Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 25 Morgunblaðið/Bjarni innar iinni?“ ísafjarðardjúpi skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni II. r ' í||| 93 Morgunblaðið/Bjarni * Islenzka þjóðin er sam- einuð í andstöðu við fram- leiðslu kjarnorkuvopna — sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var sýnd veiði en ekki gefin. Ás- geiri líst ekki almennilega á að- stæður, segir að torfan sé á grunnu, og iiggi alveg utan í hörð- um kanti. Ekki sé þorandi að kasta á hana því nótin gæti lent utan í kantinum og eyðilagst. Ekki vill Ásgeir gefast upp fyrir klókindum síldarinnar en þegar hann snýr bátnum á torfunni tvístrast síldin og hreinlega gufar upp. Nú fer að færast fjör í leikinn. Það er greinilega einhver síld hérna því sumir bátarnir eru farn- ir að kasta. Þeir kveikja á rauðu ljósi uppi í framsiglunni, sem kall- að er að setja upp fiskiljós, þegar þeir skotta sig. Þeir kalla það að skotta sig þegar þeir lóða á torfu og undirbúa það að kasta á hana. Þegar búið er að kasta er kveikt á blikkandi ljósum á brúnni og þegar búið er að snurpa (nótin dregin saman) er dekkið lýst upp. Annars er reynt að byrgja öll ljós því það fer eftir birtunni hvað síldin held- ur sig djúpt í sjónum. Lónað um Djúpið Kvöldið sem blaðamenn voru um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni sáust bátarnir oft skotta sig, en sjaldnast leiddi það þó til þess að þeir köstuðu. Bátarnir lónuðu fram og til baka í Djúpinu allt kvöldið og reyndar alla nóttina, sumir án þess að kasta. Þeir á Hrafninum köstuðu einu sinni þessa nótt, eftir að fiskifælurnar voru farnar í land (blaðamaður og ljósmyndari) en höfðu það eitt upp úr krafsinu að rífa nótina. Aðeins einn bátur fékk einhverja síld, Sighvatur GK, sem fékk um 40 tonn úr tveimur köstum. Hrafn Sveinbjarnarson var bú- inn að vera í tæpan hálfan mánuð á síldinni og þvælast hringinn í kringum landið án þess að fá neitt að gagni. Þeir köstuðu í fyrsta skipti nóttina áður og fengu þá 10-20 tonn. Ekki tók því að sigla með það til söltunar suður til Grindavíkur og var því landað til frystingar á ísafirði. Ásgeir sagð- ist vita til þess að enn væru til bátar sem ekki hefðu náð að kasta í eitt einasta skipti alla vertíðina. Misjafnt er mannanna lánið því fyrsti báturinn var þá einmitt bú- inn að klára kvóta tveggja báta, en það var Guðmundur Kristinn. Ásgeir á Hrafninum taldi reyndar varla tímabært að byrja á síldveið- unum þetta snemma. Nóg hefði verið að byrja um miðjan október, nema þá að búið væri að senda rannsóknarskip á undan til að leita að síldinni. Það segði sig sjálft að það væri óhemju dýrt að láta 40-50 báta vera að leita vikum saman. Dyntótt eins og kvenfólkiö Skipstjórarnir bera talsvert saman bækur sínar, við heyrum einn síldarskipstjórann ræða við kunningja sinn á loðnubáti sem liggur í Bolungarvík: „Hún er illa stygg hérna, rokin út um leið. Ég er búinn að reyna allar leiðir, kasta þessu galopnu, hálfopnu og lokuðu, en ekkert hefur gengið. En þegar við náum henni er þetta demantssíld", sagði síldarskip- stjórinn. Loðnuskipstjórinn horfir á þetta úr fjarlægð en langar greinilega í slaginn: „Það er róm- antískt að eiga við hana svona stóra. Já hún er ljónstygg. Ætli gáfurnar fari ekki eftir stærðinni og demantssíldin hérna hafi því betur vit á að forðast ykkur", segir hann og reynir að hressa kunn- ingja sinn við. Hann tekur undir rómantíkina en segir að rómantík- in sé hálf pirrandi þegar svona gangi. „Ég er búinn að vera svo óheppinn, en nú hlýtur að fara að sjást til sólar", lauk síldarskip- stjórinn samtalinu. Það er hlegið að þessum orðaskiptum í brúnni á Hrafninum. Ásgeir skipstjóri tek- ur þó undir þetta og segir að síldin þarna sé dreifð og óskaplega stygg. Hann sagði hægt að líkja henni við kvenfólkið, hún væri svo dynt- ótt greyið. - HBj. Hér fer á eftir ræða sú, sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra flutti á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna: Hr. forseti. Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 40 árum voru eyð- ing og hörmungar stríðsins mjög ofarlega í hugum manna. Eins og greinilega kemur fram í stofn- samningi Sameinuðu þjóðanna voru stofnendur ákveðnir í því að láta slíkt ekki gerast aftur. Sam- einuðu þjóðirnar áttu að tryggja frið og réttlæti og aukið jafnræði meðþjóðum. Okkur hefur mistekist, því verð- ur ekki neitað. Stríð eru ennþá háð og stór hluti íbúa heimsins býr við og deyr af hörmungum og hungri. Bilið milli hinna ríku og hinna fátæku hefur breikkað, og e.t.v. er verst af öllu stöðug brot á mann- réttindum, þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um að virða þau. Á Allsherjarþinginu hafa þjóð- irnar vaxandi tilhneigingu til að skipa sér í öndverða hópa eftir stjórnmálaskoðunum og stjórnar- háttum, og Öryggisráðið er orðið pólitískur leikvöllur stórveldanna. Vera má að ekki sé unnt að vænta fyllilega málefnalegrar af- stöðu til hinna mörgu vandamála, sem heimurinn á við að stríða. Staðreyndin er, að úrræði eru breytileg samkvæmt stjórnmála- legri hugmyndafræði. En vissu- lega ætti réttur sérhverrar þjóðar til að ákveða eigin stjórnarhætti, ákveða eigin leið og eigin framtíð, að vera þeim leiðarljós, sem í raun vilja frið, lög og reglu. Engin þjóð, eða hópur þjóða, hefur rétt til að þröngva upp á aðra þjóð þeirri lausn eða þeim stjórnarháttum, sem hún kann að hafa valið sjálfri sér. Það er engum vafa undirorpið, að í matvælaframleiðslu og í læknavísindum hafa orðið fram- farir. Þó er það áhyggjuefni, að milljónir manna þjást og deyja á ári hverju af næringarskorti og sjúkdómum á stórum svæðum heimsins. Þrátt fyrir grænar bylt- ingar og stórfelldar tæknifram- farir í landbúnaði eyðist land, og hinn raunverulegi grundvöllur að afkomu fólks eyðileggst. Fyrir- hyggjan virðist lítil. Framfarir á sviði menntunar hafa ekki heldur uppfyllt vonir. Slik viðleitni er oft eyðilögð af innbyrðis togstreitu, á meðan stór hluti íbúa heimsins er enn ólæs og óskrifandi og því ekki fær um að taka þátt í nútímaþjóðfélagi og þróun þess. Þótt vopnuð átök brjótist stöð- ugt út er staðreynd, að þau hafa ekki leitt til þeirrar heimstor- tímingar, sem nútímavopn geta valdið. Að hluta er þetta að þakka opinskárri umræðu, sem Samein- uðu þjóðirnar hvetja til, og að hluta sameiginlegum skilningi á því, að viðhald friðar hvarvetna í heiminum snertir allar þær þjóðir, sem hér eiga sæti. Vonir stofnenda Sameinuðu þjóðanna um að stofn- unin yrði hernaðarlega virkari hafa aftur á móti ekki ræst. Það hefur að sjálfsögðu dregið úr árangri í friðarviðleitni Samein- uðu þjóðanna. Mér er sérstök ánægja að nefna hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, sem eftir margra ára wmmmmmmtmmmmmmm fundi og rökræður var sainpykktur af miklum meirihluta þjóða heims. Þetta skjal er mikilvægt framlag Sameinuðu þjóðanna til að leysa deilur og forðast árekstra út af rétti til auðlinda hafsins og hafs- botnsins. Herra forseti. Nú er rétti tíminn til að meta árangur og mistök síðustu 40 ára og bæta skipulag og starfshætti Sameinuðu þjóðanna. Ég mun nefna fáein af þeim atriðum, sem við teljum mikilvægust. Allsherjarþingið verður að hljóta viðurkenningu, sem svið hins frjálsa orðs og rökræðu, óhindrað af valdahópum eða fyrir- fram ákveðnum niðurstöðum. í Öryggisráðinu verður að beita Steingrímur Hermannsson neitunarvaldinu af mikilli varúð. Sé þetta ekki gert óttast ég að Sameinuðu þjóðirnar kunni að eiga litla framtíð. Við viljum einnig leggja áherslu á minni skriffinnsku og pappírs- flóð en meiri framkvæmdir. Hið takmarkaða fjármagn, sem er til ráðstöfunar til að koma til móts við gífurlega þörf fyrir framleiðslu matvæla og bætta menntun, verð- ur að komast til þeirra þjóða, sem þörfina hafa, en má ekki eyðast í stjórnun. Sameinuðu þjóðirnar eiga að stuðla að efnahagsframförum í þróunarlöndunum. Þetta ber að gera með því að aðstoða þjóðirnar sjálfar