Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Pólland: Walesa ákærð- ur fyrir óhróður TALSMAÐUR stjórnvalda í Póllandi hefur upplýst aö fyrrum formaður Samstöðu sæti nú réttarrannsókn, sakaður um að hafa dreift óhróðri varð- andi þingkosningarnar í síðustu viku. Talsmaðurinn, Jerzy Urban, sagði að Walesa gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi ef sök sannaðist á hann eða sætt sektum og takmörkuðum á ferðafrelsL Walesa sagði í síðustu viku að hann teldi að 45 til 47 prósent kjós- enda í heimaborg sinni, Gdansk, hefðu setið heima i kosningunum 13. október sl. Neðanjarðarhreyf- ing hins bannaða verkalýðsfélags, Samstöðu, fullyrti að einungis 52 prósent hefðu greitt atkvæði í Gdansk. Yfirvöld, sem ekki hafa fengist til að birta kosningatölur fyrir borgina sérstaklega, segja að kjörsókn í Gdansk-héraði hafi ver- ið 65 prósent — hin minnsta í öllu landinu. Þau hafa ásakað Sam- stöðu um að hvetja fólk til að neyta ekki kosningaréttar. Yfirvöld segja kjörsókn hafa ver- ið 78,86 prósent í öllu landinu en Mæður sem reykjæ Börn óeðli- lega smá Botrton, Bandaríkjunum, 22. október. AP. UM 31.000 þeirra barna, sem fæddust í Bandaríkjunum á ár- inu 1983 og voru óeðlilega létt við fæðingu (innan við 11 merk- ur), voru börn mæðra sem reykja. Kostnaður vegna umönnunar slíkra barna fyrsta æviskeiðið nemur um 152 millj- ónum dollara (um 6.232.000.000 fsL kr.) á ári, að því er fram kemur í rannsókn, sem heilsu- gæsluhagfræðingur að nafni Gerry Oster stjórnaði og nýlega var gerð opinber. Mjög smávaxin börn krefjast oft umönnunar á gjörgæslu- deildum, og það getur kostað tugi þúsunda dollara að bjarga lífi þeirra. Niðurstöður rannsóknarinn- ar varpa ljósi á þá staðreynd, að reykingar valda ekki einasta sjúkdómum, heldur stórauka þær einnig kostnað við heilsu- gæslu og fæðingarhjálp, segir John Pinney, sem starfar á reykingarannsóknastofnun Harvard-háskóla. í skýrslu um rannsóknina kemur einnig fram, að 5% heildarkostnaðar vegna gjör- gæslu nýfæddra barna ár hvert, stafa af reykingum mæðra þeirra. Margar rannsóknir, sem gerðar hafa verið undanfarið, hafa leitt i ljós, að mun meiri hætta er á, að börn þeirra mæðra, sem reykja, verði óeðli- lega smá vexti - en hinna sem ekki reykja. Gerist þá annað tveggja, að börnin eru fyrir- burðir eða undir eðlilegri stærð þrátt fyrir að vera fædd að lokinni fullri meðgöngu. neðanjarðarhreyfing Samstöðu segir hana 66 til 77 prósent. Þar sem engin óháð stofnun fékk að fylgjast með kosningunum er ómögulegt að skera úr um hver kjörsóknin var. „Réttarhöld verða hafin á hendur Walesa fyrir að hafa dreift röngum upplýsingum," sagði Urban við fréttamenn á viku- legum fréttafundi. Hann bætti því við að vestrænir fréttamenn, sem miðlað hafa fréttum frá Walesa, myndu ef til vill yfirheyrðir. Walesa sætir einnig réttarrann- sókn fyrir að taka þátt í óleyfi- legum félagsskap. Hefur hann ver- ið yfirheyrður tvisvar eftir leyni- lega fundi Samstöðufélaga i febrú- ar, þar sem Walesa og nokkrir að- rir leiðandi menn í félaginu ræddu áætlanir um verkföll gegn hækk- andi verði á matvælum. Urban sagði einnig að stjórnendur Len- inskipakvíarinnar í Gdansk, þar sem Walesa starfar, hefðu spurt um ferðir hans meðan á 14 daga veikindafríi stóð. „Það að hann hef- ur verið á ferli virðist í mótsögn við vottorð læknis, sem fullyrðir að hann hafi verið óvinnufær," sagði Urban. í nýjum heimkynnum ÞESSI mynd var tekin, þegar tíu keisaramörgæsum var leyft að fara í fyrstu gönguferðina sína í nýjum heimkynnum í þorpinu