Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 21
Sovétríkin: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 21 Ogarkov ekki „horfinn“ — sagður gegna ábyrgðarstarfí sem áður Moskvu 22. oktiber. AP. TALSMAÐUR Kremlstjórnarinnar sagdi á þriðjudag, að fyrrum aðstoð- arvarnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, Nikolai V. Ogarkov, sem vikið var úr starfi í fyrra, gegndi jafn mik- illi ábyrgðarstöðu og fyrr. Hann upp- lýsti hins vegar ekki hvers vegna Ogarkov var leystur frá embætti eða hvaða stöðu hann gegnir nú. Ogarkov var vikið úr stöðu sinni í september 1984 og síðan hefur ekkert heyrst um hann opinber- lega. óstaðfestar fregnir herma, að hann stjórni herskóla eða hafi tekið við herstjórn á vestursvæði sovéska hersins í Austur-Evrópu. Leonid Zamyatin, yfirmaður al- þjóðaupplýsingadeildar kommún- istaflokksins, var spurður um Ogarkov á fréttamannafundi um hinar nýju tillögur Sovétmanna varðandi takmarkanir vígbúnað- ar. „Ogarkov er alls ekki horfinn," sagði Zamyatin. „Hann gegnir nú ábyrgðarstöðu og ábyrgð hans er ekki minni en áður. Ogarkov held- ur enn áfram störfum og honum tekst jafn vel upp í starfi og áður.“ Zamyatin útskýrði ekki hvers Suður-Kórea vill aðild að Sameinuðu þjóðunum New York, 22. október. AP. Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Shinyong Loh, óskaði eftir því í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- ana, að Suður- og Norður-Kóreu yrði veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum. Taidi hann að það myndi vera skref í áttina til að setja niður deilur á þessu svæði, sem hann taldi vera eitt hið hættulegasta fyrir heims- friðinn, þar sem að fjögur stórveldi, Kína, Japan, Sovétrlkin og Bandarík- in, ættu þar hagsmuna að gæta. Hann sagði ennfremur að aðild að Sameinuðu þjóðunum myndi skapa vettvang fyrir samskipti ríkjanna á Kóreuskaganum og myndi auka möguleikana á sam- einingu þeirra og friði þeirra í millum. Ríkin hafa nú áheyrnar- fulltrúa á Allsherjarþinginu og ríkisstjórnir beggja ríkja segjast vilja sameiningu. Ríkisstjórn Norður-Kóreu heldur því hins vegar fram að aðild að Sameinuðu þjóðunum minnki líkurnar á sam- einigu. , GENGl GJALDMIÐLA London, 22. október. AP. ÞAÐ VAR fremur rólegt á gjaldeyr- ismörkuðum í dag og gengi dollars hækkaði heldur á nýjan leik eftir lítilsháttar fall undanfarna daga. Ein af ástæðunum fyrir hækuninni er talin bjartsýni meðal spákaupmanna um að nýjar hagtölur frá Bandaríkj- unum, sem væntanlegar eru á morg- un, sýni betra ástand en áður var talið. Sterlingspundið kostaði 1.4340 dollara, en kostaði í gær 1.4350 í gær. Hér fer á eftir gengi helstu gjaldmiðla gagnvart dollara, inn- an sviga gengið frá því í gær: 215.65 yen (214.35) 2.6420 vestur-þýsk mörk (2.6345) 2.1640 svissneska franka, (2.1572) 8.0400 franska franka, (8.0125) 1780.25 ítalskar lírur, (1778.75) 1.3646 kanadíska dollara. (1.3629). vegna Ogarkov var leystur frá embætti aðstoðarvarnarmálar- áðherra, eða hvernig hann getur gegnt sambærilegri stöðu þegar aldrei er minnst á hann opinber- lega. Nikolai V. Ogarkov. Kasparov færist nær titlinum Skák Margeir Pétursson ÁTJANDU skákinni í einvígi Karp- ovs og Kasparovs um heimsmeist- aratitillinn lauk með jafntefli í Moskvu í gærkvöldi eftir aðeins 23 leiki. Áskorandinn, Gary Kasp- arov, frá Bakú við Kaspíahaf, held- ur því enn forystunni í einvíginu. Hann hefur hlotið níu og hálfan vinning, en heimsmeistarinn Ana- toly Karpov, átta og hálfan. Ses skákir eru eftir af einvíginu og nægir Kasparov jafntefli í þeim til þess til að verða þrettándi heims- meistarinn í skák og jafnframt sá yngsti. Karpov hafði hvítt í skákinni í gær og það vakti strax athygli að Kasparov vildi ekki endurtaka peðsfórnina sem reyndist honum vel í sextándu skákinni sem hann vann. í staðinn kom enn einu sinni upp Scheveningen af- brigðið af Sikileyjarvörn. Skákin tefldist síðan eins og önnur ein- vígisskákin, þar til Karpov breytti út af í fjórtánda leik. í miðtaflinu varðist Kasparov af miklu öryggi og er Karpov bauð jafntefli í 23. leik hafði svartur jafnað taflið. Þessi skák var tefld eftir fimm daga hlé á einvíginu, því Kasp- arov frestaði henni frá siðasta laugardegi til gærdagsins. 