Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 33 Nicaragua verður að lifa ar. En það sem aðgreinandi er þykir merkilegra. Það undirstrik- ar sérstöðu ríkisreksturs og krefst þess að opinber rekstur leiti sjálfstæðra leiða. Aðeins í sumum tilvikum getur reynsla einkarekst- ursins komið að gagni og þá reynslu ber að nýta eins vel og mögulegt er. Þar vantar einnig mikið á. En lausnir fyrir hinn opinbera rekstur eru enn fremur fátæklegar og almenns eðlis. Á þær verður minnst í annarri grein. Samfélag okkar hefur allt til að bera til þess að gera ríkisrekstur, þar sem við viljum hafa hann, að fyrirmyndarþjónustu fyrir borg- arana. Hann tekur við þar sem örðugt er að koma við einkarekstri til að fullnægja þeirri þjónustu og vernd, sem við höfum ákveðið að þjóðfélag okkar skuli veita. En til þess að svo megi verða þurfum við að leggja til hliðar alla sleggju- dóma. Það veitist mörgum erfitt og enn virðist „skynsemin" leiða menn í allar áttir. Við hljótum þó að geta verið sammála um nokkur meginatriði sem varða ríkisrekstur, hvaða stjórnmálaskoðanir sem við að- hyllumst. Hljótum við ekki að telja það markviss og skynsamleg vinnubrögð að einbeita okkur að þeim verkefnum áður en tekið er að karpa um ágreiningsmálin? Við hljótum að vera sammála um að markmið löggjafans þurfi að vera skýr og afmörkuð. Við hljótum að vera sammála um að fyrst og fremst skuli ríkið vinna að því að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. Við hljótum einnig að vera sammála um að rétt sé að stuðla að sem mestri hagkvæmni við þann rekstur sem við höfum ákveðið að ríkisvaldið skuli hafa með höndum. Og fyrst við erum öll sammála um þessa sjálfsögðu hluti þá hlýtur að vera grundvöll- ur fyrir stórbættum ríkisrekstri án þess að verulegar byltingar hafi átt sér stað í þjóðfélagi okkar, sem ekki næðist fullt samkomulag um, og hætta væri á að æti börnin sín. í næstu grein mun ég fjalla um bandarískar samanburðarrann- sóknir á afköstum og gæðum þess- ara tveggja rekstrarforma, einka- reksturs og opinbers reksturs. Þær upplýsingar geta vonandi varpað einhverju ljósi á hvenær við gætum vænst bestu þjónust- unnar af báðum rekstrarformum. Höfundur er rið hískólanám í rekstrarhagfræði og stjórnunar- fneði í Bandaríkjunum. Hann er fyrrrerandi framkræmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna I Reykjarík. — eftir Ragnar Stefánsson í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld var sagt að í ræðu hefði Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lýst yf- ir afnámi borgaralegra réttinda í Nicaragua. í Morgunblaðinu 17. október var svo risafyrirsögn á forsíðu: Almenn mannréttindi af- numin í Nicaragua. Hvort tveggja er lygi. Hið rétta er að Ortega lýsti gerð neyðarlaga, sem takmarka að nokkru þau miklu lýðréttindi sem öllum þegn- um Nicaragua eru tryggð, sem eru meiri réttindi en tryggð eru í nokkru öðru landi Rómönsku Am- eríku og þótt víðar væri leitað. Ognanir við Nicaragua Bandaríkin, einkanlega, halda uppi málaliðaher gegn uppbygg- ingu landsins við norður- og suð- urlandamærin í gerspilltum lepp- ríkjum sinum Honduras og Costa Rica. Þetta er ekki skæruliðaher í þeim skilningi að hann eigi að leita eftir stuðningi fólks í Nicar- agua. Nei, þetta er her einræðis- herrans, ógnvaldsins, sem þekkir þá einu leið til valda að hræða, pynda og drepa. Þetta er að mestu her sjálfs blóðhundsins Somoza, búinn fullkomnustu vopnum og studdur bandarískri hernaðarráð- gjöf, flugvélahllif og upplýsinga- tækni til að fara morðferðir inn í landið. Fyrir ströndum Nicaragua er bandaríski flotinn grár fyrir járn- um og hótar innrás verði stjórn Nicaragua á einhver „rnistök" á milli þess sem hann leggur tund- urdufl í kaupskipahafnir landsins og annað góðgæti. Hvað er verið að verja? Það sem þjóð Nicaragua er að verja er það sem ávannst þegar ógnvaldinum Somoza var steypt. Frelsi til að lifa og geta um frjálst höfuð strokið, til að geta haft skoðanir og tjáð þær, frelsi til að skipuleggja sig í pólitíska flokka og til að geta stundað pólitískan áróður, frelsi til fjöldaaðgerða og til lýðræðislegra