Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 42
* 42 MORGUNBLAEHÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 J nmmnn v £-<2 heíol sé. c\ uyxAovx f>ér!" Áster... .. .þegar þér finnst hann vera sólskinið í lífi þínu. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved °1985 Los Angeles Times Syndicate Nú þarftu nokkurra vikna hvfld og þá gaeti verið upp- lagt fyrir þig að verða þér úti um smá beinbrot! Með morgunkaffinu Er nokkur hætta á að ég fái kókóshnetu í hausinn? *• * HÖGNI HREKKVÍSI „(SER.ÐU BARA ' FL6VGÐU HtONUM i' FANGlE> ‘A HINtJl BÍOAMDI, 8RTÁLUÐU BiNU/ V Endursýnið þættina um alþýöutónlistina Kæri Velvakandi. Eftir að hafa talað um að skrifa þessar línur í tvö til þrjú ár, læt ég nú loks verða af því. íslendingar eru gjarnir á að tala um hversu grátlega lélegt íslenska sjónvarpið sé. Einnig var kvartað undan útvarpinu áður en rás tvö tók til starfa. En af hverju er fólk hætt að kvarta undan tónlistar- vali útvarpsins? Væntanlega vegna þess að þar er tekin fyrir fjölbreytt tónlist, svo að flestum líki. En hvað með sjónvarpið? Jú, þar er reyndar annað slagið leikin tónlist og sýndir tónlistarþættir en þeir eru of fáir og höfða til lítils hluta tónlistaráhugafólks. Sjónvarpinu tókst vel upp þegar dægurlagaþátturinn Skonrokk hóf göngu sína. Sá þáttur mætti þó eflaust vera í hverri viku og jafn- vel ætti að endurtaka hann þannig að þeir sem missa af útsending- unni á föstudegi geti séð hann í miðri viku, sbr. „Listapopp" á rás 2. Sjónvarp hefur staðið sig ágæt- lega með því að sýna aðra tónlist- arþætti, nú síðast þáttinn um Bítl- ana. Án efa var þó vegur tónlistar- innar mestur í sjónvarpinu þegar það tók til sýninga þætti er nefnd- ust „Alþýðutónlist", en þeir voru á dagskrá sjónvarpsins fyrir nokkr- um árum. Þessi þáttur hafði að geyma svo til allar tegundir tón- listar. Þar fylgdist maður með sögu djassins, „blues“-tónlistar, rokksins og einnig var komið inn á fleiri tegundir tónlistar. öll vitum við að sjónvarpinu er ekki skammtað of mikið fé. Þess vegna getur það ekki fest kaup á nýjum þáttum, sem eru hvað vin- sælastir, því þeir eru að sjálfsögðu dýrastir. Sjónvarpið tók því m.a. til þeirra ráða að endursýna gaml- ar bíómyndir sem var alls ekki svo afleit hugmynd, enda fellur hún eflaust vel í geð hjá sjónvarps- áhorfendum. Því ekki að gera það sama með tónlistarþætti? Eflaust myndi mikill hluti þjóðarinnar fagna því ef þættirnir um alþýðutónlistina yrðu endursýndir. Bréf þetta vona ég að forráða- menn sjónvarpsins taki sem áskorun og reyni eftir megni að fara að vilja þjóðarinnar í tónlist- arefnum og sýna þætti er höfða til okkar allra. fvar Örn Guðmundsson Rjúpnaveiðimenn: Á þessum árstíma skipast veður oft skjótt í lofti. Kynnið ykkur því veðurútlitið áður en lagt er upp í veiðiferðina. Klæðist ávallt ullarfötum og hafið með- ferðis léttan hlífðarfatnað í áberandi lit. Vandið fótabúnaðinn. Grannskoðið allan búnað ykk- ar og vandið hann af stakri umhyggju. Sýnið forsjálni og gætni á öllum leiðum og tillitssemi við þau er heima bíða. Víkverji skrifar Annan hvern mánuð dettur inn um