Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 25 Plurgmí Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónssoh. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Hryðjuverk í Líbanon Samtök hryðjuverkamanna, margs konar, vaða uppi víða í veröldinni. Þau skilja eftir sig blóðuga slóð yfirgangs og ofbeldis, sem gengur jafnt yfir réttláta sem rangláta. Oftar en ekki verður sárasak- laust fóik fórnardýr þessara öfgahópa. Mannkynið hefur vissulega í tvö horn að líta á líðandi stund. Það hefur svo sannarlega verið á hraðferð á braut fram- faranna. Hugvit þess, menntun og þekking hafa leyst ótrúlegar þrautir. Tækni þess byggir ekki einvörðungu loftbrýr milli heimshluta, heldur og milli pláneta. Læknavísindi hafa unnið stórsigra á skæðum sjúkdómum. Listamenn hafa byggt musteri fegurðar í bók- menntum, tónum og litum. Síð- ast en ekki sízt hafa kristin viðhorf, sem samleið eiga í kærleikanum, unnið hvert kraftaverkið á fætur öðru í mannlegum samskiptum. Þrátt fyrir menntun, þekk- ingu, tækniafrek og listir hefur mannfólkið þó ekki lært að lifa saman í friði. Yfir 150 stað- bundin stríð hafa geysað í ver- öldinni, utan V-Evrópu og N-Ameríku, frá lyktum síðari heimsstyrjaldar, og haft ótímabæran dauðá tugmilljóna manna í för með sér. Flótta- mannabúðir í Asíu og Afríku hýsa milljónir manna, sem flú- ið hafa heimaslóðir, ófrelsi og fátækt. Hundruð þúsunda manna sæta ofsóknum, fang- elsun og jafnvel pyntingum, einungis vegna skoðana sinna eða trúarviðhorfa. Fjölmörg lönd og landsvæði hafa verið grátt leikin á þeim „friðartímum", sem við státum okkur stundum af. Eitt þeirra er Líbanon. Þeim hörmungum, sem yfir þetta Iand hafa geng- ið, verður ekki með orðum lýst. Þar hefur heil þjóð þjáðst í öfg- um, ofstæki og hernaðarátök- um árum saman. Samtök hryðjuverkafólks hafa stráð ógnum öfga sinna og ofbeldis í flestum löndum heims. Ekkert land er óhult í þeim efnum. Og í Líbanon hafa þau verið óvenju virk. Síðasta dæmi um ógnarverk þeirra þar er rán öfgasinnaðra múham- eðstrúarmanna á fjórum sov- ézkum borgurum, þremur sendiráðsmönnum og einum lækni. Lík eins sendiráðs- mannsins hefur fundizt. Þrír eru þegar þetta er skrifað enn í gíslingu. Sýrlendingar, sem eru helztu bandamenn Sovétríkjanna í röðum Araba, standa á bak við árásina á Trípólí, sem talin er kveikjan að þeim atburðum er hér er vikið að. Engu að síður er ránið á Sovétmönnunum fjórum og dráp eins þeirra hryðjuverk, sem heimurinn hlýtur að fordæma harðlega. Allir sanngjarnir menn vona að þeir þrír, sem eftir lifa, losni úr prísund sinni. Þetta er í fyrsta sinni sem hryðjuverk þessarar gerðar bitnar á Sovétmönnum, svo vit- að sé. Máske sjá þeir nú starf- semi af þessu tagi í nýju ljósi. - Hingað til hafa „hugsjóna- glæpamenn" af viðlíka gerð haft tengsl við Sovétríkin og vinríki þeirra, svo sem Líbýu. Ríki heims ættu að taka upp samræmd hörð viðbrögð gegn hryðjuverkahópum. Þjóðhagsspá og fjárlög Frumvarp til fjárlaga var samþykkt í báðum þing- flokkum stjórnarinnar fyrir örfáum vikum. Svo að segja á hæla þessarar samþykktar kemur fram