Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER1985 Minning: Andrés P. Matthías- son frá Haukadal Fæddur 8. mars 1895 Dáinn 27. september 1985 Látinn er í Reykjavík föður- bróðir minn Andrés Pétursson Matthíasson. Hann var fæddur í Haukadal í Dýrafirði 8. mars 1895 og var því níræður að aldri er hann lést. Hann var sonur hjón- anna Marsibilar Ólafsdóttur frá Þingeyri og Matthíasar Ólafsson- ar alþingismanns og verslunar- stjóra í Haukadal í Dýrafirði. Andrés var fjórði elsti sinna fimmtán systkina og elstur bræðr- anna. Ellefu þeirra náðu fullorð- insárum en fjögur létust í æsku. Sex þeirra sem upp komust eru nú látin en fimm eru á lífi. Þau sem látin eru voru Lilja, gift Sölva Jónssyni bóksala í Reykjavík, Hulda gift Helga Guðmundssyni t Eiginmaður minn og faöir, JÓN ARASON, héraösdómslögmaður, Hraunbæ 154, lést á hjartadeild Landspítalans 28. september. Jaröarförln auglýst síöar. Margrét Jónsdóttir, Þórdís Jónsdóttir. t MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR Aóalgötu 6, Ksftavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. október kl. 14.00. Systkini hinnar látnu. t Móöirmin, SIGRÍDUR HANSDÓTTIR Ólafsbraut 44, Ólafsvík, sem andaðist 27. september verður jarösungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 5. október kl. 13.00. Bílferö verður frá Umferðarmiöstööinni kl. 8.00 fyrir hádegi. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti minningarsjóö Mettu Kristjáns- dóttur njóta þess. Fyrir hönd ættingja. Mstta Jónsdóttur. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐNI EYJÓLFSSON, Boóahlein 23, Garöabæ, veröur jarösunginn frá Garöakirkju laugardaginn 5. október kl. 13.30. Ósk Sveinbjörnsdóttir, Ólöf Guönadóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Þrúður Sigriöur Guönadóttir, Svavar Jónsson, Dagný Guönadóttír, Halldór Ellertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur og systur, GUÐRÚNAR RÚTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Siguröar Þ. Guömundssonar læknis og starfs- fólks lyflæknideildar Landspitaians. Anna Margrét Jafetsdóttir, Hálfdán Guðmundsson, Halldóra Rútsdóttir, Bergljót Lára Walsh. t Þökkum samúð og hlýhug viö fráfall og útför, VIDARS SIGURÐSSONAR, Krummahólum 8. Guöný Berndsen, börn, tengdabörn og barnabörn. lækni í Keflavík, Sigríður gift Magnúsi Richardssyni umdæmis- stjóra Pósts og síma á Borðeyri og Brú í Hrútafirði, Andrés sem hér er minnst, kvæntur Kristjönu Er- lendsdóttur, Ingólfur stöðvarstjóri fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi, kvæntur Unni Einarsdóttur og Þórdís gift Kára Sigurjónssyni starfsmanni Rannsóknarstofu Há- skóla Islands. Þau sem lifa eru: ólafur skrif- stofustjóri í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur og Ástu Jósefsdóttur, Hlíf gift Ólafi Magn- ússyni skipstjóra á Eldborgu frá Borgarnesi, Jón Friðrik loft- skeytamaður hjá Eimskip, kvænt- ur Jónínu Jóhannsdóttur, Örn skrifstofumaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og Auður gift Axel L. Sveins for- stjóra í Reykjavík. Flest einguðust þau systkinin börn og eru niðjar þeirra Marsibilar og Matthíasar að nálgast þriðja hundraðið. Andrés ólst upp ásamt sínum stóra systkinahópi við gleði og glaum vestur i Haukadal. Hann var krónprinsinn á heimilinu sem ætlað var að ganga menntaveginn, en hann var strax baldinn í æsku og fór sínu fram að eigin geðþótta. Sagan segir að foreldrarnir hafi lítt ráðið við piltinn. í hans augum var aðeins eitt lífsstarf þess virði að leggja það fyrir sig og var það sjómennska. Átti það líka fyrir honum að liggja að stunda sjó- mennsku langstærstan hluta starfsævi sinnar. Hann minntist ávallt með hlýju frönsku fiskimannanna sem komu á Haukadalsbótina á skipum sin- um til að eiga viðskipti við föður hans. Sagöist hafa talað við