Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985-
*
Um árás Israela í Túnis:
Hvað er hefnd og
hvað er hryðjuverk?
ÓHJÁKVÆMILEGT er ad menn brjóti heilann um, hvernig ísraelska
stjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gera
sprengjuárásina á bækistöðvar PLO í Túnis á dögunum. Þær skýringar
sem Israelar hafa gefið; að þetta væri hefndaraðgerð vegna morða á
þremur ísraelum á Kýpur fyrir stuttu, og að hryðjuverkamenn PLO
skyldu leiddir í allan sannleika um, að armur ísraela næði til þeirra hvar
sem þeir væru staddir, hefur í sér hljóm sem er ekki fullkomlega
sannfærandi.
Þótt ísraelskir fjölmiðlar segi,
að fögnuður ríki þar í landi
vegna þessarar „skeleggu að-
gerðar gegn hryðjuverka-
mönnum PLO“ og sem átti sér-
staklega að beinast gegn úr-
valssveitinni „deild-17“ sem er
sögð lúta beinni stjórn Arafats,
fær það heldur ekki dæmið til að
ganga upp. Ástæður eru ýmsar
og skulu nú raktar nokkrar
þeirra. Sú sem vegur þyngst er
einfaldlega sú að „deild 17“ hef-
ur ekki bækistöðvar sínar í Tún-
is. í Túnis eru ekki hermenn
PLO — meðal annars vegna þess
að Túnismenn hafa ekki viljað fá
hermann PLO þangað. Hins veg-
ar lögðu þeir blessun sína yfir að
PLO fengi inni með stjórnmála-
legar bækistöðvar sínar þar í
landi með þeim skilyrðum, að
hermenn PLO og þar með talin
„deild 17“ héldu sig sem fjærst.
Hernaðarlegar bækistöðvar
PLO eru eins og alkunna er í
Norður Jemen. Sömuleiðis er
mikill fjöldi hermanna þeirra nú
aftur í Líbanon og sennilega
slæðingur í Jórdaníu, þrátt fyrir
að Hussein konungur hefur
streitzt á móti að leyfa veru
þeirra þar.
Aukin heldur er það ekki
sannað mál, að „deild 17“, svo
fremi við gefum okkur þær for-
sendur að hún sé enn til, lúti
beinni stjórn Arafats og æðstu
yfirmanna PLO. ísraelar stað-
hæfa að Arafat hafi reynt að
sannfæra umheiminn um að
hann sé andvígur hryðjuverkum
þeim sem framin eru í nafni
PLO, vegna þess hann vildi
reyna að viðhalda þeirri ímynd
sem honum hafi tekizt að koma
sér upp, að hann sé hófsamur og
hafi vikið endanlega frá þeirri
stefnu að hryðjuverk leysi vanda
Palestínumanna. Fullyrðing
stendur þarna gegn fullyrðingu,
eins og svo oft í grimmdarlegum
skiptum milli þessara aðila. Það
er ekki laungungarmá! út af
fyrir sig, að Arafat stóð að
stofnun „deildar 17“ á sínum
tíma og skipaði erfðaprins sinn
Ali Hassan Salameh til að
stjórna henni. Hassan Salameh
stjórnaði morðunum.á ísraelsku
íþróttamennina í Munchen 1972.
Hann féll síðar fyrir hendi leyni-
þjónustumanna frá Israel, og um
alllanga hríð lét „deilt 17“ lítt
frá sér heyra. ísraelar segja að
einmitt nú þegar fulltrúar PLO
leggi kapp á að koma í kring
friðarviðræðum — sem þeim sé
engin alvara með — hafi þeir,
þ.e. Yassir Arafat einnig beitt
sér fyrir að endurvekja „deild
17“, þó svo að hann afneiti henni
af augljósum ástæðum.
í öllu þessu máii er einhver
skekkja sem mjög erfitt er að fá
til að ganga upp: það er í þágu
allra að friður verði í Miðaust-
urlöndum. ísraelar vita — og
viðurkenna að vísu mjög hljóð-
lega, — að Yassir Arafat er ekki
það sem hann var fyrir tíu árum.
Arafat hefur tekizt að afla sér
trausts meðal annars innan Evr-
Rabin varnarmálaráðherra ísraels
útskýrði tilgang árásarinnar
skömmu eftir að hún var gerð.
Morjíunblaðið/J.K.
Yassir Arafat er ékki sá sem hann
var á áttunda áratugnum, hvað
sem ísraelar staðhæfa.
ópubandalagsins, vegna þess að
hann hefur smátt og smátt og
undur rólega, verið að sveigja
frá hryðjuverkastarfsseminni.
Hann hefur sætt ámæli og mik-
illi gagnrýni fyrir það meðal
harðskeyttra PLO-manna, en
hann virðist engu að síður ætla
að halda þeirri stefnu til streitu.
Það er ekki í þágu ísraela að
drepa Arafat. Það er heldur ekki
í þágu þeirra að neita nánast öll-
um tillögum sem reynt er að
gera til að koma á friðarviðræð-
um. Þeir njóta stuðnings Banda-
ríkjamanna, þótt þar hafi dregið
úr honum vegna þess að þeim
fjölgar sem gagnrýna ósveigj-
anleika ísraela. En það er tor-
velt að sjá að ísrelar hafi ætlað
sér annan tilgang með árásinni
en þann að tefja enn undir bún-
ing ráðstefnu um Miðausturlönd.
Yassir Arafat sagði í viðtali við
Mbl. á dögunum, að ísraelar
vildu hvorki stríð né raunveru-
legan frið. Það er í raun hörmu-
legt að árásin í Túnis hlýtur að
renna stoðum undir fullyrðingu
af þessu tagi. Og þegar allt kem-
ur svo til alls: hvað á að skil-
greina sem réttmæta hefnd og
hvað er svo hryðjuverk?
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
VOLKSWAGEN
GOLF
ÁRGERÐ 1986
ÞÝskur kostagripur,
sem hceíir öllum
MEÐNÝRRI
OG KRAFTMEIRI VÉL
GOLFINN
ei taei 1 Oestan sjó
# Kjörínn íjölskyldubíll
# Duglegui atvinnubíll
# Vinsœll bílaleigubíll
# Skemmtilegur sporíbíll
Verd frá kr. 453.000.-
Desmond
Tutu í
Bretlandi
London, 2. oklóber. AP.
DESMOND Tutu biskup kom til
Bretlands í einkaheimsókn í dag.
Gert er ráð fyrir, að hann muni eiga
viðræður við Margaret Thatcher um
ástandið í Suður-Afrfku, áður en
hann heldur aftur heimleiðis.
Óeirðir áttu sér enn stað í
Suður-Afríku í dag og mikill fjöldi
svartra námsmanna mætti ekki til
fyrirlestra þar í dag. Þannig er
talið, að 100.000 námsmenn í Sow-
eto, fjölmennasta hverfi blökku-
manna, hafi setið heima.
Nautahakk
235,- pr. kg.
Nautagúllas
395,- pr. kg.