Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Um einkarekstur — ríkisrekstur 2. grein: Sérkenni ríkisreksturs — eftir Arna Sigfússon Við sjáum víða alvarleg merki um óstöðuglyndi íslenskra stjórn- mála. Gitt hið kostnaðarsamasta er það að fyrir tilstuðlan fjöl- skrúðugra þrýstihópa og gjaf- mildra stjórnmálamanna höfum við stuðlað að fjárfrekri yfirbygg- ingu ríkiskerfisins. Óstöðuglyndið kemur svo fram í því að þegar kerfið hefur þannig verið merg- sogið ganga hinir sömu hópar og stjórnmálamenn hart fram í því að úthúða ríkiskerfinu og sjá þar djöfulinn í hverju horni. Þegar að er gáð reynist þessi afstaða vera ótrúlega almenn í samfélagi okkar. Vissulega hefur hún stór- skaðað þjóðfélag okkar. Stað- reyndin er sú að við höfum sam- þykkt og hvatt til tilvistar opin- bers reksturs á mörgum sviðum en hins vegar ekki hirt um að fylgja eftir stöðugum endurbótum og endurmati á þessu rekstrarfyrir- komulagi. Bf til vill er skýringin að hluta til sú að of fáum hefur verið sérstaklega annt um að sinna opinberum rekstri enda verðlaunin til þeirra ekki upp á marga fiska. Upplýsingar benda til að íslend- ingum sé gjarnt að skilja á milli þessara rekstrarforma með tilliti til eðlis þeirrar þjónustu sem þeim er ætlað að veita. Því er jafnan haldið fram að rekstur með hagn- aðarmarkmið að leiðarljósi fari betur í höndum einkaaðila en ríkis. Hins vegar virðist vera litið svo á að þjónusta án hagnaðar- markmiða, eins og menntun, sjúkraþjónusta og löggæsla, skuli vera alfarið í höndum hins opin- bera. Könnun fyrirtækisins Hag- vangs frá því snemma árs 1984 bar þessari skoðun glöggt vitni. Hins vegar hafa fáar kannanir verið gerðar sem benda til þess að hið síðarnefnda sé nauðsynlega rétt. Og á meðan svo er, reynist ofurhugum auðvelt að tala trú- verðuglega og „skynsamlega" í all- ar áttir. Skerpum línurnar Hvað er það sem er svona sér- stakt við ríkisrekstur að hann sé talinn til annars rekstrarforms? Bæði kerfin virðast bjóða fram þjónustu, sem oft reynist vera á likum sviðum, og hvað réttlætir því þessa aðgreiningu? í fyrri grein minni var þessu að nokkrum hluta svarað þegar rætt var um hinn sérstæða tilgang opinbers reksturs. Aukin afskipti ríkisins af flestum mannlegum þáttum gera fólki orðið erfitt að greina aðalatriðin. En staðreyndin er sú að munurinn nær innar í fyrirtækin. Hann varðar stjórnun- arlega þætti, sem nauðsynlegt er að við gerum okkur grein fyrir ef við viljum geta notið hins besta frá báðum rekstrarformum. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir takmörkunum þeirra. Við þurfum að skerpa línurnar. Að- eins á þann hátt getur samfélag okkar notið hins besta frá nýjum og ferskum hugmyndum um hag- kvæmni í rekstri sem nú virðast streyma inn. Ef okkur mistekst hins vegar að greina takmörk þessara tveggja rekstrarforma og hlöðum á þau markmiöum, sem aldrei verður hægt að ná, þá er hætta á að við stefnum til þjóðfé- lags sem er síður en svo eftirsókn- arvert. Gildir þá einu hvort mannleg eymd fylgir dýrkun gullkálfsins eða ógnarvernd stóra bróður. Skortur á samanburðarrann- sóknum á einkarekstri og ríkis- rekstri talar sínu máli um það hversu lítið menn vita í raun. Þeir hafa hins vegar ýmislegt á