Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 í Arizona er maður... Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: LaerisYeinn skytlunnar — The Kid and the Gunfighter 'h Leikstjóri Romy Suzara. Kvik- myndataka Bhal Dauz. Aðstoóar- leikstjóri Boy Gloria. Aðalhlutverk Lito Lapid, Connie Angeles. Fil- ippseyjar 1985. Aldrei fór það svo að maður ætti ekki eftir að upplifa það að sjatvestra, ættaðan frá Austur- löndum fjær, með spænskumæl- andi Filippseying í hlutverki indjánans, tekinn í Arizona, byggðan á handriti sem er slík hörmung að í samanburði gæti argasta kung-fu-mynd verið samin af Hemingway. Einhverj- ir aulatilburðir eiga að kallast leikur. Tónskáldið virðist undir áhrifum frá Morricone og Hall- birni. Lærisveinn skyttunnar (sem ég áleit, óséð, duggunarlitla barna- mynd!) hlýtur þann vafasama heiður að teljast vesælasta mynd sem undirr. hefur séð um árabil. Það er ekki glóra í neinu, sýning hennar hérlendis hlýtur að stafa af meiri háttar mistökum og flokkast undir slys. Hálfu stjörnuna hlýtur hún fyrir stórkarlalegar hláturrokur úr börkum áhorfenda — þær komu reyndar á dramatískustu augna- blikunum. w 4 Hlustarvernd Heyrnarskjól Vesturgötu 16, sími 13280 Baldursgötu 14 í Reykjavík VIÐ OPNUM í DAG 23939 MorKunblaðið/Þorkell Hluti hljómsveitarinnar The Voice, frá vinstri Össur Hafþórsson, bassi, Davíð Traustason söngur og Gunnar Eiríksson gítar. Einar Berg Árnason, fjórða mann hljómsveitarinnar, vantar á myndina. Æskulýðsráð Reykjavíkur: íslensk hljómsveit á rokk- hátíð í Kaupmannahöfn ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hef- ur á undanförnum árum haft sam- starf við hin höfuðborgarsvæðin á Norðurlöndum um unglingamenn- ingu og tónlist. Á vegum þessara aðila eru á hverju ári haldnar rokkhátíðir og í ár verður hljóm- sveitin The Voice fulltrúi Reykja- víkur á rokkhátíð, sem að þessu sinni er haldin í Kaupmannahöfn. Þetta mun vera í fjórða sinn sem íslensk unglingahljómsveh tekur þátt í rokkhátíðunum. Fyrst fór Tappi tíkarrass til Osló, þá Von- brigði til Stokkhólms og í fyrra fór Pax Vobis til Helsinki. í tengslum við rokkhátíðirnar hafa verið haldnir fundir þar sem fjallað hefur verið um stöðu unglingamenningar og tónlistar á Norðurlöndum. Samstarfið hefur notið styrkja frá norræna menningarsjóðnum auk annarra, t.d. mun Nomus styrkja þátttöku okkar í rokkhátíðinni í Kaup- mannahöfn. Nú í haust var ráð- inn starfsmaður með aðsetur í Osló til að hafa umsjón með þessu starfi og undirbúa ný verk- efni. Á afmælisári Reykjavíkur 1986 er fyrirhugað að halda mikla tónlistarhátið ungs fólks í Reykjavík og verður unglinga- hljómsveitum á Norðurlöndum boðið að senda fulltrúa sína á hana. (Orfréttatilkynnintíu) Frá Áfengisvamaráði: Veitingahúsa- áfengið varasamt Að gefnu tilefni vekur Afengis- varnaráð athygli á eftirfarandi sam- þykkt sem gerð var á 16. þingi Landssambandsins gegn áfengis- bölinu 19. nóv. sl.: „Ákveðin fylgni virðist vera milli áfengisneyslu á veitingahús- um annars vegar og slysatíðni hins vegar. Þetta sést m.a. á því að í þjónaverkfallinu 1973 minnkuðu slys stórlega, skv. upplýsingum Slysavarðstofunnar, þó að sala hjá ÁTVR væri þá með venjulegum hætti. 1 verkfalli BSRB í ár voru útsöl- ur ÁTVR lokaðar. Hins vegar voru veitingahús opin. Tjón af völdum slysa minnkaði ekkert framan af Siglingamálastofnun þessum tíma. Hins vegar dró veru- lega úr slysafjöldanum tvær síð- ustu vikurnar en flest veitingahús voru þá orðin uppiskroppa með vínföng. Dragi hver af þessu þá ályktun sem honum sýnist. En þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir af þess- um ástæðum þeirri áskorun til stjórnvalda að þau reisi sem sterkastar skorður við vínveiting- um veitingahúsa. í því sambandi minnum við á tillögur nefndar um mörkun opinberrar stefnu í áfeng- ismálum þar sem bent er á hvern- ig draga megi úr tjóni af völdum áfengisneyslu." (Fréttatilkynning.) ríkisins: Samþykkt bann gegn lág- geislavirkum efnum í sjó NÍUNDI aðalfundur samningsaöila Lundúnasamningsins, um varnir gegn mengun sjávar, var haldinn dagana 23.