Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 23 í stuttu máli Vinna Pakist- anir að gerð atómsprengju? Nýju, Delhí, Indlandi, 3. október BANDARISKUR rannsóknarblaða- maður, Jack Anderson, sagði í dag, að háttsettur starfsmaður banda- ríska sendiráðsins í Nýju Delhí hefði tjáð sér, að Pakistanir væru að vinna aö gerð atómsprengju og hefðu fengið tæknilega aðstoð frá Kína. I viðtali við indversku frétta- stofuna UNI sagði Anderson, að pakistanska sprengjan væri í líkingu við þær sem smíðaðar voru í seinni heimsstyrjöldinni. Anderson vinnur að gerð heim- ildamyndar í Indlandi. Hann neitaði að gefa upp nafn banda- riska sendiráðsmannsins, en tals- maður sendiráðsins kvaðst ekkert geta um málið sagt. AP/Símamynd Tilbúnir til átaka Tveir skriðdrekar af gerðinni T-54, sem smíðaðir eru í Sovétríkjunum, sjást hér tilbúnir til átaka. Mynd þessi var tekin á suðurmörkum Trípólíborgar í Líbanon fyrr í vikunni, er hersveitir vinstrimanna, sem Sýrlendingar styðja, hófu mikla sókn inn í borgina í því skyni að einangra þar múhameðstrúarmenn úr hópi sunnita. Á þriðja hundrað manns hafa verið drepnir í bardögunum við Trípólí undanfarnar vikur. Afganistan: Bandarísk- ur blaöamað- ur drepinn Moskvu, 2. október. AP. BANDARÍSKUR blaðamaður, sem starfaði fyrir blaðið Arizona Repu- blic var drepinn „með skömm“ í bardaga í Afganistan milli stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna. Skýrði sovézka fréttastofan Tass frá þessu í dag. Tass sagði, að blaðamaðurinn hefði heitið Charles Thornton og hefði hann komið til Afganistan ásamt þremur öðrum bandarísk- um fréttamönnum. Tass greindi ekki frá nöfnum þeirra. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum á meðal uppreisnarmanna, að bif- reið fréttamannanna hefði lent á jarðsprengju 25. september sl. og hefðu hinir þrír særzt. Sátu inni í 19 ár án réttarhalda Dacca. Bangladesh, 3. okt AP. MAL tveggja manna, sem hand- teknir voru fyrir tilraun til ráns fyrir 19 árum, kom fyrst fyrir rétt núna nýlega, en mennirnir hafa setið í fangelsi allan tímann, að sögn blaðsins New Nxtion í Dacca. Þrír aðrir, sem teknir voru höndum vegna sama máls, létust í fangavistinni. Mennirnir fimm voru hand- teknir í september 1966 í borginni Rangpur í norðurhluta Bangla- desh, um 350 km fyrir norðan Dacca. Hin langa bið stafaði af því að málsskjölin fóru á flæking milli lögsagnarumdæma. Þrettán handtekn- ir eftir ryskingar Kaupmannahðfn, 3. október AP. ELLEFU manns voru handteknir í Kaupmannahöfn seint í gærkvöldi, þegar lögregla varð að ganga á milli hópa Dana og Tyrkja, sem lent hafði saman í rimmu eftir kjötkveðjuhátíð, sem efnt var til í borginni. Grjóti var kastað að lögregl- unni, þegar hún blandaði sér í átökin, en þar leiddu saman hesta sína 3-400 ungmenni úr félags- skap, sem nefnir sig „Green Jac- kets“, og tyrkneskir innflytjend- ur. „Grænjakkarnir" hafa ítrekað sætt ámæli fyrir áreitni í garð Tyrkja og annarra innflytjenda. Atökin hófust eftir skemmtun sem haldin var í borginni. Ekki er vitað til, að nein meiðsl hafi orðið. Rýr loðnuafli OhIó, 3. október. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. VEIÐAR á sumarloðnu hafa gengið illa sökum erfiðs tíðarfars og afli verið rýr. Aðeins hefur tekist að veiða tæplega þriðjung af leyfileg- um afla eða um 97.000 tonn af 320.000 tonna aflakvóta. Loðnuverksmiðjurnar hafa sumar hverjar hætt að taka á móti og lokað hjá sér vegna þess, hve lítið hráefni hefur borist. Kærðu sig ekki um hæfnispróf París, 2. október AP. MIKLAR truflanir urðu á járn- brautarsamgöngum í Frakklandi I gær vegna verkfalls lestarstjóra hjá ríkisjárnbrautunum. Þeir voru að mótmæla ákvörðun stjórnar fyrirtækisins um aö láta þá ganga undir hæfnispróf. Eftir fimm klukkustunda fund með lestarstjórunum ákvað stjórnin að falla frá áformum sínum. I sumar hafa 83 látist í járn- brautarslysum í Frakklandi. Enn rafmagnslaust eftir Gloríu Conaectkut, 3. okL Frá rréttaritaro MorguBblaósina, Jóni Ásgeiri Siguréssyni. TALIÐ ER að fellibylurinn Gloría hafi valdið tjóni sem nemur rúmlega 210 milljónum bandaríkjadollara (8,6 milljörðum íslenskra króna) er hann geis- aði á austurströnd Bandaríkjanna í lok síðustu viku. Um 250.000 heimili hafa nú verið rafmangslaus í sex daga frá því að fellibylurinn fór yfir. Skólabörn hafa átt frí frá skóla- göngu þar frá því á fimmtudag í síðustu viku. Maturinn þiðnar í frystinum og mörg hús eru ljós- laus þegar kvöldar. Frá því að fellibylurinn Gloria geystist eftir austurstönd Bandaríkjanna hafa hundruð þúsunda heimila á Long Island og Connecticut verið raf- magnslaus með öllu. Rafmagnsleiðslur hér eru born- ar uppi af tréstaurum og setja svip á margar bandarískar borgir. Gloria blés og pústaði í lok síðustu viku svo að tré og staurar brotn- uðu eins og eldspýtur. Núna heyrir maður víða hljóðið í vélsögum þar sem fara húseigendur og iðnað- armenn önnum kafnir við að hluta í sundur fallin tré. Þeir tína líka saman afslitnar trjágreinar og lauf, pakka síðan öllu saman i snyrtilega böggla sem bíða á gangstéttarbrúnunum eftir hreinsunardeildinni. Rafveitunum hefur ekki enn tekist að greiða úr flækjunni. Starfsmenn rafveitnanna eiga langan og strangan vinnudag um þessar mundir. Allir sem vettlingi geta valdið, eru úti í viðgerðum. í gærmorgun hvatti öldungardeild- arþingmaður einn til þess að raf- veitunum verði leyft að ljúka öll- um viðgerðum, áður en hafizt er handa um rannsókn á tildrögum rafmagnsleysisins í kjölfar Gloríu. Ýmsir stjórnmálamenn hafa krafist opinberrar rannsóknar á því hvort viðbúnaður vegna ham- fara Gloriu hafi verið ófullnægj- andi og sérstaklega hvort raf- veitufyrirtækin hafi verið illa undirbúin. Það hafa heyrzt óánægjuraddir vegna þessa lang- varandi rafmagnsleysis. Menn telja það með ólíkindum hve seint vinnst að koma orkunni á aftur. TOS verksmiðju r Sýning á TOS • Rennibekkjum • Fræsivélum • Borvélum Fulltrúarfrá umboðinu, Axel Nordahl og Leo Madsen frá Maskinhuset Leo Madsen a/s og Jaroslav Lapka frá TOS verksmiðjunum í Tékkóslóvakíu verða á staðnum. Opiö frá kl. 13—18 á morgun, laugardag. Viö bendum mönnum sérstaklega á að notfæra sér þetta ágæta tækifæri til aö kynna sér eiginleika Maskinhuset Leo Madsen a/s TOSvéla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.