Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 45
ekki síst ef þeir eru að flýta sér, og það var oft, að keyrt var eins og vélin orkaði til að komast inn á flóði eða á tilteknum markaðsdegi. Á þessum styrjaldarárum voru skipstjórarnir, og Ásgeir var einn þeirra, almennt menn aldir upp á litlum bátum, þar sem góð sjó- mennska gilti í sjósókninni, menn fóru með gát og hagræddu skipum sínum í sjónum, sneru upp í öldu eða undan og slógu af ef þeim þótti ískyggilegt brot ríða að skip- inu. Með þessari sífelldu gát kom- ust þeir klakklaust yfir hafið á sökkhlöðnum fleytum sínum. Enskir hafnarverkamenn höfðu oft orð á því, hvernig í ósköpunum þessar fleytur gætu komist yfir Atlantshaf og hvernig nokkrum heilvita mönnum gæti dottið í hug að fara útí þær til að sigla þeim frá íslandi til Englands. Ásgeir var á leið til Englands á Skaftfellingi í sama mund og kafbátur skaut niður Reykjaborg- ina og drap alla nema tvo menn og Péturseyna, en með henni fórust allir, og réðst á Fróða og drap þar sjö menn en fimm sluppu lífs. Ásgeir á Skaftfellingi kom að Fróða um níulevtið að morgni 11. mars og var þá Fróði staddur um 160 sjóm. suðaustur af Vest- mannaeyjum og kafbáturinn bú- inn að vinna sitt verk og horfinn. Þótt Fróði væri allur sundurskot- inn þá gat hann gengið fyrir eigin vélarafli og hann gekk helmingi meira en Skaftfellingur eða um 9 sjómílur. Það hefði því tafið ferð Fróða með sína særðu menn að Skaftfellingur fylgdi honum til Eyja og Ásgeir taldi því vænlegra að rjúfa innsiglið á talstöðinni hjá sér og senda skeyti til Eyja og þá gæti skip komið á móti Fróða með lækni. Hann sigldi af stað með Fróða til baka um stund til að koma skipverjum á rétta stefnu. Síðan hélt hann áfram ferð sinni til Englands, þótt ekki væri það árennilegt að halda áfram sigling- unni vitandi þennan morðóða kaf- bátsforingja vakandi yfir bráð ef- laust skammt undan og líklegan til að leika skipshöfnina á Skaft- fellingi svipað og skipshöfnina á Fróða. Þegar Ásgeir kom til Fleetwood þremur sólarhringum síðar og hafði landað aflanum, kom skeyti að heiman um að hann ætti að bíða þar unz frekari fyrirmæli bærust. Þá biðu fleiri íslensk skip í Fleetwood. Ásgeir þóttist vita, að fyrirmælin myndu hljóða upp á siglingu heim í skipalest og þótti það ekki álitlegt á Skaftfellingi, svo ganglítill sem hann var, en það var oftast að síðasta skip i skipalest varð fyrir árás og hann tók það ráð að laumast af stað einskipa og komst áfallalaust heim á undan skipalestinni. Ásgeir fór af Skaftfellingi yfir á Helga, sem Helgi Benediktsson átti einnig, 115 tonna bát, og hann var í siglingum annað veifið öll styrjaldarárin og fór sem fyrr seg- ir nær 50 ferðir. Eftir styrjöldina lét Ásgeir smíða einn af þeim bátum, sem keyptir voru í Svíþjóð. Það var 100 tonna bátur sem kom til landsins 29. janúar 1947, og hét Andvari. í félagi við Ásgeir um kaupin voru þeir Hafsteinn Bergþórsson og tenguafaðir Ásgeirs, Guðmundur Jónsson frá Tungu í Skutulsfirði, þekktastur undir nafninu Guð- mundur á Freyju, en hann var um langa hríð einn mesti síldarskip- stjóri landsins og um hann má víða lesa, því að hann vann sér mjög til frægðar sem aflamaður bæði á þorsk- og síldveiðum. Ásgeir hafði eftirlit með smíði Andvara á árinu 1946 og var skip- stjóri á bátnum þar til 1949 að hann var orðinn svo bilaður af magasjúkdómi sínum að ekki var um annað að ræða en hætta sjó- mennskunni. Þegar sjómenn fara í land með bilaða heilsu eða fyrir aldurssakir þá eiga þeir sjaldan góðra kosta