Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Mynd af Simon le Bon fyrir Duran Duran- aðdáendur. Hann var ásamt unnustu sinni, Yasmin Parve- heh, að snæða á veitingastað, sem nefndur er Langans og auðvitað sátu ljósmyndarar fyrir honum þegar út kom. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þáði hann boð eins ljós- myndarans og lét hann bera sig á hestbaki nokkurn spöl, því engan leigubil var að fá eða þannig sko... Ástin getur stundum verið blind! Samspil manns og bfls Eg ætla bara að biðja þig að segja ekki að hann ftadar (bíllinn) sé ljótur. Þú skilur það gæti farið fyrir kassann á honum og ég held að það sé betra að þú segir að hann sé ákaflega hallærislegur, þó mér hafi fundist hann vera mjög sjarmerandi frá því ég leit hann augum í fyrsta sinn.“ Já, hér er verið að tala um Radar, jeppa Gunnars Steins Páls- sonar auglýsingastjóra, en á milli þeirra hefur skapast mjög náið samband. „Þetta er annars ekkert óvenju- legt eða til að gera mál útaf. Ég var bara að keyra í Kópavoginum á bílnum mínum, Chevrolet Malibu, árgerð ’79, þegar ég allt i einu rek augun í jeppa á Hávegi. Ég hugsa með mér að aldrei á ævinni hafi ég séð jafn einstaklega hallærislegan jeppa og ég verði að eignast hann STRAX. Eg stoppa bílinn minn hið snarasta og reyni að hafa upp á eiganda jeppans. Eftir nokkrar tilraunir finn ég hann, sem er þá gestkomandi hjá bifvélavirkja. Ég ber upp erindið og segi honum að ég vilji gjarnan hafa skipti á jeppanum og Malibu-inum mínum. Maðurinn lítur á mig stórum augum og hélt auðsjáanlega að það vantaði eitt- hvað meira en lítið í mig, en segir svo mjög yfirvegaður, að sig vanti eiginlega ekki Malibu. Bifvélavirk- inn hefur líklega séð einhvern gróða í þessu fyrir vininn, því hann pikkar ótt og titt í hann og það fer svo að þeir prufukeyra bílinn minn. Þetta endaði svo með því að við handsöluðum kaupin og maðurinn ók hinn ánægðasti á brott í Malibu, en ég, eftir að hafa fengið nokkra leiðsögn hjá bif- vélavirkjanum, skrönglaðist ein- hvernveginn heima á Radar. Mér er það einna eftirminnileg- ast við þetta þegar ég var að koma mér heim og reyna að búa til ræðuna í huganum til að útskýra þetta tiltæki mitt fyrir heimilis- fólkinu á gáfulegan hátt. Þegar ég var búinn að hafa það af að „trunt- ast“ heim þurfti ég ekki á ræðunni að halda, því fjölskyldan sá fyndnu hliðina á þessu og úr varð hlátur og grátur. Eg er hæstánægður með Radar minn í dag og vil ekki skipta og það skondnasta við þetta er að við báðir, eigendur bílanna tveggja, erum jafn vissir um að við höfum stórgrætt hvor á öðrum." — Hvenær fæddist Radar (blaðamaður þorði ekki fyrir sitt litla líf að spyrja hvaða árgerð billinn væri.) „Árið 1971 og var á sínum tíma ætlaður til notkunar í Víetnam- stríðinu. Hann komst þó ekki alla leið og hefur staðið óhreyfður og líklega einmana mestan hluta tímans á Keflavíkurflugvelli. Hann var keyrður 4.000 kílómetra þegar ég fékk hann. Eg hef aldrei á ævinni verið bíladellumaður, eða haft af því áhyggjur á hvernig bíl ég æki og konan mín segir að þetta sé í fyrsta skipti í okkar 12 ára sambúð sem ég fer óbeðinn og skola af bíl. Ég veit ekkert um bíla, en get þó sagt þéf um Radar að hann heitir AMC JEEP og er annaðhvort Willy’s eða Ford, er með 4 strokka Hurrycane vél, hefur sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum, vatnsvarða vél, 24 volta rafkerfi... — En Radarnafnið? „Jú, sérðu, ég nefndi hann eftir litla hallærislega kallinum í Mash-þáttunum því eins og fólk man líklega var sá ekkert fyrir augað, en þó potturinn og pannan í þáttunum og raunar alveg ómiss- andi. Hann hét sem sé Radar og svo fannst mér þetta líka passa vel, því þeir þættir gerast á víg- velli. — Hefur hann nokkuð þurft að kíkja til viðgerðarmanns? (Reyndi að hafa þetta eins og þegar spurt er um tannlækninn.) „Já, reyndar hefur hann þurft að renna þangað af og til, en það er nú eiginlega mér að kenna, því ég get ekkert dyttað að honum sjálfur. í augnablikinu er verið að gera heimsleit að hjörulið í hann, blessaðan.“ — Það hefur sem sagt ekkert veraldlegt orðið þess valdandi að þú skiptir um bíl? (Það má nú reyna!) „Veraldlegt mat kemur þessu ekkert við. Ég varð bara ástfang- inn og sumir segja að ástin sé blind. Það eru sterkar tilfinningar á milli okkar og ég met Radar ekki til fjár.“ Þegar blaðamaður töltir út í litlu hvítu Honduna sína og lítur á sakleysislegan framsvipinn getur hann ekki annað en horft öðrum og nýjum augum á þennan aldraða og þolinmóða vin sem varla hefur hlotið klapp hvað þá ástarorð til þessa. Fljótasti sund- maður í heimi Matt Biondi er 19 ára nemi og talinn vera heimsins fljótasti sundmað- ur. Hann sló sitt eigið heims- met þegar hann var 49 sek- úndur með 100 metrana á sundmóti í Bandarikjunum. Frá því hann var fjórtán ára hefur hann talist einn besti sundmaður í heimi, enda æfir hann sig níu sinnum í viku. Eitthvað fyrir Duran Duran aðdáendur Vinirnir Radar og Gunnar Kteinn Pálsson. fc'lk í fréttuni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.