kosninga, já og hún er að verja frelsi sitt til að vera óháð á alþjóðvettvangi. Þegar neyðarlögin eru sett núna er það gert vegna þess að stjórn- völd telja þau réttu leiðina til að verja þetta frelsi, sem áunnist hefur. Hvaða breytingar eru þetta? Helstu breytingarnar eru: 1. Telji ríkisstjórnin sig hafa sannanir fyrir ólöglegu athæfi einstaklings getur hún, sam- kvæmt þessum breytingum, lát- ið málið gangá mjög hratt gegnum dómskerfið. Eftir sem áður er dómskerfið tvöfalt og opið. Sú seinvirkni sem er inn- byggð í dómskerfi Nicaragua og að minnka líkur á því að nokkur sé dæmdur saklaus (sbr. ís- lenska dómskerfið), þessi sein- virkni er afnumin í bili. Áfram getur dæmdur áfrýjað til hæstaréttar. 2. I lögum Nicaragua er hverri manneskju tryggður réttur til að fara inn í landið og út úr því. Með neyðarlögunum er ríkis- stjórninni heimilt að hindra einstaka menn til að koma inn i landið eða fara út úr því. Þetta er svipað og í Bandaríkjunum með þeirri undantekningu að í Bandaríkjunum er enginn málaliðaher erlends stórveldis sem fer myrðandi um landið. Því hefur annars þegar verið lýst yfir, svo dæmi sé tekið, að öllum Norðurlandabúum sé heimilt að fara inn i landið og út úr því eins og þeim sýnist. 3. Takmarkað hefur verið frelsi blaða til að skrifa um hernað- arleg og pólitísk mál. Þetta með skrifin um hernaðarstöðuna í landi þar sem innrás er i gangi held ég allir skilji. Takmarkan- ir á skrifum um pólitísk mál beinast eingöngu að skrifum þar sem reynt er að rífa niður þann viðbúnað sem stjórn Nic- aragua er að byggja upp vegna ótta um yfirvofandi innrás. Greifynjan blóðþyrsta Þessi erótíska sturtusena reynist vampýrustúlkunni ungu (Andrea Rau) skeinuhætt í Daughters of Darkness, því vatn er vampýrum jafn hættu- legt og blóð er þeim lífsnauðsyn. Myndbönd Árni Þórarinsson Ef þú hefur gaman af hroll- vekjum og rekst á spólu með einni slíkri sem heitir Daughters of Darkness, þá skaltu taka hana heim til að skoða. Ef þú hefur gaman af sérkennilegum bió- myndum yfirleitt ættir þú að gera hið sama. Daughters of Darkness er gerð af belgískum leikstjóra Harry Ktimel að nafni, en sem kunnugt er fáum við ekki að sjá margar myndir frá Belgíu hérlendis. Kumel notar hins vegar alþjóðlegan leikhóp og þegar myndin var frumsýnd árið 1971 voru útgáfurnar tvær, ensk og frönsk (franski titillinn er Les Rouges aux Levres). Myndin vakti þá þegar athygli fyrir óvenjulegt framlag til hroll- vekjuhefðarinnar sem þá var mjög virk og vinsæl. Kúmel flytur hér hinn evr- ópska nýbylgjumyndstíl þessa tíma — t.d. mynda eins og L’Année derniére á Marienbad — inn í gotnesku hrollvekjuna og útkoman er súrrealísk, Ijóðræn og ákaflega munúðarfull vamp- ýrumynd. Sú föngulega og fjöl- hæfa leikkona Delphine Seyrig, sem margir þekkja m.a. úr fyrr- nefndri Marienbad-mynd Alain Resnais, leikur Elísabetu Bat- hory, hina frægu greifynju blóð- suguþjóðsagnanna sem öðlast vildi eilíft líf með því að nærast á blóði ungra stúlkna. Elísabet lifir „góðu“ lífi í nútímanum samkvæmt myndinni og í upp- hafi hittir nýgift par hana og unga fylgikonu þegar þau verða innlyksa á eyðilegu strandhóteli. Eins og gefur að skilja hyggst Beta hin blóðþyrsta fá annað og meira en bolla af tei hjá brúð- hjónunum ungu. Daughters of Darkness er síð- ur en svo hrollvekja í venjulegum skilningi. En myndin er full af óhugnaði í bland við magnaða erótík með afskaplega fögrum, stílhreinum sviðsetningum og kyrrstæðri myndatöku. Hana brestur að vísu úthaldið undir lokin, en engu að síður: Hnýsileg- asta mynd, en að sönnu ekki við allra hæfi. Stjörnugjöf: Daughters of Dark- ness-írt^Á Ragnar Stefánsson „Takmarkanir á skrif- um um pólitísk mál beinast eingöngu að skrifum þar sem reynt er að rífa niöur þann viðbúnað sem stjórn Nicaragua er að byggja upp vegna ótta um yfir- vofandi innrás. beinist þetta einkum gegn einu stærsta dagblaði lands- ins La Prensa, sem hef- ur stutt innrásaraðilann með ruglandi fréttum.