Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Minning: Asgeir M. Ásgeirsson - fgrrv. skipstjóri Fæddur 20. febrúar 1910 Dáinn 14. október 1985 Heiðursmaðurinn Ásgeir M. Ásgeirsson hefur siglt sínu lífs- fleyi í lokahöfn. Skip hans er kom- ið að landi. Frá unga aldri stóð hann i stafni og stýrði knerri gegnum brim og boða við bylgjóttar strendur og úfinn sæ Atlantsála. Óhikað má telja hann í hópi Y~ þeirra vormanna íslands sem | lögðu undirstöðuna að því velferð- arríki sem þjóðin býr við í dag. Það þurfti karlmenni sem ekki æðruðust, til að sigla yfir hafið á styrjaldarárunum þegar hættur drápsvopna lágu í undirdjúpunum, og hver míla gat verið hin síðasta. Fiskurinn skyldi seljast í bresk- um höfnum — þjóðin að njóta hagnaðarins. Ásgeir M. gerði ávallt fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Hann var hreinn og beinn — sagði skoð- anir sínar skeleggt, bæði um menn og málefni — hræsnaði aldrei — og hann var mikill vinur vina sinna. Hann átti einnig sterka trú á mátt og megin einstaklingsins, og því var hann hinn kröftugi stólpi í öllu starfi þeirra sem vilja ein- staklinginn í öndvegi. Á kveðjustundu skulu færðar einlægar þakkir, bæði persónulega frá þeim sem þessar línur ritar, svo og öllum þeim fjölmörgu sem áttu því láni að fagna að starfa með Ásgeiri að málefnum Sjálf- stæðisflokksins í ungu vaxandi bæjarfélagi — Seltjarnarnesbæ. Þar var hann sá sterki bakvörður sem ráðlagði, efldi og hvatti — aldrei með hálfvelgju, heldur ávallt heill í öllu. „Gjör rétt, þol ei órétt" gátu sannarlega verið hans einkunnarorð. Vaxandi bæjarfélag er fátækara við brottkall þessa góða félaga, en tímans þungi niður heldur áfram, og því mun fyrr en seinna verða ýtt úr vör á Seltjarnarnesi nýjum björgunarbáti sem Ásgeir M. átti sinn stóra þátt í að verður að veruleika. Þá er sá bátur klýfur brim og holskeflur Ægis, með þá æskumenn í stafni, sem erfa eiga það þjóðríki, sem kynslóð þess sem hér er kvaddur gerði að vel- ferðarþjóðflegi, mun í því fleyi minning hans halda áfram að lifa, við þær sjávarstrendur þar sem hann áður sótti björg í bú. Skip míns góða vinar er komið að landi. Magnús Erlendsson Ásgeir Magnús Ásgeirsson skip- stjóri og kaupmaður, sem hér er minnst, fæddist í Tröð í Álftafirði við Djúp 20. febrúar 1910. Foreidrar hans voru hjónin Ásgeir Ingimar Ásgeirsson, út- gerðarmaður og kaupmaður í Súðavik, og Þorbjörg Hannibals- dóttir Sveinbjarnarsonar bónda Egilssonar í Lágadal á Barða- strönd. Ásgeir Ingimar var sonur Ásgeirs bónda á Svarthamri Ás- geirssonar, hreppstjóra á Kleifum í Skötufirði og er þetta vestfirsk ætt mann fram af manni og margt þeirra ættmenna þekktir mann- dómsmenn og skemmtilegt fólk. Einar Guðfinnsson segir í sinni sögu, að Ásgeir Ingimar hafi verið með skemmtilegustu mönnum sem hann hafi kynnst: „Honum varð allt að sögu,“ og svo var um son hans Ásgeir, að hann þótti skemmtilegur og sögumaður ágætur eins og margir vestfirskir sjómenn. Vestra ólust sjómenn upp við að segja sögur, fyrst í verbúðunum á árabátatímanum og síðan í lúkurunum á skútum og útilegubátum og allar urðu þær sögur að vera skemmtilegar; skop- sögur eru sjómönnum eigin- legastar. Ásgeir M. Ásgeirsson kunni það fyrst