Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
29
Fyrirspurnir og svör
störfum í strjálbýli á sama tíma og
talað væri um „offramboð á lækn-
um“.
440 réttíndalausir kennarar
Tjarnarskóli innan reglna um skipulag grunnskóla
ÁKVÆÐI nýrra þingskapa, er kveða
á um að fyrirspyrjandi og ráðherra,
sem fyrirspurn svarar, taki einir til
máls í umræðu um fyrirspurn, komu
til framkvæmda í fyrsta sinni í
Sameinuðu þingi í gær. Gengu mál
mun greiðlegar fram en með eldra
fyrirkomulagi. Hér verið getið nokk-
urra efnisatriða í svörum ráðherra.
Lögverndun starfs-
heitis kennara
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, kvað nefnd, sem
skipuð væri fulltrúm ráðuneytis
og kennarasamtaka, hafa unnið
að undirbúningi þessa máls frá því
í október 1984. Drög frá nefndinni
hefðu borizt sér en hann gæti ekki
gert þau að umræðuefni á þessu
stigi. Vilji stæði til þess að setja
hliðstæð lög um starfsheiti kenn-
ara og samþykkt hefðu verið um
starfsheiti bókasafnsfræðinga í
maí 1984. Kennarar hefðu hinsveg-
ar hug að á ná fram aukinni vernd-
un starfsréttinda, umfram það
sem lög kvæðu þegar á um. Spurn-
ing væri hvort setja ætti ein lög
um starfsheiti og starfsréttindi.
Viðkomandi nefnd hefur ekki full-
lokið störfum, sagði ráðherra, og
ég get ekki tímasett starfslok
hennar, sagði hann ennfremur.
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.), fyrir-
ftiwnei
spyrjandi, taldi þau tíðindi, sem í
svari ráðherra kæmu fram, ill.
Hún sagðist þó eiga von á því að
kennurum þættu þau enn verri.
Tjarnarskóli - “for-
réttindaskóli“?
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sagði starfsheimild
Tjarnarskóla byggða á gildandi
lögum sem og fordæmum (ísaks-
skóla, Landakotsskóla og Hlíðar-
dalsskóla). Tjarnarskóli færi í
engu út fyrir ramma útgefinna
reglna um skipulag grunnskóla.
Magnús H. Magnússon (A) sagði
þann mun, sem væri á símagjöld-
um, í engu samræmi við mismun
á tilkostnaði hjá Pósti og síma.
Skýringuna á þessum mun væri
fyrst og fremst að finna í gamla
vísitölukerfinu, sem aðeins hefði
mælt kostnað vísutölufjölskyld-
unnar svokölluðu, sem lögheimili
hefði haft í Reykjavík. Mál væri
að linnti.
Stefán Benediktsson (BJ) kvað
þetta mál, eins og önnur, hafa tvær
Ráðherra kvað ekki ljóst hvað
fyrirspyrjandi ætti við með orðun-
um „mismunun nemenda". Er
hann að slá því föstu, fyrirfram,
að Tjarnarskóli hafi yfirburði
umfram ríkisskóla? Ráðherra
staðhæfði að Tjarnarskóli kostaði
ríkið minna á hvern nemenda en
ríkisskólar. Fyrirgreiðsla Reykja-
víkurborgvar við skólann fælist í
húsnæðinu einu.
Hjörleifur Guttormsson (Abl),
fyrirspyrjandi, kallaði Tjarnarskóla
forréttindaskóla, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði skapað áður óþekkt
skilyrði við grunnskólahald. Með
hliðar. Hætt væri við að þetta mál
gæti orðið mótvirkt gegn tilgangi
í fyrra máli Hjörleifs, þ.e. að auka
hlut strjálbýlis í stjórnsýsluþátt-
um og þjónustu. í verzlun og þjón-
ustu hefði höfuðborgarsvæðið
stóran vinning fram yfir strjálbýli
í fjölbreytni og jafnvel gæðum.
Samkeppnisstaða verzlunar og
þjónustu í strjálbýli versnaði en
batnaði ekki við það að markaður
þessarar starfsemi fengi ódýrari
leið að öðrum frambærilegri þjón-
honum væri verið að innleiða mark
aðslögmálin í menntakerfið.
