Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Sálin hans
Jóns
Stundum óskar fjölmiðlarýnir-
inn þess nú heitast að nýju
útvarpslögin er opna fyrir flóðgáttir
einstaklingsframtaksins, taki gildi
strax á morgun. Sú ósk er ekki
endilega fram borin í þeirri vissu,
að r.ýjum sjónvarps- og útvarpsrás-
um fylgi bitastæðara efni en þegar
berst okkur á öldum ljósvakans, en
hitt má ljóst vera að í kjölfar hinna
nýju útvarpslaga eykst framboðið á
sjónvarps- og útvarpsefni og því úr
meiru að moða fyrir þann er ritar
um fjölmiðladagskrána en stundum
er dálítið þunnur þrettándinn í þeim
ranni. Annars má líta svo á að aukið
valfrelsi hins almenna fjölmiðla-
neytanda haldist í hendur við þróun
hins frjálsa markaðar. Þannig un-
um við ekki lengur við pöntunarfé-
lög, kaupfélög eða kaupmanninn á
horninu heldur stormum um helgar
í stórmarkaðinn, því þar er vöruúr-
valið mest og verðið væntanlega
lægt þótt sj álf ar vörurnar séu máski
síst vandaðri en þær sem keyptar
voru hjá kaupmanninum á horninu
eða í gamla góða kaupfélaginu. Hið
sama hygg ég að verði upp á ten-
ingnum á sviði fjölmiðlunar. Hér
eiga vafalaust eftir að rísa margar
smáar og stórar sjónvarps- og út-
varpsstöðvar en á endanum blíva
þær er bjóða uppá fjölbreyttustu
dagskrána, slíka er höfðar til alls
fjöldans, eins og sagt er. Þannig
mun stórmarkaðsmenningin að lok-
um ryðja burt allri persónulegri
sérvisku, slikri er við kynntumst
gjarnan hjá kaupmanninum á horn-
inu og einnig hverfur sveita-
mennskubragurinn er við kynnt-
umst í kaupfélaginu heima. Fjöl-
miðlun framtíðarinnar verður
þannig í flestu tilliti sniðin að þörf-
um og óskum fjöldans, rétt eins og
stórmarkaðurinn og verslanamið-
stöðin.
á Leiti
En þótt fjölmiðlabyltingin sé
þannig í anda lýðræðishugsjónar-
innar er krefst þess að meirihlut-
inn hafi alltaf á réttu að standa
þá er sá galli á gjöf Njarðar að í
kjölfar aukins framboðs verður
samkeppnin grimmilegri. Og þá
erum við komin að þeirri gömlu
góðu spurningu ... hvað stoðar
það manninn að eignast allan
heiminn ef hann glatar sálu sinni?
Hvað til dæmis um fréttamenn-
ina er koma til með að starfa hér
í fjölmiðlaheiminum á næstu árum
og áratugum? Hversu langt ætla
þessir menn að ganga til móts við
auglýsendur? Við vitum að æsi-
fregnir hvers konar seljast best. Á
undanförnum mánuðum höfum við
fylgst í ríkisfjölmiðlunum með
eltingarleik framagjarnra frétta-
manna við fráfarandi fjármála-
ráðherra og uppá síðkastið hafa
fréttamennirnir jafnvel beint
spjótum sínum að einkalífi
ónefndra pólitíkusa. Hvað gerist
þegar þessir fréttamenn taka að
keppa við fréttamenn einkastöðv-
anna? f þessu sambandi verður
mér hugsað til ummæla Sveins
Þormóðssonar ljósmyndara í at-
hyglisverðu viðtali í Vikunni 38.
tbl. '85: „Ég hef komið að þar sem
fólk hefur hengt sig og á myndir
af því þar sem það hangir uppi en
það eru hlutir sem ég læt ekki frá
mér. Það þjónar engum tilgangi
að vera að mynda þetta og maður
á ekki að vera að því. En það er
einhvern veginn svona, frétta-
mennskan í manni er svo rík. Ef
ég væri til dæmis staddur í Banda-
ríkjunum þá væru þessar myndir
gífurlega mikils virði. Það væri
hægt að selja hverju af þessum
útgáfufyrirtækjum, sem þar eru
starfandi, það sem maður vildi."
Ólafur M.