“ Beinist þetta einkum gegn einu stærsta dagblaði landsins La Prensa, sem hefur stutt innrás- araðilann með ruglandi frétt- um. 4. Rétturinn til fjöldaaðgerða og kröfugangna sem hefur verið mjög mikill hefur verið tak- markaður. Fyrir kröfugöngu verður að uppfylla ákveðin skil- yrði, samkvæmt þessum bráða- birgðalögum. Upplýsa verður um gönguleið (eins og hér) og hversu umfangsmikil ganga á að vera og tryggja að ekki verði raðist á einstaklinga á götum eð. á eignir borgaranna á leið gongunnar. Enn er Nicaragua vagga lýðræðisins Þrátt fyrir þær skerðingar sem hér hafa verið nefndar njóta ein- staklingar meira frelsis í Nicar- agua en í nokkru öðru landi Róm- önsku Ameríku. Þeir njóta meira frelsis en einstaklingar í nokkru öðru landi sem búa við sambæri- legar aóstæður erlendrar íhlutun- ar og stöðugra morðárása, og efnahagslegra þvingana. Samstaða heimsins Það eina sem hindrar Bandarík- in í innrás í Nicaragua er almenn- ingsálitið í heiminum. Takist Bandaríkjastórn að koma sök á hendur Nicaragua-stjórn eða að ögra Nicaraguastjórn til verknaðs sem almenningsálitið í heiminum mundi fordæma, þá hafa þeir skapað sér skilyrði til innrásar. Fréttin í sjónvarpinu 16. októ- ber og þó sérstaklega í Morgun- blaðinu í gær eru í reynd hluti af vopnaskaki Bandaríkjanna. Gleymum því ekki að við, þú og ég og allur almenningur í heimin- um, berum líka ábyrgð á því að stjórn Nicaragua hefur orðið að setja ofannefnd höft. Við berum ábyrgð á því af því okkur hefur ekki tekist að sýna Bandaríkja- stjórn tennurnar nógu skýrt, að sýna þeim það nógu skýrt að við munum ekki þola innrás þeirra í Nicaragua. Höfundur er jarðskjilftafræðingur í Reykjarík og starfar m.a. í El Salrador-nefndinni. Sannkallað ljós í myrkrinu Hljómplötur Siguröur Sverrisson Gary Moore Run for Cover lo Records/Steinar Gary Moore hefur allt of lengi verið allt of lítið þekktur á meðal allt of margra. Það er kominn tími til að breyting verði á. Af hverju? Gary Moore er tvímæla- laust á meðal 5 bestu gítarleik- ara þungarokksins í dag og hefur á liðnum árum sent frá sér af- bragsgóðar plötur. í Bretlandi er hann það sem menn kalla gjarn- an „cult-hero“ en frægð hans utan Bretlands er takmörkuð. Hér á landi á Gary Moore þó býsna stóran hóp tryggra að- dáenda. Verði Run for Cover ekki til þess að beina athyglinni að Gary Moore i miklu ríkari mæli en verið hefur held ég að hann geti alveg hætt að rembast við að verða frægur. Betur held ég að honum geti vart tekist upp en einmitt á Run for Cover. Þar hjálpast allt að; frábær lög, ein- valalið hljóðfæraleikara, pott- þétt upptökustjórn (enda \eigi færri en 4 „stjórar" á aðeins 9 lög) og síðast en ekki síst geisl- andi gítarleikur Moore sjálfs. Það er gott dæmi um stöðu Moore á meðal breskra rokkara að hann á einkar gott með að fá 1. flokks menn til liðs við sig þegar halda þarf í hljómleika- ferðalag eða í hljóðver. Á meðal aðstoðarmanna hans hér eru ekki ómerkari menn en Glenn Hughes (Trapeze, Deep Purple, Hughes/Thrall Band), Neil Cart- er (áður m.a. i UFO), Don Airey (m.a. áður i Rainbow og um tíma með Ozzy Osbourne), Bob Daisl- ey (m.a. áður með Ozzy og Uriah Heep) og síðan sjálfur Phil Lyn- ott (áður driffjöður Thin Lizzy). Allir skila þessir kappar sínu óaðfinnanlega. Þáttur Glenn Hughes á þess- ari plötu er mjög stór. Hann leikur á bassa í 4 lögum af 9 og syngur í 3 þeirra. Reyndar stóð til að þessi plata yrði upphaf áframhaldandi samstarfs þeirra Hughes og Moore en eitthvað slettist upp á vinskapinn og mun Hughes óheyrilega sár yfir málalokum. Öll lög plötunnar að einu und- anskildu, sem Phil Lynott semur og syngur, eru eftir Gary More, ýmist einan eða þá í samvinnu við Neil Carter. Flest eru þau frábærlega góð, engin þó eins og Out in the Fields, Run for Cover og All Messed Up. Empty Rooms er svo með fallegri rólegum lög- um í þungarokkinu hin síðari ár. Þótt ekki kæmi til annað en stórkostlegur gitarleikur Gary Moore á þessari plötu væri hún fyllilega þess virði að kaupa hana. Hins vegar er svo ótal- margt annað sem hjálpar til að gera hana eina af perlum ársins í þungarokkinu. Run for Cover er svo sannarlega ljðs í þvl myrkri, sem lagst hefur yfii; þungarokkið á þessu-ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.