Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALURINN • OPINN 10.00-02.00 HIEKKURIHBMSKEÐJU FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Að sameinast um umferðaröryggi er eitt af markmiðum umferðarvikunnar sem hefst á mánudaginn. Til að sýna samstöðuna gefa borgarstjórnarfulltrúar merki vikunnar ásamt fjölda unglinga, sem heimsótti þá á borgarstjórnarfund í gærkvöldi. Morgunbiaðið/Daníet c % $ mr v s ^ Samstaða um umferéarviku íReykjavík UMFERÐARVIKA í Reykjavík hefst næstkomandi mánudag og er markmið hennar að borgarbúar sameinist um bætta umferðar- menningu og fækkun slysa. I umferðarvikunni verður meðal annars lögð áherzla á umferðaröryggi barna með virkri þátttöku þeirra og stefnt er að „slysalausum degi“ föstudaginn 11. október. En það er meira á döfinni hjá yngri borgurunum. Hópur unglinga úr félagsmiðstöðvum borgarinnar heimsótti fund borgarstjórnar í gærkvöldi til að kynna sér störf borgarfulltrúa. Tilefnið er „borgar- stjómarfundur unga fólksins" þann 24. október næstkomandi vegna árs æskunnar. Una eitt hundrað unglingar fylgdust með umræðum í þann rúma hálfa tíma, sem fundur borgarstjórnar stóð yfir. Meðal þess, sem bar á góma á fundinum í gærkvöldi var umferðar- öryggi barna og fyrirhuguð umferðarvika í því tilefni. Sjóflutningarnir milli íslands og Bandaríkjanna: Rannsókn vestra á við- skiptaháttum skipafélaga OPINBER stofnun í Bandaríkjun- um, Federal Maritime Commission, hefur hafið rannsókn á meintum ólöglegum viðskiptaháttum íslenskra skipafélaga vestra, að því er Bruce Donbrowski, talsmaður FMC, sagði I símtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Rannsóknin tekur til allra þátta í viðskiptum íslensku skipafélaganna við bandaríska aðila og gæti staðið í margar vikur enn, að sögn Donbrowskis. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eiga hin meintu ólög- legu viðskipti að hafa verið fólgin í því, að íslensku skipafélögin hafi veitt afslætti frá gjaldskrám sín- um og/eða endurgreitt hluta farm- gjalda. Reglur FMC mæla hins vegar svo fyrir, að gjaldskrá sú sem tilkynnt er til stofnunarinnar, sé algild og að ekki megi víkja frá henni í þágu einstakra fyrirtækja, nema þá að gjaldskráin sé lækkuð til samræmis við veitta afslætti eða endurgreiðslur. Federal Maritime Commission er opinber eftirlitsstofnun, sem fylgist með samkeppni og flutn- Annast Flugleiðir áætl- unarflug fyrir Arnarflug? Forstjórar beggja flugfélaganna jákvæöir um þessa LÍKUR eru á að Flugleiðir taki að sér að annast áætlunarflug Arnarflugs í vetur, og að Arnarflug leigi Boeing 737-vél sína til leiguflugs erlendis. í sam- tölum Morgunblaðsins í gær við þá Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og Agnar Friðriksson forstjóra Arnarflugs kom fram að báðir eru þeir jákvæðir fyrir því að svo geti orðið. „Það hefur oftlega verið rætt hér í stjórninni hvort ekki væri skyn- samlegt og eðlilegt að félögin ættu samvinnu um vélanýtingu yfir vetr- armánuðina, þegar minna er að flytja, en tækin óbreytt frá sumri,“ sagði Agnar Friðriksson. Hann sagði að vilji hefði komið fram hjá báðum aðilum um að gera slíkt, og nú hefði þetta verið rætt á nýjan leik. Flugleiðir hefðu iausa vél á þeim tíma sem Amarflug þyrfti á að halda tvisvar í viku, auk þess sem Flugleiðir hefðu lausa vél í eftirmið- daginn, fyrir þriðju ferðina. „Það er verið að skoða það núna, hvort við gætum leigt okkar vél í burtu yfir vetrarmánuðina, og erum við reyndar að kanna þrjú leigutilboð," sagði Agnar. Hann sagði að þegar þeir hjá Arnarflugi hefðu skoðað þessi tilboð og tekið afstöðu til þeirra, þá myndu þeir væntanlega hafa samband við Flugleiðir á nýjan leik. „Það er nú nokkuð um liðið frá því að við töluðum síðast saman, en við lítum þannig á að markaðurinn tilhögun í vetur á Islandi sé það lítill að okkur fynd- ist það skynsamlegt yfir vetrarmán- uðina að samnýta flotann," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður sagði jafnframt:„Við erum eiginlega með eina vél til vara í Evrópufluginu, því við erum með tvær vélar, en raunar dugar ein. Við höfum því bæði vélar og flug- menn til þess að taka að okkur aukin verkefni yfir veturinn. Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúnir til viðræðna um þesskonar samvinnu og tekið undir hugmyndir Arnar- flugsmanna, en það hefur ekki verið gengið frá neinu í því sambandi." ingsgjöldum í siglingum til og frá Bandaríkjunum. Stofnuninni er m.a. ætlað að fyrirbyggja hringa- myndun og þar verður að skrá öll flutningsgjöld og fá þau staðfest, að því er Donbrowski sagði. „ Rannsókn okkar beinist ekki gegn ákveðnum skipum heldur er verið að kanna alla þætti sjóflutn- inga milli íslands og Bandaríkj- anna,“ sagði hann. „Á meðan rann- sóknin stendur yfir get ég ekki gefið upplýsingar um einstök at- riði hennar, það er stefna þessarar stofnunar. Eg get hinsvegar sagt, að ef um væri að ræða ólöglega afslætti frá skráðu verði þá myndi rannsóknin einnig taka til þess.“ Donbrowski sagði að byrjað hefði verið á rannsókninni fyrir eigið frumkvæði starfsmanna hennar auk þess sem ábendingar hefðu borist frá öðrum aðilum. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvort það hefði verið bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation Inc. sem hefði vakið athygli FMC á meintum lögbrotum í sjóflutn- ingunum en sagði að þar sem Rainbow Navigation annaðist nú þessa flutninga þá myndu rann- sóknarmenn ekkert síður beina athygli sinni að því fyrirtæki. Federal Maritime Commission hefur lagaheimild til að refsa fyr- irtækjum, sem ekki hlíta reglum stofnunarinnar, til dæmis með fjársektum. VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Reynt að ná eikar- báti af hafsbotni EIKARBÁTURINN Þórunn ÞH frá Grenivík, sem er 12 lestir að stærð, hefur legið á hafsbotni í Eyjafirði í tæpt ár, en nokkrar líkur er á því, að svo verði ekki miklu lengur. Eigandi bátsins, Heiðar Baldvinsson, hefur komið vír í bátinn og hyggst draga hann upp á yfirborðið, strax og tækifæri gefst. Heiðar Baldvinsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að með aðstoð myndavélar í eigu Stefáns Hjartarsonar, kafara í Reykjavík, hefði tekizt að koma vír í bátinn fyrir skömmu. Þá hefði einnig sézt, að hann hefði brotnað nokkuð að framan frá því hann hefði verið skoðaður fyrir um það bil mánuði síðan. Það virtist eins og dreki eða eitthvað þess háttar hefði verið dregið yfir hann. „Við bíðum bara eftir hagstæðu veðri og flóabátnum Drangi til að gera úrslita tilraunina. Við þurf- um að nota kraftmikið spil, eins og er um borð í Drangi og þeir munu aðstoða okkur, gefist færi til þess, en veðrið skiptir miklu máli. Ég er ekkert allt of bjartsýnn á að þetta gangi, en það er búið að eyða svo miklum peningum í tilraunina, að við verðum að reyna," sagði Heiðar Baldvinsson. Bjartviðri sunnanlands NÆSTU daga er spáð norð- austlægri átt um allt land. Á sunnanverðu landinu má búast við að léttskýjað verði og stillt, en norðanlands og austan- verði vætusamara, súld og jafnvel slydda. Búist er við að hiti verði 2—6 stig á landinu norðaustanverðu, en 5—9 stig á sunnanverðu landinu að deg- inum til. Hrognasíld til Japan Sjávarafuróadeild Sambandsins er nú að senda til Japan 35 lestir af frystri hrognasíld. Er þetta þáttur í markaðskönnum og mögulegum út- flutningi á sfld með hrognum. Til- raunir sem þessi hafa verið gerðar áður án þess að skila tilætiuðum árangri. Norðmenn flytja talsvert af hrognasíld til Japan, en hún er stærri en íslenzka Suðurlandssfldin. ólafur Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri deildarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að leyfi hefði verið fengið til veiða á þessari síld í sumar og hefði hún verið fryst hjá Brynjólfi hf. í Njarðvíkum. Hann sagði Japani annars heldur vilja Kyrrahafssíld verkaða á þennan hátt, en alltaf væri nauðsynlegt að leita nýrra markaða. Ennfremur væru Japan- ir mjög kræsnir á gæði og þyrfti því að vanda meðferð síldarinnar alveg sérstaklega. Hann sagði, að þegar fulltrúar deildarinnar yrðu staddir í Japan um áramótin, yrði þessi markaðsmögleiki kannaður nánar. Hann væri ekki nema hóf- lega bjartsýnn á að þetta skilaði árangri, en það væri alltaf rétt að reyna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.