Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 128444) 2ja herb. MIÐBRAUT. Ca. 65 fm kjallara- íbúö. Rúmgóö falleg eign. Verö 1600-1700 þús. ARAHÓLAR. Ca. 65 fm á 2. hæö í lyftuhúsi. Vönduð eign. Út- sýni. Verð 1700 þús. GRETTISGATA. Ca. 40 fm á 2. hæö í góðu steinhúsi. Laus strax. Verð 1300 þús. 3ja herbergja FLYORUGRANDI. Ca. 80 fm á 3. hæð í blokk. Falleg eign. Laus 1. des nk. Verö 2,2 millj. BARMAHLÍÐ. Ca. 70 fm kjall- araíbúö. Sérinng. Góö íbúð. Verö 1700þús. ÁLFHÓLSVEGUR KÓP. Ca. 85 fm á 2. hæð í fjórb. Bílskúr og vinnupláss. Verö 2,3 millj. KRÍUHÓLAR. Ca. 85 fm á 6. hæð. Nýtt eldhús o.fl. Falleg eign. Verð 1800 þús. ÁSBRAUT KÓP. Ca. 80 fm á 3. hæö í blokk. Nýlegt eldh. Verð 1900 þús. EIRÍKSGATA. Ca. 75 fm á 1. hæð í steinhúsi. Nýstandsett falleg eign. Verö 1900 þús. KLEPPSVEGUR. Ca. 87 fm á 3. hæö í háhýsi. Falleg eign. Verö2,1 millj. 4ra-5 herbergja EYJABAKKI. Ca. 115 fm á 1. hæö. Sérgaröur. Mjög vönduö og falleg eign. Verð 2,4 millj. HVASSALEITI. Ca. 110 fm á efstu hæð í blokk. Bílskúr. Verö 2,6 millj. STÓRAGERÐI. Ca. 100 fm á efstu hæð í blokk. Bílskúr. Fal- leg eign.Verö 2,7 millj. FELLSMÚLI. Ca. 115 fm á efstu hæö í blokk. Falleg eign. Mikil sameign. Verö: Tilboö. Sérhæöir SKIPASUND. Ca. 97 fm á hæö auk 3 herb í risi. Tvíbýlishús. Mögul. á 2 íbúðum. Bílskúr. Veröum3,1-3,3millj. VIÐ LAUGARÁS. Ca. 125 fm sérhæö. Bílskúr fylgir. Laus fljótt. Verö3,2millj. MIÐBRAUT SELTj. Ca. 115 fm á 1. hæð í þríb. Bílskúr. Falleg eign. Verö 3-3,1 millj. FÁLKAGATA. Ca. 98 fm á 1. hæö og auk þess 2ja herb. ibúö í kjallara. Sérinng. í hvora íbúö. Laus fljótt. Verö 3 millj. LINDARSEL. Ca. 150 fm hæö auk 50 fm í kjallara. Nýleg vönduö eign. Verö 4,7 millj. HÁVALLAGATA. Ca. 140 fm neöri hæö í þríbýli. Góö eign. Verð4millj._____________ Raðhús BREKKUBYGGD. Ca. 60 fm á einni hæð. Gott hús. V. 1900 þ. MELBÆR. Ca. 200 fm á 2 hæöum. Nýtt glæsil. hús. Bein sala eöa skipti á minna. Hagst. lán áhv. Verð 4,5 millj._ Einbýlishús GLJUFRASEL. Ca. 190 fm auk 50 fm bílsk. og 72 fm tengi- byggingar. Laust strax. Falleg eign. Verö um 5,3 millj. DALSBYGGD GB. Ca. 270 fm ser er ein og hálf hæö. Þetta er hús í sérfl. hvaö frágang varöar. Bein sala. V. 6,6-6,7 millj. LAUGARÁSVEGUR. Ca. 250 fm sem er 2 hæöir og kj. Bílskúr. Eign í toppstandi og mikið endurnýjaö. Verð: Tilboö. ESKIHOLT. Ca. 385 fm á besta staö. Selst fokhelt aö innan en frág. utan. REYNIHVAMMUR KÓP. Ca. 220 fm hæö og ris. Bílskúr. Fallegt hús. Verö5,4millj. SSZZ & SKIP Oanwl Árnaton, Iðgg. fast. Örnótfur örnóHtton, sðlustj. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Grein um ísland í alþjóðlega tíma- ritinu ISLANDS í OKTÓBERHEFTI alþjóðatíma- riLsins „Islands", eöa Eylönd, er löng grein um ísland, sem rituö er af Bandaríkjamanni að nafni Peter Stark. Greinin er prýdd fjölda Ijósmynda. Höfundur bindur frá- sögn sína að miklu leyti við jökla- ferð sem hann fór í með samlanda sínum og Ijósmyndara ásamt ís- lenskum fararstjóra. En í upphafi gýtur hann gestsauga til ýmissa þátta mannlífsins á landinu. Höfundur átti von á því að hitta fyrir á íslandi veðurbarna