Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Q) -17 © 19Q5 Universal Pfess Syndicate , JóhanncL; hvob lact ég j?ci borga mikiá, ^ 5em ég veit ckki sjúkdómsgreinin^unaá? V ást er... ... aðfara í báts- ferð áfljótinu TM Rea. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved 01985 Los Angeles Times Syndicate Þú hlýtur að vera teikni- Tek ekki í mál að ræða kennarinn hans Lilla, það skilnað skal ég segja þér! sé ég á teikningunum hans. Ilúfur eru ekki meindýr. Dúfur eru ekki meindýr Háttvirti Velvakandi. Ég skrifa vegna fréttar í Morg- unblaðinu þess efnis, að hreinsun- ardeild Reykjavíkurborgar, hafi fjarlægt dúfnahús nokkurra drengja, og vegna ummæla Péturs Hannessonar, deildarstjóra, þar sem hann lætur hafa eftir sér, að almennt séu dúfur taldar meindýr! Undirritaður hefur alla tíð verið áhugamaður um fugla, bæði villta og tamda. Vegna þess hóf ég dúfnahald sem ungur drengur, og hef verið með dúfur með stuttum hléum, fram á þennan dag. Að dúfur séu meindýr, er fráleitt og að þær mörgu milljónir manna og kvenna, sem stunda dúfnarækt, víðsvegar um heiminn séu að ala meindýr! Ég veit ekki hvernig í ósköpunum menn geta sagt svona vitleysu. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að öll dýr geta borið sýkla sé þrifnaðar ekki gætt í umgengni við þau, en að stimpla þau mein- dýr fyrir það, er fráíeitt. Af gefnu tilefni langar mig að geta þess, að hérlendis er þrótt- mikil hreyfing, og mikiö unglinga- starf í sambandi við bréfdúfur og kappflug þeirra. Aðalhvatamaður í því starfi var Jón Guðmundsson í Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Hann stofnaði, ásamt öðrum, Bréfdúfnafélag Reykjavíkur og hratt af stað fyrstu keppni með bréfdúfur á íslandi, þann 28. ágúst 1982. Þess má og geta að Jón Guð- mundsson á heiðurinn af því að Bræðrapartur við Engjaveg, var fenginn undir dúfnastarf. Þá er komið að kjarna málsins, öryggis- leysi strákanna, sem eru að stíga sín fyrstu spor í dúfnaræktinni. Því miður komast alltof fáir fyrir í þessu húsi. Vil ég því hvetja hreinsunarmenn til að sýna skiln- ing, þótt dúfnahúsin hjá strákun- um séu ekki háreistar hallir, þá hýsa þau lifandi dýr sem þeim eru kær. Auk þess ber að hafa það í huga að það fer mikill timi í dúfnaræktina hjá strákunum sem er sannarlega vel varið. Meó vinsemd. Gísli Rúnar Maríusson Þessir hringdu . . . Ásmund í vinnu- veitendasambandið Inga hringdi og lagði fram þá tillögu að næstu framkvæmda- stjórar Vinnuveitendasambands íslands yrðu þeir Ásmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusambands íslands og Kristján Thorlacius formaður stjórnar BSRB. Þeirra starf hefði verið íslenskum vinnu- veitendum í hag en þeir hefðu svikið verkafólk. Hún sagði jafnframt verra að Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands og verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar væri ekki hótinu skárri en hinir kumpánarnir. Endurflytjið útvarps- messu séra Gunnars María Guðmarsdóttir hringdi og tók undir orð Öldu Maríu i garð séra Gunnars Björnssonar frí- kirkjuprests. „Ég held að þurfi að yngja upp í safnaðarstjórninni. Einnig ætti að endurflytja út- varpsmessu Gunnars frá því 25. september og leyfa fólki að hlusta á ræðuna sem olli fjaðrafokinu. Vinna fyrir hálfu kaupi — borga fullt í strætó Ragnheiður hringdi og tók ein- dregið undir orð Helgu sem birt- ust í Velvakanda fyrir skömmu. Þar er fjallað um sérstök fargjöld með strætisvögnum fyrir ungl- inga. „Mér finnst fargjaldið of hátt fyrir þennan aldurshóp, þ.e.a.s. 12—16 ára. Krakkarnir fá ekki fullt kaup fyrir sína vinnu þótt þeir vinni á við fullorðið fólk og því mikið óréttlæti að þeir þurfi að borga fullt fargjald: Ég vona að þeir sem hafa umsjón með þessum málum taki þessa hug- mynd til vandlegrar athugunar." Kvæði Hallgríms Tómas Helgason frá Hnífsdal hringdi og sagði að kvæðið „mannsævin" sem birtist í Velvak- anda fyrir skömmu væri eignað Hallgrími Péturssyni. Reyndar hefðu bæði ljóðin komið á prent í almanaki þjóðvinafélagsins 1917, en þar væri ekki tekið fram hver ætti síðara ljóðið. Þar sem nokkrar prentvillur slæddust inn í ljóð Hallgríms birt- ist það hér aftur og eru hlutaðeig- endur beðnir afsökunar á mistök- unum. Fæðast, gráta, reifast, ruggast, ræktast, berast, stauta, gá. Tala, leika, hirtast, huggast. Herðast, vaxa, þanka þá. Elska, biðja, giftast, greitt, girnast annað, hata eitt. Mæðast, eldast, andast, jarðast, ævi mannsins svo ákvarðast. (Einnig þekkist að „biðla“ standi fyrir „biðja“.) Hvar fást öryggis- læsingar á eldhússkápa? Helgi Kristinsson hringdi og sagðist hafa leitað lengi að örygg- islæsingum á eldhússkápa, til að halda börnum frá þeim. Hann hef- ur leitað í byggingavöruverslunum og á þeim stöðum sem sérhæfa sig með vörur fyrir börn. „Þetta er mjög bagalegt þar sem í skápun- um eru gler, hreinsiefni og aðrir hlutir sem eru hættulegir börnum. Núna er ár æskunnar og nauðsyn- •egt að tryggja öryggi hennar, sem reyndar alltaf áður. Því hvet ég verslanir sem selja þessar örygg- islæsingar að Iáta vita af sér.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.