Bourton-on- the-water skammt fyrir vestan Lundúnaborg eftir að þær höfðu verið á annan mánuð í sóttkví. Mörgæsunum var bjargað úr klóm veiðimanna á suðurheimskautssvæðinu. Suður-Afríka: Fjórir menn myrtir í óeirðum Jóhanncsarborg, 22. október. AP. FJÓRIR svertingjar létu lífið í óeirð- um í Suður-Afríku í gær og í nótt. Miklar róstur voru á um 20 stöðum í landinu og voru lætin mest um- hverfís Höfðaborg. Stjórnmálafræðingur bar í dag vitni í réttarhöldum, sem nú fara fram gegn sextán andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar. Sagði hann að aldrei væri efnt til byltingar í skyndingu. Bylting ætti sér alla- jafna langan aðdraganda. Meðan á honum stæði reyndu byltingaröfl í þjóðfélaginu að varpa ábyrgðinni á því, sem miður færi, á herðar stjórnvalda og fegra eigin markmið í þeim tilgangi að varpa stjórninni af stóli. Suður afrískt dagblað greindi frá þvi í dag að kirkjuleiðtogar hygðust hundsa skipun stjórnvalda, og hefja viðræður við afrísku þjóðarfylking- una (ANC), sem er helsta skæru- liðahreyfingin í Suður-Afríku og hefur það að markmiði að steypa stjórninni af stóli með valdi. Lögregla greindi frá því í dag að skaðbrennt lík svertingja hefði fundist skammt frá borginni Port Elisabeth, sem er um 965 km. sunn- an af Jóhannesarborg. Svertingjar í Suður-Afríku búa slík örlög þeim, sem á hefur sannast að veiti lög- reglu upplýsingar, og er talið að hér hafi verið um slíkt morð að ræða. Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda: Harðlega deilt á einleik Svía í afvopnunarmáhim Palme-stjórnin hefur ekkert samráð við aðrar norrænar þjóðir og tillögur hennar koma þeim oft f opna skjöldu Osló, 22. olttóber. Frá ian Erik Laure, rréttaritara MorgunblaAains. RÍKISSTJÓRNIR íslands, Danmerkur og Noregs eru óánægðar með það, sem þær kalla einhliða afvopnunartillögur sænsku ríkisstjórnarinnar, tillög- ur, sem oft ganga í berhögg við tillögur vestrænna ríkja. Hafa utanríkisráð- herrar landanna þriggja deilt hart á sænskan starfsbróður sinn og fínnst sem Svíar geti a.m.k. búið þá fyrirfram undir tillögurnar, þ.e.a.s. ef það vakir þá yfírleitt fyrir þeim, að þær hafí einhver áhrif. Norska blaðið „Aftenposten" astur í garð Svía og lýsti hann vel þeirri gremju, sem verið hefur að búa um sig meðal norrænu NATO-landanna með athafnir Palme-stjórnarinnar í afvopnun- armálum. Geir Hallgrímsson, ut- anríkisráðherra íslands, og Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, tóku báðir undir orð Ellemann- Jensens. Utanríkisráðherrarnir þrir lögðu áherslu á, að þeir hefðu ekkert að athuga við, að Svíar vildu draga úr vígbúnaðarkapp- segir frá þessu í dag og kemur þar fram, að á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda í Osló í síðustu viku hafi ráðherrar landanna þriggja „ekkert verið að skafa utan af því“ við sænska utanríkisráðherrann. Urðu umræður mjög heitar en Sten Andersson, nýskipaður utan- ríkisráðherra Svía, sem þarna var í sinni fyrstu utanför í embætti, lofaði að taka málið til athugunar. Uffe Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Svía, var harðorð- Utanríkisráðherrar Norðurlanda. Ysrt til vinstri er Paavo Wayrynen, Finn- landi, þá Geir Hallgrímsson, Svenn Stray, Noregi, Uffe Ellemann-Jensen, Danmörku, og Sten Andersson, nýskipaður utanríkisráðherra Svía. Myndin var tekin í Ósló. hlaupinu og vinna að afvopnun, öll Norðurlöndin væru á einu máli um það, heldur gagnrýndu þeir, að Svíar skuli oftast nær ekkert samband hafa við aðrar ríkis- stjórnir á Norðurlöndum þegar þeir einir sér eða með öðrum