Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 21 Utanríkisráðherrar NATO komi saman — áður en Reagan ræðir við Gorbachev Brttasel, 3. október. AP. CARRINGTON lávaröur, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, hefur nú til athugunar beiðni frá Beigíu og Hol- landi þess efnis, að kallaður verði saman fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, til við- ræðna um samskipti austurs og vest- urs, áður en fundur þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbachevs leiðtoga Sovétríkjanna fer fram. Skrifleg ósk um þetta var send í gær bæði til Carringtons svo og George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sjálfur hélt Carrington til Bandaríkjanna 1 gær, þar sem hann mun eiga viðræður við þá Reagan, Shultz og Caspar Wein- berger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Noregur: Rangar skýrslur um hrefnuveiðina t'* ** íiá fjem* we Osló, 3. október. Frá fréttaritara Morgunblaósins, J. E. Laure. NORSKIR hvalveiðimenn hafa sagt sóknamannsins rangt til um hrefnuveiði sína, allt frá því að kvótatakmarkanir gengu í gildi 1976. Hafa þeir sagt veiðina minni en hún var í raun og veru. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því, að norskir vísindamenn telja sig hafa afar takmarkaðan grund- völl til þess að byggja mat á varð- andi ástand hrefnustofnsins nú. Samkvæmt frásögn hafrann- Ivars Christen- sens er nú unnið að skýrslu fyrir sjávarútvegsráðuneytið um fram- tíðarhorfur í norskum hvalveiðum, et\ norska stjórnin hyggst taka afstöðu til þess fyrir lok október- mánaðar, hvort Norðmenn eigi að halda áfram að veiða smáhvali. Talið er, að rangar skýrslur um hrefnuveiðina hafi einkum verið gefnar í lok siðasta áratugs. AP/Slmamynd. Geimskutlan Atlantis hefur sig á loft frá Kennedy- geimrannsóknarstöðinni um hádegisbil í dag ásamt fimm manna áhöfn. Atlantis farin í jómfrúrferðina Reynt að bjarga 9 ára göml- um dreng í Mexíkóborg VONIR stóðu til þess í dag, að takast mætti að bjarga 9 ára gömlum dreng og afa hans, sem báðir hafa legið fastir undir mörgum tonnum af grjóti, sem hrundi yfir þá, er jarðskálftinn mikli reið yfir Mexíkóborg fyrir tveimur vikum. Heyrðist enn til drengsins, þar sem hann sló af og til með veikum mætti en taktfast í stein til þess að láta vita af sér. Björgunarmenn töldu, að dreng- urinn væri orðnn of veikburða til þess að geta talað. Hann heitir Luis Ramon Mazerati og er talið víst, að hann hafi festst þarna ásamt afa sínum, Luis Maldonado, sem er 57 ára að aldri. Kanaveralhöfða, 3. október. AP. GEIMFERJAN Atlantis fór í jóm- frúrferð sína í kvöld, en yfir ferðinni hvflir mikil leynd, þar sem hún er farin á vegum bandarískra hermála- yfirvalda. Atlantis flytur tvo fjarskipta- hnetti fyrir herinn. Eru þeir svo fullkomnir, að eigi mun vera unnt að trufla fjarskipti, sem um hann fara. Leyndi hvíldi yfir geimskotinu og fyrirfram aðeins gefið upp ákveðið tímabil, sem geimskotið færi fram á. Er það gert í tilvikum sem þessum til að gera sovézkum njósnahnöttum á braut og njósna- skipum undan Bandaríkjaströndum erfiðara að fylgjast með skotinu og ferð Atlantis. Um borð í Atlantis eru fimm geimfarar og eru þeir allir her- menn. Gert er ráð fyrir að ferjan lendi í Edwards-flugstöðinni í Kali- forníu eftir fjóra til fimm daga. Aðeins verða gefnar út tvær frétta- tilkynningar meðan á ferðinni stendur, sú fyrri fjórum stundum eftir flugtak og sú seinni sólarhring fyrir lendingu. Komi upp alvarlegir örðugleikar meðan á geimferðinni stendur verður frá þeim skýrt. Brezka utanríkisráðuneytið: Veður víða um heim Lagit H»st Akureyri 3 skýjaó Amsterdam 15 21 heiðskírt Aþena 