Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985
33
Afmæliskveðja:
Sigurður Sverrisson
fyrrum bóndi á Ljót-
arstöðum — Níræður
Níræður er í dag Sigurður Sverr-
isson, fyrrum bóndi að Ljótarstöð-
um í Skaftártungu.
Sigurður er fæddur að Undir-
hrauni í Meðallandi 4. október
1895. Foreldrar hans voru hjónin
Sverrir Bjarnason og Oddný Jóns-
dóttir sem þar bjuggu.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum
sínum á Undirhrauni og síðar í
Hraunbæ í Álftaveri til ársins
1915, að hann verður vinnumaður
í Skálmarbæ og síðar á Höfða-
brekku, í Kerlingardal og
Skammadal í Mýrdal.
Barnaföt og
skór á flóa-
markaði FEF
á laugardag
BARNAFÖT og barnaskór í tonna-
tali verða á flóamarkaði Félags ein-
stæðra foreldra á laugardag 5. októ-
ber frá kl. 2 e.h., að því er segir í
fréttatilkynningu félagsins. Verðlag
er allt hið hagstæðasta og fjölbreytni
mikil.
Allur ágóði rennur til endur-
bótavinnu á húsi FEF við Öldugötu
11, sem nú er langt komin og félag-
inu því mjög fjár vant. Búizt er
við að húsnæðið þar verði tekið í
notkun um áramót. Rými verður
fyrir tíu fjölskyldur í húsinu og
hýsir þá FEF tuttugu fjölskyldur
samtímis í neyðar- og bráða-
birgðahúsum sínum.
A næstunni kemur út veggmynd
og sængurkort, í fjáröflunarskyni.
Veggspjaldið verður í takmörkuðu
upplagi, en má leggja inn pantanir
á skrifstofu FEF. Jólakort FEF,
nýstárlegt nokkuð, kemur síðari
hluta október. Það er að þessu
sinni gert af Kristni Hrafnssyni
og kortin og veggspjöldin eru
unnin í Odda.
Aðalfundur FEF verður um
miðjan nóvember, en í undirbún-
ingi er kynningarfundur á öldu-
götu 11 svo fljótt sem verða má
og nánar auglýst síðar.
Árið 1925 hefur Sigurður búskap
í Kerlingardal og er þar til ársins
1933, að hann flytur búferlum að
Jórvík í Álftaveri, þar sem hann
býr til ársins 1952. Það ár festir
hann kaup á jörðinni Ljótarstöð-
um í Skaftártungu, þar sem hann
býr uns sonur hans tekur við bús-
forráðum og Sigurður flytur ásamt
konu sinni til Víkur í Mýrdal, en
þar hafði hann fest kaup á litlu
íbúðarhúsi. 1 Vík hefur Sigurður
dvalist ætíð síðan, nú síðustu árin
sem vistmaður á elliheimilinu í
Suður-Vík. Eftir að Sigurður flutt-
ist til Víkur stundaði hann þar
ýmsa atvinnu, meðan heilsu og
krafta naut, en fór ætíð í útver til
Vestmannaeyja eða suður á
Reykjanes á vetrum.
Þann 28. apríl árið 1929 kvæntist
Sigurður Ástríði Bárðardóttir frá
Holti í Álftaveri. Hún var dóttir
hjónanna Bárðar Pálssonar og
Sigríðar Jónsdóttur er biuggu i
Holti. Þau Sigurður og Astríður
eignuðust sjö börn og eru nú sex
þeirra á lifi. Ástríður andaðist í
Reykjavík 10. maí árið 1967.
Sigurður er einn af þeim mönn-
um sem sett hafa svip á lífið í Vík
nú síðustu tvo áratugina með tíð-
um gönguferðum um þorpið til að
hitta vini og kunningja og skiptast
á skoðunum um þau mál sem efst
eru á baugi hverju sinni og er það
gjarnan gert á þann hátt að þeir
hlutir sem spaugilegastir eru i fari
þeirra sjálfra svo og annarra er
haldið hæst á lofti.
Sigurður hefur gaman af lestri
góðra bóka, er þá einkum um að
ræða íslenskar fræðibækur, ýmis-
konar, er segja frá lífinu til sjávar
og sveita eins og það var þegar
hann var að alast upp. Ég hygg
að fáir núlifandi menn þekki betur
hvernig umhorfs var í lágsveitum
Vestur-Skaftafellssýslu fyrir gosið
úr Kötlu árið 1918.
Kemur þá hvorutveggja til frá-
bært minni og áhugi á þeim rit-
smíðum sem til eru frá þeim tíma.
Það sem öðru fremur hefur
stuðlað að þeim háa aldri sem
Sigurður hefur nú náð er glaðværð
hans og hæfileikar til þess að taka
á móti þeim erfiðleikum sem eng-
inn kemst hjá að mæta á níutíu
ára æfiskeiði.
Ég sendi Sigurði mínar innileg-
ustu hamingjuóskir á þessum
merku tímamótum í lífi hans og
þakka af alhug allar þær ógleym-
anlegu samverustundir okkar frá
því ég fyrst man.
Guð blessi þig Sigurður á
ókomnum árum.
Vigfús Gtslaaon.
'ÆÉafí
Ásknfiarsmmn er SJOii
AUK hf. 3.148