Morgunblaðið - 23.10.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 23.10.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 Sjómannafélag Reykjavíkur 70 ára: Þó mikið hafi áunnizt heldur baráttan fyrir úrbótum áfram Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavfkur, við fána félagsins. Það eru Pólstjarnan og Karlsvagninn, sem prýða fánann en á árdögum félagsins tóku sjómenn hæð og stefnu eftir stjörnunum og notuðu gjarnan til þess þuraalfíngur og vísifingur. SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur er 70 ára í dag, 23. október. Félagið er eitt elzta verkalýðsfélag landsins og varð fyrst slíkra félaga til að opna eigin skrifstofu með föstum starfs- manni. Auk þess að vinna að hags- munamálum undirmanna á skipum var eitt markmiða félagsins í upphafi að taka virkan þátt í bæjarmálapóli- tíkinni og koma manni eða mönnum í bæjarstjórn. Nú eru hagsmunamál- in á oddinum eftir sem áður, megin áherzlan lögð á launakjör, öryggis- mál og tryggingar. Á þessum tíma hefur margur farartálminn verið í vegi bættra kjara, en jafnframt hefur margri hindrun verið úr vegi rutt og margt hefur áunnizt. Hér á eftir verður stiklað á stóru í fjörlegri sögu síðustu 70 ára með aðstoð Guðmund- ar Hallvarðssonar, formanns félags- ins, og rætt lítillega við hann. 12 krónur og 50 aurar á mánuði fyrir skóslit og þvíumlíkt Fyrsti formaður félagsins var Jón Bach. Meðal þeirra atriða í sögu félagsins, sem okkur kunna að finnast spaugileg, má nefna að á fundi 31. október 1915 var því hreyft hvort ekki bæri að veita formanni einhverja þóknun fyrir störf hans í þágu félagsins og var að lokum samþykkt að félagið borgaði formanni 12 krónur og 50 aura um mánuðinn fyrir skóslit og þvíumlíkt. Ári seinna kom fram tillagan um fastan starfsmann á skrifstofu félagsins með 40 króna mánaðarlaun. Fundir félagsins voru í fyrstu oft á tíðum haldnir í Bárubúð og gekk þar gjarnan á ýmsu. í fundar- gerðarbók félagsins segir meðal annars, að framhald aðalfundar hafi verið haldið 12. nóvember 1916 í Bárubúð og hafi fundurinn verið settur klukkan 20. Sökum andatrú- arrifrildis í stóra salnum hafi fundurinn verið settur uppi á lofti. Mánaðarlaun lág- mark 75 krónur Fyrstu launakröfur Sjómanna- félagins, þá Hásetjafjelagsins, komu fram 3. nóvember 1915 og voru þær nefndar aukalögin. Þar segir að enginn félagsmaður megi láta skrásetja sig á togara fyrir minna kaup en 75 krónur á mánuði og fæði, ennfremur alla lifur, sem skiptist jafnt milli skipstjórans, stýrimannsins, bátsmannsins og hásetanna. Það skuli á valdi skip- stjórans hvort matsveinn sé ráð- inn upp á lifrarhlut eða ekki. Lifrin skuli seld hæsta verði, sem unnt sé að fá, án tilhlutunar frá út- gerðarmanni, sem eigi þó kost a að kaupa lifrina hæsta verði, er aðrir bjóði. Um hringnótaveiðar segir, að laun skuli ekki vera minni en 75 krónur og fæði. Auk þess fái hver háseti eigi minna en 2 aura af hverri tunnu síldar miðað við fyrstu söltun eða 3 aura af hverju síldarmáli. Um laun á „handfæra- skipum" segir meðal annars, að menn skuli ráðnir upp á hálfdrætti og fæði og fái félagsmaður fisk sinn borgaðan hæsta gangverði, kaupi útgerðarmaður fiskinn. Há- setinn skuli greiða fyrir verkunar- kostnað af fiski sínum, til dæmis fyrir salt. Hásetinn megi enn- fremur borga helming veiðarfæra (ekki síldar), helming beitu og helming íss, ef kaupa þurfi. Háseti eigi allt tros sem hann dragi, sem sé lúðu, skötu og steinbít, og fái frítt salt í það; ennfremur þorsk- höfuð og sundmaga, að svo miklu leyti, sem það kunni að vera hirt í hjáverkum. Fyrst deilt um lifrina, nú er henni hent Ekki verður fjallað nánar um fyrstu launakröfurnar eða hvernig gekk að ná þeim fram. Þetta er fyrst og fremst til að gefa til kynna stöðu háseta á árdögum félagsins og til að sýna mismuninn á stöðu þeirra nú og þá. Á