Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 7 Viðgerð Dómkirkjunnar að ljúka: Hátíðamessur á sunnudag l’KIRRI miklu viðgerð, sem framkvæmd hefur verið á Dómkirkjunni, er nú að Ijúka. Kirkjan hefur verið lokuð í þrjí mánuði, en þar hefur líka margt verið fært til betra horfs. Fyrst og fremst var lagt nýtt gólf í kirkjuskipiö allt. Er það úr ljósri furu, sem er þannig með- höndluð, að hún á að þola mikinn umgang og jafnframt að skapa betri hljómburð en áður var. Með þessari framkvæmd er gólf- ið fært til síns upprunalega horfs. Hið sama gildir um píl- árahandrið, sem sett hefur verið við tröppurnar upp í kórinn. Gólfteppum hefur verið fækk- að. Er þá hvort tveggja haft í huga: að fallegt gólf njóti sín, og hljómburður verði betri. En auð- vitað krefst þetta meiri gætni við umgang allan. Flestar raf- og hitalagnir hafa verið endurnýjaðar og ýmsar nýjungar verið teknar upp svo sem með sérstökum lögnum fyrir útvarp og sjónvarp. Ný teg- und ljósapera hefur verið sett í öll ljósastæði, og nú er hægt að minnka eða auka styrkleik lýs- ingar eftir þörfum hverju sinni. Þá hefur kirkjan verið máluð að innan. Utan dyra er verið að ljúka við að setja snjóbræðslukerfi í gangstéttina umhverfis kirkj- una. Loks er uppsetning nýja orgelsins vel á veg komin. Hins vegar tekur mjög langan tíma að stilla svo stórt hljóðfæri, en þar þarf hver pípa að fá sinn rétta hljóm. Því verður kirkjan ekki opin fyrir helgiathafnir nema á laugardögum og sunnudögum fram í nóvemberlok. Undantekn- ing verður þó að sjálfsögðu gerð vegna þingsetningarinnar 10. október nk. Orgelvígslan hefur verið ákveðin 1. desember. Vegna vinnunnar við nýja orgelið er ekki hægt að nota strax efri hæð kirkjuskipsins (svalirnar). Því er nokkur hætta á að kirkjan rúmi ekki í einni athöfn alla þá, sem langar að fagna þessum endurbótum við guðsþjónustu á sunnudaginn. Þess vegna verða þar tvær há- tíðamessur. Sr. Hjalti Guð- mundsson prédikar í messunni kl. 11 f.h., en Sr. Þórir Stephen- sen kl. 2. e.h. Þeir þjóna svo sam- an fyrir altari í báðum messun- um ásamt Sr. Agnesi M. Sigurð- ardóttur. Sr. Agnes verður jafnframt með fyrstu barnasamkomuna á haustinu í Dómkirkjunni á laug- ardag kl. 10.30 f.h. Frá Dómkirkjunni. Iðnaðarmenn unnu að því í gær að leggja síðustu hönd á endurbæturnar í Dómkirkjunni. Árni Gunnars- son ritstjóri Al- þýðublaðsins ÁRNI Gunnarsson fyrrv. alþingis- maður hefur tekið við ritstjórn Al- þýðublaðsins um stundarsakir, að því er hann sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Ég er á milli starfa og hljóp í þetta fyrir tilmæli formanns Al- þýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar," sagði Árni. „Þetta verður aðeins í stuttan tíma og hugmyndin er að kanna jafn- framt hvort eitthvað er hægt að gera fyrir þetta blað - kanna grundvöllinn fyrir þvl hvort ástæða og efni eru til að efla blaðið sem flokkspólitfskt málgagn. Fjár- hagsstaða blaðsins er góð en það er svo matsatriði hvort það er í takt við tímann að flokkurinn gefi út kröftugt málgagn í dagblaðs- formi." Á meðan Árni er ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins mun hann m.a. skrifa ómerktar forystu- greinar þess. Samtök um kvennaathvarf með félagsfund FIINDUR verður haldinn í Samtokum um kvennaathvarf að Hallveigarstöðum laugardaginn 5. október kl. 2. Fyrir viku hafði verið boðað til fé- lagsfundar í samtökunum en honum var aflýst á síðustu stundu. Auglýst dagskrá þess fundar var 1) Sam- starfsgrundvöllur 2) Önnur mál. Samkvæmt fundarboði þess fundar sem nú stendur fyrir dyrum verða á fundinum umræður um samstarfs- grundvöll Kvennaathvarfsins, svo og um starfsmannahald, en í fundar- boðinu segir að þvi máli sé vísaö til félagsfundar vegna ágreinings í framkvæmdanefnd Samtaka um kvennaathvarf. WEKm Afmælis nLmCg“meö15%atslætti. Eigum einnig tyrirliggiamh aW efni til jpurrblómaskreytmga. síöustu helgi Vöktu þær mikla athygli- »•»* M « Sýningin er opin nú um helgma. r/ Gróðurhúslnuvið Sigtún: Sintar 36770-686340 15ára t \ i ; f i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.