hörð gagnrýni á fjárlagagerðina, ónógan niðurskurð og nýja skattheimtu, á þingflokks- og miðstjórnarfundi Sjálfstæðis- flokks. Samstarfsflokkurinn taldi þessi viðbrögð hin eðli- legustu. Hvað hafði gerzt í millitíð- inni? Einn af talsmönnum þing- flokks sjálfstæðismanna segir í viðtali við Morgublaðið, varð- andi samþykkt frumvarpsins: „Þegar fjallað var um tillög- ur ríkisstjórnarinnar á kvöld- fundi þingflokksins stóð flokk- urinn frammi fyrir því að sam- þykkja tillögurnar, eða að hætta þátttöku í ríkisstjórn- inni.“ Astæðu þess að þessi sam- þykkt var stuttu síðar tekin til endurskoðunar — með jafn hörðum viðbrögðum og fréttir greina — sagði hann „fyrst og fremst þau gögn, sem lögð voru fram á þessum fundi í Stykk- ishólmi, sem benda til áfram- haldandi stórkostlegs við- skiptahalla við útlönd.“ Hér er vísað til þjóðhagsspár, sem kynnt var á fuhdinum. Þessar skýringar eru góðar og gildar svo langt sem þær ná. Menn hljóta hinsvegar að spyrja sig, hvort þingflokkar stjórnarinnar hafi ekki haft pata af þeirri þjóðhagsspá, sem svo snögglega kallaði á endur- skoðun fjárlagafrumvarpsins, eða líklegri framvindu við- skipta við umheiminn. Við- skiptahallinn við útlönd er ekki að verða til nú. Hann hefur sagt til sín í ríkum mæli næst- liðin ár. Guðmundur Daníelsson 75 ára: Frábær sögumaður eftir Erlend Jónsson í bók, sem Eysteinn Sigurðsson skrifaði um skáldsögur Guðmund- ar Daníelssonar, segir meðal ann- ars að Guðmundur sé »frábær sögumaður og hefur full tök á öll- um þeim tæknilegu atriðum sem þarf til að byggja upp áhrifamikla frásögn þrungna spennu.« Betur verður höfundinum og verkum hans ekki lýst. Guðmund- ur Daníelsson hóf að rita skáldsög- ur á fjórða áratugnum þegar lífs- baráttan harðnaði aftur eftir nokkurt bjartsýnistímabil. Spenna fór þá vaxandi í heiminum, stéttir tókust á og vígreifir þjóðarleið- togar blésu í herlúðra. Heimurinn fann sig aftur í hættu staddan. Og lífsbaráttan varð víða að bar- áttu upp á líf og dauða. Upp úr þessum jarðvegi spratt stórbrotið listalíf víða um lönd. En fyrst og fremst var þetta tímabil skáldsög- unnar. Þetta margslungna skáld- skaparform, sem þróast hafði á 19. öld, hafði nú náð fullum þroska en bar ekki enn með sér þau hnign- unareinkenni sem síðar áttu eftir að koma í ljós. Skáldsagnahöfund- ar austan hafs og vestan voru í hópi með stjörnum og frægðarper- sónum þessara ára. Margir höf- undar höfðu þann háttinn á að senda frá sér bók á ári sem rifin var út jafnóðum, lesin, rædd, brot- in til mergjar og skipað í flokk. Sá, sem þekkti ekki nöfn þessara höfunda, taldist ekki viðræðuhæf- ur. Hvort sem maður var staddur í stofu inni, á vinnustað undir beru lofti, á ferðalagi eða yfirhöfuð hvar sem var, mátti búast við að einhver tæki að ræða um nýjustu bókina, efni hennar og — höfund- inn. Því persónuleg hugkvæmni, atorka og — einstaklingsafrek yfirleitt — voru enn í hávegum höfð. Ég minni á þetta hér þegar les- endur Guðmundar Daníelssonar samfagna honum á stórafmæli því hvatning og athygli er hverjum höfundi lífsnauðsyn. Strax eftir að fyrsta