völ í störfum. Skipstjórnarmennt- un er ekki gild til neinna starfa í landi og skipstjórnarmenn verða oft að sætta sig við ýmis illa laun- uð störf þegar þeir koma í land og verða þá oft vaktmenn hjá skipa- afgreiðslum og i skipum og sá varð hlutur Ásgeirs fyrstu mánuði í MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 45 landi. En Ásgeir var ekki allur þótt heilsan leyfði ekki sjómennsku og 20. febrúar 1950 opnaði hann úti á Granda verslun, sem hann kallaði Sjóbúðina, og tók að versla þar með sjóklæðnað og ýmislegt smá- dót, sem sjómenn þurftu að hafa með sér til skips. í þessari tegund verslunar kom Ásgeiri að notum, að þegar hann var í gagnfræðaskólanum vann hann eitt sumar í verslun Elling- sens og svo nýttist honum vel sín eigin reynsla af þörfum sjómanna. Verslun hans blómgaðist því fljótt, enda sparaði Asgeir sig ekki. Það mátti kalla að hann hefði opið allan sólarhringinn. Hann auglýsti á hurðinni að sjó- menn mættu hringja í sig eftir lokun búðarinnar á hvaða tíma sem væri. Ásgeiri var það sjálfum minnisstætt hversu vel þetta gat komið sjómönnum, því að þegar hann og félagar hans fóru út á spánska togarann 1933, þá gerðist sú ráðning í skyndi og þeir urðu að vekja upp Jón í Verðanda kl. 5 um morgun til að afgreiða þá féiaga með sjófatnað og lána þeim fyrir honum að auki, og það varð Ásgeir einnig oft hvorttveggja að gera í Sjóbúð sinni, að vakna upp til að afgreiða sjómenn á nóttum og lána þeim það sem þeir keyptu. En Sjóbúðin varð vinsæl og þekkt verslun svo og kaupmaðurinn. All- ir sjómenn í Reykjavík þekktu Geira í Sjóbúðinni, hann var einn af þeim og vissi hvað þá vantaði og gat fyllt á kaupin með skemmtilegu tali eða sögu. Ásgeir M. Ásgeirsson kvæntist þann 16. ágúst 1938 Sigríði Soffíu Guðmundsdóttur skipstjóra Jóns- sonar (Guðmundar á Freyju, sem fyrr er nefndur). Soffía fæddist á ísafirði 8. október 1913 en lést í bílslysi 12. október 1965. Þau hjón áttu fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, og eru synirnir allir skip- stjóralærðir farmenn en dóttirin loftskeytamaður. Elstur sonanna er Guðmundur framkvæmdastjóri Nesskip hf., hann er kvæntur Jak- obínu Valmundardóttur og eiga þau hjónin 3 börn, þá er Baldur skipstjóri á Eyrarfossi, hann er kvæntur Þórunni Ólafsdóttur og áttu þau hjón þrjú börn en eitt þeirra er látið, yngstur er Ásgeir Sigurður, sem er stýrimaður á Tungufossi en slasaðist í starfi ári eftir að hann lauk farmannaprófi og hætti sjómennsku og hefur síð- an stundað verslunarstörf. Hann er kvæntur Sigurveigu Lúðvíks- dóttur og eiga þau fjögur börn. Yngst barna Soffíu og Asgeirs er Kristín loftskeytamaður, gift Óskari G.H. Gunnarssyni stýri- manni og eiga þau 3 börn. Fyrir hjónaband átti Ásgeir tvo sonu, Ásgeir Bjarni verslunar- maður og Emil sjómaður og eiga þeir báðir þrjú börn hvor. Æviferill Ásgeirs M. Ásgeirs- sonar sýnir að hann var mann- dómsmaður. Til sjós var hann af- bragðs verkmaður og góður stjórnandi, og sem kaupmaður vann hann sér hylli viðskiptavin- anna með lipurð sinni og greið- vikni. Einkalífi hans bera börn hans vitni, þau hafa öll komist vel til manns og mátu mikils föður sinn. Þegar Ásgeir var á spánska tog- aranum skrifaði hann móður sinni mörg bréf. Þau bréf bera hjartal- agi hans vitni. Ég hef ekki séð hlýrri bréf til móður heldur en þessi skrápharði sjómaður skrif- aði móður sinni._ Ásgeir Jakobsson Þeir sem kynntust Ásgeiri M. Ásgeirssyni á lífsleiðinni gleyma honum líklega seint, en þeir sem eignuðust vináttu þessa manns gleyma honum