af sínum langa vinnudegi að segja, að hann var átta ára gamall að hjálpa föður sínum í fisktil- gerð, eins og Vestfirðingar sögðu á hans tíð, þeir gerðu til fisk en ekki að fiski, og flatti faðir hans fiskinn en snáðinn vaskaði hann upp úr stampi fullum af sjó. Þegar faðir hans hafði flatt síðasta fiskinn, átti strákur eftir að vaska upp nokkra fiska úr stampinum. Um leið og Ásgeir Ingimar var að fara úr sjóklæðunum valt sonur hans útaf við stampinn steinsof- andi niður í fjörugrjótið. Ásgeir hafði gott atiæti hjá foreldrum sínum, en þetta var lenskan að börn færu snemma að vinna eins og geta þeirra leyfði og veitti sjaldan af í þennan tíma að hver og einn gerði það sem hann orkaði til bjargar sér og sínum. Ellefu ára gamall varð Ásgeir kokkur á skaki á 11 tonna súð- byrðingi sem Andvari hét. Þeir lágu úti svo sem venja var á færa- veiðunum og söltuðu í bátinn. Margar eru sögurnar af ungling- um, sem fengu þau afleitu kynni fyrst af sjómennsku að kokka fyrir skútukarla og á færabátnum Andvara var allt sama lífið og á skútunum áður. Þetta var hið versta verk, og enn verra á litlum færabát en skútu, þrengslin meiri og aðeins kabyssa til að elda á og bátarnir ultu meira, létu verr en skúturnar og það var sjaldan svo kyrrt í sjó að kokkurinn mætti sleppa hönd af soðningarpottinum á kabyssunni og oft flaug bæði kokkur og pottur yfir lúkarinn yf- ir í hina síðuna og þá varð að tína soðningarstykkin upp og byrja á nýjan leik eldamennskuna. Það er kunnast þjóðinni, að Þór- bergur Þórðarson gafst upp við sjómennskuna einmitt í þessu starfi, en því var öfugt farið um Ásgeir, hann varð ákveðinn í að gerast sjómaður, það kom ekkert annað starf til álita fyrir honum. Ásgeir var nefnilega fæddur sjó- maður, honum var gefin harkan til sjómennskunnar og líkams- burðirnir, hann var snemma hraustmenni. Ekki varð meira um róðra Ás- geirs á bátum vestra í bili, því að hann fluttist suður til Reykjavík- ur með foreldrum sínum þá á þrettánda árinu. Hann átti þá eft- ir að ljúka fullnaðarprófi úr barnaskóla og varð því að vera einn vetur í barnaskóla í Reykja- vík. Þar stóð hann sig með þeim ágætum að foreldrar hans og kennarar töldu sjálfsagt að hann gengi menntaveginn, en piltur var ekki aldeilis á því. Hann féllst á að fara í gagnfræðaskóla en lengri skólaganga kæmi ekki til mála, hann ætlaði að vera sjómaður og ekki neitt annað. Þegar kom að lokaprófinu var Ásgeir stíft að hugsa um að láta sig falla á próf- inu til að öruggt væri að hann yrði ekki að halda áfram setu á skóla- bekk. Hann trúði einum kennara sínum, Einari Magnússyni, fyrir þessari ætlan sinni, en Einar brást illa við og einnig stærð- fræðikennarinn Ólafur Daníels- son, sem frétti af þessari ætlan. Ásgeir var í sérlegu uppáhaldi hjá ólafi, því að stærðfræði lét honum vel og það er svo um marga skip- stjórnarmenn að þeir eru góðir stærðfræðingar að eðlisfari og sú gáfa kemur þeim náttúrlega betur en til dæmis skáldskapargáfa, enda fátítt að þeir geti sett saman vísu. Ásgeir lauk gagnfræðaprófinu 1927 með láði en hafði samt sitt fram, fór á sjóinn og þar var hann í þrjátíu ár, en þá bilaði maginn og hann varð að fara í land. Ásgeir sagði svo um skólalær- dóm: Maður