tilfinn- ingunni... eða þekkja afmörkuð dæmi, sem síðan er alhæft út frá. Rannsóknaskorturinn er al- gengt umkvörtunarefni í inn- gangserindum stjórnenda og fræðimanna, er þeir gera tilraun til að bæta nokkuð úr þessum skorti. { Bandaríkjunum hafa helstu athuganir á þessu sviði far- ið fram á vegum háskólastofnana síðustu 15 ár, en auk þess hafa nokkrar athuganir verið gerðar að tilhlutan Bandaríkjastjórnar í gegnum OPM (Office of Personnel Management) og Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar (OMB). Þessar athuganir fjalla þó all flestar um hinn rekstrarlega mun en ekki samanburð á frammistöðu. Um þann þátt verður rætt síðar. í einni slíkri könnun, sem birt- ist í skýrslu OPM í febrúar 1980, bendir greinarhöfundur, Graham T. Allison Jr. á umsögn háttsettra stjórnenda, bæði úr einkarekstri og opinberum rekstri. Sjá má nöfn þekktra stjórnenda eins og George Schultz, Donald Rumsfeld, Mic- hael Blumenthal, Roy Ash, Lyman Hamiltons, George Ramseys o.fl. sem allir eiga það sameiginlegt að hafa víðtæka reynslu af báðum rekstrarformunum. Allir telja þeir mikinn mun á þessum rekstr- arformum hvað stjórnunarlega þætti varðar. Allir telja þeir ríkis- reksturinn erfiðari viðfangs. Með upplýsingar þessara stjórnenda að vopni og gagnlega grein Johns Dunlop, er birtist í bók Richards J. Stillman „Public Administration — Consepts and Cases“ (Boston, 1983) er ekki með öllu óverjandi að greina þessi 10 sérkenni á stjórn- un skrifræðisins: Tíu sérkenni 1. Tími. Framkvæmdastjóri í opinberum rekstri hefur mjög lít- inn tíma til umráða til ákvarðana- töku. Hann er bundinn af þeim tíma sem hver stjórnmálaákvörð- un hefur, gjarnan tengdri skammtímaúrlausnum. Fyrirbæri eins og fjárlagaárið og kjörtíma- bilið, með stjórnmálalegum flækj- um, standa sem tímaverðir. Fram- kvæmdastjóri í einkarekstri hefur rýmri tíma til ákvarðanatöku, hvað viðvíkur markaðsþróun og tæknilegum breytingum sem huga þarf að. Skipulagning og fjárfest- ingarmál fá lengri tíma til yfir- vegunar í einkarekstri. 2. Starfsaldur. Starfsaldur pólitískt tilnefndra stjórnenda í opinberum rekstri í Bandaríkjunum er að meðaltali aðeins 18 mánuðir. En framkvæmdastjóri í einkarekstri hefur að meðaltali mun lengri starfsaldur. Þá er annar merki- legur munur sá að í einkarekstri er mun meiri tilhneiging til að þjálfa væntanlega arftaka í hærri stöðu til starfsins, heldur en I opinbera kerfinu. Þar er bæði örð- ugt að spá um framtíðina, auk þess sem það þykir jafnvel bjóða hættunni heim að stuðla að slíku. 3. Hvernig skal mæla frammistöðu? Einn helsti höfuðverkur um- ræddra stjórnenda, þegar þeir sinntu opinberum rekstri, var hvernig þeir gætu mælt frammi- stöðu fyrirtækisins og starfs- manna þess. Þar sýndist nánast sitt hverjum. Ekki var hægt að líta til hagnaðar eða markaðs- hlutdeildar og furðu lítill gaumur hafði verið gefinn að leiðum sem tiltækar eru í einkarekstri og hugsanlega gætu nýst til þess að mæla frammistöðu starfsmanna — (frammistöðustig). Reyndar var gerð markverð tilraun til slíkra hluta á seinni hluta kjör- tímabils Jimmys Carter, í forset- atíð hans, en þar sem bætt fram- mistaða skyldi umbunuð með hærri launum — eða hærri stöð- um — og þar með hærri launum, náði málið aldrei lengra en í þing- sali og á niðurskurðarborð OMB. Hörð niðurskurðarstefna Reagans var svo að ganga af hugmyndinni dauðri þar til nú nýlega að stjórn- endur tóku aftur að sannfærast um að líklega mætti spara miklar fjárhæðir með því að umbuna mönnum fyrir góð störf. 