skáldsaga Guðmundar, Bræðurnir í Grashaga, kom út 1935 þekkti hvert mannsbarn nafn þessa unga höfundar. Fólk reyndi að ná í bókina, hver sem betur gat, en þeir, sem seinir urðu fyrir, fengu söguþráðinn í endursögn vina og kunningja sem voru meira en fúsir til að inna af hendi þess háttar greiðasemi. Guðmundur Danielsson var 25 ára þegar Bræðurnir í Grashaga komu út, þá þegar mótaður höf- undur. Með þessari fyrstu skáld- sögu eignaðist hann sinn lesenda- hóp — sem var raunar þjóðin öll. Síðan hefur Guðmundur sent frá sér svo sem bók á ári — líkast til ívið fleiri þó — og innt af hendi það mikla ævistarf sem af honum var vænst þegar í upphafi. Guðmundur er fæddur og uppal- inn Sunnlendingur en hvarf nokk- uð snemma að heiman til dvalar á öðrum slóðum, gerði líka víðreist um heiminn og gat því skyggnt úr fjarlægð átthagana sem ávallt hafa verið þungamiðjan í skáld- verkum hans. Mikið rót var komið á þjóðlífið á uppvaxtarárum Guð- mundar, þá bjarmaði svo sannar- lega fyrir nýjum degi svo óhætt er að fullyrða að andstæðurnar milli hins gamla og nýja hafi sjald- an eða aldrei blasað við með skýr- ari dráttum. Þá varð bæði atvinnu- og samgöngubylting á íslandi. Og þá urðu stjórnmálin til í þeirri mynd sem við þekkjum þau nú. En lífsbaráttan var enn hörð. Ungum mönnum var ekki færð framtíðin á silfurbakka fremur en fyrri daginn. Þeir urðu sjálfir að ryðja sér braut til frama, hver eftir sinni löngun og getu. Og þar sem maður varð þannig að sýna hvað í honum bjó kom líka í ljós eðli hans og innræti, hæfileikinn til að takast á við erfið viðfangs- efni en jafnframt ósjálfráð við- brögð andspænis þeim leikreglum sem samfélagið setur hverju sinni. Lífið var orðið margslungið og þar með eins og kjörið verkefni fyrir skáldsagnahöfund sem spinnur úr mörgum þráðum í einu. Þetta var í raun og veru landnámsöld númer tvö. Og þar sem þetta voru söguleg- ir tímar í bókstaflegri merkingu orðanna — hvað gat þá varpað yfir þá skýrara ljósi en hin breiða, viðamikla og margþætta skáld- saga? Eysteinn Sigurðsson segir að það sé »maðurinn sjálfur og til- finningalíf hans sem er meginvið- fangsefnið* í skáldsögum Guð- mundar Daníelssonar. Og það má vissulega til sanns vegar færa. En sviptingar þær, sem orðið hafa í þjóðlífinu, marka líka svipmót þeirra í verulegum mæli. Þess gætir strax í fyrstu skáldsagnaröð- inni (Bræðurnir í Grashaga, Ilmur daganna, Gegnum lystigarðinn). Einnig í Húsinu þar sem lýst er á áhrifamikinn hátt hnignun hins gamla og hverfandi í straumkasti nýrra tíma. Ennfremur í skáldsög- unum Turninn og Teningurinn og Járnblómið. Og vitanlega í mörg- um öðrum. Guðmundur er vel skyggn á mannlegt eðli en ef til vill öllu fremur næmur fyrir eðli mannlegra samskipta. Að byggja upp skáldsögu er að sínu leyti meistaraverk hverju sinni. Guðmundur Daníelsson sannaði þegar með Bræðrunum í Grashaga að það hafði hann á valdi sínu, jafnvel öðrum höfund- um fremur. Persónurnar eru hver með sínum einkennum. Út fyrir ramma raunsæis er þó ekki farið. Samkvæmt óskráðum lögmálum þessara ára skyldi skáldsagnahöf- undurinn