aldrei. Eg var svo lánsamur að geta talið mig til seinni hópsins. Kynni okkar hófust fyrir 28 árum, kynni sem efldust og urðu að vináttu. Faðir minn og Ásgeir höfðu verið samskipa á yngri árum með hin- um kunna aflamanni Þorsteini Eyfirðingi og af því leiddi að við feðgar komum oft við í gömlu Sjó- búðinni. Þar var alltaf boðið kaffi, rifjaðar upp gamlar minningar, sem voru gæddar slíku lífi og frá- sagnargleði að ógleymanlegar voru þeim sem á hlýddu. Slíkar sögur verða ekki sagðar eftir, því miður hverfa þær með þessum listamönnum hins talaða orðs. Seinna kynntist ég því að þeir voru fleiri sem áttu svipuð erindi í Sjóbúðina, gamlir sjófélagar, kunningjar og vinir, slöppuðu af frá amstri lífsbaráttunnar og komu út endurnærðir til nýrra átaka. Ásgeir var á flestan máta sér- stæður maður, hrjúfur við fyrstu kynni, maður sem gat leyft sér að láta flest flakka í viðræðum, sjálfstæður maður, sem þoldi ekki væl og barlóm, en undir skrápnum leyndist ljúft hjarta. Flestum mun þó ógleymanlegust hin mikla eðl isgreind og' hinir einstöku fra sagnarhæfileikar. Á yngri áruni stundaði Ásgeir sjó, var röskur og eftirsóttur til starfa, stýrimaður og skipstjóri og alltaf í fremstu röð. Heilsubrestur varð þess vald- andi að Ásgeir varð að hætta sjó- mennsku alfarið. Hefði þá margur brotnað að sjá framtíðardrauma í því fagi sem hann var menntaður til verða að engu. Þá tók við nýr kafli í lífi hans sem var Sjóbúðin, við það verkefni var tekið á eins og áður á sjónum, með dugnaði og áræði og ekki víluð fyrir st-- vinn- an. Sennilega var þetta eina fyrir- tæki bæjarins sem veitti 24 tíma þjónustu. Væri búðin ekki opin bara að hringja og stuttu seinna var Geiri mættur, þó verslunin væri kannski 1 par vettlingar og það sem meira var um vert, ekki þurfti að borga fyrr en búið væri að fiska upp í kostnaðinn. Því kynntust ég og fleiri ungir menn, sem fóru á síld á þessum árum. Úttekt á hlífðarfötum að vori, greiða að hausti. Góðir viðskipta- menn og kunningjar eins og ég fengu gjarnan vasahníf í pakkann, svona aukalega reiknaðar á eina krónu. Eggvopn voru ekki gefin í Sjóbúðinni, ekki alveg. í þriðja bekk gagnfræðaskóla varð sessunautur minn Baldur sonur Ásgeirs, við höfum verið vinir æ síðan. Þá hofust ný kynni af Ásgeiri, er ég varð heimagangur á hans góða heimili að Fögrubrekku á Seltjarnarnesi. Ásgeir var kvænt- ur óvenjulegri mannkostakonu, Soffíu Guðmundsdóttur, vafalítið hefur það verið hans mesta gæfu- spor. Soffía var myndarkona til allra verka og hvers manns hug- ljúfi. Mann sinn studdi hún í blíðu og stríðu og hafði skapað þeim smekklegt og kyrrlátt heimili. Þetta var hans styrkur og stað- festa, heimilið og börnin voru hans stolt. Soffía dó af slysförum 12. október 1965, þá bognaði Ás- geir, en áfram varð að halda. Þrot- laus vinna og útsjónarsemi höfðu skapað þeim nokkur efni og þótti Ásgeiri sárt að hún sem lifði með honum erfiðleikana skyldi ekki geta notið með honum uppsker- unnar. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, þau eru í aldursröð: Guðmundur framkvæmdastjóri og útgerðarmaður, Baldur skipstjóri, Ásgeir kaupmaður og bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi, Kristín kaupkona og húsmóðir, Guðmund- ur Baldur og Ásgeir eru allir lænV t skipstjórnarmenn og Krist- ín lærður loftskeytamaður, öll eru þau gift og kominn myndarlegur hópur barnabarna. Á síðastliðnu sumri hringdi Ásgeir í mig til að kveðja, það var eins og fyrri daginn hressilegt samtal. Úrskurður um ólæknandi sjúkdóm varð honum ekkert