Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Filippseyjar: 30 manns deyja í skriðuföllum Manila, Filippneyjum, 22. okliber. AP. AÐ MINNSTA kosti 30 manns létust í skridufollum og 20 er saknað á svæði þar sem gull er unnið á Filipps- eyjum. Skriðuföllin urðu vegna mik- illa rigninga sem hafa verið á þessu svæði undanfarið, sem er um 960 kflómetra í suðaustur af Manila. Auk þess slösuðust 30 manns að þvl er talið er í skriðunum. Flogið var með björgunarsveitir úr hern- um á staðinn og eru björgunar- aðgerðir í gangi. Skriðurnar tóku með sér 22 hús og lokuðuð námu- göngum fimm náma að því er opinberar fregnir herma. Aðrar fregnir herma að 46 hafi látist. Astralía: Vestur-Berlín: Noregur: Vilja ekki afsala sér rétti til hrefnuveiða Alnæmissjúku barni meinuð skólaganga Lake Mummorah, Ástralíu, 22. október. AP. Skólayfirvöld hafa útilokað þriggja ára gamalt barn, Evu van Grafhorst sem sjúk er af alnæmi, frá því að sækja forskóla í heimabæ sínum eftir að hún beit skólasystur sína. Hafa skólayfirvöld tilkynnt foreldrunum að þau geti ekki hætt á að börnin í skólanum sýkist af þessum ólæknandi sjúkdómi. Þessi ákvörðun var tekin rétt eftir að foreldrar telpunar höfðu sigrast á andstöðu annarra for- eldra og skólayfirvalda gegn því að barnið fengi að sækja skólann. Foreldrarnir, John og Gloria van Grafhorst, voru látin vita í október á síðasta ári að Eva væri sjúk af alnæmi á öðru stigi. Eva fæddist þrem mánuðum fyrir tímann og telja læknar að blóðgjöf sem bjargaði lífi hennar hafi valdið sýkingunni. Af 109 alnæmissjúkl- ingum sem vitað er um í Ástralíu hafa 50 látist. Afgerandi meiri- hluti kýs aö hafa varnarlið Veslur-Berlín, 22. oktéber. AP. í NÝRRI skoðanakönnun kemur fram að meirihluti Vestur-Berlín- arbúa er hlynntur því að varnarlið frá Frökkum, Bretum og Banda- ríkjamönnum verði áfram í Vestur- Berlín. Útvarpsstöð frjálsrar Berlínar gerði skoðanakönnununina. Hringt var í 615 manns og svöruðu 78% aðspurðra því til að herlið bandamanna í Vestur-Berlín væri nauðsynlegt öryggi borgarinnar. Aðeins 22 prósent voru á öndverð- um meiði og sögðu að hermennirn- ir hefðu gegnt sínu hlutverki og væru óþarfir. Niðurstöður könn- unarinnar voru kynntar seint í gærkvöldi, mánudagskvöld. Berlín liggur um 2Ö0 km inni í Austur-Þýskalandi og skiptist í fernt á milli Frakka, Breta og Bandaríkjamanna og Sovét- manna. Sovéski hlutinn er höfuð- borg Austur-Þýskalands, Austur- Berlín, en Vestur-Berlín heyrir undir hina þrjá aðilana. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru 84% Berlínarbúa þeirrar skoð- unar að vera varnarliðs sé ekki til ama, eða aðeins til smávægilegra óþæginda. Níu prósent kváðust verða fyrir truflunum og fjögur prósent sögðu varnarlið Vestur- valdanna vera til mikilla óþæg- inda. 67 prósent aðspurðra sögðust ekki myndu finna til sömu örygg- iskenndar, ef Vestur-Berlín væri á valdi Sovétmanna eða Austur- Þjóðverja. Þrjátíu prósent kváðu ekki skipta máli hvort sveitir Atl- antshafsbandalagsins, eða Var- sjárbandalagsins gættu öryggis í borginni og þrjú prósent sögðu ör- yggi myndi aukast undir vernd- arvæng Varsjárbandalagsins. Um 74 prósent þeirra, sem vildu heri NATO á braut, eru félagar í vinstri flokki er kennir sig við hinn kostinn (Die alternative Liste) og er í bandalagi við græn- ingjana (Die Grúnen). Vestur-Berlín telur um tvær milljónir íbúa. Osló, 22. október. Frá Jan Erik Laure, fréttariUra Morgunblaóaina. NORÐMENN munu fyrst um sinn láta ógert að afsala sér rétti til að veiða hrefnu og þeir hafa allan fyrirvara á að því er varðar sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því í sumar ura algjöra friðun hrefnustofnsins. Norðmenn eru þar með eina þjóðin, sem ekki virðir samþykktina um algjöra frið- un hrefnustofnsins í Norðaustur- Atlantshafi. Hins vegar hefur lokaákvörð- un ekki enn verið tekin í málinu; það verður gert að ári. Aður en til þess kemur ætla Norðmenn að standa fyrir sjálfstæðum rannsóknum á stofninum. I því felst, að þeir treysta ekki rann- sóknum þeim, sem Alþjóðahval- veiðiráðið byggir á. Gunnar Sætersdal, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar í Björgvin, segir, að þessar rannsóknir taki aðeins til síðustu tíu ára, en þá hafi verið mikil lægð í aflabrögðunum. Marga áratugi þar á undan hafi stofn- inn á hinn bóginn verið í góðu jafnvægi; og það eru einkum gögn er snerta þetta tímabil, sem Veiðarfæri norska hrefnuveiðarans fjord hafði viðkomu á Akureyri. vísindamennimir vilja líta nánar á. Það skín í gegnum orð Sæter- dals, að Norðmenn séu trúaðir á, að miklu meira sé um hrefnu en fram komi í alþjóðlegum rann- sóknum. Norski sjávarútvegsráðherr- ann, Eivind Reiten, kveðst óttast alþjóðlegar refsiaðgerðir í fram- haldi af þessari ákvörðun stjórn- Andfjord. Myndin var tekin er And- arinnar, en líffræðilegar niður- stöður rannsókna verði látnar ráða mestu um framhald veið- anna. Til greina getur komið að senda varðskip til verndar norsk- um hrefnuveiðibátum komi t.d. til þess, að náttúruverndarsam- tökin Greenpeace reyni að hindra veiðarnar. Viðræður um herstöðvar Bandaríkjamanna á Spáni Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Nancy kona hans bregða stundum á leik á flötinni fyrir framan Hvíta húsið og leyfa henni Lucky að ærslast dálítið en svo heitir tíkin þeirra. Þessi mynd var tekin um miðjan mánuðinn þegar þau hjónin voru nýkomin frá sveitasetrinu Camp David. hana i landinu snemma á næsta ári. Gonzales hefur sagt, að hann geti fengið samþykki þjóðar sinnar fyrir áframhaldandi aðild að NATO með því að fækka í herliði . Bandaríkjamanna. Hann heldur því fram, að sá munur sé á, að Bandaríkjamenn hafi ekki komið til Spánar í hlutverki frelsishers eins og það gerði á sínum tíma í öðrum ríkjum Vestur-Evrópu. Víetnam: 769 deyja í hvirfilbyl Tókýó, Japan, 22. október. AP. FREGNIR frá Vietnam herma að 769 hafi látist í hvirfilbyljum sem gengu yfir landið í september og október. 128 annarra er saknað. Samkvæmt blaðafregnum í Víet- nam hafa þúsundir húsa eyðilagst og hrísgrjónaakrar og bændabýli eru umflotin vatni. Þær herma einnig að Ástralíumenn hafi heitið Vfetnömum aðstoð, meðal annars með því að senda tvö þúsund tonn af matvöru til Víetnam. Brugðið á leik við Luckg AP/Símamynd Madrid, 22. októbei. AP. FULLTRÚAR Spánar og Bandaríkj- anna koma saman á morgun til við- ræðna um hugsanlega fækkun í bandaríska herliðinu á Spáni. Sam- komulag er um, að viðræður þessar fari fran með leynd. Formaður spönsku viur-eðunefndarinnar er Maximo Cajal aðstoðarráðherra en formaður þeirrar bandarísku er Thomas Enders sendiherra. Samkvæmt gagnkvæmum samningi við Francisco Franco hershöfðingja, sem undirritaður var 1953, tóku Bandaríkjamenn fyrst fjórar herstöðvar á leigu á Spáni. Eins og er þá eru 12.545 hermenn auk 1.669 starfsmanna, sem ekki eru í hernum, í þessum herstöðvum svo og tveimur at- hugunarstöðvum og birgðastöð, sem Bandaríkjamenn hafa einnig. Herstöðvasamningurinn milli landanna var framlengdur af jafn- aðarmannastjórn Felipe Gonzales forsætisráðherra 1983 og rennur samningurinn út 1988. Talið er, að Spánverjar hafi einkum áhuga á að fækka í herliði Bandaríkja- manna í herstöðvum flughers þeirra í Zaragoza og Torrejon de Ardoz rétt fyrir utan Madrid. Báð- ar þessar herstöðvar eru í grennd við stórar borgir og hafa andstæð- ingar aðildar Spánar að NATO einkum beint mótmælaaðgerðum sínum gegn þeim. Spánn gerðist aðili að NATO í maí 1982 er miðflokkastjórn var þar við völd. Spánski herinn tekur hins vegar ekki þátt í hernaðar- samstarfinu innan NATO. Enda þótt jafnaðarmenn hafi upprunalega verið andvígir aðild Spánar að NATO, þá eru þeir fylgj- andi aðild nú og vilja láta þjóðar- atkvæðagreiðslu fara fram um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.