sjómenn með ísað, saltmengað skegg og búralega smala, og vonlegt var að honum brygði i brún þegar hann kom inn á ís- lenskan skemmtistað og upplifði endursýningu á Animal House eftir Fellini. Honum segist svo frá: „Upp úr 11 á kvöldin fyllast diskótekin af fyrirgangssömum ungmennum, ýmist klædd eftir nýjustu Evróputísku eða í fjöl- skrúðugum pönkarafatnaði, þar sem öllu mögulegu ægir saman, jökkum úr hlébarðaskinni, leð- urbrókum og stuttpilsum. Krakkarnir veltast hver um ann- an þveran, hrópa og garga, klípa og kreista, og dansa eins og vit- firrtir eftir útlendum tónum. Þar má finna karaktera, sem standa vaggandi yfir hlandskál- unum á klósettinu sönglandi am- eríska slagara, miðaldra lista- menn sem vilja vita hvort þú þekkir Jack Kerouac, eða stjórn- Þessi mynd fylgir greininni og sýnir leiðsögumanninn Ólaf Baldursson þar sem hann stendur á einum af skriðjöklum Vatnajökuls. málatýpuna, sem vellir látlaust upp úr sér spakyrðum um al- þjóðapólitík." Landslagi íslands þykir höf- undi best lýst með því að líkja því við sviðssetningu sérfræð- inga í Hollywood á framandi plánetu. Þá kemur fram í grein- inni að höfundur hefur smakkað skyr, sem honum finnst minna sig á þykka jógúrt. Saga íslend- inga er rakin í framhjáhlaupi, og „holan til helvítis", eldfjallið Hekla, fær sína umfjöllun. En að uppistöðu til rekur höf- undur ferðalag þeirra þremenn- inga upp á Vatnajökul og lýsir þar ævintýrum, sem þeir rata í. Tvær nýjar barna- bækur frá Björk: Kalli segir frá og Tóta tætubuska BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur sent frá sér 2 nýjar barnabækur, sem eru prentaðar í Prentsmiðjunni Odda hf. í fjórum litum og endursagðar úr dönsku af Stefáni Júlíussyni rit- höfundi og fyrrverandi yfirkennara. Kalli segir frá er 15. bókin í safninu Skemmtilegu smábarna- bækurnar. Tóta tætubuska er barnabók í léttum kviðlingum, segir í frétt frá útgáfunni. Sagan er gömul, en þó alltaf ný, að því er segir í bókarkynningu frá for- laginu. Höfundur er Kamma Laur- ents. Vísurnar eru auðskildar hverju barni í þýðingu Stefáns og þær má syngja við lagið Kátir voru karlar. Teikningar eru eftir danska listamanninn R. Storm- Petersen. LAUGAVEGI26,4. H/ED. SÍMI621533 FLYÐRUGRANDI. 2|a herb. 65 m’. ÆSUFELL. 2ja herb. 60 m'. ENGJASEL. 2ja herb. 60 m>. HRAUNB/ER. 2ja herb. 65 m’. LYNGMÓAR GB. 2 ja herb. 70 m'. REYKJAVfKURV. HF. 2ja herb. 50 m'. STÓRAGERDI. 3ja herb. LAUGAVEGUR. 3ja herb 60 m’. BOGAHLÍD. 3ja herb. 90 m>. KÁRSNESBR. 3ja herb. 85 m>. FÍFUSEL. 4ra herb. 100 m’. SPÓAHÓLAR. 4ra herb. 110 m’. KJARRHÓLMI. 4ra herb. 110 m’. STÓRHOLT. Sérhæð 160 m’. ÁLFHÓLSVEGUR. Sérhæð 140 m’. HOLTAGERDI. Sérhæð 106 m>. KÁRSNESBR. KÓP. Sérhæö 114 m’. REYKJAVfKURV. HF. Sérhæö 140 m>. UNUFELL. Raöhús 137 m>. AKRASEL. Elnbýli 300 m’. FRAKKASTlGUR. Einbýll 170 m’. HÁTÚN. Einbýll 270 m>. BLESUGRÓF. Einbýli 210 m>. STEKK ARKINN HF. Einbýli 200 m>. IDNADARHÚSN. IHVERAGERÐI. VERSLUN ARHÚSN. IHVERFISGÖTU. VERSL.HÚSN. IVESTMANNAEYJUM. 