Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
19
Á netum. Aöbúnaður og afkoma sjómanna hefur mikið breyst á 70 ára
tímabili til hins betra en baráttan fyrir auknu öryggi, bættum kjörum og
aðbúnaði heldur þó áfram af fullum krafti.
ár voru samsvarandi bætur komn-
ar upp í 357.677 krónur og 1.073.031
krónu.
Guðmundur Hallvarðsson segir
að með stofnun lífeyrissjóðs tog-
arasjómanna 1957 hafi mikið
áunnizt og hefði hann komið í stað
launahækkana togarasjómanna
það árið. Þá hefðu menn greitt í
sjóðinn af heildarlaunum sínum
og lífeyrir þá orðið viðunandi.
Guðmundur sagði, að árið 1962
hefðu farmenn komið inn í dæmið
með sama hætti og togarasjómenn.
Fiskimenn hefðu komið inn í sjóð-
inn árið 1970 og þá gert þau mistök
að greiða af upphæð, lægri en
kauptrygging. Upp úr 1980 hefðu
menn farið að verða varir við hve
réttindi bátasjómanna hefðu verið
miklu lakari en hinna og baráttan
um úrbætur staðið til upphafs
þessa árs. Þá hefði náðst sam-
komulag um að þeir greiddu af
80% heildartekna sinna, en af öll-
um launum sínum í ársbyrjun
1987. Þá yrðu þessi mál loks komin
í eðlilegt horf.
Baráttunni haldiö áfram
af fullum krafti
Guðmundur sagði, að báráttan
fyrir auknum réttindum og bætt-
um kjörum sjómanna hefði alla tíð
verið aðalmarkmið félagsins og
svo yrði áfram. Þessi stétt manna,
sem ynni fjarri heimilum sínum
og ástvinum við erfiðari skilyrði
en nokkur önnur stétt í landinu
ætti skilið betri laun en aðrir og
lengri frí. Sjávarútvegur og sigl-
ingar væru undirstaða efnhagslegs
sjálfstæðis þjóðarinnar og yrðu
íslenzkir sjómenn að fá að njóta
betri kjara vegna þess. Þó mikið
hefði áunnizt á 70 ára tímabili
væri margt framundan og barátt-
an fyrir auknu öryggi, bættum
kjörum og aðbúnaði sjómanna um
borð héldi áfram af fullum krafti.
HG
Ágústa Ágústsdóttir
Tónlist
Egill Friðleifsson
Austurbæjarbíó 19.október.
Flytjendur:
Ágústa Ágústsdóttir sópran
David Knowles píanó
Efnisskrá: Lög eftir Mozart, Skúla
Halldórsson, Hallgrím Helgason,
Áma Björnsson, Ragnar H. Ragnar,
Verdi, Sibelius og Brahms.
Ágústa Ágústsdóttir sópran-
söngkona efndi til tónleika í Aust-
urbæjarbíói sl. laugardag við und-
irleik David Knowles. Ferill
Ágústu er nokkuð sérstæður. Hún
hóf reglubundið söngnám tiltölu-
lega seint, en hefur síðan stöðugt
bætt sig og kom mér satt að segja
á óvart með mjög góðri frammi-
stöðu á þessum tónleikum. Fram-
farirnar eru greinilegar bæði hvað
varðar tækni og túlkun. Hún hefur
fallega rödd og syngur músíkalskt.
Neðsti hluti raddarinnar hefur
nokkuð dekkri blæ og berst ekki
eins vel og efri hlutinn, en þau lög
sem lágu best fyrir röddina gerði
hún lagleg skil. Ágústa hóf tónleik-
ana með því að syngja frísklega
„Sehnsucht nach dem Frúhling"
(Nú tjaldar foldin fríða) eftir
Mozart, en e.t.v. full hratt. Raunar
fannst mér hún syngja sum lögin
óþarflega hratt, t.d. „Smaladreng-
inn“ eftir Skúla Halldórsson. Það
var forvitnilegt að kynnast lögum
Árna Björnssonar „Þú biður mig
að syngja" og „Horfinn dagur" og
sömuleiðis „Hjarðmærin" eftir
Ágústa Ágústsdóttir
Ragnar H. Ragnar, sem ég man
ekki eftir að hafa heyrt áður.
Eftir hlé söng Ágústa með reisn
hina rismiklu aríu Amelíu úr
„Grímudansleiknum" eftir Verdi,
en sérstaklega tókst henni vel upp
í því magnaða lagi „Flickan koir.
ifrán sin álsklings möte“ eftir
Sibelius.
Undirleikari var sem áður segir
David Knowles. Hann er góður
píanóleikari, en átti það til að spila
óþarflega sterkt, einkum fyrir hlé,
t.d. í „Un moto di gioja“ eftir
Mozart.
Þessir tónleikar voru Ágústu
Ágústsdóttur til sóma. Ég hef ekki
heryt hana betri í annan tíma.