lærir margt í skóla þau ár sem maður er þar, en á sjónum er maður að læra allt lífið. Ásgeir átti fjölbreyttan sjó- mannsferil. Hann var fyrst á Fróða með þeim mikla aflamanni Þorsteini Eyfirðingi en þar var aldrei nema mannval og síðan á togaranum Hafsteini með Lúðvík Vilhjálmssyni, einnig miklum aflamanni á sinni tíð. Haustið 1932 fór Ásgeir í Stýrimannaskól- ann og lauk hinu meira fiski- mannaprófi vorið 1933 og var hæstur sinna bekkjarfélaga á því prófi. Um vorið, stuttu eftir að hann kom frá prófborðinu, réðst hann á spánskan togara, Euskal- enria, sem kom inn með veika t Móðir okkar, tengdamóölr og amma HALLDÓRA FRIDRIKSDÓTTIR frá Efri-Hólum, fyrrverandi skólastjóri, andaöist á heimili sínu, Hraunteig 13. aö kvöldi hins 21. október. Jarðarförin auglýst síöar. t Maöurinn minn, EGGERT LAXDAL, Norheimstolin 43, Haugasund, Noregi. lést á heimili okkar 21. þessa mánaöar. Jaröarförin fer fram 25. þessa mánaöar. Sigurlaug Siguróardóttir, Guörún Siguróardóttir, Sigurður Blöndal, Björn Sigurósson, Hannelore Sigurösson, Berit Laxdal og börn. og barnabörn. + I Hjartkær sonur okkar, bróöir og faöir, HAFLIDI GÍSLI GUNNARSSON, Kjalarlandi 25, lést af slysförum 20. þessa mánaöar. Gunnar Sigurgíslason, Ásdís Hafliöadóttir, Nína Gunnarsdóttir, Linda Gunnarsdóttir, Ásdís Hafliöadóttir. t Ástkær eiginmaöur minn. faöir, tengdafaðir og afi, SIGURDUR S. MAGNUSSON prófessor, Flókagötu 54, Reykjavík, andaöist mánudagskvöldiö 21. október í Borgarspitalanum. Audrey Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. + I t Móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, VALGERDUR GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarkona, veröur jarösungin frá Fossvogskirkiu föstudaginn 25. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Blindrafélagiö. Jakob Tryggvason, Ragnheiður Jónsdóttir, Bjarney Tryggvadóttír, Árni Jónsson, Jónína Tryggvadóttir, barnabörn og langömmubörn. ÁSGEIR M. ÁSGEIRSSON, kaupmaöur, Sjóbúöinni, Grandagarói, Melabraut 7, Seltjarnarnesi, sem lést mánudaginn 14. október sl., veröur jarösunginn frá Nes- kirkjumiövikudaginn23. októberkl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Guömundur Ásgeirsson, Jakobína Valmundardóttir, Baldur Asgeirsson, Þórunn Ólafsdóttir, Ásgeír S. Asgeirsson, Sigurveig Lúövíksdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir, Óskar G.H. Gunnarsson, Ásgeir B. Asgeirsson, Emil Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. menn, og réðust þangað fimm ís- lendingar. Ásgeir komst í marga lífshætt- una um dagana ekki síst í sigling- um sínum á stríðsárunum, en taldi sig hafa komist næst því að drukkna, þegar hann féll fyrir borð af spánska togaranum haust- ið 1933 við Nýfundnaland. Þeir voru að taka trollið í rysjuveðri og komnir með það á síðuna, þegar snörlan slitnaði og vörpubelgur- inn spanaðist út og kippti Ásgeiri með sér langt á sjó, eina út 10 metra frá skipinu. Þetta var um nótt, en þeir fundu hann þó strax með ljóskösturum en skipið rak frá honum og þeir náðu ekki til hans. Einn íslendinganna, Þorleif- ur Jónsson, varð til þess að bjarga Ásgeiri. Hann fór upp í brú til spánska skipstjórans og kom hon- um til að færa skipið áveðurs við