Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 9 BÍLASALA Ein stærsta og traustasta bílasala landsins er til sölu. Einstakt tækifæri meö ótal möguleikum fyrir dugmikla aöila. Þeir sem raunverulegan áhuga hafa sendi inn nafn sitt og símanúmer til augl.deildar Mbl.merkt: Bílasala — 3430. Verkamannafélagið Dagsbrún allsherjar atkvæðagreiðsla Akveöið hefur veriö aö viöhafa allsherjaratkvæöa- greiöslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 12. þing VMSÍ, 15—17 nóv. nk. Tillögum um 21 aöalfulltrúa og jafnmarga til vara ber aö skila til skrifstofu félagsins fyrir kl. 17.00 föstudaginn 25. okt. nk. Kiör8tjórn Dag8brúnar. Námskeið í „Áætlanagerð fyrirtækja” Þáttur áætlanagerðar í stjórnun íslenskra fyrirtækja hefur aukist verulega á undanförnum árum. Ástæða þess er fyrst og fremst aukinn skilningur stjórnenda á nauðsyn markvissrar áætlanagerðar, sem verkfæri til að ná settum markmiðum. En einnig hefur tilkoma einkatölva og sérstakra áætlanagerðaforrita s.s. Multiplan og Lotus 1-2-3 gert vinnu við áætlanagerð þægilegri. Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið þar sem fjallað verður um áætlanagerð sem stjórntæki til að ná sem Pestum árangri í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Efni námskeiðsins er m.a.: Ýmsar tegundir áætlana s.s. stefnumótandi áætlun, fjárhagsáætlun, greiðsluáætlun og rekstraráætlun. Skipulag áætlanagerðar, þ.e. hver gerir hvað, hvenær og hvernig. Efnahagsleg uppbygging fyrirtækis, kynning á hugtökum o og kennitölum, svo sem framlegð, framlegðarstigi, < núllpunkti, arðsemi og veltuhraði fjármuna. 8 Tekju- og kostnaðareftirlit og samanburður á bókhaldi og áætlun. Kynning á áætlanagerðarforritum og tölvutækni sem hjálp við áætlanagerð. Raunhæf verkefni verða í greiðsluáætlana. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Leiðbeinandi: Gísli Arason, rekstrarhagfræðingur. „Hnígandi kristindómur“ Krístin kirkja á víða undir bögg að sækja. ís- lenzkt kristniboð, sem stundað var f Kína milli stríða, fékk skjótan endi eftir valdatöku kommún- ista þar í landi. Þar sér þó í heiðan himinn, varðandi kristilegt starf, gegn um eilítið rof til trúfrelsis. Kristin kirkja f Póllandi, sem er dæmigert sósíalista- ríki, sætir hverskonar starfsfjötrum. Reynslan tíundar sömu söguna í einu og öllum kommúnistaríkj- um. Það var því vel við hæfí að skrifa eina „táknræna" forystugrein um „hnígandi krístindóm" f Þjóðviljann, málgagn sósíalisma, eins og hann kallar sjálfan sig í blaðhaus. Hún fjallar þó ekki um kristindóm í ríkj- um sósíahsmans; hvern veg stjórnvöld þar plægja akur- inn fyrir kirkju og krístilegt starf. Þar er þögnin látin túlka samþykkið. „Hnfgandi kristindóm- ur“ í Þjóðviljanum fjallar um vonsku fslenzkrar rfkis- stjómar í garð kristilegra viðhorfa. Honum lýkur með eftirfarandi krókódílstár- um: „Og það er engin tfma- skekkja að benda ríkis- stjórainni og hennar pótin- tátum á, að krístilegur bróð- urkærleikur er nauðsynlegt veganesti fyrir alla stjórn- málaflokka...“ „Sættir sig ekki betur við guð en kóng- inníKaup- inhöfn“ Gegnt forystugrein Þjóð- viljans og til hliðar við hann á sömu opnu er ramma- grein eftir höfund, sem tftt skrífar í Þjóðviljann, vænt- Tvíátta blaö og til í tuskiö Hór má líta tvær fyrirsagnir úr einnu og sömu opnunni í einu og sama blaöinu, Þjóöviljanum. Annarsvegar falla krókódílstár yfir „hnígandi kristindómi“, sem meint frjálshyggja hafi dregiö á högg- stokk. Hinsvegar erum viö, landsmenn, hvattir til þess aö „snúa okkur frá eingyöistrúnni". Staksteinar glugga lítilsháttar í þennan Þjóöviljadúett tvíhyggj- unnar, sem er dæmigeröur fyrir stefnufestuna í „málgagni sósíal- isma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar" á þessum síðustu og verstu tímum skoðanakannana, þegar tala þarf bæöi út og suöurl Meö misjöfnum árangri þó. anlega til áréttingar á þvf aem fyrr er tíundað. Þar segir m.a. orðrétt: „Bæði pápisku og lút- ersku var þröngvað upp á landsmenn af útlendum valdsmönnum, og þorri alþýðu sætti sig aldrei betur við guð á himnum en kóng- inn í Kaupinhöfn." Síðar í þessarí Þjóðvilja- grein, sem fær svo veglega staðsetningu hjá ritstjóra- inni, segir: „Sízt vil ég lasta störf Samtaka áhugamanna um djöflatrú, því að þau hafa bjargað mörgum mannin- um frá óhamingjusamari djöflatrú og fyrirlitningu umhverflsins...