jafnframt vera sagnarit- ari, segja söguna svo að trúa mætti. Sú krafa var ekki borin fram af einfeldni heldur þvert á móti: brýnni þörf fyrir að átta sig á flókinni samtíð í breytilegum heimi. Sá, sem tók sér í hönd skáld- sögu, hóf lesturinn með það í huga að sagan væri sönn, trúverðugt sýnishorn af veruleikanum. Eg hygg að Guðmundur Daníelsson hafi átt, strax í upphafi, svo greiða leið að lesendum sem raun bar vitni fyrir þá sök meðal annars að sögur hans fólu í sér áhrifamik- inn skáldskap auk þess sem þær giltu sem traust ávísun á þann veruleika sem hver og einn þekkti; báru með sér ótvíræð lífssannindi. Söguhetjur hans áttu sér hvar- vetna hliðstæður. Og líf þeirra líktist því sem alls staðar var lifað. Viðbrögð þeirra voru mannleg og dæmigerð. Hins vegar var hvað- eina fært til þeirra hlutfalla sem skáldverki hæfði, aukaatriði sam- an dregin, meginlínurnar stækkað- ar og skýrðar. Þannig urðu til þess háttar andstæður sem alltaf hljóta að verða hvati skáldskapar. 1 skáldsögunni Á bökkum Bolafijóts teflir Guðmundur til að mynda fram hinu góða og illa — þeim tveim þáttum mannlegs eðlis sem alltaf og alls staðar hljóta að takast á, tefla til úrslita. I Bróðir minn Húni, skáldsögu sem höfundur vann að fullan ald- arfjórðung, er lýst blindri, ódrep- andi lífshvöt andspænis sjálfseyð- ingu og dauða. Þar er aftur — eins og í Bræðrunum frá Grashaga, sagt frá bræðrum tveim. Báðar bera sögurnar sín sterku höfund- areinkenni. í raun og veru er síðari sagan endurskoðun á fyrra efni: í Bræðurnir í Grashaga koma fram sjónarmið ungs höfundar sem horfir fram á leið — í Bróðir minn Húni birtist yfirsýn fullþroskaðs höfundar sem lítur um öxl með árin og reynsluna að baki. Líta má á þessi tvö skáldverk sem pól- ana í skáldsagnaritun Guðmundar Daníelssonar. Að minnsta kosti í síðari skáldsögunni styðst Guð- mundur að nokkru leyti við sjálfs- reynslu. Og sá er ekki hvað síst veigurinn í verkum hans að hann hefur jafnan haft af beinni og óbeinni reynslu að miðla, lýst því sem hann hefur sjálfur séð, heyrt og lifað. Slíkur höfundur er ekki aðeins skáld. Hann er einnig sagnamaður í sígildri merkingu orðsins. Ekki er heldur svo breitt bilið á milli skáldsagna Guðmundar Daníelssonar annars vegar og hreinna endurminninga hins vegar og nefni ég í því sambandi Lands- hornamenn, Spítalasögu og óra- tóríu 74. Kannski má kalla þessar bækur — eins og höfundurinn sjálfur titlaði eina þeirra: »skáld- verk utanflokka í bókmenntun- um«. Allar þessar bækur og fleiri slíkar glöddu lesendur og færðu þá nær því að átta sig á þeim bók- um höfundarins sem bera með sér klassískari yfirsvip. Til dæmis hygg ég að margur lesandi hafi ekki áttað sig á gamansemi Guð- mundar fyrr en þessar bækur komu til sögunnar. Þarna gustaði af skáldinu. Höfundurinn, sem sent hafði frá sér jafn dularfulla sögu og Blindingsleik og fengist við harla fjarlæg viðfangsefni í Sonur minn Sinfjötli og Hrafn- hettu, kom nú sjálfur fram á sviðið í eigin persónu — glettinn náungi sem lokaði ekki augunum fyrir hinu kómíska í eigin fari fremur en annarra. Þessar