Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 10%gengislækk- un í kjölfar nýs fiskverðs? — Sjómenn krefjast launahækkana, útgerð og fiskvinnsla rekin með tapi LITLAR líkur eru nú taldar á því, að það takist að ákveða fiskverð án gengislækkunar að sögn hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sjómenn krefjast sambærilegra hækkana og landverkafólk hefur fengið, eða um 15%. Út- gerðin er talin þurfa um 12% hækkun fiskverðs og fulltrúar fiskvinnslunnar segja hana rekna með tapi. Talið er að með 15% fiskverðshækkun þurfi að koma til 8 til 10%gengislækkun til að jafna útgjaldaaukningu fiskvinnslunn- ar, komi ekkert annað til. Samkvæmt síðustu útreikning- um Þjóhagsstofnunar er útgerðin talin rekin með um 8,5% tapi, en fiskvinnslan í heildina með 0,8% hagnaði, frysting með 0,3% hagn- aði en söltun með 2,2% hagnaði. Útgerðarmenn gera ekki athuga- semdir við útreikninga Þjóðhags- stofnunar, en fulltrúar fiskvinnsl- unnar telja hana rekna með um 2% tapi. Til að jafna stöðu út- gerðarinnar er talið að fiskverð þurfi að hækka um 12%, þar sem hluti aflaverðmæta rennur til sjó- manna. Fulltrúar fiskvinnslunnar telja vegið meðaltal kostnaðarhækkana frá áramótum vera 16 til 17%, en að tekjur frystingar hafi hækkað um 6% á sama tímabili og tekjur í söltun heldur meira. Afkoman hafi því versnað um 10% frá ára- mótum. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sjó- menn ættu rétt á launahækkunum eins og verkafólk i landi og frá þeim kröfum myndu þeir ekki hvika. Óeðlileg vörurýrn- un til rannsóknar Morgunblaöið/ól.K.M. Ný rúóa var sett í Alþingishúsiö í gær og gluggapóstar málaðir. RLR krefst gæsluvarðhalds Rannsóknarlögregla ríkisins setti í gær fram kröfu í Sakadómi Reykjavíkur um að 28 ára gamall maður sem varpaði eldsprengju á Alþingishúsið á miðvikudagskvöld- ið, verði úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 13. nóvember næstkomandi og honum gert að sæta geðrann- sókn. Hann var handtekinn skömmu eftir að hafa kastað sprengjunni og hefur viðurkennt verknaðinn. Maðurinn hefur áður gert sig sekan um alvarleg afbrot. Árið 1976 braust hann inn í íþrótta- vöruverslunina Sportval, stal byssum og skaut af handahófi á götu úti. Eftir umsátur lögreglu var maðurinn handtekinn. Hann hlaut 30 mánaða fangelsi. Mað- urinn hefur hlotið dóma fyrir fleiri alvarleg afbrot. í yfirheyrslum hjá RLR í gærdag kvaðst maðurinn hafa vitað að glugginn, sem hann kastaði sprengjunni í, hefði verið að herbergi stjórnarflokkanna og hann hafi viljað mótmæla stefnu þeirra. Hann kvaðst hafa talið víst, að herbergið væri mannlaust, en gert sér grein fyrir að menn voru í Alþingis- húsinu, en þeir hefðu haft nægan tíma til að koma sér undan, þó húsið brynni. Söltunarstöðin Arnar- ey fær ekki vinnsluleyfi — var næsthæsta söltunarstöðin í fyrra með um 15.000 tunnur FYRRUM starfsmaður Kaupfélags Árnesinga á Laugarvatni er í gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar Rann- Risafuran afhent * Islendingum SENDIHERRA Bandaríkjanna á fslandi, Nicholas Ruwe, afhendir íslenzku þjóðinni þverskurð af nokkur þúsund ára gamalli risa- furu næstkomandi miðvikudag. Furan er gjöf frá Bandaríkja- mönnum og var heitið árið 1974 er fslendingar minntust ellefu hundruð ára byggðar. Við þetta tækifæri mun Ruwe sendiherra lesa ávarp frá Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna. RÍKISMAT sjávarafurða hefur synj- að söltunarstöðinni Arnarey í eigu Kaupfélags Berufjarðar og Búiands- tinds á Djúpavogi leyfis til söltunar á sfld. Starfsmenn Ríkismatsins telja stjórnendur stöðvarinnar ekki hafa uppfyllt þau skilyrði, sem sett hafa verið um leyfi til söitunar. Á síðustu vertíð var saltað í rúmlega 15.000 tunnur hjá Arnarey, sem var önnur hæsta söltunarstöðin yfir landið. Gunnlaugur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig um málið. Það væri unnið að lausn þess og vonaðist hann til að hún næðist með farsæl- um hætti. Halldór Árnason, fiskmats- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þess væri krafizt af hálfu Ríkismatsins, að síldin væri geymd inni og að ekki væri unnið við pæklun og þess háttar vinnu úti nema á rykbundnum plönum stein- steyptum eða malbikuðum. Allir, sem til þessa hefðu sótt um vinnsluleyfi, hefðu uppfyllt þau skilyrði nema Arnarey og leyfið sóknarlögreglu ríkisins á umtals- verðri rýrnun í verslun Kaupfélags Árnesinga á Laugarvatni. Starfsmað- urinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæzluvarðhald þann 