-27. september sl. í aðalstöðvum Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar, IMO, í London. Fundinn sátu fulltrúar 41 ríkis, auk áheyrnarfulltrúa ýmissa ann- arra ríkja alþjóðlegra stofnana og samtaka. Fyrir íslands hönd sátu fundinn þeir Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, og Gunnar H. Ágústsson, deildarstjóri. Auk venjulegra aðalfundar- starfa lágu ýmis mál fyrir fundin- um þ. á m. skýrslur og tillögur um losun geislavirkra efna í hafið. Umræður um losun lág-geisla- virkra efna í hafið, sem heimil er skv. ákvæðum Lundúnasamnings- ins, tóku verulegan hluta fundartí- mans. Fyrir fundinum lá skýrsla sérfræðinga um mat á áhrifum frá losun geislavirkra efna í hafið hingað til, svo og ef um áfram- haldandi losun þessara efna yrði að ræða. Eftir miklar umræður var samþykkt ályktun með 26 atkvæð- um ggn 6, en 7 aðildarrríki sátu hjá, að ekki skuli losa lág-geisla- virkum efnum í hafið, þar til að sýnt hafi verið fram á það, að slíkt sé ekki skaðlegt, m.ö.o. er sönnun- arskyldu snúið við frá því sem áður var. Tillaga að þessari ályktun var borin fram af 16 aðildarríkjum. Voru öll Norðurlöndin 5 í þessum hópi. Á móti ályktuninni voru: Kanada, Frakkland, Sviss, Suður- Afríka, Bretland og Bandaríkin. Umræður um förgun á há-geisla- virkum efnum með því að grafa þau niður í hafsbotninn voru einn- ig á dagskrá, en þar eð nánast allur fundartíminn fór í umræður um losun lág-geislavirkra efna í hafið varð að fresta umræðum um þetta málefni til næsta aðalfundar haustið 1986. Þriðja málið sem ísland varðar mjög missir fiskineta eða annarra þrávirkra plastefna í sjóinn. ís- land óskaði þess að þetta mál yrði kannað. Var sérstök ályktun sam- þykkt um könnun og undirbúning þessa máls fyrir næsta aðalfund Lundúnasamningsins að ári. (FrétUUIkynning.) Leiðrétting í grein minni í Morgunblaðinu 2. október sl. var meinleg vélritun- arvilla í handriti, sem eðlilega kom óbreytt í blaðinu. í greininni stóð að íbúafjöldi Suður-Afríku hefði verið 5'A milljón árið 1950. Hér átti að vera árið 1900. Ég bið Morgunblaðið og lesend- ur þess afsökunar á þessari villu. Gísli Gunnarsson VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! [ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raóauglýsingar Seltjarnarnes Baldur FUS Seltjarnarnesi hefur opiö hús nk. föstudagskvöld í sjálf- stæöíshúsinu á Austurströnd 3. Opiö veröur frá 21.00 til 01.00 og .•*o«iuhi viu cnid in ao mæta. BaldurFUS. Akurnesingar Fundur um bæjarmálelni veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu v/Heiðar- braut sunnudaginn 6. október kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Sjálfstæöisfélögin Akranesi. Seltirningar - viötalstímar Fulltrúar meirihluta sjálfstæöismanna i bæjarstjórn veröa með viö- talstíma í Félagsheimili Sjálfstæöisflokksins, Austurströnd 3, Seltjarn- arnesi, nk. laugardag 5. október 1985 kl. 14.00-16.00 e.h. Til viðtals verða bæjarfulltrúarnir: Magnús Erlendsson, Ásgeir S. Ásgeirsson, Jónatan Guöjónsson. Bæjarbúar eru hvattir til aö lita inn og ræöa viö bæjarfulltrúana um bæjarmálin. Sjálfstæöisfélögin á Seltjarnarnesi. Almennur félagsfundur Landsmálafélagsins Varðar Almennur félagsfundur veröur haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 10. október kl. 20.30. A fundinum veröur m.a. kjörin þriggja manna kjörnefnd vegna stjórnarkjörs. Landsmálafélagiö Vöröur. Skagfirðingar Aöalfundur Víkings FUS í Skagafiröi veröur haldinn i Sæborg föstudag- inn 4. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Inntakanýrrafélaga. 3. ðnnurmál. Ungt fólk hvatt til aö f jölmenna. Stjórnin. Framhaldsskóla- nemendur Skólanefnd Heimdallar stendur fyrir opnu húsi í kjallara Valhallar föstu- daginn 4. október kl. 21.00. Lóttar veitingar og tónlist. Mætiö á staöinn og eigiö huggulega kvöldstund meö skemmtilegu fólki. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.