bækur vöktu ósvikið fjör og kátínu. Þarna var sagt frá þjóðkunnum persónum, nafngreindum. Það er því ekki ófyrirsynju að margur þykist þekkja ýmsar fyrir- myndir Guðmundar í skáldsögum þeim sem gerast á Suðurlandi. Og vafalaust er hægt að rekja einhver þess háttar spor að vissu marki. Þó mun sanni nær að höfundurinn hafi sjaldan haft að fyrirmynd ákveðna einstaklinga — í heilu lagi — heldur einungis tiltekna drætti sem hæfðu persónusköpun hverju sinni. Hitt er alkunna að fólk þykist oft bera kennsl á per- sónur í skáldsögum og hugar þá ekki alltént að hvort fyrir þeim grun kunni að vera rökréttar for- sendur. En hvort heldur sem er sanna þvílíkar getgátur eitt: að höfundinum hefur tekist að skapa lifandi söguhetjur, sagan höfðar beint og milliliðalaust til lesand- ans. En að blása lífsanda í persón- ur og segja af þeim sögur er auðvit- að öðru fremur viðfangsefni skáld- sagnahöfundar. í þeim efnum þarf að gæta jafnvægis þannig að annar þátturinn verði ekki hinum yfir- sterkari. Margar sögupersónur Guðmundar Daníelssonar eru minnisstæðar. Má sem dæmi nefna Sverri og Ara í Bræðurnir í Gras- haga, Ávalda í Á bökkum Bola- fljóts, Henningsen verslunarstjóra í Húsinu, Samson, Sóleyju og Víólu í Járnblóminu og Húna í Bróðir minn Húni. Engin þessará sögupersóna ger- ist þó svo aðsópsmikil að aðrar söguhetjur fái ekki notið sín. Það er einmitt eitt einkenni skáldsagna Guðmundar Daníelssonar að þar er alla jafna nokkuð mannmargt og hverjum og einum deilt rúm í hlutfalli við þátt hans í sögunni. Því kemur sérhver skáldsaga Guðmundar upp í hugann sem heild fremur en einstakar persón- ur. Á það bæði við fjölskyldusögur eins og Húsið; og sögur eins og Vestangúlpur garró þar sem ein aðalpersóna verður þó burðarás sögunnar. Söguhetjurnar lýsa sér sjálfar með orðum sínum og at- höfnum sem jafnframt tengjast orðum og athöfnum annarra í sögunni — þannig að söguþráður- inn er jafnan spunninn úr mörgum þáttum samtímis. Þrátt fyrir mis- munandi tilraunir sem gerðar hafa verið með skáldsöguformið á síð- ustu áratugum hygg ég að þetta sé fyrir margra sjónum hin eina sanna skáldsaga. Stíllinn á sögum Guðmundar Daníelssonar er persónulegur og víða myndríkur. Eins og góðra höfunda er háttur felur Guðmund- ur gamansemi sína víða undir óvæntum orðasamböndum og hugmyndatengslum. Með þess háttar skraut er þó farið gætilega og hófsamlega. Stíllinn verður því hvergi til að skyggja á efnið eða leiða hugann að öðru en söguþræð- inum sjálfum hverju sinni. Þess þarf heldur ekki. Gnótt efnisins og frásagnargleðin er slík að auka- meðul gerast óþörf. En víst getur verið skemmtilegt að lesa t.d. sumar smásögur Guðmundar með það eitt að leiðarljósi að huga að stíl og framsetningu, fylgjast með fundvisi höfundar í vali orða og orðasambanda. Ef litið er til rithöfunda, al- mennt, á þessari öld má telja það Guðmundi til sérstöðu að hann hefur ekki átt heima í Reykjavík nema á skólaárum. Hann hefur verið og er landsbyggðarrithöf- undur. Vera má að hann hafi að ein- hverju leyti goldið þess með hlið- A sjón af kynningu á verkum