Jóhannesson
Barnaútvarpid
Bronssveröiö
í Barnaútvarp-
1 7 00 'nu> 8em er ^
A I — dagskrá rásar 1
kl. 17.00 daglega, stendur
yfir lestur sögunnar um
Bronssverðið eftir Jo-
hannes Heggland. Knútur
R. Magnússon les.
Sagan fjallar um tvo
unglinga, Orn, sem missti
foreldra sína í bernsku, og
Nönnu, dóttur höfðingjans
Gauta sem féll er Herðir,
þjóðflokkur sunnan úr
löndum, gerði innrás á
heimaey þeirra, Ás, og
veiðistöð Ásverja á eynni
Hvítserk. Flestir manna
Gauta féllu með honum
en fáeinir komust undan
til meginlandsins ásamt
konum og börnum.
Sagan „Bronssverðið"
sem gerist á brönsöldinni,
er þrungin og ýmsir ógn-
vekjandi atburðir gerast
sem reyna á þolrifin í
unglingunum tveimur sem
Aftan-
stund
19
M Aftanstundin,
00 barnaþáttur
1 — með innlendu
og erlendu barnaefni er á
dagskrá sjónvarpsins kl.
19.00 íkvöld.
1 söguhorninu verður
lesin sagan um Depil litla.
Sögumaður er Jónína H.
Jónsdóttir. Þá verða sýnd-
ir tékknesku teiknimynda-
flokkarnir Maður er
manns gaman og Forðum
okkur háska frá, en þeir
fjalla um það sem ekki
má í umferðinni. Sögu-
maður er Sigrún Edda
Björnsdóttir.
eru ekki mjög ólíkir ungl-
ingum okkar tíma ef vel
er gáð.
Sagan er önnur í röðinni
af þriggja bóka skáldverki
um Örn og Nönnu, en sú
fyrsta var lesin í útvarpi
i fyrra og bar nafnið
„Hvítu skipin". Þriðja
bókin heitir „Eyjan
helga". Hver bók er sjálf-
stæð saga þótt aðalper-
sónurnar séu þær sömu í
þeim öllum. Bækurnar
hafa fengið mörg verðlaun
í landi höfundar, Noregi.
Höfundurinn býr á eynni
Þór þar sem sagan gerist
en heitir nú „Tysnesöj",
sem þýðir Þórsey og er í
samnefndum firði á vest-
urströnd Noregs skammt
norðan Bergen. Jóhannes
hefur tvisvar komið til
íslands, í fyrra sinni 1957
er hann dvaldi hér heilt
sumar. Hann hefur skrif-
að bók um Snorra Sturlu-
son og einnig leikrit um
Snorra.
Guömundur Daníelsson rit-
höfundur.
Madur
er nefndur
Guðmundur Daníelsson
22^
Þáttur úr safni
30 sjónvarpsins,
sem áður var
sýndur haustið 1980, er á
dagskrá kl. 22.30. Þáttur-
inn er „Maður er nefndur"
og ræðir Jónas Jónasson
við Guðmund Daníelsson,
rithöfund, um ævi hans og
störf. Þeir ræddust við á
heimili skáldsins á Sel-
fossi og á Eyrarbakka.
Stjórn upptöku annaðist
Valdimar Leifsson.
Guðmundur Daníelsson,
rithöfundur.
Evrópukeppni bikarhafa
í knattspyrnu
1822
Leikur í Evr-
00 ópukeppni bik-
arhafa í knatt-
spyrnu fer fram í dag í
Vínarborg og eigast þar
við Fram og Rapid Wien.
Ingólfur Hannesson
íþróttafréttamaður lýsir
leik liðanna frá Vínar-
borg. Ennfremur verða
fluttar fregnir af fjöl-
mörgum Evrópuleikjum í
knattspyrnu sem fram
fara á sama tíma og eru
liðir í Evrópukeppni bik-
arhafa.
Lýsing Ingólfs hefst á
rás 2 kl. 18.00 síðdegis og
lýkur útsendingunni kl.
20.30.
Fram keppir viö Rapid Wien í Vínarborg í dag.
i
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
23. október
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Hættuferð I frumskógum
Afrlku". Þórir S. Guöbergs-
son les frásgön sfna (2).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegtmál
Endurtekinn þáttur Sigurðar
G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
10.10 Veðurfregnir
10.25 Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna.
10.40 Hin gömlu kynni
Þáttur I umsjá Valborgar
Bentsdóttur.