þá Haukadalsfrönsku eins og inn- fæddur. En hann var ekki eins hrifinn af enska landhelgisbrjótnum sem varð tveimur mönnum að bana á Dýrafirði og við lá að sýslumaður Isfirðinga Hannes Hafstein léti þar einnig lífið. Komið var með sýslumann á heimili foreldra Andrésar nær dauða en lífi. Andr- és, þá barn að aldri, varð vitni að þessum atburði úr fjörunni sem varð honum minnisstæður alla ævi. Ungur að árum hóf Andrés tog- araferil sinn. Faðir hans og Eld- eyjar-Hjalti voru góðir vinir og réði Hjalti hann til sín á togarann Apríl. Það sem Andrési var minn- isstæðast frá veru sinni um borð í Apríl var að skipstjórinn, Eld- eyjar-Hjalti, hafði orgel í káetu sinni sem hann spilaði mikið á og söng við raust, svo og að hægt var að spila lag á skipsflautuna. Þetta þóttu mikil undur og stórmerki. Árið 1914 flutti öll fjölskyldan frá Haukadal til Reykjavíkur og gerðist Matthías faðir Andrésar þá gjaldkeri Olíuverslunar íslands og gegndi því starfi i mörg ár. En Andrés hélt sínu striki. Eftir nokkur ár á togurum réðst hann í farmennsku á Lagarfoss. Skip- stjóri var þar þá Ingvar Þor- steinsson og stýrimaður Ásgeir Sigurðsson (Ásgeir á Esju). í hinni bráðskemmtilegu bók Jó- hannesar Helga, „Hin hvítu segl“, en bókin fjallar um lífshlaup Andrésar, lýsa þeir frændur á eft- irminnilegan hátt samskiptum Andrésar við yfirmenn skipsins og Emil Nílsen framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins. Ekki er hægt að sjá af þeirri frásögn að Andrés hafi gefið neinum neitt eftir. Eftir veru sína á Lagarfossi fór Andrés í sína draumaferð. Hann réði sig á þriggja mastra sænskt barkskip sem hét Sís. Hann fór þó aðeins eina ferð á skipinu en sú ferð stóð í heilt ár. Siglt var milli landa og heimsálfa eingöngu fyrir seglum og voru sögur Andrésar af þessu ævintýrafári afar fjölskrúð- ugar. Síðar var Andrés á ýmsum tog- urum og bátum, m.a. Belganum með Aðalsteini Pálssyni og á Eldborgu frá Borgarnesi með mági sínum, síldarkónginum Ólafi Magnússyni sem Andrés mat mik- ils. Það var ekki fyrr en uppúr 1942 að ég kynntist Andrési fyrst að nokkru ráði, en þá réðst hann að fjarskiptastöðinni í Gufunesi þar sem bróðir hans og faðir minn var stöðvarstjóri. Ég og Einar bróðir minn þóttumst heldur betur hafa himinn höndum tekið við komu Andrésar á staðinn. Frásagnar- gleði og sterkar áherslur gerðu allar sögur hans að hreinustu ævintýrum. Stundum trúðum við þó tæplega enda kannski stundum krítað liðugt. Og þó. Sannleikur- inn er oft ótrúlegri en skáldskap- urinn. Árin í Gufunesi með öllum sín- um margbreytileika, hestum, hundum, köttum, tömdum hröfn- um, hænsnum, landbúnaöi, fisk- veiðum, útilegum o.fl. o.fl. gerði lífið þar ótrúlega litríkt. Ég held að þessi ár hafi verið Andrési sér- staklega eftirminnanleg. Þó lauk þeim með skelfingu eftir örlaga- siglingu bræðranna um sundin blá, að Ingólfur drukknaði á Eiðsvík á þjóðhátíðardaginn 1950. Varð Andrési það mikið áfall sem hann var lengi að jafna sig á. Eftir Gufunesárin var Andrés búsettur hjá systur sinni Huldu í Keflavík og stundaði sjó á ýmsum bátum. Þegar hann var að nálgast sjö- tugt, á þeim aldri þegar flestir venjulegir menn söðla pokann, hóf hann farmennsku að nýju á skip- um Jökla með undirrituðum. Höfðu þá orðið endaskipti á hlutunum, „strákhvolparnir" úr Gufunesi orðnir stjórnendur sem lífsreynda sjómanninum bar að hlýða. Aldrei bar þó nokkurn skugga á þessa samveru okkar frændanna og Andreá naut þess virkilega að vera í langsiglingum á góðu og nýju skipi við gott viður- væri. A þessum árum gaf Andrés ekkert eftir sér mikið yngri mönnum að snerpu og ósérhlífni við vinnu. Ekki lét hann af sjó- mennsku fyrr en hann varð fyrir því slysi að missa framan a þrem- ur fingrum, er hann klemmdist á milli lestarlúga. Ekki hafði hann þó miklar áhyggjur af