Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
5
Frá guðsþjónustunni í Þingrallakirkju. í predikunarstól er staöarprestur,
séra Heimir Steinsson. Morgunblaðið/Július
MorgunblaðiÖ/Bjarni
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, setur kirkjuþingið.
16. Kirkjuþing íslensku þjóð-
kirkjunnar sett á Þingvöllum
KIRKJUÞING 1985 hófst í gær með
guðsþjónustu í Þingvallakirkju og
að henni lokinni setti biskup fslands,
herra Pétur Sigurgeirsson, 16.
Kirkjuþing íslensku Þjóðkirkjunnar.
Meðal kirkjuþingsmanna var Jón
Helgason kirkjumálaráðherra.
Kirkjuþingið var sett á Þingvöllum
í tilefni þess að kirkjan er nú að
hefja undirbúning að því að minnast
1000 ára afmælis kristnitöku á ís-
landi, á Þingvöllum árið 2000.
Séra Jón Einarsson, prófastur í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd,
predikaði og altarisþjónustu önn-
uðust staðarprestur séra Heimir
Steinsson og séra Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, prófastur í
Hruna. Þá las Jón Helgason
kirkjumálaráðherra ritningar-
texta. Að lokinni guðsþjónustu
þáðu Kirkjuþingsmenn kaffi í
Þingvallabænum, i boði Þingvalla-
nefndar og prestshjónanna.
Að kaffidrykkju lokinni var
gengið aftur til kirkju þar sem
biskup íslands lýsti 16. kirkjuþing-
ið sett og Jón Helgason kirkju-
málaráðherra ávarpaði kirkju-
þingsmenn. Biskup fslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, minntist í
upphafi orða sinna tveggja fyrr-
verandi kirkjuþingsmanna, sem
létust á árinu, séra Gunnars Árna-
sonar, fyrrum sóknarprests í
Kópavogi, og Þórarins Þórarins-
sonar, fyrrum skólastjóra.
Síðan sagði biskup m.a.: „Hér
byrjaði það - þinghald bæði kirkju
og þjóðar. Kristinitakan árið 1000
og stofnun Alþingis 930 eru tveir
merkustu atburðir á íslandi. Dag-
ur og sól kristnitökuhátíðar er að
renna upp. Við héldum þjóðhátíð
1874, Alþingishátíð 1930, lýðsveld-
ishátið 1944,- og eftir 15 ár mun
renna upp sú fjórða, sem eftir sól-
armerkjum að dæma hefur bæði
efni og ástæður til að verða þeirra
þýðingarmest. - Kristnihátíð - þús-
und ára kristnitökuhátíð. - Og nú
er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Þriggja manna milliþinganefnd
hefur starfað til þess að gera frum-
drög að undirbúningi, og á sú
nefnd að skila áliti á þessu þingi.
Af kirkjunnar hálfu má segja, að
undirbúningur sé hafinn með
þessu Kirkjuþingi, - þess vegna er
það sett á Þingvöllum".
Kirkjuþing stendur til 31. októ-
ber og verða fundir haldnir í Safn-
aðarheimili Bústaðakirkju. t dag,
miðvikudag, flytur biskup fslands
skýrslu kirkjuráðs, sem er fram-
kvæmdaraðili Kirkjuþings, og
einnig frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um almannafrið á
helgidögum kirkjunnar.
/01. K. M.
Þrír af forystumönnum Landssambands Iðnaðarmanna. Frá vinstri: Sigmar
Ármannsson lögfræóingur sambandsins, Sigurður Kristinsson forseti og Þór-
ólfur Jónsson framkvæmdastjóri.
41. Iðnþing íslendinga hefst á morgun:
Verkmeimtun í ljósi
þjóðfélagsbreytinga
aðalstef þingsins
Sigurður Kristinsson forseti mun
ekki gefa kost á sér til endurkjörs
BÆIT verkmenntun - aukin hag-
sæld, er yfirskrift 41. Iðnþings Is-
lendinga, sem verður haldið á Hótel
Sögu dagana 24.-26. október nk.
Iðnþing kemur saman annað hvert
ár og hefur það æðsta vald í málefn-
um Landssambands iðnaðarmanna.
Á þinginu verður sérstaklega leitast
við að skoða stöðu iðnmenntunar á
landinu í Ijósi þjóðfélagslegra breyt-
inga, en auk þess verður ályktað um
ýmis hagsmunamál einstakra iðn-
greina og iðnaðarins almennt. Enn-
fremur verður fjallaö um iðnaðar-
stefnu og iðnþróun og stefnuskrá
landssambandsins tekin til umræðu
í því sambandi. Yfir 200 fulltrúar
eiga seturétt á Iðnþingi nú.
Á þinginu verður einnig kosinn
nýr forseti og varaforseti Lands-
sambands iðnaðarmanna. Núver-
andi forseti, Sigurður Kristinsson
málarameistari, og varaforseti,
Sveinn A. Sæmundsson, blikk-
smíðameistari, munu ekki gefa
kost á sér til endurkjörs. Sigurður
Kristinsson hefur verið forseti
landssambandsins í 12 ár. Einn
maður hefur lýst sig fúsan til að
bjóða sig fram til forseta, Harald-
ur Sumarliðason, byggingameist-
ari, en hann hefur átt sæti í stjórn
landssambandsins frá 1976.
Meðal málaflokka, sem fjallað
verður um á þinginu, eru iðnaðar-
lögin, skattamál, og útflutnings-
og markaðsmál, tæknistofnanir
iðnaðarins, innkaupastefna, lána-
mál og fjármögnum fyrirtækja,
„svört atvinnustarfsemi", fríversl-
un og tollamál. Að sögn landssam-
bandsmanna má búast við fjörug-
um umræðum um skattamálin,
einkanlega gildi þess að taka upp
virðisaukaskatt. Skoðanir eru
mjög skiptar um það mál innan
Landssambands iðnaðarmanna.
Þá verða iðnaðarlögin tekin til
umræðu og þeirri spurningu velt
upp á yfirborðið hvort til greina
komi að afnema eða breyta löggild-
ingu starfa í iðnaði.
Landssamband iðnaðarmanna
eru samtök atvinnurekenda í lög-
giltum iðngreinum. Um 3 þúsund
rekstraraðilar í iðnaði eru innan
vébanda sambandsins, en starfs-
fólk í löggiltum iðngreinum er
talið vera um 18 þúsund talsins.
LATTU HENDUR
STANDA
FRAM ÚR ERMUM
Frá Herragarðinum.
-fierra-
GARÐURINN
AÐALSmET19 S12234
^Sjjjj^Góóan daginn!