þessum tíma varð ágreiningur um lifrina einn helzti ásteitingarsteinninn í kjara- baráttunni, en í dag er henni ein- faldlega hent nema að litlum hluta til á vetrarvertíð, þegar koma má með aflann óslægðan að landi. Launakerfið er nú einfaldara og hlutur sjómanna af aflanum um þriðjungur, en verð á honum mið- ast ekki lengur nema að litlu leyti við hæsta mögulega markaðsverð. Launamálabaráttan fer nú nánast eingöngu fram við ákvörðun fisk- verðs hverju sinni í Verðlagsráði sjávarútvegsins, en öryggis- og tryggingamál falla að mestu undir beina samninga við útgerðarmenn, að nokkru leyti með afskiptum ríkisvaldsins eins og ákvörðun fiskverðs, þegar í yfirnefnd er komið. 100 króna sekt fyrir að mæta of seint til skips Árið 1915 var réttarstaða sjó- manna lítil sem engin og vinna um borð gegndarlaus. Slökuðu menn á, gátu þeir átt á hættu tafarlausa uppsögn við komuna i land og 100 króna sekt, mættu þeir of seint til skips. í 25 ára afmælisriti Sjó- mannafélagsins er meðal annars að finna eftirfarandi yfirlit yfir stöðuna þá, árið 1940, og við stofn- un félagsins 1915. Þá voru gegnd- arlausar vökur á togurum, ekkert frl í höfn, ekkert sumarfrí og ótak- mörkuð vinna við síldarlosun. 25 árum síðar var lögboðin 8 tíma hvíld á hverjum sólarhring, samn- ingsbundið hafnarfrí allt að 2 sól- arhringum. Viku sumarfrí með kaupi og vökuskipti á togurum við síldarlosun. 1915 var á farskipum 10 til 12 tíma vinna í höfnum, enginn frídagur í höfn, ekkert sumarfrí, 10 tíma vinna dagmanna á þilfari á sjó og 12 tíma vinna hjá kyndurum og 10 tíma vinna við land. Skipsmenn stóðu nætur- vörð í heimahöfn. 25 árum síðar var 8 tíma vinna í höfnum, einn frídagur í mánuði, 10 daga sum- arfrí með kaupi, dagmenn unnu 8 tíma á dag á þilfari á sjó svo og kyndarar við land og á sjó. Varð- maður úr landi stóð næturvörð í heimahöfn. í dag hefur þessum málum þokað enn lengra, meðal annars með mjög svo breyttum kjarasamningum. Á togurum er nú 12 tíma frí á sólarhring, frí við löndun og í höfn og mönnum gert kleift að taka sómasamleg fri. Á farskipum vinna menn á föstum mánaðarlaunum og fá greidda yfirvinnu umfram 40 stunda vinnuviku, frí eru lög- og samn- ingsbundin og réttarstaðan öll önnur. Á síld- og loðnuveiðum eru ekki ákveðnar vaktir, en vinna engan veginn gegndarlaus eins og áður var. Lífeyris- og trygginga- mál mikilvæg Lífeyrismál hafa að undanförnu verið mjög ofarlega á baugi. í Halaveðrinu mikla 1925, einhverju mesta sjóslysatímabili í íslenzkri útgerðarsögu, voru dánarbætur sjómanna 2.000 krónur. Fram- reiknað til síðasta árs verður sú upphæð 56.640 krónur, en þá var hún orðin 275.410 krónur og ör- orkubætur 826.230. Um mitt þetta Um ágreining í Kvennaathvarfi — eftir Erlu Magnúsdóttur Við sem stóðum að bréfi húshóps Samtaka um kvennaathvarf, ásamt Steinunni Bjarnadóttur, í mars sl. teljum nauðsynlegt að birta það í heild sinni svo hinn almenni félagsmaður átti sig á því um hvað umræðan snýst og ekki síst vegna þess að bréf þetta er tilgreint sem ástæða fyrir uppsögn hennar. Frá upphafi höfum við fjallað um málefni og starfsaðferðir fyrst og fremst og rökstuddar ábending- ar um það, sem betur má fara að okkar mati í rekstri og félagsstarfi Samtaka um kvennathvarf, bornar fram eftir fengna reynslu. Nú, þegar ein úr okkar hópi, Steinunn Bjarnadóttir, er lögð í einelti og sagt upp starfi fyrirvaralaust með svo máttlausum rökum að furðu sætir, fæst það staðfest um leið að samtökin eru ekki eins flöt eins og þau eiga að líta út fyrir að vera og þessi margræddi samstarfs- grundvöllur er á reiki. Það varð augljóst á síðasta aðalfundi þar sem lagabreytingar voru til umræðu, að félagsmenn skiptust í tvo hópa. í stuttu máli vildi annar hópurinn svo til óbreytt ástand, hinn vildi umbæt- ur, m.a. meira samræmi milli orða og athafna en önnur mál koma fram í