Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. OKTÓBER1985 23 Bangla-Desh: Níu deyja í flóðum Dhaka, Bangla-Desh, 22. október. AP. FJÓRIR hafa látist í flóðum sem urdu vegna þess að stífla brasL Flóð- bylgjan hefur eyðilagt 10 þúsund heimili og gert 25 þúsund fjölskyldur heimilislausar í vesturhluta landsins að því er opinberar fregnir herma. Þá hafa fimm að auki látist í flóðum í norðvesturhluta landsins. Stíflan, sem er um 25 kílómetra löng, brast á nokkrum stöðum á sunnudag og mánudag og áður en lauk voru um 80 þorp umflotin vatni á 350 ferkílómetra svæði. Unnið er nótt og dag við að gera við stífluna. Leigubflstjóramorðið í Danmörku: Grunaöur mað- ur handtekinn Kaupmannahörn, 22. oklóber. AP. ÞRÍTUGUR maður hefur verið hand- tekinn grunaður um morðið á leigu- bflastjóranum aðfaranótt laugar- dags. f fyrstu var talið að svonefndir grænstakkar hefðu myrt leigubfl- stjórann, en þeir berjast gegn inn- flytjendum f Danmörku. Þeir höfðu hótað að myrða leigubflstjóra, fengju þeir ekki tíma í sjónvarpi til að reka áróður fyrir því að flóttamenn og erlendir verkamenn yrðu reknir úr landi. Lögreglan handtók 23 meðlimi grænstakkahreyfingarinnar um helgina, en sleppti þeim öllum skömmu síðar. Lögreglan telur nú að morðið hafi verið framið í auðgunarskyni. Sex herforingjar handteknir í Argentínu Buenos Aires, 22. október. AP. RAUL Alfonsin, forseti Argentínu, fyrirskipaði í dag handtöku sex for- ingja í hernum og sex borgara, sem eiga að standa í tengslum við „of- beldisherferð gegn lýðræðisstofnun- um“ þjóðfélagsins, þar á meðal margar sprengjuárásir, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Enn ein sprengingin varð í dag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að handtökuskipunin hafði verið gefin út. Átti sprengingin sér stað fyrir utan skrifstofur yfir- manns argentínska herráðsins. Nokkrar skemmdir urðu, en eng- inn særðist. Alfonsin forseti hagnýtti sér sérstakar heimildir framkvæmda- valdsins til þess að fyrirskipa handtökurnar. “Komizt hefur upp um tilvist manna, sem hafa það sameiginlega markmið að vinna með ofbeldi gegn lýðræðislegum stofnunum landsins og gegn þjóð- inni,“ sagði í tilskipun forsetans. Af þeim, sem handtaka átti, hafði aðeins einn ekki fundizt í dag. Það var Guillermo Suarez Mason, sem reyndar hefur verið leitað lengi fyrir meint mannrrétt- indabrot og fjármálamisferli. Allir þeir, sem handteknir hafa verið, eru kunnir hægri menn með tengsl við herforingjastjórn þá, sem ríkti í Argentínu frá 1976 þar til í desember 1983. VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fHofgtmftlaftib AP/Símamynd * I höndum lögreglunnar Ástandið í Suður-Afríku fer versnandi með degi hverjum. Þessi mynd var tekin í Höfðaborg fyrir skömmu og hafa lögreglumennirnir hér náð að klófesta svartan ungling. Ekki fylgdi það fréttinni hvað hann hafði til saka unnið. Segist vera son- ur Lind- bergs Trenton, New Jeraejr, 22. október. AP Maður sem fullyrðir að hann sé sonur flóttamannsins Charles A. Lindbergh, segir að nýfundin flngra- för sanni að fórnarlamb „glæps aldarinnar" hafí raunverulega verið eitthvert óþekkt barn. Bruno Ric- hard Hauptmann var tekinn af Iffi árið 1936, fundinn sekur um að myrða barn Lindberghs, flugkappans sem heimsfrægur varð 21. maí, 1927 fyrir að fljúga fyrstur manna yfir Atlantshaf. Löngu týnd málsgögn, þar á meðal eftirmyndir fingrafara sem talin voru eftir barn Lindberghs, fundust nýlega í bílskúr í New Jersey. „Ef þarna er um að ræða skýr fingraför og sérfræðingar verða fengnir til að bera þau saman við mín, mun loksins sann- ast hver ég er,“ segir Harold Olson, fimmtíu og sjö ára gamall tölvu- sali. Hann er meðal nokkurra manna sem telja sig syni Lind- berghs. Málsgögnin fundust á heimili Harolds heitins Hoffmans fyrrum ríkisstjóra í Jersey, sem taldi Hauptmann saklausan af ákærunni um að hafa rænt og myrt barn Lindberghs. Hoffmann fékk gögnin lánuð vegna einka- rannsóknar sem hann lét gera fyrir 50 árum en skilaði þeim ekki aftur. Almenn "•úsiklelltiimi öaa'sUmaV ^9' 08 Asta, Jenný, Sólveig og Þornildur Við bjóðum hressileg ný námskeið! JA22 SPOKH) Hvarfisgötu 105, síml: 13880. Á m-■*— -■*- M £ - ««- - f*-v„, A| a Dssta stao i txBnum — nssg ousstmn Jazz- dans Spennandi tim-1 ar með stööug- | um nýjungum Innritun er hafin í síma 13880 frá kl. 14.00 alla daga. Hámarksfjöldi 15 í tíma. /Mielev uppþvottavélar — hefur þú heyrt hvaö pær eru hljóölátar? Jóhann ólafsson & co . NL A «3Su«Ubofj 104«eylcHvlk Slmi82fc*»^ BARNAÖRYGGI Börnunum er óhætt í baði þarsem hitastillta Danfoss baðblöndunartækið gætir rétta hitastigsins. Á því er öryggi gegn of heitu vatni. Kannaðu aðra kosti Dan- foss og verðið kemur þér á óvart. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganás fyrirmynd annarraflísa HÉÐINN = SELWÆGI2, REYKJJtAK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.