Morgunblaðið - 23.10.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÖBER1985
7
„Kvennasmiðjan“ í Seðlabankabyggingunni:
70 starfsstéttir taka
þátt í sýningu kvenna
á vinnumarkaðinum
KVENNASMIÐJAN, sýning kvenna
i vinnumarkaðinum, opnar í nýja
Seðlabankahúsinu kl. 11.00 á morg-
un, fimmtudag 24. október, en þi
eru tíu ir liðin fri kvennafrídegin-
um.
Tilgangurinn með sýningunni er
að sýna hversu víðtæk atvinnu-
þátttaka kvenna er og er kjörorð
hennar „Konan - Vinnan - Kjörin".
Á blaðamannafundi er haldinn var
til kynningar Kvennasmiðjunni
kom fram að yfir sjötíu starfs-
stéttir taka þátt í sýningunni. Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingis-
maður og ein þeirra, sem sæti eiga
í undirbúningsnefnd kvennafrí-
dagsins, sagði að megináhersla 24.
október yrði lögð á launamál
kvenna. „Við viljum að gestir sýn-
ingarinnar sannfærist um að hjól
ið ber nafnið „Kvennasmiðjan" og
er síðar ætlunin að binda það inn
og gefa út sem eitt blað eftir sýn-
inguna. Hver dagur verður helgað-
ur ákveðinni starfsstétt þar sem
sérstök áhersla verður lögð á störf
hennar. T.d. munu snyrtifræðing-
ar bjóða gestum upp á ókeypis
snyrtingu þann daginn og eins
munu aðrar stéttir gera slíkt hið
sama í viðkomandi störfum. Einn-
ig kom fram á fundinum að skólum
hefur verið boðið að koma með
nemendur sína á sýninguna síð-
asta dag hennar og yrði heimsókn-
in þáttur í starfskynningarnámi
þeirra. Kostnaður sýningar nemur
um einni milljón króna að sögn
nefndarmanna en húsnæðið er
frítt.
Hönnuðir sýningarinnar eru
Á blaðamannafundi er haldinn var til kynningar „Kvennasmiðjunni" — sýningu kvenna i vinnumarkaðinum.
Fri vinstri: Ragnheiður Harvey, framkvæmdastjóri sýningarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi, Álf-
heiður Ingadóttir, blaðamaður, Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, skrifstofumað-
ur, Elísabet Kochran og Ólöf Þorvaldsdóttir, hönnuðir sýningarinnar, og Þórunn Gestsdóttir, blaðamaður.
Starfsstúlkur fri Pósti og síma vinna hér við uppsetningu síns biss og eru
að setja upp gamalt símaborð fri Húsavík.
atvinnulifsins geti ekki snúist án
þátttöku kvenna. Við höfum eftir
megni hvatt konur til að leggja
niður vinnu á morgun og vonum
við að kvenmenn muni sýna sem
mesta samstöðu á þessum degi.“
’85 nefndin skipaði undirbún-
ingsnefnd sl. vor til að annast
skipuiagningu kvennafrídagsins
og hefur nefndin lagt áherslu á
þrennt: Útifund á Lækjartorgi,
Kvennasmiðju í Seðlabankabygg-
ingunni og vinnustöðvun á kvenna-
frídaginn sjálfan.
Við opnun sýningarinnar flytur
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
ávarp. Skemmtidagskrár verða á
hverju kvöldi auk tískusýninga þar
sem íslenskir kventískuhönnuðir
sýna framleiðslu sýna. Veitinga-
sala verður á staðnum og gefið
verður út dagblað með fréttum
frá sýningunni og munu kven-
blaðamenn sjá um þá útgáfu. Blað-
þær Elísabet Kochran og Ólöf
Þorvaldsdóttir. Framkvæmda-
stjóri hennar er Ragnheiður Harv-
ey. { undirbúningshópnum eru sjö
konur: Álfheiður Ingadóttir blaða-
maður, Annie G. Haugen félags-
ráðgjafi, Arndís Steinþórsdóttir
viðskiptafræðingur, Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir skrifstofumaður,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arfulltrúi, Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður og Þórunn Gests-
dóttir blaðamaður.
Sýningin verður opin virka daga
kl. 16.00-22.00 og um helgar kl.
14.00-22.00. Á morgunn verður
sýningin þó lokuð á meðan á úti-
fundinum stendur. Aðgangseyrir á
„Kvennasmiðjuna" er 120 krónur
fyrir fullorðna, 80 krónur fyrir
unglinga og ellilífeyrisþega og frítt
fyrir börn innan 12 ára aldurs.
Sýningunni lýkur 31. október.
Verðbréfaþing íslands:
Stofnaðilar valdir og
verðbréfakerfið í mótun
UNNIÐ er að því að starfsemi Verð-
bréfaþings íslands geti hafist innan
tíðar, samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars Helga Hálfdánarsonar, varafor-
manns Verðbréfaþings íslands. For-
maður Verðbréfaþings er Sigurgeir
Jónsson, en ekki reyndist unnt að
ná í hann, þar sem hann er erlendis.
„Undirbúningurinn er kominn
vel á veg, og þessa dagana er verið
að leggja drög að því að velja
stofnaðila Verðbréfaþings," sagði
Gunnar Helgi, „og við stefnum að
því að ljúka því fyrir lok mánaðar-
ins. Auk þess er verið að vinna að
verðbréfakerfinu sem slíku. Ætl-
unin er að hafa það eins einfalt
og hægt er, og það verður keyrt
með aðstoð Reiknistofu Háskól-
ans. Kerfið verður elektrónískt, en
ekki uppboðskerfi eins og í kaup-
höllum almennt."
Gunnar Helgi sagði að unnið
væri að því að kerfið gæti orðið
starfhæft í næsta mánuði og þá
yrði jafnframt búið að velja fyrstu
flokkana til skráningar.
Gunnar Helgi var spurður hvort
ströng skilyrði yrðu sett fyrir þátt-
töku í Verðbréfaþingi: „Stjórnin
er ekki búin að móta endanlega
skoðun sína þar að lútandi, þó
hniga mörg rök að því að ströng
skilyrði verði sett fyrir þátttöku,"
sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson.
Sumargleðin 15 ára
trískogtjörug
sumargleainna
d*gUrtínli*wr
varinn
ítalski
Si
puríö'
heillar
Kamfra' — Dans Sö»9ur
__ Grín — G'eö'
Bæjarins besta skemmtun er í
IBIRCaVD
Ath.: Uppselt var um sídustu helgi, svo
pantid í tíma í síma 77500 eina Sumar-
gledistund.
WAT
Matsedill helgarinnar
Rækjupaté
Sinnepskryddaður svínahryggur
Ananas rjómarönd í
súkkulaðiísbollum
Pianósnillingurinn Ingimar
Eydal leikur fyrir matargesti