“ Enn segir þessi nýi trú- boði Þjóðviljans: „í'.g held að við sem erum frábitin valkostinum Meikaðuþað eða Farðf- hundana ættum að snúa okkur frá eingyðistrúnni. Hvernig værí að endur- vekja beztu þættina í fjöl- gyðistrú feðra okkar — blóta guðina á vfxl til að fullnægja breytilegum þörf- um okkar sem einstaklinga og heildar. Við getum skraf- að við Óðinn og ákallað Þór um vizku og kraft til vinnu og Iffsbaráttu, blótað Eros til góðrar kynnautnar, Freyju til frjósemi manns og jarðar, Bakkus til svalls og hömluleysis, Steingerði eða Lýsergíu til skyn- villu...“ Já, „kristilegur bróður- kærleikur er nauðsynlegt veganesti fyrir alla stjóra- málaflokka", segir forystu- greinin. Síðan kemur Stein- gerður og Lýsergía! Tvíhyggja Tvíhyggja Þjóðviljans er himinhrópandi. Annarsvegar kemur hún fram í þeirri viðleitni böf- undar forystugreinar Þjóð- viljans, að skjalda viðhorf blaðsins með krístindómi. Það er góðra gjalda vert Hinsvegar birtist hún okkur í því að slá upp skopskældri árásargrein á krístin viðhorf — til hliðar við forystugreinina — til að gæla við „flokkseigenda- félag afdankaðara stalín- ista og hippa og vinstrívill- inga allra handa“ (svo notuð séu orð Jóns Bald- vins Hannibalssonar). Ekki er þó Þjóðviljanum alls varnað. Höfundur Steingerðisþáttar blaðsins, sem lengi vel var nánast fastahöfundur þar á bæ, má sæta sérstakri meðferð. Grein hans er sett undir þáttaheiti: „Glöggt er gests augað“! Hugsanlega eru ritstjórar Þjóðviljans með þessum hætti að ýta höfundi „hátt- víslega" frá sér — f augum lesenda. En seinheppnin þeirra Þjóðviljamanna rið- ur ekki við einteyming. í þáttarheitinu „Glöggt er gests augað" rítdæma þeir niðurstöður höfundar. Og sá rítdómur er ekki nei- kvæður. „Nýrri djöflatrú" er síður en svo kastað fyrír róða. Þaö er ekki amalegt fyrir Alþýðubandalagið, sem satt að segja þarf á öllu sfnu að halda, reiðandi ráðherra- sósíalisma í þverpokum inn í næstu framtfð máske tveggja kosninga, að eiga slikan bakhjarl sem Þjóð- viljinn er. Blað sem „blótar guðina á vfxl“, eftir mis- munandi þörfum sínum og flokksins, og „Steingerði til skynvillu". Ekki skemmir að eiga „krístilegan bróðurkær- leik", svona upp á punt. Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna Fjallað verdur um taprekstur fiskvinnslunnar og frjálsa verðmyndun á gjaldeyri AÐALFUNDUR Sambands fisk- vinnslustöðvanna verður haldinn næstkomandi fíistudag og verðut aðalviðfangsefni hans frekari stefnu- mótun í málefnum flskvinnslunnar. í því tilefni munu fjórir starfshópar starfa á fundinum að eftirfarandi málaflokkum: Rekstrarskilyrði fisk- vinnslunnar, innra skipulag sjávarút- vegsins, flskveiðistefnan 1986 til 1988 og staða og hlutverk hagsmunasam- taka. í frétt frá Samtökum fiskvinnslu- stöðvanna segir meðal annars að ríkisstjórninni hafi verið kynntar tillögur Sambandsins um málefni fiskvinnslunnar í 9 liðum. Þar sé höfuðáherzla lögð á þær alvarlegu afleiðingar, sem stöðugt innstreymi á erlendu lánsfé inn í hagkerfið ásamt halla á ríkissjóði hafi á samkeppnisstöðu útflutningsins gagnvart innflutningi og þar með stöðu útflutningsgreinanna í sam- keppni við aðra atvinnustarfsemi í landinu um framleiðsluþættina, meðal annars vinnuafl. Þá sé ítrek- að að við gerð efnahagsáætlana fyrir árið 1986 — ár útflutningsins — verði þess gætt að utanríkisvið- skipti verði hallalaus og skuldasöfn- un erlendis verði stöðvuð. Lántökur opinberra aðila verði lækkaðar eftir þörfum til þess að ná þessum mark- miðum og komið verði á frjálsri verðmyndun á gjaldevri í fréttinni segir ennfremur: „Er nú svo komið, að sífellt fleiri eru að hallast að þeirri skoðun að eina leiðin til þess að eðlileg rekstrar- skilyrði skapist fyrir fiskvinnsluna og útflutningsgreinarnar í heild, sé að tekin verði upp markaðsskráning á verðgildi erlendra gjaldmiðla gagrvart íslenzku krónunni, en ein- mitt þetta verður eitt af viðfangs- efnum aðalfundarins. Rekstrarskil- yrði sjávarútvegsfyrirtækja eru nú slík, að það verður að fara aftur til ársins 1974 til að finna hliðstæðu, en bæði frysting og söltun eru rekin með verulegu tapi.“ Formaður Sambands fiskvinnslu- stöðvanna er Soffanías Cecilsson, Grundarfirði, og framkvæmdastjóri er Knútur Óskarsson. Ljósmyndabókin FÓLKIÐ í FIRÐINUM Seinna bindið er komið út. Sölustaöur: Austurgata 10, Hafnarfiröi, sími 50764. Opiö 10—12 og 13—18,enlaugardaga 13—16. Hægt er aö fábækurnarpóst- sendar. Áskrifendur eru beönir um aö vitja seinnabindisinsásölustaöfyrir 10. nóv- ember. Eftir þann tíma eöa fyrr, ef óskaö er, veröur bókin send þeim áskrifendum, sem hafaekki getaö nálgast hana. Bækurnar um fóikið í Firöinum eru fróö- leg heimildarrit. í báðum bindunum eru 391 mynd og æviágrip 459 einstaklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.