bréfi. Að gefnu tilefni viljum við taka fram að við erum ekki jásystur í pólitík, enda gengum við í samtök- in með því hugarfari að pólitík ætti þar ekki heima, þó ekki verði hjá því komist að í svo breiðum hópi séu einhverjar sem rugla þessu saman. Við mótmælum því þessum lítil- mótlegu aðförum að persónu Steinunnar Bjarnadóttur, sem er hér notuð sem blóraböggull, því í raun er deilt um skoðanir tveggja hópa. Við erum allar sammála um það að Kvennaathvarf er nauðsyn- legt. Þó við séum ekki á sama máli um hvernig það er rekið er ástæðu- laust að láta það bitna á einni manneskju. Allir vita að með þeirri aðferð er málefnaleg um- ræða brostin. Hér fer á eftir bréf húshóps: Mættar: Anna Sigurðardóttir, Áslaug Ragnars, Erla Magnús- dóttir, Sigríður Harðardóttir, Steinunn Bjarnadóttir. Á fyrri fundi var rætt um starf- semi húshóps í framhaldi af ný- samþykktum lögum Samtaka um kvennaathvarf. Kom sú skoðun fram að húshópi væru skorður settar og ætti hann óhægt með að starfa án náinna tenglsa við þær sem auraráðin hafa, þ.e. fjármála- hóp. Var ræddur sá möguleiki að viðstaddar gengju í fjarmálahóp en sinntu jafnframt störfum hús- hóps, á þeim vettvangi eða utan hans, eftir því sem við hæfi þætti, þar til aðrar lýstu sig fúsar til að Erla Magnúsdóttir „Við mótmælum því þessum lítilmótlegu aö- förum aö persónu Stein- unnar Bjarnadóttur, sem er hér notuö sem blóraböggull, því í raun er deilt um skoðanir tveggja hópa. Við erum allar sammála um það að Kvennaathvarfíð er nauðsynlegt.“ taka við húshópi. Ákvörðun um málið frestað til næsta fundar. í framhaldi af umræðum á síð- asta fundi húshóps, 22. mars sl., kom fram að þær fimm konur, sem hafa verið virkar í hópnum að undanförnu, sjá ekki ástæðu til að starfa þar áfram. Ástæður fyrir þessari ákvörðun eru einkum þessar: 1) Óánægja með ólýðræðisleg vinnubrögð innan Samtaka um kvennaathvarf. Einkum og sér i iagi alræðisvald fjármálahóps. Lýsandi dæmi er tregða hópsins við að taka afstöðu án skýringa varðandi hús eitt við Bjargar- stíg. Vitandi það að stór hópur félagsmanna spyr hvort það sé arðbært að vera með hálfkarað, tómt hús í sinni umsjá, er umræðum „hummað" af dag- skrá funda hvað eftir annað! 2) óánægja með misnotkun á Kvennaathvarfinu, sem upphaf- lega var ætlað sem neyðarat- hvarf fyrir konur er sætt hafa ofbeldi en stefnir nú í að vera einskonar útibú frá Félagsmála- stofnun fyrir konur, sem í raun og veru eru í þörf fyrir annars konar athvarf vegna húsnæðis- leysis, veikinda og fl. 3) öánægja með fjárhagslegan rekstrargrundvöll Kvennaat- hvarfsins, þar sem tekjustofnar eru vægast sagt ótryggir en þó enginn vilji fyrir því að fara út í fjáröflun né heldur taka af- stöðu varðandi framtíð Bjarg- arstigsins. Auk þess sem enginn áhugi virðist vera á fjárhags- legu sjálfstæði samtakanna heldur stefnt að því að þau verði á opinberu framfæri í æ ríkari mæli. 4) Fundir oft árangurslitlir en tímafrekir. Þó nauðsynlegt sé að málefni samtakanna séu rædd í hring er jafn nauðsyn- legt að brjóta hringinn upp til að taka afstöðu og framkvæma. Vegna skorts á starfslýsingum og meiri festu í þessari svoköll- uðu „flötu stjórnun" eða gras- rótarfyrirkomulagi verður út- koman hringlandi og áhuga- leysi félagsmanna kemur í kjöl- farið. 5) Eins og fram kom við atkvæða- greiðslu á lagabreytingum síð- asta aðalfundar vildum við ásamt fleirum bæta skipulagið innan samtakanna, meðal ann- ars með því að kosinn aðili eða aðilar hafi umboð til ákveðinna stjórnunarverka. Okkur finnst ekki rétt að sá hópur, sem fjöl- yrðir mest um lýðræði, skuli í reynd halda um stjórnartaum- ana í grasrótinni, annaðhvort í krafti fjárvörslu eða dugnaðar, sem er ekki aðalatriðið heldur það að hlutirnir séu nefndir réttum nöfnum. Fyrir hönd fv. húshóps. Höfundur er húsmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.