100 ára í dag:
Pálína Jónsdótt-
ir í Reykjadal
í dag, 23. október, verður 100
ára Pálína Jónsdóttir í Reykjadal
í Hrunamannahreppi. Pálína
fæddist árið 1885 að Hrauni í
Grindavík og ólst þar upp. Einar
Jónsson réð Pálínu sem kaupakonu
í Reykjadal 1903 og tveimur árum
síðar gengu þau Einar í hjónaband
og tóku við búinu í Reykjadal.
Einar og Pálína bjuggu allan
sinn búskap í Reykjadal, áttu 12
börn, sem öll komust til fullorðins-
ára, og eru 11 þeirra á lífi. Mar-
grét dóttir þeirra lést úr berklum
28 ára gömul, árið 1941. Hve
margir afkomendur þeirra eru í
dag veit ég ekki en þeir skipta
tugum.
Pálína stýrði búi í Reykjadal
með Einari bónda sínum rúm 50
ár. Við búinu tóku synirnir Guð-
mundur og Hörður, sem kvæntur
er Þóru Bjarnadóttur. Hjá þeim
bjuggu gömlu hjónin eftir að þau
slepptu bústjórn og nutu um-
hyggju og ástúðar. Einar lést 97
ára gamall 1984.
Pálína hefur átt við þrálátan
sjúkdóm að stríða. Það kom eink-
um í hlut Þóru tengdadóttur henn-
ar að annast hana heima í
Reykjadal og oft varð Pálína að
vera undir læknis hendi lengri eða
skemmri tíma. Undanfarin ár
hefur Pálína legið í Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi og á þaðan
vart afturkvæmt.
Tilviljanir ráða oft miklu í lífi
manna og þannig hófust kynni mín
af Reykjadalsheimilinu árið 1940.
Móðir mín tók mig þá þriggja ára
með sér austur í „Hrepp“ en þang-
að fór hún til að vera við jarðarför.
Hún gisti í Reykjadal hjá Pálínu
og Einari móðurbróður sínum og
er ekki að orðlengja það að slíkir
kærleikar tókust með mér og
heimilisfólkinu að ég dvaldi síðan
10 sumur í Reykjadal. Mörg systk-
inanna voru þá enn í föðurhúsum,
Pálína og Einar kallaði ég frá
fyrstu kynnum afa og ömmu í
Reykjadal. Þótt margt hafi fyrnst
og gleymst frá dvalarárum mínum
í Reykjadal á ég enn margar ljúfar
miningar um Pálínu ömmu, eink-
um um þá hlýju og ástúð sem ég
naut jafnan hjá henni. Mér hefur
alltaf fundist amma í Reykjadal
einhver snyrtilegasta kona sem ég
hef kynnst og þannig vill hún hafa
allt í kringum sig. Stássstofan
hennar, sem jafnan var læst
hvunndags, er enn í huga mér
fínasta stofa sem ég hef komið í.
Þar naut aðkomufólk einstakrar
gestrisni ömmu og afa en hann
gerði auk þess mörgum heimsókn
að Reykjadal minnisstæða með
kímni sinni, gáska og einstakri
orðheppni. í „baðstofunni" og eld-
húsinu ríkti sami góði andinn,
daglega, þótt þar væri vettvangur
hversdagslífsins. Þessi sami þægi-
legi andblær ríkir enn hjá Reykja-
dalsfólkinu.
Fyrstu sumur mín í Reykjadal
var mitt mesta ábyrgðarstarf að
aðstoða Pálínu ömmu við að gefa
hænsnunum. Þessar stundir með
ömmu eru mér sérstaklega minnis-
stæðar. Hún kenndi mér að gefa
hænsnunum þannig að gráðugir
hanar rifu ekki allt fóðrið í sig og
þó sérstaklega að hlú að hænunum
sem lágu á. Þessar stundir vorum
við tvö ein, amma og ég. Ég masaði
og hún svaraði öllum mínum
barnalegu spurningum. Stundum
litum við við í kirkjugarðinum og
amma staldraði þögul við gröfina
hennar Möggu dóttur sinnar. Ég
vissi að þá átti ég ekki að masa
eða spyrja, þá stund átti amma ein.
Það er hár aldur 100 ár og okkar
kynslóð sem nú telst á miðjum
aldri þykir það með ólíkindum að
fólk hafi átt og komið til manns
12 börnum. Ef til vill skynjar
amma í Reykjadal það ekki að hún
er orðin 100 ára og hirðir ekki um
að punta sig á afmælisdaginn eins
og hún hafði svo gaman af hér
áður.
Til hamingju með afmælið,
amma í Reykjadal, megi guð gefa
þér vellíðan og ró á áliðnu ævi-
kvöldi.
Valgeir
Orar og
hóra en
engin glóra
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Nýja bíó: Ástríöuglæpir — Crimes
of Passion ★V4
Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit:
Barry Sandler. Leikstjóri: Ken Russ-
ell.
Aðalhlutverk: Kathleen Turner, John
Laughlin, Anthony Perkins.