4. Starfsmannahald. Starfsmanna- hald í ríkiskerfinu hefur sín vandamál i Bandaríkjunum eins og á íslandi. Örðugt er að endur- nýja í stöðum, sem annars er nauðsynlegt að gera, eigi rekstur að verða betri. Starfstryggingin sér um það. Þá bætist sá vandi við bandaríska kerfið að þar má sjá tvær gerðir af stjórnendum, hina ráðnu og hina pólitískt tilnefndu, sem starfa skulu hlið við hlið. Einkafyrirtækinu veitist auðveld- ara að skipta um starfskraft þar sem þess er talin þörf. 5. AfkasUvirkni og markvirkni. Opinber rekstur í lýðræðisþjóðfé- lagi hefur það hlutverk að tryggja öllum ákveðna þjónustu við ákveðnar kringumstæður. Þeim sem njóta umræddrar þjónustu skal tryggður réttur til þess að mál eins fái nákvæmlega sömu meðferð og mál annars. Hlutlægt mat skal gilda. Nákvæm vinnu- brögð til tryggingar á öllu þessu krefjast tímafrekrar skráningar og yfirvegunar. Þegar kröfur um afkastavirkni og markvirkni leggjast að auki ofan á skrifræðið, er ljóst að það stenst síður einka- rekstrinum snúning. 6. Lög og reglur. I framhaldi af ofangreindu dæmi koma svo flóknir lagakrókar sem gera hin- um opinbera starfsmanni örðugt um vik. Hann hefur fleiri lagaleg- ar skyldur á herðum sér en einka- reksturinn og ef hann bregst, standa yfir honum refsiákvæði (t.d. varðandi trúnaðarskyldu). Einkareksturinn getur um frjáls- ara höfuð strokið miðað við rikis- reksturinn og margar ákvarðanir, sem enginn finnur að í einka- rekstri væru brot á lögum eða reglugerðum í opinberum rekstri. 7. Gullfiskabúrið. Opinberum rekstri er gjarnan líkt við fyrir- bæri í glerflösku, eða gullfiska- búri. Allt er sýnilegt utanfrá og sýnist stærra en það í raun er. Einkareksturinn hefur hins vegar „ógegnsærra" gler í sínu búri. Eitt augljóst íslenskt dæmi varðar upplýsingar um launakjör starfsmanna. Ríkisfyrirtækjum er skylt að gefa greinargóðar upplýs- ingar um laun starfsmanna. Þar fela menn því varla laun hvers annars. { einkarekstri gildir gjarnan þögnin frekar í saman- burði á launum starfsmanna er vinna hlið við hlið, enda virðist þá auðveldara að umbuna starfs- manni fyrir góð störf án þess að það kosti illdeilur starfsmanna. 8. Áhugi fjölmiðla. Mörg ríkisfyr- irtækin eru í stöðugu sambandi við fjölmiðla — sem vega óspart að minnstu gagnrýniverðu þáttum í ákvörðunum hins opinbera. Af þessu leiðir að tilhneiging stjórn- enda til að gæta sérstaklega að hverju skrefi um leið og tími þrengir að, skapar minni afrakst- ur og hægari afgreiðslu mála en hjá einkarekstrinum, þótt hins öndverða sé þörf. 9. Hver stjórnar? Ríkisreksturinn virðist vera áhrifagjarnari fyrir breytingum frá ýmsum áttum og þarf oftar að vinna að málamiðlun en einkaframtakið. Að öðrum kosti er hætta á að andstæður skapist í ákvarðanatöku. Hér má hins vegar spyrja hvort málamiðl- uninni sé ekki ofgert í ríkisrekstr- inum. Markmiöa er saknað í ríkisrekstri Tíundi þátturinn sem sérstakur þykir fyrir opinberan rekstur, varðar