Ásgeir, þannig að það tókst að kasta til hans línu. Ásgeir var ekki aðframkomnari en það að hann gat bundið utan um sig línuna, og var þó þarna að berjast í rúmar 20 mínútur við að halda sér á floti í sjógangi og sjávarhita sem var rétt um 4 gráður. Ekki var hann heldur hræddari en svo, að hann tímdi ekki að sparka af sér spán- nýjum sjóstígvélum sem hann var í, sem hefði náttúrlega létt honum að halda sér á floti. Ásgeir sagði það oft, að „föður- landið" hefði bjargað sér, hann var í íslenskum ullarnærfötum og eftir að hann gerðist kaupmaður og fór að selja sjómönnum sjó- fatnað, var hann mikill áróðurs- maður fyrir íslenskum ullarnær- fötum, var alltaf vel birgur af þeim í verslun sinni og bæði sjó- maður um nærföt, voru rekin í hann kafþykk ullarnærföt og fylgdi smá ræða um ágæti þeirra og var Ásgeir aldrei sáttur við það að sjómenn væru farnir að klæð- ast bómullarnærfötum, jafnvel stuttbuxum og nærskyrtum með hlírum. Ásgeir var rúmt ár á þessum spánska togara og var næstu ár á bátum frá Reykjavík, ýmist háseti eða stýrimaður, var þá með Sím- oni Sveinbjarnarsyni og Jóni Björnssyni, þekktum bátaskip- stjórum sem voru með línuveiðar- ann Rifsnesið. Ásgeir taldi sig hafa lært mest af þessum mönn- um í siómennskunni. Árið 1937 réðst Ásgeir á flutningaskipið Heklu, sem Eimskipafélag Reykjavíkur átti, en það skip var mikið í flutningum til Miðjarðar- hafslanda með saltfisk. Þetta var á Spánarstyrjaldarárunum og var Einar O. Kristjánsson skipstjóri. Árið 1939 réðst Ásgeir til Vest- mannaeyja á Helga sem stýrimað- ur með Ásmundi Friðrikssyni frá Löndum, skólabróður sínum, en bátinn átti Helgi Benediktsson. Um áramóyin bað Helgi Ásgeir að skoða bátinn Skaftfelling, sem hér var í slipp í Reykjavík og þann bát keypti Helgi. Ásgeir varð skip- stjóri á hónum í Englandssigling- um og fór í fyrstu ferðina í endað- an janúar 1940. A Skaftfellingi fór Ásgeir einar 20 ferðir á stríðs- árunum en alls sigldi hann nær 50 fcrðir milli Englands og íslands í heimsstyrjöldinni síðari. Skaftfellingur var ekki nema 60 tonna bátur, þó stundum væri siglt með 70 tonn af fiski og hann var með 25 hestafla junemunk- tell-vél og gangurinn því ekki mik- ill eða um 4 sjómílur i logni eða svo. En Skaftfellingur var ágætis sjóskip og siglari góður og Ásgeir notaði mikið seglin á Skaftfellingi og hafði búið hann fullkomnum seglabúnaði, klýfi, fokku, stórsegli og messansegli. Það vakti furðu manna og gerir enn hversu áfalla- lítið þeir sluppu almennt þessir bátakoppar, sem sigldu með fisk milli Englands og íslands á styrj- aldarárunum. Það var á þeim síld- arhleðsla, þeir voru hlaðnir á skammdekk og oft var á dekkinu stór kassi með fiski og sá kassi gat orðið þessum fleytum hættulegur, ef þær tóku á sig sjó, en það var furðulítið um áföll af völdum veð- urs og það halda menn að hafi mestu valdið, að vélaraflið var yf- irleitt lítið og miklu minna en í bátum eftir styrjöldina. Það er nú svo að sé véiaraflið mikið, þá freistast menn til að nota það,

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 239. tölublað (23.10.1985)
https://timarit.is/issue/120323

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

239. tölublað (23.10.1985)

Aðgerðir: