Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ1913 239. tbl. 72. árg.MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1985 LEIÐTOGAFRÚR GEGN FÍKNIEFNUM AP/Símamynd Eiginkonur leiðtoga 30 ríkja sátu í dag ráðstefnu um leiðir til að draga úr notkun fíkniefna. Ráðstefnan fór fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Nancy Reagan, kona Bandaríkjaforseta, boðaði til ráðstefn- unnar, en hún stóð einnig fyrir kvennaráðstefnu um sama málefni í Washington í apríl sl. Aðeins Nancy og Maria Manuela Eanes, eiginkona Portúgalsforseta, ávörpuðu ráðstefnuna, en aðrir ráðstefnugestir lögðu fram skriflegar yfirlýsingar. Edda Guðmundsdóttir, eiginkona Steingríms Hermannssonar forsætisráð- herra, sat ráðstefnuna og á meðfylgjandi mynd stendur hún milli Marcelu Perez de Cuellar (Lv.) konu fram- kvæmdastjóra SÞ og Nancy Reagan (Lh.). Peres kveðst viðræðna við Tel Aviv, 22. október. AP. SIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði að ekki bæri að taka of alvar- lega fyrstu viðbrögð við tilboði sínu um beinar friðarviðræður ísraela og Jórdana, en Jórdanir segjast halda fast við fyrri tillögu sína um fjölþjóðaráð- stefnu, sem PLO ætti aðild að, til að leysa deilur fyrir botni Miðjarðarhafs. Fulltrúar PLO kváðust andvígir tvíhliða viðræðum Jórdana og ísraela, sem Peres bauð til, í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum á mánudag. Tíminn hleypur frá Craxi Rómaborg, 22. október. AP. BETTINO Craxi lauk í kvöld fyrstu lotu stjórnarmyndunarviðræðna, en trauðla tekst honum að mynda stjórn áður en hann heldur á leiðtogafund í Washington á morgun, miðvikudag. Craxi ræddi í dag við leiðtoga fyrrverandi samstarfsflokka og hafa þeir allir, að Giovanni Spad- olini varnarmálaráðherra og leið- toga Lýðveldisflokksins undan- skildum, lýst vilja til áframhald- andi stjórnarsamstarfs. Craxi ræddi við Spadolini i forsetahöll- inni á aðra klukkustund í dag. Eftir fundinn sagði Spadolini við- ræðurnar á byrjunarstigi, en að hann vonaðist til að stjórnar- kreppan leystist fljótlega. Þeir Spadolini eiga ekki fund að nýju fyrr en Craxi kemur frá Was- hington i vikulokin. Leiðtogar samstarfsflokkanna, segja óraun- hæft að mynda stjórn án aðildar lýðveldisflokksins, þar sem meiri- hlutinn yrði alltof naumur til að tryggt væri að ýmsar efnahagsum- bætur næðu fram að ganga. AFMÆLIS MINNST A morgun, fimmtudag, verða 40 ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirn- ar voru stofnaðar. Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti. Á mánudagskvöld voru Ijós kveikt í skrifstofum í aðalstöðvum sam- takanna í New York til að minna á afmælið. Athygli vekur að önnur Araba- ríki hafa ekki tekið afstöðu til til- boðs Peresar. Hann gekk lengra en fyrri leiðtogar og kvaðst reiðu- búinn að ræða við fulltrúa PLO ef samtökin létu af hryðjuverkum sínum. Skipti hann þá engu máli þótt viðkomandi hefðu tekið þátt í hernaði PLO og minnti á að Anwar Sadat, fyrrum forseti Egyptalands, sem undirritaði frið- arsamkomulag við fsraela 1979, hefði eitt sinn verið óvinur þeirra. Jafnframt sagði Peres að fsraelar gætu fallizt á að þau fimm ríki, sem eiga fasta aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ættu þátt í því að koma friðarumleitunum af stað, ef Kínverjar og Sovétmenn tækju að nýju upp stjórnmálasam- band viðfsraela. Hins vegar er afstaða ísraelskra valdamanna til PLO ekki á einn veg, og sætti Peres í dag harðri gagnrýni af hálfu sumra sam- starfsmanna sinna. Sökuðu David fÚS tíl PLO Levy, aðstoðarforsætisráðherra, og Áriel Sharon, iðnaðarráðherra, hann um undanlátssemi við PLO. Þeir sögðu Peres ekki hafa ráðfært sig við samráðherra áður en hann hóf síðustu friðarboð sín. Eru þeir einnig andvígir samningum við Jórdani, þar sem það fæli í sér eftirgjöf landssvæða á Vestur- bakkanum. Þá sagði Yitzhak Shamir, utan- ríkisráðherra, á fundi með utan- ríkisráðherrum Evrópubandalags- ríkja í dag, að stjórn ísrael myndi aldrei geta samþykkt aðild PLO að friðarviðræðum. Hann gekk svo langt að fullyrða að Israelar myndu aldrei semja um eitt eða annað við PLO. Frelsisöflin í Afganistan gera Rússum skráveifu: Skutu niður átta þyrlur og þotur á fjórum dögum Ifilamabad, 22. október. AP. FRELSISÖFLIN í Afganistan skutu niður a.m.k. átta sovézkar orrustuþotur og þyrlur nýverið. Jafnframt gerðu frelsissveitirnar árás, sem varð langvinn, á herflugvöll Rússa í Kabúl. Allt bendir til að stórsókn sé í undirbúningi eða jafnvel hafin í Panjsher-dalnum. Tvær MIG-þotur sovézka inn- rásarhersins voru skotnar niður 10. Og 12. október, önnur norður af Kabúl og hin hjá Bagram. Þyrla var skotin niður 11. október í Slang-skarði við Kalandar. Sam- dægurs voru tvær þyrlur skotnar niður í Kabúl og tvær í Loghar- dalnum suður af Kabúl 13. október. Loks eyðilagðist þyrla í nauðlend- ingu nærri Kabul á laugardag. Fregnir frá Afganistan benda til þess að annaðhvort sé ný stór- sókn af hálfu Rússa hafin í Panjs- her-dal eða á næstu grösum. Umsvif herflugvéla hafa verið lítil upp á síðkastið í nágrenni Kabúl og dregið hefur úr öðrum hernað- arumsvifum í borginni, rétt eins og í fyrri stórsóknum í Panjsher- dal. Þá hefur mikill fjöldi dauðra eða særðra afganskra stjórnar- hermanna verið fluttur á sjúkra- hús í Kabúl síðustu daga, til marks um að sókn sé hafin. Harðir bardagar brutust út við sovézkan herflugvöll í Kabúl sl. laugardag. Frelsisöflin skutu flug- skeytum og héldu uppi mikilli vél- byssuskothrfð. Sovétmenn svöruðu með ákafri skothríð og loftárás. Stóðu bardagar nær linnulaust í 10 stundir. Einnig kom til skot- bardaga annars staðar í borginni. I morgun sagði Zia Ul-Haq, forseti Pakistan, að milli 60 og 70 þúsund hermenn úr sovézka inn- rásarliðinu og afganska stjórnar- hernum hefðu fallið eða særst í átökum við frelsisöflin í Afganist- an. Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússar hafa tekið SS-25 eldflaugar í notkun Washington, 22. október. AP. CASPAR W. Weinberger, varnar- málaráðherra, sakaði Sovétmenn í dag um að hafa tekið í notkun nýja færanlega kjarnorkuflaug, SS-25, og þar með rofið Salt-II samkomu- lagið um takmörkun kjarnorku- vopna. Hann sagði þetta réttlæta enn frekar geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn kveðast hafa fulla vissu fyrir því að flaugarnar hafi verið settar upp. Hingað til hafa þeir sakað Rússa um brot á Salt-II með tilraunum á tveimur nýjum kjarnaflaugum, SS-24, sem er með 10 kjarnaoddum og verður fullgerð á næsta ári, og SS-25. Samkomulagið leyfir að- eins smíði og tilraunir með eina nýja flaug hverju sinni. Rússar viðurkenna að hafa stundað tilraunir með bæði vopn- in samtímis, en segja SS-25 að- eins vera endurbætta útgáfu af eldri flaug, SS-13. Bandaríkja- menn vísa því algjörlega á bug, þar sem flaugarnar séu gjörólík- ar, m.a. að stærð og flugdrægni. Weinberger sagði brot Rússa á Salt-II enn eitt dæmið um hversu Rússar virði að vettugi gerða samninga, og sýni hversu örðugt það er að semja um raunhæfa takmörkun vígbúnaðar og af- vopnun. Ásökun hans um að Rússar hafi tekið SS-25 flaugina í notkun er fyrsta fullyrðing þess efnis af hálfu Bandaríkjastjórn- ar. För White- heads sögð bera árangur Túnis, 22. október. AP. JOHN C. Whitehead, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, sagðist harma árás ísraela á stöðvar PLO í Túnis, er hann hélt heimleiðis úr ferð til Ítalíu, Egyptalands og Túnis. í ferðinni útskýrði hann afstöðu Bandaríkjamanna til árás- arinnar á stöðvar PLO og töku ræningja ítalska farþegaskipsins Achille Lauro. Whitehead sagði árásina hafa hneykslað Bandaríkjamenn og komið þeim í opna skjöldu. „Við hörmum árásina, og reyndar öll hryðjuverk, hvar sem þau eru framin,“ sagði Whitehead. Lét hann í ljós samúð Bandaríkja- manna vegna þeirra Túnismanna, sem biðu bana í sprengingunni. Tilgangurinn með ferð White- head var að reyna að færa sam- búð Bandaríkjamanna annars vegar og Egypta, Israela og Tún- ismanna hins vegar í betra horf. Virðist ferðin hafa borið árangur, að sögn áreiðanlegra heimilda. Egyptar munu t.d. mjög ánægðir með heimsóknina og vilja bæta sambúðina við Bandaríkjamenn, að þeirra sögn. Þá hrósuðu egypskir fjölmiðlar heimsókninni ídag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.