sínum. En tengsl hans við átthagana hafa alltaf verið sterk, þangað hefur hann sótt efni í skáldverk sín — og vafalaust einnig þrótt, athafna- þrá og næði; og nálægðin við þær slóðir hefur eflaust bætt upp það sem tapaðist við að standa ekki undir veggjum fjölmiðla. Guðmundur Daníelsson var lengi ritstjóri og blaðamaður, rit- stýrði Suðurlandi sem að vísu kom ekki fyrir margra sjónir en vakti þó alltaf athygli út fyrir sitt svæði. Blaðaviðtölum Guðmundar, mörg- v um og merkum, hefur verið safnað saman og gefin út í nokkrum bók- um. Það er á fárra færi að skrifa svo blaðaviðtal að úr verði verk sem lifir. Ég hygg að viðtalsbækur Guðmundar verði lesnar jafnlengi skáldverkum hans og er þá mikið sagt. Fyrir nokkrum árum var gefið út ritsafn Guðmundar Daníelsson- ar — úrval verka hans í tíu bindum auk ritgerðar Eysteins Sigurðs- sonar sem hér hefur verið vitnað til. Er útgáfa þessi hin prýðileg- asta að flestu leyti. En svo mikil eru orðin að vöxtum ritverk hans að fjarri fór að þarna væri á ferð- inni heildarútgáfa. Þess háttary útgáfa bíður því síðari tíma. Starfsdagur Guðmundar Daní- elssonar er orðinn langur. Og enn vinnur hann af fullum krafti. Langt er orðið síðan Kristinn E. Andrésson kvað svo að orði að starf hans í þágu íslenskra bók- mennta væri orðið mikið og gott. Síðan hefur drjúgum bæst við rit- safn hans. Og enn er það að auk- ast. Á starfsævi Guðmundar hefur geisað ein kreppa, tvær heims- styrjaldir, Heklugos og margt , fleira. Lífið á Suðurlandi hefur þó ekki aftrað sínu skeiði, ekki heldur ritvél skáldsins. Guðmundur Daníelsson er einn þeirra rithöfunda sem verulega hafa markað svipmót íslenskra bókmennta og menningar á þessari öld. Verk hans munu standa af sér öll veður eins og fjöllin sem ber við himin og umkringja Suður- landsundirlendð. Erlendur Jónsson Heldur upp á afmælið með nýrri skáldsögu Sýning á bókum og handritum Guðmundar Daníelssonar á Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi Morgunblaðid/Olafur K. Magnússon Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, Steingrímur Jónsson, yfirbókavörður i Selfossi, og Leó Löve, forstjóri ísafoldar, sem gefur út nýjustu skáldsögu Guðmundar. Tónleikar í beinni útsendingu: Kristján Jóhannsson og Stuðmenn meðal þeirra sem taka lagið Hluti hópsins sem að tónleikunum stendur. „ÞAÐ MÁ ekki lesa þessa bók eins og sagnfræði, en hún byggist á sann- indum,“ sagði Guðmundur Daníels- son, rithöfundur, þegar nýjasta skáldsaga hans Tólftóna fuglinn, sem ísafold gefur út, var kynnt á fundi með blaðamönnum í gær. Guðmund- ur er 75 ára í dag og nú er liðin hálf öld frá því hann sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína Brædurna í Gras- haga (1935), en áður hafði hann gefið út Ijóðabókina Ég heilsa þér (1933). Áð sögn Guðmundar snýst Tólf- tónafuglinn um atburði í sjávar- þorpinu Skerveri. Eins og mörg önnur þorp á Skerver sér glæsilega fortíð, en óvissa framtíð. Þaðan eru margir helstu frammámenn þjóðarinnar, jafnt athafnamenn sem listamenn, allir löngu burt- fluttir en Skerverjar engu að síður. Heima í Skerveri