19. september síðastliðinn. í gær var gæzluvarðhald yfir manninum framlengt til 23. október næstkomandi vegna rann- sóknar RLR. Um síðastliðin áramót kom umtalsverð rýrnun fram við taln- ingu í útibúinu á Laugarvatni. Starfsmaðurinn lét af störfum um mitt ár eftir fimm ára starf á Laugarvatni og við talningu í sumar kom aftur fram umtalsverð rýrnun. í ágúst leitaði stjórn Kaupfélags Arnesinga til sýslu- mannsins í Árnessýslu um opin- bera rannsókn. Sýslumaðurinn sendi beiðnina áfram til Rann- sóknarlögreglu ríkisins og hefur rannsókn staðið yfir síðan í sept- ember. fengi hún ekki fyrr en þessi skil- yrði hefðu verið uppfyllt. Þessar reglur hefðu verið settar til að bæta meðferð síldarinnar og tryggja að hún yrði betri markaðs- vara en ella. Verkun hefði verið breytt verulega á undanförnum árum, til dæmis hefði saltmagn í hverjum 100 kilóum verið lækkað úr 24 kílóum í 6,5. Til að verja síldina skemmdum skipti rétt hita- stig mestu fyrir utan saltið, en það væri 0 til 4 gráður, jafnvel vægt frost. Auðvitað þyrfti helzt að geyma síldina í kæli, en ekki væri raunhæft að fara fram á það í haust vegna þess að ekki væri til nægilegt kælirými á landinu. Hins vegar væri farið fram á það, að síldin yrði geymd inni til þess að menn gætu betur stýrt hitastigi en utan húss. Einnig væri geymsluhúsnæði fyrsta skrefið í uppbyggingu kæligeymslu. Halldór sagði, að í sumar hefðu aðstæður hjá saltendum verið kannaðar og þeim gert viðvart, sem þurft hefðu að bæta sig þannig að þeir hefðu haft þokkalegan tíma til undirbúnings og breytinga. Allir aðilar, nema Arnarey, hefðu fellt sig við þessar breytingar. Stjórnendur þar vildu fá vissa undanþágu, sem þeir fengju ekki. Þeir yrðu að sæta sömu skilyrðum og aðrir og að þeim uppfylltum væri ekkert því til fyrirstöðu að leyfi fengist. Listahátíð kvenna: Reykjavíkur- borg kaupir nokkur verk REYKJAVÍKURBORG hefur keypt nokkur listaverk sem sýnd hafa verið á Listahátíð kvenna, sem nú stendur yfir. Þessi verk eru Ijósmyndir eftir Vilborgu Einarsdóttur, Svölu Sigur- leifsdóttur, Völu Harðardóttur og Öldu Lóu Leifsdóttur, en þær sýna nú í Nýlistasafninu. Þá voru keypt málverk eftir Huldu Hákonardóttur, Sóleyju Eiríksdóttur, Arngunni Ýr Gylfa- dóttur og Hörpu Björnsdóttur sem sýna á Kjarvalsstöðum og málverk eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur sem sýnir í Gallerí Langbrók. Eins og öðrum listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar verður þessum verkum komið fyrir í stofnunum borgarinnar. Sex bátar með sfld 6 BÁTAR fengu 50 til 120 tonn af sfld í Mjóafirði síðdegis í gær, en annars staðar fékkst enginn afii. Eldborgin, sem var á leið inn á Austfirði með loðnu, lóðaði á góðar torfur út af Bjarnarey og Glettingi. Að sögn veiðieftirlitsmanna köstuðu tveir bátar við Hjörleifs- höfða í gær, annar fékk ekkert en hinn reif. Grindavíkurbátar voru við leit í gær, komnir á Selvogs- banka, en höfðu ekkert fundið. Vestmannaeyjabátar höfðu heldur ekkert fundið. Ekki fengust upp- gefin nöfn allra bátanna, sem afla fengu í Mjóafirði, en meðal þeirra voru Geiri Péturs ÞH, Fjölnir GK og Björg Jónsdóttir ÞH. Þessir bátar voru með afla í kringum 100 tonn. Samningur um öryggisgæslu endurnýjaður REYKJAVÍKURBORG hefur end- urnýjað samning við Securitas um öryggisgæslu við ýmsar stofnanir borgarinnar og gildir hann frá 1. september 1985 til 1. júní 1986. Nokkrar stofnanir borgarinnar hafa innbyggt öryggiskerfi, en Securitas gætir hinna, sem ekki hafa það, og er farið eftir ákveðnu kerfi sem sett hefur verið upp. Að sögn ómars Einarssonar framkvæmdastjóra íþrótta- og æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar var Securitas fengið til að sjá um öryggisgæslu í tilraunaskyni frá 1. mars til 1. september sl. Hann sagði að reynslan af þessari örygg- isgæslu hefði verið mjög góð og var því ákveðið að endurnýja samninginn. Árekstur við Hafnarfjörð UMFERÐARSLYS varð í gækvöldi rétt sunnan Hafnarfjarðar er tveir bflar skullu saman. Ökumaður annars bflsins var fluttur á slysa- deild en önnur slys urðu ekki á mönnum. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði varð slysið laust eftir klukkan 20.30. Það varð með þeim hætti að ökumaður annars bilsins var að snúa við á veginum en gætti sin ekki nægilega vel og ók í veg fyrir hinn, sem var á suðurleið. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og óökufærir. Frá slysstað við Hafnarfjörð. LÓ6«mynd/Hákon Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.