markmið. Líklega er hann alvarlegasta ádeilan á stjórnun hjá hinu opinbera og er mikið um- hugsunarefni þegar haft er í huga að opinber rekstur í lýðræðisþjóð- félagi þarfnast sérstaklega skýrra markmiða. Stjórnendur kvarta yf- ir því að stofnanir þeirra hafi sjaldan skýr aðalatriði. Því er reksturinn gjarnan á víðu sviði einhvers staðar í námunda við Árni Sigfússon , „í þessari grein veröur fjallað um 10 atriði sem reyndir stjórnendur bandarískra stofnana í opinberum rekstri og einkarekstri telja vera aðgreinandi einkenni á ríkisrekstri. Hér er um stjórnunarlegan sam- anburð að ræða.“ markmiðin, eða jafnvel langt frá þeim. Þar virðist löggjafinn hafa brugðist hér í Bandaríkjunum, ef ekki víðar! Lagalegar túlkanir eru oft svo víðar að stofnuninni veitist erfitt að átta sig á hvernig hún skuli framfylgja umræddri þjón- ustu eða hver hún eigi nákvæm- lega að vera. Reglugerðir, sem skulu vera leiðarmerki fyrir rekst- urinn, vilja oft standa furðu langt frá hinni upphaflegu ætlun löggj- afans. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, F.A. Hayek, bendir á svipuð dæmi í bók sinni, Leiðin til ánauðar, sem óhjákvæmilega af- leiðingu ofhleðslu verkefna á ríkiskerfinu: því fleiri verkefni sem ríkið tekur að sér því meiri ágreiningur verði yfirleitt um markmið! Einkareksturinn fer aðrar leiðir í starfi sínu. Þar gefur hagnaður- inn, hlutdeild á markaðnum og kappsmálið að lifa af upplýsingar um hvort markmiðin séu fullnægj- andi og hvernig þau séu fram- kvæmd. En ef staðreyndin er sú að stjórnendur eiga erfitt með að greina markmið, tilgang og hið nákvæmlega afmarkaða svið stofnunarinnar, þá hlýtur rekstur- inn að vera með algjörum höppum og glöppum hvað varðar tilgang þessarar þjónustu við borgarana. Og enn síður er þá hægt að búast við að almenningur geri sér grein fyrir verksviði og markmiðum ým- issa opinberra stofnana, sem þó eru stofnsettar til þess að þjóna þeim og gæta hagsmuna þeirra. Hvernig eiga borgararnir að veita hinni opinberu stofnun aðhald i rekstri, ef þeir þekkja ekki full- komlega verksvið hennar eða markmið? — Á íslandi er mönnum t.d. hollt að velta fyrir sér hversu vel þeir þekkja í raun til sinna eigin stofnana. Hversu víðtækt er t.d. vald og verksvið Hollustuverndar ríkisins, Vinnu- eftirlits ríkisins, Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, svo nokkur dæmi séu tekin af handa- hófi. Flest höfum við einhverja hugmynd um verksvið þessara ágætu stofnana, en varla nægjan- legt til þess að veita þeim aðhald í rekstri. Þó skulu þær þjóna okkur og vernda. Ofangreindir þættir eru vissu- lega aðgreinandi í stjórnun einka- reksturs og ríkisreksturs. Fjöl- margir aðrir þættir bera hins veg- ar með sér að rekstrarformin eru í mörgu mjög lík, sérstaklega þegar einkafyrirtækin ná ákveðnum stærðarmörkum. Þá virðast ein- kenni skrifræðisins koma fram, og því verður stundum ekki vart við áberandi mun á þessum rekstrar- formum hvað afköst og gæði varð- Hversu vel þekkja íslendingar til sinna eigin stofnana, sem skulu þó þjóna þeim og vernda? Varla nægjanlega vel til þess aö geta veitt þeim aóhald í rekstri. Markmiö þessara stofnana eru flestum íslendingum óljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.