11.10 Or atvinnullfinu — Sjáv-
arútvegur og fiskvinnsla.
Umsjón: Gisli Jón Kristjáns-
son.
11.30 Morguntónleikar
Þjóðlög frá ýmsum löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn — Frá
vettvangi skólans. Umsjón:
Kristln H. Tryggvadóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Skref
fyrir skref" eftir Gerdu Antti.
Guðrún Þórarinsdóttir þýddi.
Margrét Helga Jóhannsdóttir
les (2).
14.30 Öperettutónlist
15.15 Hvað finnst ykkur?
Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur-
eyri).
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Siðdegistónleikar
a. Flautusónata nr. 2 I e-moll
eftir Georg Friedrich Hándel.
William Bennett leikur á
flautu, Nicholas Kraemer á
sembal og Denis Vigay á
selló.
b. Septett I Es-dúr fyrir klari-
nettu, horn, fagott, tvær fiðl-
ur, selló og kontrabassa eftir
Max Bruch. Félagar úr Fll-
harmonlusveit Berllnar leika.
17.00 Barnaútvarpið
Meðal efnis: .Bronssverðið"
eftir Johannes Heggland.
Knútur R. Magnússon les
þýðingu Ingólfs Jónssonar
frá Prestbakka. Stjórnandi:
Kristln Helgadóttir.
17.40 Slðdegisútvarp
— Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir
19.40 Tllkynningar
19.45 Málræktarþáttur
Helgi J. Halldórsson flytur.
19.50 Eftir fréttir
Jón Asgeirsson fram-
kvæmdastjóri Rauða kross
Islandsflyturþáttinn.
20.00 Evrópukeppni bikarhafa I
knattspyrnu: Rapid Vln —
Fram. Ingólfur Hannesson
lýsir lokakafla leiksins frá
Vlnarborg.
20.30 Hálftiminn
Elln Kristinsdóttir kynnir tón-
list.
20.50 Tónamál
Soffla Guðmundsdóttir
kynnir. (Frá Akureyri).
21.25 „Ég byrjaöi átta ára I
fiski"
Inga Huld Hákonardóttir
ræðir við Sesselju Einars-
dóttur, aldraða konu frá
Isafirði sem býr nú I Kaup-
mannahöfn.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds-
/á
SJÓNVARP
19.00 Aftanstund
Barnaþáttur meö innlendu
og erlendu efnl. Söguhornið
— Depill litli. Sðgumaður
Jónlna H. Jónsdóttir. Maður
er manns gaman og Forðum
okkur háska frá — teikni-
myndaflokkur frá Tékkóslóv-
aklu um það sem ekki má I
umferöinni. Sögumaður:
Sigrún Edda Björnsdóttir.
19.25 A grásleppu. Endursýn-
ing
Islensk barnamynd sem
MIÐVIKUDAGUR
23. október
frumsýnd var 20. þessa
mánaðar.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingarogdagskrá.
20.40 A köldum klaka.
(Winter Days). Bresk nátt-
úrullfsmynd sem sýnir hvern-
ig dýr og fuglar búa sig undir
og þreyja veturinn. Þýðandi
og þulur Öskar Ingimarsson.
21.40 Dallas
Eltt sinn Ewing ávallt Ewing.
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.30 Ur safni Sjónvarpsins
Maður er nefndur Guðmund-
ur Danlelsson. Jónas Jónas-
son ræðir við Guðmund
Danlelsson rithöfund um ævi
hans og störf. Þeir ræddust
við á heimili skáldsins á
Selfossi og á Eyrarbakka.
Stjórn upptöku: Valdimar
Leifsson. Aður sýnt I Sjón-
varpinu haustið 1980.
23.20 Fréttir I dagskrárlok.
22.25 Bókaþáttur
Umsjón: Njörður P. Njarðvlk.
23.05 A óperusviðinu
Leifur Þórarinsson kynnir
óperutónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
23. október
10.00—12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—15.00 Eftir tvö.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
15.00—16.00 Nú er lag.
Gömul og ný úrvalslög aö
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Dægurflugur.
Nýjustu dægurlögin.
Stjórnandi: Leopold Sveins-
son.
17.00—18.00 Ur kvennabúrinu.
Tónlist flutt og/eða samin af
konum.
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Þriggja mlnútna fréttír sagö-
ar klukkan 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.