nokkrum puttum, kvað nógu marga samt eftir. Þegar Andrés lét af sjómennsku starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Álfélaginu í Straumsvík. Að eigin sögn stjórnaði hann þar „stærstu kartölfuskrælingavél" á íslandi og var hreykinn af. Eftir að hann lét af störfum, kominn yfir áttrætt, bjó hann í skjóli systra sinna, Lilju, Hlífar og Auðar. Að lokum flutti hann á Hrafnistu í Reykjavík og undi hag sínum þar vel þar til yfir lauk. Hann lést á Hrafnistu 27. sept- ember sl. Andrés kvæntist Kristjönu Er- lendsdóttur 1932. Hjónaband þeirra var farsælt en ekki varð þeim barna auðið. Börnum Krist- jönu frá fyrra hjónabandi reynd- ist Andrés sem besti faðir og hélt alla tíð góðu sambandi við þau. Kristjana lést langt um aldur fram, 1939, og verður hann nú lagður til hinstu hvílu við hlið hennar í Fossvogskirkjugarði eftir nærri hálfrar aldar aðskilnað. Andrés var farinn að tapa nokk- uð minni hin síðari ár, en mundi þó allt það gamla og náði sér oft vel á strik 1 frásögnum, þegar gömlu dagana bar á góma. Ekki var Andrés ríkur af ver- aldlegum auði og héðan hverfur hann jafn fjáður og hann kom í þennan heim. Peningar voru f hans augum aðeins tæki til að afla sér lífsviðurværis og kannski smá társ þegar svo bar undir. Aftur á móti var hann ríkur af hjartahlýju og þrátt fyrir stund- um hrjúft yfirborð og stór orð sló barnshjarta undir sem ekkert aumt mátti sjá. Börn og dýr voru hans uppáhaldsvinir, þau skildu Andrés og Andrés þau. Nú þegar Andrés frændi er lagður upp í síðustu siglinguna með „hvítum seglum þöndum" á fund genginna skyldmenna og vina, kveðjum við systkinabörnin þennan frænda okkar með sökn- uði, því oft hefur hann glatt okkur og kætt með sínu góða skapi og jákvæða lífsviðhorfi. Blessuð sé minning Andrésar Péturssonar Matthíassonar. Jóhannes Ingólfsson Skútukarlinn, hann Drési, eins og vinir og vandamenn kölluðu hann sín í milli, er allur. Stóra og gjöfula hjartað hans hætti að slá eftir níutíu ára samviskusöm störf á legi og láði, á rám í reiða, undir hvítum seglum og við margvísleg störf í landi. Úr lífsins ólgusjó inn á víðátt- umikið loftkennt haf, siglir hann gullslegnum knetti, „knúinn silki- seglum hvítum, þöndum í hægum byr“, sem hljóðlaust vaggar hon- um að strönd hins nýja lands. Mikið og strangt lífshlaup að baki, fyrir stafni fögur birta, sem gælir við tigin fjöll og gula akra í ástheitum andvara, og vonin öð- last líf á ný. Hassi frændi Sigurbjörg Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 24. desember 1892 Dáin 12. september 1985 „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp i mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ (Úr Spámanninum, Kahlil Gibran.) Langur ævidagur er að baki og hún amma horfin á vit feðra sinna. Ég á margar góðar minn- ingar um hana sem gleymast mér seint. Það voru ófáar stundirnar sem við sátum og röbbuðum sam- an um lífið og tilveruna. Hún hafði ótrúlega gott lag á að svala forvitni minni þegar ég var barn og vildi svo margt vita. Lífið og starfið í sveitinni var henni hjart- fólgnasta umræðuefnið enda var sveitin heimili hennar meirihluta ævinnar. Hún var með afbrigðum heilsuhraust og kenndi sér sjaldan meins og þá ef svo var, kvartaði hún ekki heldur bar kvöl sína hljóð. Lífið yar henni ekki alltaf dans á rósum en hún hélt reisn sinni og krafti í ölduróti lífsins. Amma lifði fábrotnu lífi en var sjálfri sér næg og var henni fjarri skapi að láta hafa fyrir sér. Hún var ánægðust þegar hún gat glatt aðra og veitt úr viskubrunni sín- um. Nú er hún horfin sjónum okkar en minningin lifir, minningin um konu sem gaf og skildi. Ég kveð hana í dag með eftirsjá og virð- ingu, þakklát fyrir að njóta sam- fylgdar og vináttu hennar. Megi hún hvíla í friði. Ólöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.