undirbúa menn hátíðarhöld í tilefni af aldaraf- mæli barnaskóla þorpsins. Mikils er vænst af hinum miklu sonum Skervers, og það kemur líka á daginn: í afmælishófi eru gefin hástemmd loforð um uppbyggingu þorpsins með hafskipabryggju og tilheyrandi. Þegar afmælisvíman rennur af mönnum er efndanna beðið. Löngu síðar rís Tólftóna- fuglinn, minnisvarði um einn af sonunum. Undirtitill Tólftónafuglsins er „Sagan af Valdimar og vinum hans“, og kvaðst höfundur í fyrstu hafa ætlað að láta hann vera „Skophrygðarsaga af Valdimar og vinum hans“, en fundist hann þá vera kominn inn á svið bók- menntafræðinga. „Það er þeirra verk að skilgreina og flokka bók- menntaverk, en ekki okkar skáld- anna,“ sagði hann. Hins vegar taldi Guðmundur engar líkur á því að bókmenntafræðingar gætu skil- ið skáldverk sama skilningi og höfundar þeirra gera, og það væri heldur ekki hægt að ætlast til þess. Steingrímur Jónsson, yfirbóka- vörður Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Selfossi, greindi frá því á sama fundi og bók Guðmundar Daníelssonar var kynnt, að í tilefni af afmæli skáldsins yrði þar í dag opnuð sýning á ritum hans. Sýndar eru allar bækur höfundarins, jafnt frumútgáfur sem endurútgáfur, að einni undanskilinni. en það er þýsk þýðing á sögunni Á bökkum Bola- fljóts , sem kom út í Þýskalandi árið 1940. Uplagið eyðilagðist ger- samlega í heimsstyrjöldinni og er ekki vitað um eitt einasta eintak bókarinnar. Á sýningunni, sem stendur fram eftir októbermánuði og er opin á venjulegum opnunartíma safnsins, er einnig handritasafn höfundar- ins, þar sem er að finna frum- handrit, vélrit og prófarkir af flestum bókunum. TÓNLEIKAR veróa haldnir í Út- varpshúsinu við Skúlagötu sunnu- dagskvöldið 6. október nk. Er hér um að ræða samvinnu Ríkisút- varpsins og Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og verður þeim út- varpað í beinni útsendingu gegn- um dreifikerfi Rásar 2. Á efnisskrá þessara blönduðu tónleika má sjá nöfn hinna ýmsu listamanna, sem sjaldan heyrast nefnd í sömu andránni, enda koma þar fram jafnt þeir sem leggja stund á sígilda tónlist, djasstónlist svo og rokk- og popptónlist. Þess má geta að meðan á tónleikunum stendur verður tekið við beiðnum um happdrættismiða í gegnum síma, framlögum til styrktar byggingu tónlistarhússin. Meðal þeirra listamanna sem með þátttöku sinni leggja máli þessu lið eru Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson og Elísabet Eiríks- dóttir sem öll munu syngja við undirleik Maurizio Barbacini, Bubbi Morthens, Martin Berk- ofsky, Blásarakvintett Reykja- víkur, Stórsveit Kópavogs undir stjórn Árna Scheving, Ingimar Eydal, Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson, Kolbeinn Bjamason og Páll Eyjólfsson, Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Ofét- in að ógleymdum Stuðmönnum. Allir koma listamennirnir fram endurgjaldslaust og mun ágóðinn því renna óskiptur til byggingarinnar. Kynnir á tón- leikunum verður Svavar Gests en umsjónarmenn þeir Sigurður Einarsson og Magnús Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.