Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 3 Nýr neyðarbfll RRKÍ: Búinn fullkomnustu tækjum og starfrækt- ur allan sólarhringinn REYKJAVÍKURDEILD Rauða Kross íslands cignaðist nýja sjúkra- bifreið í gær. Bifreiðin var afhent Slökkviliöi Reykjavíkur til reksturs, en slökkviliðið rekur sjö sjúkrabif- reiðar fyrir RRKÍ. Nú verður því hægt aö halda uppi neyðarvakt sjúkra- bifreiðar á næturna. Neyðarbfll Borg- arspítalans er aðeins starfræktur frá 8 til 23.30 alla daga nema sunnudaga og hefur því ekki veriö hægt að sinna neyðartilvikum sem skyldi untan þess tíma. Aðdragandinn að kaupum sjú- krabifreiðarinnar er orðinn tal- svert langur. RRKÍ hefur á undan- förnum fimm árum keypt mismun- andi gerðir sjúkrabíla fyrir slökkvi- stöðina sem hefur skapað óhagræði vegna mismunandi búnaðar. Fyrir tveimur árum var því sett á laggirn- ar nefnd innan slökkviliðsins til að gera tillögur að innréttingu og bún- aði sjúkrabíla í framtíðinni. Stud- dist nefndin við reynslu af mismun- andi búnaði sem fyrir var á stöð- inni. Þá var búnaður bíla og inn- réttingar á Norðurlöndunum og Evrópu skoðaður. Tekið var mið af aukinni menntun sjúkraflutnings- manna á sl. tveimur árum. Samráð Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, tekur hér við lyklum neyðarbflsins úr höndum Arinbiarnar Kolbeinssonar, formann RRKI. var haft við Guðjón Magnússon settan landlækni. Heildarverð sjúkrabifreiðarinn- ar með öllum þeim búnaði sem er í henni nemur 1.827.339 krónum. Undirvagninn er af gerðinni Chev- rolet Suburban með 6,2 lítra diesel- vél og drifi á öllum hjólum. Hann var fluttur frá Bandaríkjunum til Þýskalands þar sem hann var inn- réttaður. Þak bílsins var hækkað, hurðum að aftan og á hlið breytt, sjúkrarými innréttað og klætt og bíllinn málaður í litum RRKÍ. Allur búnaður bílsins kom frá fyrirtækinu Ferno Norden í Noregi. Forstjóri þess fyrirtækis afhenti Arinbirni Kolbeinssyni, formanni RRKÍ, bílinn sem síðar afhenti Slökkviliði Reykjavíkur hann til reksturs. Þrennar börur eru í bíln- um af nýrri og fullkominni gerð. Allar spelkur eru af nýrri gerð, m.a. spelkur sem gera kleift að spelka mjaðmargrindar, hrygg og hálsbrot tryggilegar en áður. öll tæki til endurlífgunar eru í bílnum m.a. hjartastuðtæki sem sent getur hjartsláttarlínurit gegnum talstöð t.d. á slysadeild. Ný tegund blóð- þrýstingsmælis er í bílnum auk annarrá nýjunga. Tólf sjúkraflutningamenn slökkviliðsins sóttu sex mánaða námskeið í fyrravetur til að auka starfshæfni sína og munu aðrir tólf menn sækja námskeið í vetur. Þeir eru 500 tíma á slysadeild Borgarsp- ítalans og fara m.a. í vitjanir með neyðarbíl. Hrólfur Jónsson, vara- slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikill kostnaður fylgdi því að reka bíl með lækni á nóttinni og eins sparaðist stórfé á því að hafa tvo áhættuhópa undir sama hattinum með því að slökkvi- stöðin ræki sjúkrabíla. “Hinsvegar eru takmarkanir á því hvað sjúkra- flutningamenn mega gera. Þeir mega t.d. ekki nota sumt af þvi sem búnaður bifreiðarinnar hefur upp á að bjóða í neyðartilvikum heldur verða að bíða læknis. En ef t.d. hjúkrunarfræðingur væri ráðin á bílinn með þeim þremur sjúkra- flutningamönnum sem verða á honum, væri líklega hægt að sinna um 95% af því sem læknar gerðu í sömu tilvikum," sagði Hrólfur Jónsson. K Sjúkraflutningamenn innan slökkviliðsins sýndu gestum notkun tækjabúnaðar neyðarbflsins í gær. Morgunbladið/Július Danir kunna QOTTAD META Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara og neytendur. Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja aö íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meðaleinkunn í gæöamati dönsku sérfræöinganna, eöa rúmlega 11 af 15 mögulegum. Danir eru annálaöir fagmenn í ostagerð og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leið skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipaö sér á bekk meö mestu ostaneysluþjóðum heims. íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru: Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn. Framleiðandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri og ostameistari er Oddgeir Sigurjónsson. 45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn. Framleiðandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauöár- króki og ostameistari er Haukur Pálsson. Smurostar f rá Osta- og smjörsölunni sem fengu 12,5 í einkunn. Ostameistari er Guömundur Geir Gunnarsson. AUK hf. 9.142

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.