við að nýta eigin náttúru- auðlindir til að auka eigin mat- vælaframleiðslu, þannig að koma megi í veg fyrir hungur og næring- arskort með því að bæta almenna menntun og með því að láta í té þekkingu og aðstoð við að laga nýja tækni að þeirra eigin þörfum. Innflutningur nýrrar tækni verður að taka mið af þeim lifnaðarhátt- um, sem þróast hafa um aldir á mismunandi vegu í hinum ýmsu löndum. Við teljum ekki rétt að þröngva okkar vestrænu siðvenj- um upp á aðra. Markmiðið verður að vera frelsi allra þjóða til að velja sína eigin lifnaðarhætti og frelsi allra ein- staklinga til þess að stuðla að sinni eigin hamingju. Síðast en ekki síst vil ég leggja áherslu á þörfina fyrir nýtt átak í heilsuvernd og velferð, sérstak- lega barna. Að svo mæltu, herra forseti, verð ég þó að leggja áherslu á, að með framförum í fjarskiptum og samgöngum og auknum alþjóðleg- um viðskiptum eru allar þjóðir i heiminum hver annarri háðar í vaxandi mæli. Náttúruauðlindir heimsi ns eru takmarkaðar og nýtt- * ar af stöðugt meiri hraða. Þrot náttúruauðlinda eða eyðilegging umhverfisins hefur áhrif á alla. Við erum, tel ég, þar kemin, að fyrirhyggja er ekki aðeins þörf heldur nauðsynleg ef forðast á kreppu. Framtíðarkannanir og spár eiga því að vera ofarlega á forgangslista Sameinuðu þjóð- anna. Vissulega ber að halda áfram allri viðleitni til þess að koma í veg fyrir ófrið. Kjarnorkuvopna- kapphlaupinu verður að ljúka og í þess stað vinna að alhliða afvopn- un. íslenska þjóðin er sameinuð í andstöðu sinni við framleiðslu kjarnorkuvopna. Þannig sam- þykkti Alþingi, hið islenska þjóð- þing, einróma fyrr á þessu ári ályktun um afvopnun. Alþingi leggur áherslu á, að kjarnorkuveldin semji um gagn- kvæma, alhliða afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti. Ríkisstjórnin er hvött til þess að styðja og stuðla að allsherjar banni við tilraunum, framleiðslu og uppsetningu kjarnavopna undir traustu eftir- liti, svo og stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna í hérnaðar- skyni. Jafnframt er hvatt til al- þjóðlegra samninga um, að árlega verði reglubundið dregið úr birgð- um kjarnavopna. Alþingi leggur jafnframt áherslu á, að verulegum hluta þess gífurlega fjármagns, sem nú er varið til herbúnaðar, verði ráðstaf- að til þess að draga úr erfiðleikum hinna fátæku þjóða heimsins. Alþingi áréttar einnig þá stefnu íslenskra ríkisstjórna, að engin kjarnorkuvopn skuli leyfð á Is- landi, hvorki á landi né í sjó. Við erum sannfærð um, að tor- tryggni á milli þjóða er ein af meginorsökum árekstra. Því telj- um við nauðsynlegt að standa vörð um mannréttindi og mannlega — reisn. Frelsi til tjáningar og ferða sé grundvallaratriði til þess að draga úr viðsjám og til þess að árangur megi nást á flestum þeim sviðum, sem Sameinuðu þjóðirnar starfa á. Það hefur sannast aftur og aftur, að almenningi af mis- munandi þjóðerni og kynflokkum semur vel, eigi hann kost á að kynnast. Sameinuðu þjóðirnar verða ætíð að berjast gegn hvers konar brotum á mannréttindum og gegn kynþáttaaðskilnaði, en fýrir tjáningarfrelsi og ferðafrelsi. Herra forseti. Yður kann að hafa þótt mat mitt á fortíðinni dökkt og krafa mín til Sameinuðu þjóðanna vegna framtíðarinnar ósanngjörn. Leyfið mér að leggja áherslu á, að ég er sannfærður um, að ástandið væri langtum verra væru Sameinuðu þjóðirnar ekki til og mér er fylli- lega ljóst hið mikilvæga framlag margra einstaklinga til þess að bæta heiminn. En þetta er staður og stund til þess að tala af hrein- skilni. Stórir jafnt sem smáir hafa ekki aðeins þann rétt, heldur ber þeim skylda til að nota hann. Það er sannfæring okkar, að heiminn megi gera að dásamlegum f. bústað fyrir alla. Sé viljinn fyrir f hendi, þá höfum við efnin og þekk- i inguna til þess að skapa „Betri , heim“. Sameinuðu þjóðirnar eru ; besta tæki, sem við eigum völ á | að beita í því skyni. Ég þakka áheyrnina, herra for- I seti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.