90 m* HÚSN. V. LAUGAVEG Gott atvinnuhúsnæöi hentar vel tyrir heiidsölu-, skrlfstotu- eöa hárgreiöslustofu. Páll Skúlason hdl. Sendiherra Bandaríkjanna opnar sýningu á Selfossi Selfossi 18. október. SÝNINGIN Architecture and Rene- wal var formlega opnuð í Safnahús- inu á Selfossi í gærkvöldi 17. októ- ber. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarstofnunar Bandarikjanna og Arkitektafélags ísiands. Það var Nicholas Ruwe sendi- herra Bandaríkjanna sem opnaði sýninguna með þeim orðum, að sýningin varpaði ljósi á það hvernig unnið væri gegn þeirri þróun að eldri borgarhlutar verið niðurníðslu að bráð. En sýningin lýsir í máli og myndum endurbót- um sem gerðar hafa verið á eldri bæjarhlutum í Bandarikjunum. Steingrímur Jónsson safnvörður bauð sendiherrann og fylgdarlið hans, Hush Ivory frá Menningar- stofnuninni og Friðrik Brekkan blaðafulltrúa, velkomna. Stein- grímur minnti á að á Selfossi væru fyrirliggjandi svipuð verk- efni og benti í því sambandi á Tryggvaskála, en hugmyndir hafa komið fram um að endurnýja hann. Opnun sýningarinnar var fyrsta opinbera stjórnsýsluverk Nicholas Ruwe sendiherra utan höfuðborg- arsvæðisins. Sendiherrann er mik- ill áhugamaður um laxveiði og hefur komið hingað til lands und- anfarin 25 ár til laxveiða. Hann var reyndar minntur á það af Steingrími safnverði að ölfusá væri á sumrin full af laxi og stað- urinn vænlegur til heimsókna. Sýningin sem sett var upp á Selfossi hefur farið um 7 Evrópu- lönd og uppsetningin á Selfossi er sú síðasta í röðinni en áður hefur hún verið sett upp í öllum lands- fjórðungum. Að lokinni sýning- unni hér verður hún tekin niður og gefin Arkitektafélagi íslands. Sig. Jónsson Útsölu-Rambó Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Tónabíó: Eyðimerkurhermaðurinn — Tuareg Leikstjóri: Enzo G. Castellari. Aðalhlutverk: Mark Harmon, Rit- za Brown. Nú er röðin komin að Rambo karlinum hjá ítölskum undir- málskvikmyndagerðarmönnum og hugmyndaraufurum. Nú stela þessir sómamenn sem sagt Rambó-myndauppskriftinni og þó þær séu ekki merkilegar í rauninni þá verða þær það í samanburði við Eyðimerkurher- manninn. Efnisþráðurinn er í stuttu máli sá að hirðingjaforinginn og tuareginn Gacel leggur upp í hefndarherferð einn síns liðs þegar örm yfir’'öld ráðast inn á heimili hans. Þar eru tveir flóttamenn. Annar er drepinn, hinn, sem er fyrrverandi lands- höfðingi, tekur Gacel uppá sína arma og kemur úr landi. Upp- hefst nú sláturtíð á tjaldinu. Líkt og búast mátti við frá hendi þessara kvikmyndagerð- armanna er um ósköp líflausa og ófrumlega framleiðslu að ræða. Mikið er drepið en öll átök bragðlítil og meinlaus, a.m.k. þegar stórdrápsmyndir eins og First Blood I og II eru hafðar í huga. Það eina sem vekur at- hygli áhorfandans er stórbrotið og hrikalegt landslangið. Það er álíka tignarlegt og mannskapur- inn er óburðugur. Sagt er að tuaregar séu með stoltustu og blóðþyrstustu þjóð- flokkum mannkynsins. Mega því kvikmyndagerðarmenn þessir þakka sínu sæla á meðan hirð- ingjarnir komast ekki í mynd- ina. Djúpt er á efnisskránum í Tónabíói. Það er hvað iðnast við að forsmá þetta sjálfsagða hjálpargagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.