stór- áfall, hann átti kost á einhverri framlengingu en hafnaði henni. Lífsstarfinu var lokið og hann var tiltölulega sáttur við sinn hlut. “ Hann hafði lifað að sjá börnin sín vaxa lir grasi og verða að nýtum þegnum og hann hafði lifað að sjá barnabörnin vaxa til þroska. Meira varð ekki krafist af lífinu. Á þessum tíma var líkamlega þrekið brostið en andlega þrekið hafði í engu gefið sig. Að síðustu fékk ég að vanda nokkur heilræði hins lífsreynda manns. Þetta var síð- asta kveðja Ásgeirs, sem var eins- konar þversumma vináttu, þar sem hann var veitandinn, en ég þiggjandinn. Guð blessi minningu hans. Pétur Sigurðsson skipstjóri í dag verður til moldar borinn Ásgeir M. Ágeirsson sem andaðist mánudaginn 14. þ.m. Með honum er genginn sannur Seltirningur, því fáir báru hag Seltjarnarness betur fyrir brjósti en hann. Allt sem mátti betur fara í okkar bæj- arfélagi var honum viðkomandi og lét hann sig það skipta. í litlu bæj- arfélagi sem okkar eru allar ábendingar vel þegnar. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Sjálfstæðisféiags Sel- tirninga í september árið 1959 og einn af stofnendum þess félags. Alla tíð vildi hann hag Sjálfstæð- isfélagsins og flokksins sem mest- an og bestan og var ósínkur á krafta sína í þeirra þágu. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Seltirninga þakka ég gott sam- starf og góðan stuðning. Blessuð sé minning hans. F.h. Sjálfstæðisfélags Seltirninga, Sigurveig Lúðvíksdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRETA BJÖRNSSON, listmélari, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, miövikudag, kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Styrktarfélag vangefinna eöa aörar líknarstof nanir njóta þess. Batty Jónsdóttir, Karín Jónadóttir, Sigurbjörg Jónadóttir, Guttormur Jónason, Margrét K. Jónsdóttir, börn og Bragi Einarsson, Jón Þorvaröarson, Jóhannes Ingibjartsson, Emelía Petrea Arnadóttir, barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Guóný Björnsdóttir, Jón Björnsson, Áslaug Jónsdóttir, Magnús Björnsson, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Viö flytjum öllum þeim er sýndu móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLÖFU VALGERDI DIORIKSDÓTTUR, Gautlandi 11, þá velvild og kærleika i lífi, veikindum og viö fráfall okkar bestu þakkir. Guö veri meö ykkur öllum. Þórólfur V. Þorleifsson, Eyrún Þorleifsdóttir, Sverrir Þorleifsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför bróöur míns, ÓLAFS MARKÚSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 10.30. Einar Markússon. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, HAFSTEINN DAVÍOSSON, Uröargötu 18, Patreksfiröi, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 16.30. Minningarathöfn um hinn látna veröur i Patreksfjaröar- kirkju laugardaginn 26. okt. kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Islands. Erna Aradóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Vilborg Hafsteinsdóttir, Davíö Hafsteinsson, Esther Hafsteinsdóttir og Haukur Hafsteinsson. Faöirokkar, PÉTUR ÓLAFSSON, sem andaöist á Ovalarheimilinu Höfða 18. október, veröur jarö- sunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 26. október kl. 11.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimiliö Höföa. Fyrir hönd aöstandenda, börn hins látna. Lokað Vegna jaröarfarar ÁSGEIRS M. ÁSGEIRSSONAR veröa skrifstofur okkar lokaöar í dag, miövikudaginn 23. októ- ber.frákl. 13.00-16.00. Nesskip hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.