Sumir kvikmyndagerðarmenn,
einnig hérlendis, halda að það
komi í staðinn fyrir fullunna frá-
sögn og heillega frásagnartækni
að ganga fram af fólki. Yfirborðs-
leg ögrunarárátta af því tagi ber
hins vegar aðeins vitni vanþrosk-
uðum prakkaraskap og kemur
ekkert áræðinni list við. Breski
kvikmyndagerðarmaðurinn Ken
Russell er krónískur vandræða-
gemsi þótt kominn sé á sextugsald-
urinn. Hann hefur í myndum sín-
um einkum glímt við tvö viðfangs-
efni: kynlíf og fræga tónlistar-
menn. Þetta tvennt tengir hann
saman með kraftmiklu myndrænu
hugarflugi, eins konar gandreið,
klofvega á kvikmyndatökuvél. En
þegar áhorfandinn er kominn út
fyrir endamörk á myndskeiðvelli
Russells er fátt sem eftir situr
nema fáeinar, stakar syrpur frá
ferðinni. Myndir eins og The Music
Lovers um Tchaikofskí, Mahler og
Lisztomania eru þessu marki
brenndar, og sama má segja um
poppsöngleikinn Tommy. Aðeins
Women in Love eftir sögu D.H.
Lawrence hafði í sér það bindiefni
sem heilsteyptar bíómyndir þarfn-
ast. Þetta bindiefni er t.d. saman-
sett úr skynsamlegu viti, lágmarks
smekkvísi, sæmilegum þroska og
listrænni heildarhugsun.
Oftast eru myndir Russells
þannig að engu er líkara en höf-
undurinn hafi ekki vitað hvað
Morðinginn og mellan hans —
Perkins og Turner í Crimes of
Passion.
hann var að gera. Þær eru hams-
laus orgía af litum, hreyfingum
og tónum. Þessi beiting Russells á
kvikmyndamiðlinum sem eins
konar vímugjafa var bersýnileg í
næstsíðustu mynd hans, Altered
States sem var nánast LSD-ferða-
lag aftur til hippatímans. Afskap-
lega heimskulegt ferðalag sem ég
get ekki ímyndað mér að nokkurn
hafi langað í. Þá mynd gerði hann
i Bandaríkjunum og þar gerði hann
einnig þetta nýjasta verk sitt,
Crimes of Passion. Þessi mynd á
að vera vitundarvíkkandi eins og
hinar. En hugmynd Russells um
vitunarvíkkun hér virðist vera sú
að ráðast á skynfæri áhorfandans
með því að rífa hann upp á kyn-
færunum. Einkar snjöll og nett
listræn aðferð það.
En það er ekki heil brú í þessari
kvikmynd. Ég fæ ekki séð að nokk-
ur maður hafi verið með fullu viti
á svæðinu, hvorki leikstjóri, leik-
arar, né handritshöfundur. Crimes
of Passion á að lýsa kynórakenndu
sambandi þriggja persóna, ungs
hversdagsmanns sem orðinn er
innlyksa í steindauðu hjónabandi
(þótt engin leið sé að átta sig á
því hvers vegna hann er innlyksa
og hvers vegna hjónabandið er
steindautt), ungrar konu sem er
tískuteiknari á daginn en hóra á
kvöldin (þótt engin leið sé að átta
sig á því hvers vegna hún er þetta
tvennt til skiptis), og snargeggjaðs
manns sem er hálfur elds- og
brennisteinsprédikari og hálfur
kynferðislegur öfuguggi og glæpa-
maður (þótt engin leið sé að átta
sig á eðli þessarar tvískiptingar).
Lengi framan af tengjast þessar
þrjár persónur og hlutskipti þeirra
lítt en svo eru þær leiddar saman
með svo álappalegum og bjánaleg-
um hætti að fimm ára krakki hefði
getað staðið betur að verki. Crimes
of Passion verður það sem eftir er
ruglingsleg stúdía á samskiptum
þessa tvískipta fólks og er ógerlegt
að fá botn í það hvort höfundar
eru með sálfræðilega athugun á
hvatalífi og bælingu nútímafólks
í huga, stílfærða fantasíu um það
sama, blóðugan glæpaþriller eða
misheppnaða gamanmynd.
Russell keyrir þessa dellu áfram
á miklum myndrænum bægsla-
gangi og hávaðasamri músík Ricks
Wakeman. Öll úrvinnsla er svo
frumstæð að furðu sætir; t.d.
klippir Russel inn myndir af erót-
ískum teikningum kínverskum og
jafnvel fréttaljósmyndir þegar
uppáferðir hórunnar rísa sem
hæst, án þess að nokkur sýnileg
ástæða sé fyrir því. Merkilegast
af öllu er að leikarar eins og Kathl-
een Turner og Anthony Perkins
virðast taka þetta allt alvarlega.
Það get ég a.m.k. ekki, og þótt
tilgangurinn sé greinilega að
sjokkera og hneyksla þá gengur
ekkert fram af manni nema yfir-
máta flónska þessarar framleiðslu.