bréfalúguna reikningur frá Hitaveitu Reykjavíkur. Reynt er að greiða á tilsettum tíma, annars er von á ítrekun, aðvörun og því sem er verra; að lokað verði fyrir heita vatnið. Flestir eru þess- ir reikningar byggðir á áætlun starfsmanna Hitaveitunnar, en einu sinni á ári er skuldin reiknuð út eftir álestur. Stundum gerist það að notandi á inni hjá Hitaveitunni, ef til vill ekki stóra upphæð, en samt. Nú skyldi maður ætla að ávísun fylgdi yfirlitinu, en svo er ekki. Á eyðu- blaðinu stendur: „Upphæð færð til inneignar." Ef síðan er rýnt í smáa letrið á bakhliðinni má lesa eftir- farandi: „Inneign er látin ganga upp í næsta reikning." Ef síðan er litið á bakhlið reikningsins má lesa eftirfarandi; „Inneign er látin ganga upp í næsta reikning, nema notandi óski þess að fá hana greidda." Hvenær viðskiptavinurinn byrj- aði að lána Hitaveitunni er ekki gott að segja. Kannski var það strax eftir síðasta álestur fyrir 12 mánuðum síðan? Vissulega er gott að eiga inni, en þá er betra að peningarnirr beri vexti þann tíma. Því ekki gagnkvæm virðing í þess- um viðskiptum? Sú hugsun, sem fram kemur á reikningi Hitaveit- unnar virðist vera: „Ef þú skuldar mér verður lokað, en ef ég skulda þer geturðu sótt krónurnar." XXX Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri hækkaði síðsumars launin þeirra hjúkrunarfræðinga, sem ráðnir voru í fullt starf. Hækkunin var allveruleg og árangurinn lét ekki á sér standa. Nú mun fastráð- ið í nánast allar þær stöður, sem ekki voru skipaðar áður. Kostnað- ur sjúkrahússins vegna þess er ekki talinn munu aukast því nú er ekki unnið á aukavöktum í sama mæli og fyrr. Öll skipulagning verður einfaldari og auðveldari. Starfsfólkið veit að hverju það gengur. Sjúklingarnir ættu að fá betri umönnun hjá ánægðara starfsfólki, sem þekkir allar að- stæður langtum betur en íhlaupa- fólk. Þessi lausn Akureyringanna á verulegu vandamáli í rekstri sjúkrahúsa hlýtur að vekja stjórn- endur annarra slíkra stofnana til umhugsunar. XXX * IKastljósi sjónvarpsins á föstu- dag var auk annars rætt um vexti. Fram kom að vextir, sem í boði eru, komast í um 80%. Spurt var hvaða fyrirtæki gætu staðið undir slíku og hver myndi borga þegar allt kæmi til alls. Sá sem reyndi að svara talaði um að fyrir- tæki myndu koma á aukinni hag- ræðingu í rekstri. Það leiddi síðan til þess að neytendur högnuðust með lægra vöruverði. Hæpið er að launafólk taki slíkt trúanlegt. XXX Embætti skattrannsóknar- stjóra gerði á dögunum skyndi- könnun á bókhaldi fyrir- tækja. Af 423 fyrirtækjum reynd- ist bókhald 276 fyrirtækja í ólagi. Svo mjög var bókhaldi ábótavant hjá nokkrum þsssara fyrirtækja að það verður kannað nánar. Lög- fræðingur, sem Víkverji ræddi við, sagði að í nágrannalöndunum væri það refsivert ef bókhaldið væri ekki í lagi. Hér er hins vegar látið duga, í flestum tilvikum, að senda viðkmandi fyrirtækjum áskorun um að koma bókhaldinu í lag. Síðar verður þeim sendur leiðbein- ingabæklingur. En betra er að hafa bókhaldið í lagi svo að unnt sé að fækka skattrannsóknarlög- reglumönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.