Heilsugæzla í Vopnafiröi
Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigð-
isráðherra, sagði heilsugæzlulækni
í Vopnafirði hafa fengið ársleyfi
frá störfum til endurmenntunar.
Jafnframt hafi verið frá því gengið
hann kæmi að þessum námstíma
loknum til frambúðarstarfs
nyrðra. Ráðuneytið og landlæknir
myndu gera allt, sem í þeirra valdi
stæði, til að brúa þetta bil, en ekki
hefði enn tekizt gera það að fullu.
Hjörleifur Guttormsson (Abl.),
fyrirspyrjandi, taldi það furðu gegna,
hver tregða lækna væri til að sinna
ustufyrirtækjum.
Matthías Bjarnason, ráðherra
Pósts og síma, vakti athygli á því
að þetta væri eina opinbera stofn-
unin, sem hefði ekki hækkað gjald-
skrá síðan 1983. Þvert á móti
lækkað þjónustugjöld. Almennt
afnotagjald hefði verið lækkað.
Skrefagjald hefði verið lækkað.
Og telexþjónusta hefði lækkað.
Þessi verðlækkun hefði og dregið
úr verðmismun eftir landshlutum.
Áætlun um lagningu sjálfvirks
síma í sveitir, sem taka átti fjögur
ár, styttist um eitt ár.
Ráðherrann taldi að farsímar,
sem nú færi fjölgandi ykju á öryggi
í umferð og í strjálbýli. Fólk á
fjöllum uppi og sjómenn (í nánd
við land) gætu nýtt þessa síma.
Hann sagði að verðjöfnun yrði
að ná í áföngum. Þegar væri ýtt úr
vör í því efni.
440 réttindalausir
kennarar
^verrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra, sagði fjölda rétt-
indalausra kennara vera eftir
kennsluumdæmum: Reykjavík 13,
Reykjanes 61, Vesturland 55, Vcst-
firðir 61, Norðurland vestra 51,
Norðurland eystra 80, Austurland
71 og Suðurland 49. Samtals 441.
Þar af hefðu 156 réttindalausir
kennarar verið ráðnir í fyrsta sinni
nú í haust.
Fyrirspyrjandi var Hjörleifur
Guttormsson.
ísland mótmælir
adskilnaðar-
stefnu S-Afríku
Geir Hallgrímsson, utanríkisráó-
herra, sagði ísland hafa eindregið
mótmælt á alþjóðavettvangi að-
skilnaðarstefnu í S-Afríku. Þau
mótmæli hefðu verið viðhöfð í
samvinnu við aðrar Norðurlanda-
þjóðir allar götur síðan 1978. Vís-
aði hann til texta í sameiginlegum
áætlunum Norðurlanda um þetta
efni. Ráðherra sagði hinsvegar að
viðskipti okkar við S-Afríku væru
nánast engin og viðskipti annarra
Norðurlanda léttvæg, þó þau væru
mun meiri en okkar. Ráðherra
vitnaði einnig til harðorðra mót-
mæla sem fram komu í ræðu hans,
fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnar-
innar, á þingi Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem talað væri um þessa
stefnu sem ómannúðlega, grimma
og ranga.
Ráðherra sagði að samskipti á
íþróttasviði væru mál íslenzkrar
íþróttahreyfingar, en virða yrði
sjálfsákvörðunarrétt hennar og
annarra frjálsra félagasamtaka.
Hinn almenni borgari hefði og
ákvörðunarvald varðandi það,
hvert hann beindi kaupum á
neyzluvöru sinni.
Fyrirspyrjandi,Steingrímur Sig-
fússon (Abl.) þakkaði svar ráðherra
og þá nýbreytni, að dreifa fylgigögn-
um með svari ráðherra. Hann ítrek-
aði þó að fhuga bæri einhliða íslenzk-
ar aðgerðir, t.d. alhliða viðskipta-
bann.
Samgönguráðherra um Póst og síma:
Eina ríkisstofnunin sem
hefur lækkað gjaldskrá
Verðjöfnun tvíbent vopn að dómi þingmanna
Hjörleifur Guttormsson (Abl.) mælti fyrir tveimur tillögum til þingsályktunar
í gær, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýðubandalagsins, auk
þess sem hann var mikilvirkur aðili að fyrirspurnatíma þingsins, samanber
aðra frétt hér á þingsíðu. Fyrri tillagan fjallar um „nýja byggðastefnu og
valddreifingu til héraða og sveitarfélaga" Hún kveður á um að „fela ríkis-
stjórninni að marka nýja og þróttmikla byggðastefnu". Síðari tillagan fjallar
um „sama gjald fyrir símaþjónustu á öllu landinu".
[ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar |
Viðtalstími
í dag 23. október mun elnn at stjórnarmeö-
limum okkar, Elin Fríóa Slguróardóttlr,
veróa tll vlótals á skrlfstofu Heimdallar, Háa-
leitisbraut 1, i síma 82900 mllli kl. 15.00 og
17.00.
Hafnfirðingar
— launþegar
Þór félag sjálfstaeóismanna í launþegastétt
heldur aðalfund mánudaginn 28. október
1985 i Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Astand og horfur í kjaramálum. Fram-
sögumaöur: Siguröur Óskarsson form.
verkalýðsráðsSjálfstæðisflokksins.
3. Almennar umræður.
4. Inntakanýrrafélaga.
Felagsmenn fjölmennið Launþegar hvattlr til aö mæta.
StjórnÞórs.
Aðalfundur Óðins
Aöalfundur Málfundafélagsins Óðins verö-
ur haldinn sunnudaginn 27. október nk. kl.
14.00 i Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitis-
brautl.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. önnurmál.
Gestur fundarins verður Davíö Oddsson
borgarstjóri.
Stjórnin.
Ráðstefna um sveitar
stjórnarmál
Málefnanefndir Sjálfstæðlsflokkslns um
sveitarstjórnar- og byggöamál og skipu-
lags-og umhverfismál efna til ráöstefnu um
sveitarstjórnar- og byggðamál og skipu-
lags- og umhverfismál fimmtudaglnn 31.
október 1985 í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
Reykjavfk.
Til ráöstefnunnar er boöiö öllum fulltrúum
Sjálfstæöisflokksins i sveitarstjórnum og
öörum áhugamönnum.
Dagskrá ráöstefnunnar er sem hér segir:
Fímmtudagur 31. október:
kl. 09.00 Setning ráöstefnunnar.
Avarp formanns Sjálfstæöis-
flokksins, Þorsteins Pálssonar, fiármálaráöherra.
kl.09.15 Framsöguerindi.
kl. 10.00 Starfíhópum:
a) Um frumvarp tll sveltarstjórnarlaga.
b) Um verkaskiptingu rikls og sveitarfélaga.
c) Umundirbúningkosninga1986.
d) Umskipulags-ogumhverflsmál.
kl. 14.30 Alitstarfshópaafgreidd.
kl. 17.30 Ráðstefnuslit.
Vinsamlegast tilkynniö þátttöku f sfma 91-82900 fyrir 25. október
1985.
Ráðstafnugögn varöa fáanleg hjá formönnum sjálfstæöisfélaganna.
Nú skulum við halda fund
Ha, fund? Kann einhver aö spyrja.
Hér er auövitaö átt viö fund skólanefndar Heimdallar sem haldinn
veröur í Valhöll föstudaginn 25. október kl. 21.00.
Nú er kjörlö tækifæri fyrir Heimdellinga í framhaldsskólum og aóra
áhugasama aö mæta á staöinn og spjalla um skólamálin yfir léttum
veitlngum.
Nefndin
Mosfellssveit
Hreppsnefndarfull-
trúar Sjálfstæðis-
flokksins, Helga
Richter formaöur
skólanefndar og
Óskar Kjartansson
formaður íþrótta-
mannvirkjanefndar,
veröa til viötals i Hlé-
garói fimmtudaginn
24. október kl.
17.00-19.00.
Sjálfstæóisfélag Mosfeiiinga.
Fulltrúaráð sjálfstæöis-
-félaganna í Kópavogi
boöar til fundar mióvikudaginn 23. október nk. kl. 20.30 í sjálfstæóis-
húsinu í Kópavogi aö Hamraborg 1,3. hæö.
Fundarefni:
1. Tillaga stjórnar um prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninganna voriö
1986.
2. Kosning fjögurra fulltrúa i kjörnefnd.
3. Umraaöur um kosningaundirbúning og bæjarmál. Bæjarfulltrúar
flokksins flytja stuttar framsögur og svara fyrirspurnum.
Fulltrúar eru hvattir til aö f jölmenna á fundinn.
Stjómin.