íslenskra barna Það er með góðu ávaxtabragði. Og það er auðugt að A, D, C og B^, B2, B3 og B6 vítamínum. Þess vegna taka börn og foreldrar það reglulega. Nú er verið að kynna Frískamín innflytjendum í flestum Evrópu- löndum. Verður það jafnvinsælt þar ytra og á íslandi? Hugsaðu um þorskalýsið frá Lýsi hf. — íslenska kólestrólhemilinn Við teljum að það sé hreinasta lýsi í heimi. Náttúran hefur gætt það A og D vítamínum í ríkum mæli og auk náttúrulega bragðsins fæst það með ávaxta- og myntbragði. Síðast en ekki síst er það þrungið af fjöl- ómettuðu fitusýrunum, EPA og DHA. Af þeirra völdum dregur lýsið frá Lýsi hf. úr kólestróli í blóði. Þorskalýsið frá Lýsi hf. — það er jafníslenskt og íslendinga- sögurnar. Félag íslenzkra iðnrekenda: Enn um raf- orkuverð á Norður- löndunum Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Félagi íslenskra iðnrek- enda: Félag íslenskra iðnrekenda hefur að undanförnu unnið að könnun á orkuverði til iðnaðar. Hluti þessar- ar athugunar fólst í þátttöku í orkuverðskönnun á vegum iðnrek- endafélagsins á Norðurlöndum. Niðurstöður sýna, svo ekki verð- ur um villst, að verulegur mismun- ur er á raforkuverði til iðnaðar milli landa og af raforkuverð til iðnaðar er langhæst á íslandi, eða að meðaltali um 150% hærra en á hinum Norðurlöndunum. Niðurstöð- ur áfangaskýrslu raforkuverðs- nefndar sem kynntar voru í Morg- unblaðinu þann 26.6. sl. staðfestu þetta að verulegu leyti. f framhaldi að kynningu á þess- um niðurstöðum í fjölmiðlum, hóf einn af nefndarmönnum raforku- verðsnefndar, Bergsteinn Giss- urarson, verkfræðingur, blaðaskrif til að andmæla niðurstöðum FÍI. Félagið svaraði fullyrðingum hans í opnu bréfi í Morgunblaðinu þann 17. september sl. og er þar sýnt fram á að þrátt fyrir margra dálka skrif Bergsteins stóðu niðurstöður FÍI óhaggaðar. Þann 24. september sl. birtist siðan í Morgunblaðinu ritsmíð ein mikil frá Bergsteini þar sem hann leitast við að gera niðurstöður könnunar FÍI enn á ný tortryggi- legar. Hverjum þeim sem les þá 7 dálka grein, verður ljóst að hér er ýmislegt fullyrt sem ekki á við rök að styðjast. Eins og áður hefur verið greint frá vinnur FÍI nú að gerð tillagna um aðgerðir til að lækka raforku- verð til iðnaðar. Hér er um flókið og vandasamt verkefni að ræða. Munu tillögur þessar verða kynnt- ar opinberum aðilum þegar þær liggja fyrir og leitað samstarfs um að hrinda í framkvæmd. Þetta verkefni telur FÍI mikilvægara en að karpa við Bergstein Gissurarson á síðum Morgunblaðsins um stað- reynd sem viðurkennd er af öllum sem til þekkja, að á Norðurlöndum er raforkuverð til iðnaðar langdýrast hérlendis. Af hálfu Félags íslenskra iðn- rekenda er blaðaskrifum um þetta mál því hér með lokið. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans' Æ ÍH c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.