ríkj- um leggja fram tillögur um af- Efni f heila veldur matgræðgi og ofáti n.n.u •ry nktAKor ap —* Dallax, 22. október. AP. VfSINDAMENN hafa komist að því að efni nokkuð í mannsheilanum sé virkasti áhrifavaldur aukinnar matariystar, sem vitað er um, og segja þeir að efni þetta gæti skipt miklu máli þegar um ofát er að ræða og önnur vandamál þar að lútandi Efninu var sprautað í heila á lifandi rottum og brugðust þær þegar við af mikilli matgræðgi. Á þriðja degi átu þær helmingi meira, en rottur gera venjulega, að sögn Söru Leibowitz, taugalif- fræðings við Rockefeller-háskóla íNew York. Tilraunin stóð i tíu daga og þyngdust rotturnar fjórum sinn- um meira dag hvern, en eðlilegt þykir. Leibowitz kynnti þessar niðurstöður á fundi félags tauga- fræðinga. Á fundinum sagði Leibowitz að efnið, neuropeptíð-Y, gæti valdið tímabundnu ofáti þeirra, sem eiga við sjúklega matarlyst (bulimia) að stríða, og einnig því, að venju- legtfólk ætiyfirsig. Hún sagði að sama gæti átt við fólk, sem þjáist af lystarleysi (anorexia), en rannsóknir sýna að lystarlausir eiga til að borða yfir sig, þó sjaldan og óreglulega sé. Vísindamenn halda fram að um 5 prósent bandarísku þjóðarinnar þjáist annað hvort af ofáti eða lystarleysi, og sé þar aðallega um konur að ræða. Báðir þessir sjúk- dómar, anorexia og bulimia, geta verið banvænir. Neuropeptíð-Y æsir upp löngun eftir sykri og kolvetni, sem oft og tíðum er uppistaðan af hvers kyns skyndifæðu og sætindum. Ofætur sækja einmitt í slíka fæðu, segir Leibowitz. Leibowitz heldur fram að neuro- peptíð-Y myndist í rottum, en aðeins fyrir fyrstu máltíð dagsins og til þess að rotta verði sér úti um næga næringu. Svo sé einnig um menn. Neuropeptíð-Y safnist fyrir yfir nóttina og stjórni matar- lystinni á morgnana. Efnið er eitt af tólf, sem eru náttúruleg í líkam- anum og hafa áhrif á matarlyst. Kolecystokínin (CCK) var fyrsta efnið, sem vísindamenn fundu, en það slævir matarlyst. Lyfjafyrir- tæki hafa mikið rannsakað þetta efni í leit að megrunarlyfi, en efnið sjálft nægir ekki eitt og sér, þar sem það leysist upp í meltingar- færunum. Leibowitz telur að neuropep- tíð-Y virki í nánum tengslum við efni, sem kallað er norepireprín. Bæði efnin hafa fundist samtvinn- uð í mannsheilanum og vitað er að norepireprín eflir löngun manna eftir sykri og kolvetni. Heilinn notar einnig norepireprín til að senda heilaboð. Ljóst er að norepireprín minnk- ar í fólki, sem þjáist af lystarleysi. vopnun, t.d. á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Gerðu þeir sænska utanríkisráðherranum það ljóst, að þeim fyndist það eðlilegt, að sænska ríkisstjórnin gæfi öðrum norrænum ríkisstjórnum kost á að kynna sér tillögur um afvopnun og hugsanlega leggja orð í belg um þær áður en þær væru lagðar fram á alþjóðavettvangi. Ellemann-Jensen, Geir Hall- grímsson og Stray nefndu það einnig, að það væri varla í þágu góðra málefna, eins og t.d. af- vopnunar, að ryðja frá sér ótal tillögum, sem allar ættu það sam- eiginlegt, að um þær gæti engin samstaða orðið. Utanríkisráðherrar íslands, Danmerkur og Noregs létu líka þau orð falla í umræðunum, að það ætti að vera meginregla í norrænu samstarfi, að engin ein ríkisstjórn aðhefðist neitt það, sem gæti vald- ið annarri erfiðleikum. Var þá vafalaust átt við þá klípu, sem norrænu NATO-löndin komast stundum í þegar Svíar koma með tillögur án nokkurs samráðs við hinar þjóðirnar, tillögur, sem ganga þvert á skoðanir þeirra í öryggis- og afvopnunarmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.