16 27 heiðskírt Barcelðna 27 mistur Bertm 12 23 heiöskirt BrUssei vantar Chicago 1 17 skýjaó Dubhn 10 16 heióakirt Feneyjar 21 þokumóöa Franklurt 12 21 skýjað Qenf 14 28 heiöskírt Helsinki 11 17 skýjað Hong Kong 22 27 heiðskírt Jerúsalem 15 28 heiðskirt Kaupmannah 14 21 heiðskírt Las Palmas 26 léttskýjaö Lissabon 17 24 skýjað London 17 21 skýjað Los Angeles 18 32 heiðskirt Lúxemborg 22 skýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 30 Iðttskýjað Miami 26 30 skýjað Montreal 5 15 heiðskfrt Moskva 10 15 heiöskirt Mew Vork 15 22 rigning Osló 12 13 skýjað Paris 18 26 skýjað Peking 10 28 heiðsklrt Reykjavík 10 léttskýjað RiA de Janeiro 16 28 skýjað Rómaborg 14 31 léltskýjað Sfokkhólmur 10 19 skýjað Sydney 16 22 heiðskírt Tókýó 20 25 heiöakfrt Vfnarborg 9 22 heiðskírt Þórshðtn 10 súld Mikið tjón í eldi en engin röskun á starfi London, 3. október. AP. ELDUR kviknaði í einni álmu brezka utanríkisráðuneytisins árla í morgun. Eldsupptök eru ókunn en talið ótrúlegt að um skemmdarstarfsemi hafi verið að ræða. Engan sakaði og tókst að ráða niðurlögum eldsins á 45 mínútum. Mikið tjón varð á tveimur efstu hæðum hússins og þaki þess. Eldsins varð vart klukkan 5:15 í morgun að staðartíma. Húsið er í aðeins 300 metra fjarlægð frá embættisbústað forsætisráðherra, en byggingar í nágrenninu voru aldrei í hættu. Unnið hefur verið í þrjú ár að gagngerum endurbótum á þeirri álmu utanríkisráðuneytisins, sem eidurinn kom upp í. Engin skjöl voru í álmunni og bruninn hefur engin áhrif á starfsemi ráðuneyt- Samkomu- lag um nýjar GATT- viðræður Zttrkh, 3. október. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttariUra Morgunblaósins. AÐILDARRKI GATT, alþjóðsam- taka um tolla og viðskiptamál kom- ust að samkomulagi um að halda nýjar viðræður um GATT á auka- fundi sem haldinn var í Genf nú í vikunni og lauk á miðvikudagskvöld. Undirbúningsnefnd háttsettra embættismanna frá öllum aðild- arlöndum var skipuð til að fara yfir efnisatriði og umfang væntan- legra viðræðna. Hun mun skila skýrslu á aðalfundi GATT í nóv- ember og þá verður formleg undir- búningsnefnd skipuð til að undir- búa viðræðurnar. Þorsteinn Ingólfsson, sendifull- trúi íslands í Genf, sat aukafund- inn og var ánægður með niðurstöð- ur hans. Fjölþjóðlegar viðræður sem kenndar eru við Kennedy og Tókýó hafa verið haldnar um GATT síðan þá var fyrst undirrit- að 1947 og Þorsteinn sagði að nýju viðræðurnar yrðu í framhaldi af viðræðum og væru nauðsynlegar til að styrkja stoðir GATT og frí- verslunar í heiminum. isins. Hófst vinna þar í morgun, nánast eins og ekkert hefði í skorizt. Talið er að eldur hafi komið upp í smíðaefni í byggingunni. Tals- maður ráðuneytisins segir ekkert benda til annars en að um slys hafi verið að ræða. ERLENT GENGI GJALDMIÐLA London. 3. október. AP. DOLLARINN ýmist lækkaði í verði eða hækkaði á gjaldeyris- mörkuðum í dag. Verð á gulli hækkaði. Búizt er við að dollar- inn lækki áfram, a.m.k. fram að ársfundi Alþjóðagjaldeyrisvara- sjóðsins, sem hefst í Seoul í Suður-Kóreu í næstu viku. í London hækkaði sterlings- pundið gagnvart dollar, kostaði 1,4222 dollara miðað við 1,4142 dollara í gær. Annars var gengi dollars á þá leið að fyrir dollar fengust: 2,6270 vestur-þýzk mörk (2,6440) 2,1563 svissneskir frankar (2,1490) 8,0575 franskir frankar (8,0450) 2,9730 hollenzk gyllini (2.9675) 1.780,00 ítalskar lírur (1.780,00) 1,3687 kanadískir dollarar (1,3650). í Japan var gengi dollars skráð á 213,30 jen í dag, miðað við 213,10 jen í gær. í London var gengið 213,45 jen í kvöld. Við erum fluttar í Austurver Sími 37Í45 F.RVA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.