19. einvígisskákin verður tefld á morgun. Þá hefur Kasparov hvítt. Átjánda skákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, Kasparov hefur margoft boðið upp á Najdorf afbrigðið í Sikil- eyjarvörn í einvígjum sínum við Karpov, en taflið hefur jafnan tekið stefnu út í Scheveningen afbrigðið, sem er rólegra. 6. Be2 — e6, 7. 0—0 - Be7, 8. f4 — 0—0, 9. Khl —Dc7, 10. a4 — Rc6, 11. Be3 — He8, 12. Bf3 — Hb8, 13. Dd2 — Bd7, 14. Rb3. í annarri skákinni, sem litlu munaði að Kasparov ynni á svart, lék Karpov 14. Df2 og eftir 14. - Rxd4, 15. Bxd4 - e5, 16. Be3 — Ba6!?, 17. f5 — Bc4 var staðan afar tvísýn. b6, 15. Bf2!? Karpov hyggjast setja þennan biskup á skálínuna h2-b8. Bc8, 16. Bg3 — Rd7, 17. Hael — Bb7, 18. e5!? Hbd8, Eftir 18. dxe5?! 19. fxe5 — Rcxe5 getur hvítur t.d. unnið peðið til að baka með 20. Bxb7 — Hxb7, 21. De2 - f6, 22. Dxa6. 19. Df2 - Hf8 Það er skynsamlegt að andæfa á f línunni, þar sem hvítur hefur tvöfaldað. 20. Be4 — dxe5, 21. fxe5 — Rc5, 22. Rxc5 - bxc5, 23. Bf4 I þessari stöðu þáði Kasparov jafnteflisboð Karpovs. Einhverj- um spámönnum í Moskvu þótti sem Karpov hefði samið af sér, en eftir 23. — Rb4 nær svartur uppskiptum á biskupnum á e4 og þar með eru vígtennurnar dregn- ar úr hvítu sókninni. Vegna flutnings úr landi er þessi glæsilega bifreið til sölu BMW 316 1984, 4 dyra, ekinn 12.000 km, litur svartur, útvarp — kassetta, litað gler, hiti í læsingu. Góöur staögreiösluafsláttur, skuldabréf kemur einnig tilgreina. Nánari upplýsingar í síma 31063 eftir hádegi. Námskeiöfyrir iönfyrirtæki Öryggiávinnustaö — auknartekjur Markmiö — Koma í veg fyrir framleiöslustöövun og rekstrartap vegna slysa og skipulagsleysis í öryggismálum. — Bæta afkomu fyrirtækisins með bættu öryggi. — Greina rangar og hættulegar vinnuaöferöir. Lýsing Stuöst er viö námskeiö frá National Safety Council í Bandaríkj- unum: — Öryggi sem stjórnunaraöferö. — Forysta — þátttaka stjórnenda í öryggismálum. — Finna rangar og hættulegar vinnuaöferöir. — Öryggiseftirlit á vinnustaö. — Mengun og umhverfi á vinnustaö. — Eldvarnir. — Öryggisfatnaöur. — Lyfta rótt. Þátttakendur Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim stjórnendum fyrirtækja er bera ábyrgö á öryggi starfsmanna. Leiðbeinandi Ágúst Þorsteinsson, ráögjafi íöryggismálum. Tími 29.—30. október nk. kl. 8.30—12.30. Staður Hallveigarstígur 1,3. hæö. Verð Fyrir félagsmenn Fil kr. 2.100. Fyriraörakr. 2.800. Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iönrekenda, Hallveigarstíg 1, sími 91-27577 fyrir 25. október nk. FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Ósviknir DACHSTEIN meö tvöföldum saumum, nló-sterkum gúmmlsóla, vatnsþóttri relmingu. Framleiddlr I Austurrlki og sérstaklega geröir fyrir mikiö álag og erflöar aóstæóur. Santiskr. 3.154. Stærðir 36-47. Softykr. 1.744. Stærðir 36-46. Oetz kr. 2.121. Stæröir 36-46. Retz kr. 1.200. Stæröir 36-46. FHms kr. 2.279 Stærölr 36-46. Retz Kinder kr. 964. Stæröir 30-35 Achenseekr. 1.875 Stæröir36-46. PÓSTSENDUM SAMDÆQURS. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 Fjallaskór _____ DACHSTEIN der schuh der splttenklas**! Achensee Softy Retz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.